Alþýðublaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 3. mars 1990
Jón Hjaltalín Magússon í landkynningarstörfum:
Færði borgarstjóra Zlin
stein úr Borgarfirði eystra
— og leikstjóra leikskrá frá Þjóöleikhásinu.
JÓN HJALTALÍN MAGNÚSSON
formaður HSI hefur verið á fullri
ferð með landkynningu fyrir Is-
land. Hitti hann borgarstjóra
Zlin að máli og afhenti honum að
gjöf frá Handknattleikssam-
bandinu forláta slípaðan stein
úr Borgarfirði eystra. Hafði Jón
að orði að eflaust kæmu steinar
sér vel í landi þar sem mikil og
góð uppbygging væri að hefjast.
Jón fór einnig á fund leikstjóra
eins hér í borginni, sem vinnur nú
MÞBIIMIDIO
ÁHMÍ
HANDKNATTLEIK
aö því að setja á svið leikrit Havels
forseta, Garðveisluna. Færði Jón
leikstjóranum að gjöf leikskrá End-
urbygingarinnar eftir Havel frá
Þjóðleikhúsinu. Þótti leikstjóra og
leikurum vænt um þessa gjöf frá
fjarlægu landi. Havel sjálfur er
væntanlegur til Zlin í næstu viku til
að vera viðstaddur frumsýningu á
þessari uppfærslu leikrits síns, sem
samið var 1963.
Á laugardag mun Jón Hjaltalin af-
henda verðlaun í ritgerðasam-
keppni, sem HSI stóð fyrir meðal
skólabarna hér í landi. Ritgerðar-
efnið var ísland. Svo vildi til að 13
ára telpa, Clara Stebrovna frá
þorpi hér í grennd við Zlin varð sig-
urvegari í samkeppninni.
Fararstjórn
með limbragð
í munninum
Fararstjórn íslenska landsliðs-
ins hefur í mörg horn að líta. I
gær, fimmtudag, var fararstjórn-
in öll með óheyrilegt límbragð í
munninum. Ástæðan? Frí-
merkja þurfti 6000 póstkort,
sem landsliðið sendi vinum og
stuðningsaðilum á Islandi. Kort-
in fóru í póst á fimmtudag og eru
því væntanleg í næstu viku til Is-
lands.
Pósthúsið hér í Zlin komst reynar
í vandræði þegar keypt voru svo
mörg frímerki, — innkaup sem þessi
eru alis ekki venjuleg, hvorki hér né
annars staðar. En frímerkjaarkir
fundust fljótt og voru seld landsliðs-
mönnum með brosi á vör.
Hvað hugsar
Bogdan?
Talið að hann gefi Júlíusi
Jónassyni og Jakob
Sigurðssyni tækifæri gegn
heimsmeisturum Júgóslava
leiknum í dag — Kristján
Arason verður með —- en |
stjarnan Vukovic er á
annarri löppinni
f'rú Andrvsi fttunísyni, fréttamunni Al-
þýúuhludsins, Zlin, Tékkóslúvukíu í ftœr:
Islensku landsliðsmennirnir
bíða þess nú spenntir hvernig
Bogdan Kowalczyk hyggst
stilla upp byrjunarliðinu i hin-
um miklivæga leik gegn heims-
meisturum Júgóslavíu í hand-
knattleik, sem fram fer á laug-
ardag.
Talið er fullvíst að Júlíus Jón-
asson fái að þessu sinni tækifæri
á að sýna hæfni sína með liðinu.
Þá er ekki útilokað að Jakob Sig-
urðsson verði einnig með liðinu.
Ekki er annað að sjá en að ís-
land stilli upp sterku liði gegn
Júgóslavíu. Kristján Arason
haltraði lítilsháttar í dag, — en
sagðist örugglega verða orðinn
góður fyrir leikinn á morgun og
verður tvímælalaust með á morg-
un.
