Tíminn - 16.06.1968, Síða 9

Tíminn - 16.06.1968, Síða 9
SUNNUDAGUR 16. júní 1968 TIMINN 25 í lok síðasta mánaðar hófst alvarleg deila milli verkalýðsfé- félaganna í Hafnarfirði og ís- lenzka álfélagsins vegna fyrir ætlana framkvœmdastjóra fyrir tækisins um stofnun stéttarfé- lags. Þetta álævintýri var al- varlegt vegna þess, að ganga átti freklega á samningsrétt verkalýðsfélaganna. Enda fór svo, eins og allir, sem eitthvað þekkja til íslenzkrar verkalýðs hreyfingar hefðu átt að vita, að uppátæki framkvæmdastjórans fór út um þúfur og samnings- réttur verkalýðsfélaganna við félagið var virtur af stjórn þess. Þótt ýmsar ytfirlýsingar hafi verið birtar um þetta mál, er I það svo einstakt í sinni röð, að mér þykir rétt að rekja það nokkuð í þessum þætti. A3 stofna eigið stéttarfélag Það var mánudaginn 27. maí, að Ragnar Halldórsson, fram- Kvæmdastjóri Álfélagsins, kall- aði starfsmenn á sinn fund og tilkynnti þeim, að hugmyndin væri að stofna „starfsmanna- félag', sem hefði þann megin- tilgang að „koma fram sem einustu viðsemjendur við ÍSAL“ varðandi launa- k j ö r , ráðningarkjör og vinnuskilyrði. Það var ljóst, að hér var um séttarfélag að ræða, og þóttu ill tíðindi. Að vísu hafði því verið réttilega spáð, að af hinu erlenda félagi mætti ýmislegt vænta í viðskiptum við verkalýðshreyfinguna, en enginn hafði séð fyrir slíka til raun til að svjpta verkalýðsfé lögin á þessu félagssvæði samningsrétti sínum. f langri greinargerð, sem framkvæmdastjórinn birti eftir að málið varð opinbert, taldi hann upp ýmis lönd, þar sem hann hefði kynnt sér þessi mál en þeim mun meiri virtist van- þekking hans á samskiptum heildarsamtakanna á vinnu- markaðinum hér í hans heima landi. í greinargerðinni gróf hann upp einhverja samiþykkt, sem árið 1956 hafði verið gerð í skipulagsmálum á þingi Alþýðu sambands íslands, og fjallaði um vinnustaðinn sem undir- stöðu í uppbyggingu verkalýðs- samtakanna. Ef hann hefði ein- hveria þekkingu á íslenzkum verkalýðsmálum, myndi hann auðvitað vita að þessi samþykkt hefur verið grafin í fjölda ára, og að á þeim 12 árum sem liðin eru hafa ýmis önnur skipu lagsform verið efst á baugi, en engin breyting þó samþykkt. Þetta skiptir þó iminna máli; hitt er aðalatriðið, að hann virt ist hafa komizt að þeirri furðu- legu niðurstöðu, að forystu- menn fyrirtækja ættu að standa að stofnun verkalýðsfé- laga. Og honum virðist auðsjá- anlega einnig hafa komið til hugar, að verkalýðshreyfingin myndi láta slíkt líðast, og þar með látið það leyfast, að frek lega yrði gengið á samnings- rétt hinna hefðbundmu verka lýðsfélaga á svæðinu. Það var auðséð á ummælum þeim, er blöð höfðu eftir for svarsmönnum Vinnuveitenda- sam-bands íslands, að þeim þótti heimskulega að farið, þótt ekki vildu þeir afneita Álfélaginu. Aftur á móti sást á fréttaflutn ingi Morgunblaðsins, að það var frekar hliðlhollt „málstað" framkvæmdastjórans. Kom þar enn einu sinni fram afstaða þess blaðs, og þeirra afla, er að baki þvi standa, til verka- lýðshreyfingarinnar. Væri fé- lagsmönnum verkalýðsfélaga hollt að draga af því réttar ályktanir. Samstaða gegn Álfélaginu Verkalýðsfélögin í Hafnar- firði snérust strax hart gegn þessari óvæntu árás og Alþýðu samband íslands lýsti yfir full um stuðningi sínum, og sagði í .