Alþýðublaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 3. mars 1990 9 Viötal viö Anker Jörgensen, fyrrum forsœtisráöherra Danmerkur á þingi Noröurlandaráös: „Einmitt núna skeður það, að á meðan það er al- menn siökun í Evrópu, þá á sér stað vígbúnaðar- kapphlaup í höfunum í norðri og svo mega Norð- urlöndin ekki ræða örygg- ismál. Þetta er einn af þversögnunum, dæmi um aulahátt, segir Anker Jörg- ensen m.a. í viðtali við Al- þýðublaðið. Anker Jörgensen, var formaður Alþýðuflokksins í Danmörku um fimmtán ára skeið. Hann var for- sætisráðherra Dana frá 1972—1982 að undanskildu einu ári. Hann situr nú á danska þing- inu sem þingmaður Kaupmanna- hafnar og er nú fulltrúi á þingi Norðurlandaráðs. Áður var Anker forseti dönsku verkalýðshreyfing- arinnar. Alþýðublaðið náði tali af Anker í Háskólabíó í gær og byrj- aði á að spyrja hann um hver væru helstu mál Norðurlandaþings að þessu sinni. ,,Það sem er mikilvægast er að Norðurlandaráð hefur í auknum mæli beint athygli sinni að Evr- ópu. Bæði þeirri Evrópu sem er innan vébanda Evrópubandalags- ins og þeirri Evrópu sem áður lá austan járntjalds. Það er að segja þróuninni í Austur-Evrópu, Evr- ópubandalagið og Evrópumálin hafa tekið drjúgan tíma hjá okkur. í þessu sambandi hafa umhverfis- málin gert það einnig og sam- starfsmöguleikarnir í umhverfis- málum. Þetta eru mikilvægustu málin. Frá mínum bæjardyrum séð er Norðurlandaráð komið út úr einangrun sinni og finnur sig í auknum mæli sem hluta af Evr- ópu. Það er af hinu góða." Anker Jörgensen telur ófært aö ekki skuli mega ræða öryggismál á vettvangi Noröurlandaráös. Viö megum ekki rœöa öryggismál Kjarnorkuvopnalaus Noröurlönd — Nú barst þú fram á sínum tíma tillöguna um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd. Hvað finnst þér um þann framgangs- máta sem hún hefur hlotið? „Það eru ennþá óskrifuð lög að við megum ekki ræða öryggismál hér á þinginu. Það þykir mér fá- ránlega gamaldags. Það getur hafa átt rétt á sér fyrir 10 árum en það er ekki réttmætt nú orðið. Nú þegar Varsjárbandalagið er í upp- lausn, þegar slökunin milli austurs og vestur er orðin umtalsverð, þegar um garð eru gengnir samn- ingar milli stóru „sjéffanna" tveggja, Reagan og Gorbatsjov, um meðaldrægar kjarnaflaugar þá er það aumkunarvert að við í Norðurlandaráði getum ekki rætt um öryggismál. Ekki síst vegna þeirra möguleika sem fyrir hendi eru að koma á fót á Norðurlönd- um sáttmála, með viðurkenningu stórveldanna tveggja, um að Norðurlöndin skuli vera kjarn- orkuvopnalaust svæði. Það yrði til að undirstrika þá jákvæðu þróun sem hefur átt sér stað. í því sam- bandi vil ég taka fram að það yrði raunverulega gagnlegt innlegg í slökunarstefnuna sem á sér stað í allri Evrópu í augnablikinu. Ef við gætum tekið tillöguna upp á vett- vangi Norðurlandanna og gengið á undan í slökun, eigum við ekki að segja að skjóta styrkari stoðum undir þá slökun sem hefur átt sér stað milli austurs og vesturs. Við megum ekki ganga út frá því að stórveldin ein, þau eru þó óhemju mikilvæg, fjalli um þessi mál. Við eigum reyndar að ganga á undan í að skapa frið og velferð eins og hingað til.“ — Hvað finnst þér um þá til- lögu sem Jón Baldvin hefur haldið á lofti um afvopnun á norðurhöfum? „Mér finnst þetta undirstrika vandamálið með Norðurlöndin og öryggismálin. Einmitt núna skeð- ur það, að á meðan það er almenn slökun í Evrópu, þá á sér stað víg- búnaðarkapphlaup í höfunum í norðri og svo mega Norðurlöndin ekki ræða öryggismál. Þetta er ein af þversögnunum, dæmi um aula- hátt. Við megum ekki láta binda hendur okkar þó við séum með- limir i NATO, þ.e. Noregur, Dan- mörk og ísland. Auðvitað getum við rætt og auðvitað eigum við að ræða þessi mál. En áður en lengra er haldið vil ég taka það fram að það er nánast bannað hér í Norð- urlandaráði. Ég ætla engu að síður að gera það nú eftir smástund." Thatcher það íhaldssamasta í Evrópu — Nú er hægri stjórn í Noregi og Danmörku. Sænskir jafnað- armenn virðast standi verr en um árabil. Eru jafnaðarmanna- flokkar á Norðurlöndum á und- anhaldi? „í fyrsta lagi, þá vona ég það ekki og ég held það ekki heldur. Þó svo að við kunnum að lenda á undanhaldi í bili þá munum við ör- ugglega rísa upp aftur. Lítum t.d. á Verkamannaflokkinn í Englandi. Honum hefur um langt skeið verið haldið frá völdum af því ihalds- samasta sem fyrirfinnst í Evrópu, þ.e. Margréti