Andstæðingar okkar, Júgóslav-
ar, eru hinsvegar ekki eins heppn-
ir. Veslin Vukovic, sá snjalli hand-
knattleiksmaður, 32 ára, er nánast
á annarri löppinni og ekki talið að
hann verði búinn að ná sér fyrir
leikinn gegn okkur. Það munár
um minna en þann mann.
„Mér hefur fundist það miklu
erfiðara að standa fyrir utan og
horfa á strákana. Það er annars
ekki gott að segja hvað Bogdan er
að hugsa. En fái ég tækifæri gegn
Júgóslövunum, þá verð ég að
standa mig,“ sagði Júlíus Jónas-
son, þegar ég hitti hann að máli í
dag.
Landsliðshópurinn hefur það
annars gott. í gærdag var farið í
skoðunarferð í verksmiðju sem
framleiðir listilega glervöru. Siggi
Gunnars og Alfreð höfðu ekki
áhuga á þessari heimsókn, en
héldu niður í bæinn og keyptu þar
málverk fyrir spottprís.
Ýsunni þakkaður sigurinn!
íslenskur matur er á borðum
landsliðsmanna okkar í hand-
knattleik, þrátt fyrir að hér sé
boðið upp á hinn ágætasta mat.
Fyrir Kúbuleikinn var síðasta
máltíðin ýsa af Islandsmiðum,
og er nú haft á orði að ,ýsa var
það heillin", ýsunni er þakkaður
sigurinnf
Þá eru hér á borðum íslenskir ost-
ar og smjör, — og á herbergjum sín-
um maula landsliðsmenn harðfisk
og hafa smjör með.
Jens Einarsson, fyrrum mark-
vörður með ÍR fer á milli Zlin og Zil-
ina, sem er nágrannabær, en þar
leika Rússar, A-Þjóðverjar og Pól-
verjar, sem Bogdan og hans menn
vilja gjarnan fá að sjá. Jens filmar
leikina á myndband og sýnir lands-
liðsmönnum á kvöldin. Fararskjóta
hefur Jens, Volgu eina forníræga,
10—15 ára gamla og segir hann
bensínstybbuna í bílnum ótrúlega.
En á milli staða kemst Jens og fiytur
með sér ómetanlegt efni.
Alþjódleg skodanakönnun franska bladsins Libération:
Sósíal-demókratar munu erfa Evrópu
Framtíö Evrópu er í höndum sósíaldemókrata. Sam-
kvæmt skoðanakönnun sem franska blaðið Libération stóð
fyrir í sjö löndum Vestur- og Austur-Evrópu og í Sovétríkj-
unum myndi meirihluti íbúa Evrópu kjósa sér sósíal-demó-
kratískt þjóðfélag að búa í. Evrópubúar hafna hinum hreina
kapítalisma — þeir vilja ekki lúta þjóðfélagi sem byggir á
stefnu sem kennd er við Reagan eða Thatcher. Afgerandi
meirihluti þeirra styður sósíaldemókratisma, jafnaðar-
mennsku. Vestur-Þýskaland er fyrirheitna landið í augum
Evrópubúa, og þeir hugsa fyrst til þess lands þegar minnst
er á sósíal-demókratisma, ekki til Svíþjóöar eins og menn
höfðu búist við. Sovétmenn eru þeir einu sem trúa á nýjan,
breyttan og betri kommúnisma.
EFTIR: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
Könnunin var gerð með aðstoð
blaða í Bretlandi, Vestur-Þýska-
landi, Ítalíu, Spáni, Ungverjalandi,
Póllandi og Sovétríkjunum (þó að-
eins á Moskvu-svæðinu). Leitast
var við að skilgreina viðhorf Evr-
ópubúa til framtíðar álfunnar og
spurningar vörðuðu það þjóð-
skipulag sem fólk vildi sjá í sínu
landi og áifunni allri til frambúðar,
spurt var um sameiningu þýsku
ríkjanna, kommúnismann og frið-
arhorfur í álfunni.
