Tíminn - 16.06.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.06.1968, Blaðsíða 1
BLAÐ II Embætti Forseta íslands eftlr Hákon Guðmimdsson, yfirborgardómara Um næstu mánaðamót eða nán ar tiltekiS sunanudagmn 30. jún fer fram kosning Forseta íslands fyrir tíroafbili'ð frá 1. ágúst 1968 til 31. júlí 1972. Hefur ríkisút- varpið af því tilefni farið þess á leit, að hér yrði gerð nokkur grein fyrir þessu æðsta emtoætti 'þjóðarinnar. í erindi, sem þessu verður þó að stilka á stóru, en reynt verð- ur að gefa hér nokkurt yfirlit yfir stofnun forsetaembættisins, svo og þau helztu atriði er varða kosningu, valdsvið og lögkjör For seta ísiands. Þegar Vilhjálmur kardínáli af Sabena kom til Noregs árið 1247 þeirra erinda áð vígja Hákon gamla Hákonarson konung undir kórónu, fékk kardínálinn fregnir af því, hversu þá var háttað þjóð skipulagi íslendinga. Á hann þá að hafa lótið svo mælt, að það væri ósannlegt að ísland þjónaði eigi undir einn konung, svo sem öll önnur lönd í Veröldu. En hver svo sem afstaða kardímálans til þessa þjóðfélagsfyriribæris var og hvont sem undrunin ein eða undrun og andúð féðu orð- um hans, þá er það staðreynd, að fyrstu 400 ár íslandsbyggðar voru fslendin.gar án þess munaðar, er aðrar þjóðir þá nutu, að eiga sé þjóðhöfð'ingja — konung eða for seta. Skal það hér látið liggja milli hluta, hvort þeir stjórnar- hættir áttu nokfeurn þátt í því að íslenzfea þjóðin gekk á hönd Hákoni konungi 15 árum eftir að Karddnálinn af Sabena setti kórón una á höfuð hans. En eftir árið 1262 var því hins- vegar ekki til að dreifa að ís- lendingar vektu á sé*r athygli er- lendra manna vegna þjóðhöfð- ingjaleysis, eða yrðu kirkjuhöfð- ingjutn annarra þjóða undrunar- efni fyrir þæ.r sákir, því næstu 700 árin l-utu' þeir konungum, fyrst Noregs og síðar Danakon- ungum. Og þegar samband þeirra við Kristján konung X rofnaði árið 1940, verður eigi séð, a'ð nokkrum hafi dottið í hug, að taka upp aftur þá frumlegu skip- an þjóðveldistímabilsins, að þjóna eigi undir konung eða ann an þjóðhöfðingjia. f Að vísu var það svo, að um rúmlega eins árs skeið, frá 10.. apríl 1940, fór ríkisstjórnin, sam- kvæmt ályktun alþingis með æðsta vald í málefnum ríkisins. En árið 1941 var |trax komið á þeirri skipan, að sérstakur mað- ur, ríkisstjóri kosinn af alþingi til eins árs í senn, færi með það vald, er konungi var áður falið samkvæmt .stjórnareki-ánni. Var Sveinn Björnsson, er verið hafði sendi'herra íslands í Kaupmanna- höfn árum samam, kosinn í þetta æðsta embætti þjóðarinnar hinn 17. júní 1941. Hér var þó um bráðabirgðaskipan á æðstu stjórn landsins að ræða, því sambandinu við þáverandi konung íslandis og Danmerkur var eigi enn, að fullu og að formi til, slitið. En árið 1944 iauk miliibils- ástandi því, sem ríkt hafði um æðstu stjórn íslands fná hertöku Sveinn Björnsson — 1, forseti lýðveldisins. Danmerkur í aprílmánuði 1940, því með stjórnarskrá þeirri, sem sett var 17. júní 1944, stigu ís lending'ar síðasta_ skrefið til fulls sjálfstæðis. Varð ísland þá lýðveldi með þingbundinni - stjórn. Jafn- framt var þá gerð sú breyting á hinni æ'ðstu stjórn ríkisins, að ríkisstjóraembættið var lagt nið- ur, en æðsta manni þjóðarinnar — þjóðhöfðingjanum — gefið heitið Forseti íslands og j'afn- framt var ákveðið að hann skyldi vera þjóðkjörinn. Til álita hafði )>ó komið, hvort iforsetinn skyldi kosinn af allþingi eða bednt af þjóðinni. Var uppbaf lega gert ráð fyrir því, í frv. til stjórns'kipunarlaga, sem lagt var fyrir alþingi árið 1944, að allþingi kysi forsetann. En við meðferð málsins á alíþingi varð það þó of- an á, að hann skyldi vera þjóð- kjörinn. Segir í áliti nefnda 'þeirra, er um máli'ð fjölluðu, að sú skipan muni vera í samræmi við vilja og óskir mikils þorra þjóðarinnar. Er það mín skoðun, að alþingi hafi þar farið rétta leið. Fólkið á að veijia forsetann. og vonandi ber þjóðin gæfu til þess að fara ávallt svo