Tíminn - 16.06.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.06.1968, Blaðsíða 5
StHVNUDAGTJR 16. júní 1968 TIMINN 21 ar vandkvæSi rísa í sambandi við stjórnars'kipti. En þar sem íslenzk stjómskipan er by.ggð á þing ræði. heíur alþingi síðasta orðið í þessum efnum, og fær því eng- in ríkisstjórn staðizt nema hún styðjist við meiri hluta alþingis eða njóti a. m. k. hlutleysis þess meiri hluta, er forði henni frá falli, ef vantrauststillaga á 'hana er borin fram. Um vald og embætti Forseta ís 12” 'ís ber annars almennt séð að hafa það í huga, að forsetastað- an hér á landi er fyrst og fremst ti'narstaða. Við ýmis tækiifæri kemur hann fram sem fulltrúi þjóðarinnar og skilur sig þar og þá fná fulltrúum ákveðinna stétta eða stjórnmólaflokka. Hann stendur utan og of'an við dægur- þrasið og pólitík og efnahagsleg átök innan þjó'ðlífsins. Hann er tákn sjólfstæðrar og fullvalda þjóðar — einingartákn þeirrar ó- Hku og marghverfu þátta, sem þjóðaPheildin er ofin úr. En jafn framt er hann þó eins konar ör- yggisvörður stjórnarfarsins, sem getur látið til sín taka, þegar sér stakar aðstæður skapast, og ein- stakir afistöðvar sjórnarkerfisins gegna ekki hluverki sinu eða ef það verður í heild óstarfihæft. F.íns og að líkum lætur getur það borið að höndum, að forset- inn falli frá eða geti ekki farið með vald sitt vegna dvalar erlend is. Við þvá er sá varnagli sleginn í 8. gr. stjórnarskrárinnar, að þá skuli forsætisráðherra, forseti sam einaðs alþingis og forseti hæsta- réttar fara með forsetavaldið, sem handihafar þess. Skýrir þá for seti sameinaðs alþingis fundum þeirra. Hefur oft á þetta reynt í utanferðum forsetans og eins þegar Sveinn Björnsson féil frá í janúarmánuði 1952,' en þá fóru þessir handhatfar forsetavalds- ins með það vald í nokkra mán- u'ði. Verður ekki annað séð, en þetta fyrirkomulag hafi reynzt við hlítandi. Hins vegar hefur ekki til þess komið að þessir handhafar forsetavaldsins þyrftu að hafa af- skipti af myndun nýrrar stjórn- ar. Er því ekki sé'ð, hvernig þá tækist til, ef um erfiða stjórnar- myndun væri að ræða. En við þær aðstæður má gera ráð fyrir því, að upp gæti komið ágreining ur um það milli hinna þriggja handhafa, hvaða leiðir væru heppi legastar. Virðist eðlilegast, að við slíkar aðstæður væri einum manni t.d. forseta Hæstaréttar, falið for setavaldið. Rétt er pó a'ð geta þess, að þegar handhafar forsea valds fara með það ræður afl at kvæða úrslitum, ef upp kemur á- greiningur þeirra í milli. Samkvæmt 11. gr. stjörnarskrór innar er forseti íslands ábyrgð- arlaus a stjórnarathöfmum sínum. Einhver verður þó að bera hina stjórnarfarslegu ábyrgð og kem- ur þá til þess, sem áður er að vikið, að til þess að stjórnarat- höfn forsetans sé gild, verður sá ráðherra, er hlut á að móli, að hafa undirritað hana ásamt hon- um og þar með tekið ábyrgð á henni. Hér eru það ráðherrarn- ir, sem bera bæði hina stjórnar- farslegu ábyrgð en um ábyrgð ráðherra á stjórnarstörfum þeirra gilda sérstök lög, og dæmir lands- dómur í þeim málum, ef ráðher- ar eru sóttir til saka fyrir