Niðurstaðan kom á óvart — Evr-
ópubúar hafna algerlega kapítal-
ismanum, þeir hafa svipaðar skoð-
anir á endalokum kommúnism-
ans, friðarhorfum, sameiningu
þýsku ríkjanna og mjög jákvæð
viðhorf ríkja í garð þess sem fólk
kallar sósíal-demókratískt samfé-
lag. Vestur-Þjóðverjar og Ungverj-
ar eru hörðustu fylgismenn sósí-
al-demókratismans, tæplega 70%
í hvoru landi eru þeirri þjóðfélags-
gerð fylgjandi. Þegar Evrópubúar,
að undanskildum Sovétmönnum,
hugsa til sósíal-demókratisma sjá
þeir fyrst fyrir sér Vestur-Þýska-
land. Næst á eftir Frakkland en
menn hefðu haldið að Svíþjóð yrði
án efa í einu af tveimur efstu sæt-
unum þegar að þessu yrði spurt.
Aðeins Sovétmenn nefna Svíþjóð
fyrst sem dæmi um sósí-
al-demókratísk land.
Almannatryggingar og gott
heilbrigðiskerfi einkenna
Sósíal-demókratisma
Þetta mun sennilega vekja
nokkra undrun í Bandaríkjunum
sem hingað til hafa litið á Vest-
ur-Þýskaland sem bróðir í kapítal-
ismanum — land þar sem sam-
keppnislögmálið ríkir ofar öllu.
Um leið vekur þetta upp spurning-
ar um hvaða skilning Evrópubúar
leggja í hugtakið sósíal-demókrat-
ismi, fyrst þeir skilgreina Vest-
ur-Þýskaland sem fyrirmyndarríki
þeirrar gerðar, ríki sem lýtur sem
stendur hægri stjórn Kristilegra
Demókrata.
Evrópubúar setja fyrst á for-
gangslista sinn, þegar þeir skil-
greina sósíal-demókratískt ríki,
öflugt almannatryggingakerfi,
gott heilbrigðiskerfi, opinbera
íhlutun á vinnumarkaði til að
koma í veg fyrir atvinnuleysi og
eftirlaunaréttindi. Spánverjar
héldu því fram að sósíal-demó-
kratismi væri fyrst og fremst að-
ferð til að auka jafnrétti í þjóðfé-
laginu. Aðrar þjóðir settu þetta at-
riði í annað eða þriðja sæti. Önnur
atriði sem fólk setti í fyrstu þrjú
sætin sem einkenni sósíal-demó-
kratískra ríkja, eru t.d. þátttaka
launþega í stjórnun fyrirtækja og
almenn efnahagsleg velferð. Eng-
inn nefndi miklar þjóðfélagslegar
skyldur, háa skatta og launalækk-
anir sem mikilvægan þátt í því
sem einkennir sósíal-demókratis-
mann.
Sósíalismi og kapítalismi
Demókratískur sósíalismi, það
kerfi sem ríkir í t.d. Frakklandi og
Spáni, er menn telja annað en só-
sílademókratisma, hefur líka já-
kvæða ímynd í augum Evrópu-
búa. „Líberalismi", einhverskonar
frjálslyndisstefna, þó ekki sú sem
Amerikanar tíðka, hefur líka já-
kvæða ímynd hjá Evrópubúum.
Hvarvetna, nema í Bretlandi og
Póllandi, þar sem spurt var var
andstaða við kapítalsima meiri en
stuðningur. Hér er átt við þann
hreina kapítalisma sem ríkir í
Bretlandi. 41% Breta voru honum
fylgjandi, 37% á móti, í Póllandi
voru 42% aðspurðra fylgjandi
kapítalisma en aðeins 19% á móti.