með þa'ð vald sitt, að eigi þurfi að körna til áli'ta, að færa þa'ð kjör á aðr- ar hendur. Af sérstökum ástæðum varð þjóðkjöri þó eigi komið við, er fyrsta forsetakjörið fór fram sum arið 1944. Var því sett í stjórn- arskrána það báðabirgðaráfcvæði, ’að aliþingi kysi Forseta íslands í ifyrsta sinn fyrir tímabilið frá 17. júnl 1944 til 31. ágúst 1945. Fór sú forsetakosning fram á alþingi á Þingvöllum 17. júní 1944 og var Sveinn Björnsson þáverandi ríikis stjórd kosinn fyrsti Forseti ís- lands þess lýðveldis, er stofnað var þann dag. Sú kosning var þó ekki einróma því Sveinm Björns- son átti við nokkra andstviðu að etja af stjórnmálaiástæðum, er ekki verða raktar hér. Við forsetakjör- ið árið 1945, en þá skyidi þjóðin í fjrsta sinn kjósa forsetann, varð Sveinn Björnsson hinsvegar sjálf kjörimn og kom því ekfci til kosn inga. Hann varð aftur sjálfkjör- inn árið 1949, en lézt áður en því kjörtímabili iyki, hinn 25. jianúar 1952. Vegna fráfalls Sveins Björnsson ar kom til forsetakjöris sumarið 1952. Fékk íslenzka þjóðin þá í fyrsta sinm tækifæri til þess að ganga a'ð kjörborðinu og gireiða atfcvæði við kjör Forseta íslands. Þá voru 3 forsetaefni í framiboði: Ásgeir Ásgeirsson þá alþingismað uir og bankastjóri, dr. Bjarni Jóns son vígslubi'skup og Gisli Sveins- son fv. sendiherra. * Kosningin varð allsnörp, en henni lauk, svo sem kunnugt er með kjöri núver. andi Forseta íslands henra Ás- geirs Ásgeirssonar. Hiaut hann 32924 atkvæði, dr. Bjarni Jóns- son fékk 31045 aíkvæði og Gísii Sveinsson 4255 atkvæði. Frá þeim tíma hefur eigi kom- ið til _ forsetakjörs, því herra Ás- geir Ásgeirsson hefur verið sjálf- kjörinn æ síðan, en gefur nú eigi kost á sér til endurkjörs, er kjör'- tímabiH hans lýkur 31. júli riæst- komandi. Fer því nú fram for- setakjör samkvæmt ákvæ'ðum stjórnarskrárinnar og lögum nr. 36 frá 1945 um framboð og kjör Forseta íslands. A3 þessu sinni eru tvö forsetaefni í framboði, þeir dr. Gunnar Thoroddsen sendi herra og dr. Kristján Eldjárn f or nm i njavörður. Sivo sem áður er rakið, er For- seti íslands þjöðkjörinn. Gildir kosning hans til 4ra ára í senn og hefst hvert kjörtímaibil 1. ágúst en lýkur 31. júlí að liðnum 4 árum. Til fonsetaembættisins er kjörgengur hver sá, sem hefur kosningarétt við alþingiskosn., að því undansfcildu, að forsetaefni verður að hafa náð 35 ára aldri. Samkvæmt þessu verður hann að vera íslenzkqir ríkisborgari, hafa óflekkað mannorð og vera fjár- ráða. Eigi eru gerðar neinar sér- stakar menntunarkröfur til for- setaefnis, frekar en alþingis- manna og ráðherra. Samkvæmt stjórnarskránni og kosningalögum er það skilyrði fyr ir kosningarrétti til alþingis, að kjósandi hafi verið búsettur á ís- landi síðustu 5 árin, áður en kosn ing fer fram. Þetta búsetuskilyrði gildir hinsvegar ekki um forseta öfni og má því kjósa mann til þess að gegna embætti Forseta ís iands, þótt hann hafi verið og sé búsettur erlendis. í þessu sam- bandi má geta þess, að umboðs- starfalausir dómendur, og er þar fyrst og fremst um dómendur Hæstaréltar að ræða, eru ekki kjörgengir við al'þingiskosningar, þótt þeir hafi að sjálfsögðu kosn- ingarrétt. Hinsvegar eru þeir tví- mælalaust kjörgengir við forseta- Hákon Guðmundsson, yf- irborgardómari í Reykjavík, hefur góðfúslega leyft Tím anum að birta hið stórfróð- lega og skemmtilega erindi er hann flutti í Ríkisútvarp ið 9. júní s. 1. um embætti Forseta íslands. Kann blaðið Hákoni alúðarþakkir fyrir. kjör. Hér má og iíta á ákvæði 9. gr. stjórnarskrárinnar. on þar segir, að Forseti íslands megi ekki vera alþingismaður. Þetta á- kvæði skýtur þó ekki loku fyrir það, að alþingismaður geti verið í kjöri við forsetafcosningu, enda var því svo_ háttað um nú- verandi Forseta íslands. En ef alíþingismaður er kjörinn forseti verður hann að segja af sér þing- mennsku. Ásgeir Ásgeirsson — 2. forseti lýðveldisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.