stjóm- arstöif sín. Ábyrgðarleysi Forseta íslands nær þó aðeins til stjórnarathafna hans. Hann er sem einstaklingur hóður sömu reglum og aðrir borg arar og þannig bótaskyldur vegna bótaskyldra athafna sinna. Sækja mætti hamn ti'l efnda á fjórskuld- bindingum, svo sem aðra menn, t.d. til greiðslu á víxilskuld, og hann yrði einnig að hlíta viður- lögum fyrir lögbrot, svo sem fyr- ir brot á umiferðalögum,t .d. fyr- ir að vikja til vinstri á þjóðvegi í hægri handar umferð svo dæmi sé nef nt. Hér er þó sleginn só var- nagli, að samkvæmt 11. gr. stjóm arskrárinnar má ekki sækja for- setann til refsingar, nema með A slæjmum dekkjum INTERNATIONAl eru alEir bílar lítils vírði. Gerum fljótt og vel við hvaða dekk sem er, seljum GENERAL-dekk. , hfOlbarðinn hf. Laugavegi 178 samþykki alþingis, en sé sam- þykki þess fyrir hendi, yrði far- ið með slífct refsimál eftir al- mennum reglum. Þess er áður getið, a'ð Forseti íslands má ekki vera alþingismað ur í 9. gr. stjórnarskrárinnar segi ennfremur, að hann megi ekiki hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkafyrirtækja. Forseti ís- lands mætti því ekki vera fram- kvæmdastjóri einkafyrirtækis, bankastjóri ríkiisbanka, vígsluibisk up eða setudómari. Hins vegar er ekki loku skotið fyrir það, að hann gegni ólaunuðum störfum. Þannig gæti hann verið forseti Bókmenntafélagsins eða Vísinda- félags íslendinga. Ugglaust væri honum og sem vísindamanni heim ilt að vinna að vísindalegum rannsó'knum, rita fræðirit um guð fræði, lögfræði eða fornminja- rannsóknir og taka á móti þókn- un fyrir þau ritstörf sin. Og rit- höfundur, sem kosinn væri for- seti, mætti án efa halda áfam að semja skáldsögur, leikrit og yrkja ljóð, og þiggýa ritlaun fyr- ir þau andlegu afrek sín. Hins vegar mætti forsetinn ekki vera á föstum launum hjá útgáfufyr- irtæki, svo sem ísafoldarprent- smiðju eða Helgafelli, svo dæmi séu nefnd. Áldtamál gæti verið. hvort bóndi t.d. þingeyskur bóndi — sem kjörinn væri for- seti, mætti halda áfram búrekstri sínum norður þar. Um önnur lögkjör Forseta ís- STAKIR ELDHÚSSKÁPAR MIKIÐ ÚRVAL Á LAGER EINNIG VASKBORÐ, KÚSTASKÁPAR OG ÝMSAR GERÐIR EFRI OG NEÐRI SKÁPA. HUS OG SKIP HF. Laugavegi 11. Sím! 21515 KAUPFÉLAG SUÐUR - BQRGFIRÐINGA AKRANESI SÍMAR: 2210-2211 MATVÖRUBÚÐIR: u B YGGINGAVÖRU- Kirkjubraut 11. Sími 2212 VERZLUN — OLÍUSALA: Stillholt 2 Sími 2213 Sunnubraut 13. Sími 2217 UMBOÐ FYRIR: BIFREIÐAR: Chevrolet, Buick, Opel, Vauxhall, Bedford, Scout. DRÁTTARVÉLAR: Ferguson, Farmall, ásamt hjálpartækjum. HEIMILISTÆKI: Westinghouse-kæliskápa, frystiskápa, eldavélasett, — straujárn, þvottavélar, þurrkara o.fl. — Frigidaire-kæli- skápa, þvottavélar. — Kiitchen-Aid-hrærivélar (þrjár stærðir), uppþvottavélar. Levin-frystikistur 250—280— 410—510 lítra — Wascator-þvottavélar fyrir stór heimili og fjölbýlishús. VÆNTANLEG: Luma sjónvarpstæki. STUÐNINGSKONUR GUNNARS THORODDSENS boða til eftirmiðdagsfundar í Súlnasal Hótel Sögu, miðvikudaginn 19. |úní kl. 3,30 e.h. Dagskrá auklýst síðar. KONUR FJÖLMENNIÐ J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.