Kapítalisminn hafði neikvæðasta
merkingu í hugum manna í Frakk-
landi og á ítaliu, rétt rúmlega 50%
voru á móti honum í þeim lönd-
um. Ungverjar komu næstir með
47% andstöðu en Spánverjar
fylgdu fast á eftir með 45% and-
stöðu. Hjá Vestur-Þjóðverjum
skiptist það þannig að 31% voru
með kapitalísku kerfi, 40% á móti.
Sameining þýsku ríkjanna
Friöarhorfur í álfunni
Þegar kemur að sameiningu
þýsku rikjanna er greinileg samúð
rikjandi í garð Þjóðverjanna. Jafn-
vel í Sovétríkjunum er meirihluta-
stuðningur við sameininguna en
það kemur hinsvegar ekki á óvart
að mikil andstaða er við samein-
inguna hjá Pólverjum. 6 af hverj-
um 10 Pólverjum eru henni and-
snúnir. Næst mest er andstaðan í
Bretlandi, en þar eru þó 6 af
hverju 10 fylgjandi, í öðrum lönd-
um er hlutfallið yfirleitt þannig að
u.þ.b. þrír af hverjum fjórum eru
hlynntir sameiningunni.
Þrátt fyrir þennan vilja Evrópu-
búa til að sameina að nýju þýsku
ríkin virðast þeir ekki vera sér-
staklega trúaðir á að friður haldist
í álfunni. Kannski ekki að ófyrir-
synju. Aðeins rétt rúmur meiri-
hluti er bjartsýnn á friðvænleika í
Evrópu, Italar eru sýnu bjartsýn-
astir en þar eru rétt tæplega 6 af
hverjum 10 þeirrar skoðunar að
hræringarnar austan járntjaldsins
sem var, verði til að tryggja varan-
legan frið. Sovétmenn og Pólverj-
ar eru þjóða svartsýnastar, aðeins
28% Sovétmanna eru bjartsýnir
um að friður haldist og enn færri
Pólverjar eru sömu skoðunar, að-
eins 17%. Evrópa hefur verið vett-
vangur tveggja heimsstyrjalda á
þessari öld og greinilegt er að enn
eimir eftir af ótta um að sagan geti
endurtekið sig. Sérstaklega þegar
tillit er til þess tekið að báðar styrj-
aldarinnar hafa hafist á tímum
mikilla pólitískra breytinga og
upplausnar sem sannanlega ríkir í
dag.
Hlutverk Bandaríkjamanna
Ein af mörgum athygliverðum
niðurstöðum þessarar skoðana-
könnunar er hvernig túlka má
hlutverk Bandaríkjanna í framtíð-
arhugmyndum Evrópubúa um
Evrópu. í raun og veru má segja að
Bandaríkjamenn muni fremur
fjarlægjast Evrópu en nálgast á
næstu árum. Þrátt fyrir það að
Bandaríkjamenn hafi gjarna lifað í
þeirri trú að áhrif þeirra og umsvif
í Evrópu gerðu að verkum að
Bandaríkin væru einskonar fyrir-
mynd Evrópuríkja sem þau
myndu elta í fyllingu tímans.
Stefna Bandaríkjamanna hefur til
langs tíma verið sú að fá bæði Evr-
ópuþjóðir og Japani til að haga
viðskiptum sínum, bæði útflutn-
ingi og innflutningi, á sama hátt
og Bandaríkjamenn gera sjálfir. .
Nú verða Bandaríkjamenn hins- t
vegar líklegast að gera sér grein
fyrir því að Evrópa mun ekki —
frekar en Japan — fylgja í fótspor
þeirra í viðskiptaháttum og það
getur orðið stór biti að kyngja fyr-
ir þá. Grimmur sannleikur sem
rennur upp fyrir þeim á síðasta
áratug aldarinnar og tekur þá
væntanlega nokkurn tíma að
sætta sig við.
Byggt á International Herald Tribune.