Alþýðublaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 1
Hyggjast reisa 200 herbergja heilsuhótel erlendra aðila hafi áhuga á að leggja fé í uppbyggingu þessa svæðis þar á meðal byggingu um 200 herbergja heilsuhótels. „Við vonum að þarna byggist upp mik- ið þjónustusvæði í tengslum við nýja lónið þannig fengist mótvægi við útgerðina í atvinnulífi staðar- ins." Grindvíkingar hugsa stórt og hyggjast flytja Bláa lóniö úr staö — meöal annars í öryggisskyni „Bláa lónið verður að fara, það er aðeins tímaspursmál hvenær því verður lokað af ör- yggisástæðum, „ segir Jón Gröndal, bæjarfulltrúi í Grindavík. Jón segir Grinda- víkurbæ þegar hafa lagt grunn að flutningi lónsins og ætlunin sé að um 200 herbergja hótel rísi í tengslum við skipulag þess. „Það er algjört forgangsatriði að tryggja öryggi baðgesta en lónið var aldrei hugsað sem baðstaður, heldur sem öryggisventill fyrir hitaveituna. Ef meiriháttar slys verður, opnast fyrir öryggisventla og út í baðvatnið gusast fleiri hundruð gráða heitt jarðvatnið," sagði Jón Gröndal. Hann benti á að þegar hefðu slys orðið á bað- gestum sem rekja má til mishitn- unar í lóninu þó ekki hefði enn orðið stórslys. Búist er við að skipulag svæðisins verði tilbúið í byrjun sumars, það er Árni Jóns- son arkitekt sem hefur skipulagt svæðið og valið því staðsetningu. Reiknað er með að framkvæmdir við nýtt lón hefjist sumarið '91. Þá er gert ráð fyrir að hótel og önnur þjónustustarfsemi rísi í tengslum við heilsulindirnar. Jón, segist vera þess fullviss að fjöldi Iðunn selur ný- keypta prentsmiðju Bókaforlagið Iðunn hefur selt Prentsmiðju Friðriks Jóelsson- ar en forlagið keypti prentsmiðj- una á síðasta ári. Kaupendurnir eru Arnór Guðmundsson og Guðbjartur Jónsson, fyrrum starfsmenn bókaforlagsins. Arnór Guðmundsson, annar hinna nýju eiganda Prentsmiðju Friðriks Jóelssonar sagði ástæðu sölunnar vera að hagsmunir stórs útgefanda eins og Iðunnar hefðu rekist á við hagsmuni prentsmiðj- unnar. Arnór sagði að ekki yrði um neitt samstarf milli þessara aðila að ræða. „Við verðum bara að bjóða í verkin eins og hverjir aðrir." Jón Karlsson, bókaútgefandi sagði í samtali við blaðið að hér væri aðeins um sölu lítillar rekstrar- einingar að ræða. Bókaforlagið Ið- unn stæði enn traustum fótum. Norrœnt samstarf: Alvörusamvinna eða kertaliósakjaftæði? Fréttaskýring — Bls. 5 Hvað er Bogdan að hugsa? Bls 6 Þegar Heimaey gaus voru ekki allar Norðurlandaþjóðirnar jafn ákafar í að styðja Islendinga. „í dönsku sendinefndinni i morgun var full samstaða um 100 milljónir (20 frá Danmörku) til íslands. í seinni samningavið- ræðum við hina forsætisráðherr- ana var ennþá tregða — hvers vegna? Ætlar Palme sjálfur að spila út heimafyrir, sem mót- vægi við gagnrýni á Víet- nam-hjálpina. Eða var það af „stjórnarskrárlegum ástæðum", eins og Finnar og Svíar sögðu. Auk þess sagði Palme, að hann hefði talað við Stráng fjármála- ráðherra og að hann hefði sagt, að þegar manni er nauðgað, get- ur maður alveg eins sagt já og notið þess. Sem sagt, við urðum alveg sammála." < Þetta kemur fram í bók Anker Jörgensen, Bölgegang, fyrrum forsætisráðherra Dana sem byggist á dagbókum hans frá þeirri tíð. Anker er meðal annars spurður út í þetta i viðtali við hann sem birtist í Alþýðublaðinu á bls. 9 í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.