Thatcher. En allt bendir nú til þess að staða Verka- mannaflokksins sé mjög sterk og hann taki við stjórnartaumunum aftur. Það sama á við um SPD, þýska Jafnaðarmannaflokkinn, og ef til vill munu Austur-Þjóðverjar einnig kjósa jafnaðarmenn til for- ystu. Ég lít á ástandið nú á Norður- löndunum sem tímabundið ástand en engu að síður verð ég að viður- kenna að svo virðist sem nokkur hreyfing í þá átt sem þú nefndir hafi átt sér stað á Norðurlöndun- um. Við höfum ef til vill búið við velferðarkerfið of lengi og þá byrj- ar fólk að líta það hornauga og ég held því fram að kerfið á Norður- löndum sé ekki til fyrirmyndar á öllum sviðum. Það sem við köllum norrænt velferðarkerfi. En það er það minnst slæma af öllum þjóðfé- lagsgerðum í öllum heiminum og þar með einnig það besta. Ekki fullkomið og ekki endanlegt en það minnst slæma. Það fyrirfinnst ekki sá staður sem leysir vanda sinn betur en velferðarkerfi Norð- urlandanna. Því munu hugsjónir koma aftur þó svo að þeim kunni að verða kastað fyrir róða tíma- bundið. En við verðum að sjálf- sögðu einnig að muna að við verð- um að endurnýja okkur." Þarf ekki aö endurskoða — Nú kemur fram í bók þinni sem nýiega hefur verið gefin út, að þegar gaus í Vestmanna- eyjum hafi Svíar verið tregir til að samþykkja tillögu þína um að styrkja Isiendinga vegna gosins. Er það rétt? „Ég man það nú ekki svo gjörla. Það sem ég skrifaði voru hugleið- ingar mínar á þeim tímapunkti. Ég vil ekkert segja um það núna. Þetta er nefnilega byggt á dagbók- um mínum og hvaö mér fannst og hvað ég hélt á ákveðnum tíma eða þann dag sem það er skrifað. Það er Ijóst að hver maður á rétt á að endurskoða sjónarmið sín en ég held að það sé ekkert sem ég vil endurskoða varðandi þetta." — Þú ert gamall verkaíýðs- leiðtogi. Hver verður staða verkalýðshreyfingarinnar í sameinaðri Evrópu? „Við höfum nú þegar sameigin- lega evrópska verkalýðshreyf- ingu. Hún lætur mjög til sín taka innan EB og einnig á Norrænum vettvangi. Verkalýðssamböndin á Norðurlöndum hafa góða sam- vinnu. Það finnst mér vera horn- steinn í samvinnu hreyfingar jafn- aðarmanna. Stríö sem vinnst ekki í einni orrustu — Verða umhverfismálin í brennidepli næsta áratuginn eða lengur? Já, jafnvel lengur, 10, 20, 30 ár. En það sem skiptir máli er að hafa hraðann á, að taka á öllum þáttum umhverfisvandans. Maður verður að stilla sig inn á að þetta er ekki stríð sem vinnst í einni orrustu. Þetta er röð frumkvæðis og fram- kvæmda, aftur og aftur. Ég vona að sjálfsögðu að jafnaðarmenn á Norðurlöndum verði fremstir í flokki. Við höfum alltaf verið um- hverfisflokkar, ekki í merkingunni að vera grænir, en við höfum alltaf óskað þess að mennirnir búi við góð lífskjör og góðar kringum- stæður, það er einnig umhverfis- pólitík. Nú verðum við einnig að vera fremstir í flokki þegar um- hverfið, þ.e.a.s. hið ytra umhverfi, loftið, hafið, fer rýrnandi að gæð- um, þá er það einnig verkefni fyrir okkur jafnaðarmenn." — Kemur hlutverk Nordur- landaráðs til með að minnka með aukinni samvinnu Evr- ópuríkja? „Það eru margir sem vita ekki nóg um Norðurlandaráð en það er ekki nokkur maður sem veit eitt- hvað um EFTA. Því mun Norður- landaráð, vegna þess að við höf- um þar þingræðislega samkomu sem saman stendur af 87 fulltrú- um sem hittast reglulega, verða þeir sem leggja linurnar og rök- ræða þau vandamál sem eru efst á baugi á Norðurlöndunum og stöðu Norðurlandanna gangvart Evrópu. Þetta er hið nýja í þróun- inni svo að við verðum augljós- lega að ræða ástandið eða vanda- málin utan Norðurlandanna og áhrif þeirra á Norðurlöndin. Þvi held ég því fram að EB komi til með að verða þýðingarmesta aflið í Evrópu. Það mun því verða hörmulegt ef Norðurlöndin skilja ekki núna að taka upp aukna sam- vinnu á þessu sviði með það fyrir augum að setja mark sitt á þróun evrópskrar samvinnu." — Hvernig finnst þér að koina til íslands? „Ég hef við þetta tækifæri ekki séð annað af íslandi en Reykjavík í snjó. Ferðin frá Keflavík var þó fín, þegar maður sá öll fjöllin og umhverfið þakið snjó. Ég man ekki til þess að hafa séð það fyrr. Annars minnist ég ógleymanlegra ferða um landið. Hvar sem ég hef komið, sama hvort það er að Gull- fossi eða norður til Akureyrar þá finnst mér ísland vera spennandi náttúruland og það er indælt að koma hingað." Viðtal: Tryggvi Harðarson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.