ályktun, að „íslenzk verkalýðs hreyfing mun ekki líða tilraun- ir atvinnurekenda til afstkipta af stéttarfélagsmálum verka- fólks af því tagi, sem nú hefur komið fram af hálfu forráða- manna ÍSALs h. f.“ Höfuðþunginn í baráttunni lagðist þó á herðar forystu- manna félaganna í Hafnarfirði, einkum þó Hermanns Guð- mundssonar sem enn sýndi ákveðni og dugnað í viðureign inhi við atvinnurekendur. Slagurinn stóð því ekki lengi, og niðurstaða hans var stutt yfirlýsing um algjöra uppgjöf Álfélagsins. í þeirri yfirlýsingu sagði, að íslenzka Álfélagið „viðurkennir Verkakvennafélag ið Framtíðina og Verkamanna- félagið Hlíf í Hafnarfirði sem samningsaðila um kaup og kjör ófaglœrðs verkafólks hjá ÍSAL. Ennfremur lýsti félagið yfir því, að félagar ofan- greindra verkalýðsfélaga hafi forgangsrétt til allrar vinnu verkafólks hjá ÍSAL.“ Vel á verði En þótt íslenzka Álfélagið hafi í þessum slag gefizt algjör lega upp við klofningstilraun sína, mun verkalýðshreyfingin augljóslega draga ályktanir af þessum atburði. Hann sýnir fyrst og fremst, að við öllu má búast af erlendum fyrirtækjum á íslandi, og að halda verður vel vöku um réttindi verkalýðs hreyfingarinnar. Þessi tilraun mistókst m. a. vegna þess hversu klaufaleg hún var í allri framkvæmd, og árásin aug ljós. Næsta árás getur verið laumulegri og á öðrum sviðum. Því þarf að vera vel á verði. Elías Jónsson. LAWN BOY GARÐSLÁTTUVÉLIN. Vél hinria vandlátu. FLJÓTVIRK GANG- SETNING: Hin sjálfvifka kveikju- stilling sór lyrir þvl.. Eitt handtak á auka- inngjofina. létt tak I gangsetningarsnur- una — og LAWN-BOY þýtur I gang. SJÁLFSMURNING: V Sérstaka ollu þarf el/í,' þvl að eldsneytið er blahdað með ollu. sem smyr mótorinn. I hliðarhalla er þvl útilokað að mótorinn bræði úr sér vegna lltillar smurningar. JAFN SLÁTTUR: Hjólafestingar eru hreyfan- legar, svo ójöfnur hafa ekkert að segja fyrir sláttugæðin. TAKIÐ Er'TIR, þér hafið aldrei séð Jafngóðan slátt áður. FULLKOMIN RYOVÖRN: Hllfin utan um sláttuhnlfinn og mótorhlffin eru úr sérstakri málmblöndu. og þess vegna getið þér hreinsað LAWN BOY vélina einfaldlega með garðslöngunni án þess að ryð.mynd^st. STERK MÓTORHLÍF QR TREFJAPLASTI og tvöföld hllf utan um sláttu- hnlfinn, að framan og aftan. — Þess vegna er LAWN BOY öruggasta vélin sem þér fáið i dag. OUTBOARD MARINE — framleiðendur LAW BOY sláttuvélanna, EVINRUDE og JOHNSON utanborðsmótoranna og snjósleðanna_______________________ eru meðal reyndustu framleiðenda mótora f heiminum. Allt, sem þeir vita um vélar — sem er nógu mikið til að flytja stærstu báta um vötn og höf, — hafa þeir notfært sér við byggingu LAWN BOY sláttuvélarinnar. En LAWN BOY er samt enginn utanborðsmótor, sem bjargar drukknandi manni til lands. Hin langa;pg góða reynzla þeirra veitir ótvirætt traust og öryggi. Sem sagt: vélin er frá gangsetningar- snúru til útblástursrörs eingöngu gerð með slátt í huga. Þér getið fullkomlega treyst LAWN BOY. P ÞÖRHF® LAWfNJ BDY 1 REYKJAVÍK SKÓLAVÖRÐUSTÍG 25 VELALEIGA Simonar Símonarsonar. Simi 33544. önnumst múrbrot, og flesta loftpressuvinnu. Einnig skurðgröft. FJÖLIDJAN HF. Hagstæðustu verð. Greiðsluskilmálar. Verndið verkefni íslenzkra handa. FJÖLIÐJAN HF. Sími 21195 Ægisgötu 7 Rvk.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.