Alþýðublaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 3. mars 1990 ÍÞROTTAVIÐBURÐIR FYRRITÍMÁ * Olympíuleikarnir í Berlín TÍMAMÓTALEIKAR í fyrsta sinn undir Islenskum fána Alls var keppt I 20 íþróttagrein- um í Berlín og keppendur voru tæplega 4.800 frá 50 löndum þ.á m. 15 íslenskir íþróttamenn, sem nú kepptu í fyrsta sinn undir islenskum fána á Olympíuleikum. I hópnum voru 11 sundknattleiks- menn og 4 frjálsíþróttamenn. Ól- ympíuleikvangurinn var stór- glæsilegur og rúmaöi um 100 þús- und áhorfendur. Önnur mann- virki, sundlaugin og allnokkrar íþróttahallir aö ógleymdu Ólym- píuþorpinu var allt til mikillar fyr- irmyndar, ekki síst Ólympíuþorpiö með flestum þægindum á fögrum stað í borginni. Boðhlaup með Olympíueldinn Mikill fjöldi áhorfenda, bæði er- lendis frá og Þjóðverjar sóttu leik- ana. Sérlega snjöll hugmynd og snjallt áróðursbragð var boð- hlaupið mikla með Ólympíueld- íslenskir þátttakendur i alþjóöamóti iþróttakennara og íþróttafrömuöa, sem haldiö var í sambandi við Ólympíu- leikana i Berlin 1936. Myndin er tekin á leikvanginum, þar sem Ólympíueldurinn logaöi. Fremsta röð, talið frá vinstri: Júlíus Magnússon, Þorsteinn Jósepsson, Valdimar Sveinbjörnsson, Gunnar Olafsson, Þorsteinn Einars- son, Friðrik Jesson, Þorgils Guðmundsson, Jónas G. Jónsson, Asgeir Ó. Einarsson. Önnur röð: Þórarinn Þórarins- son, Sigmundur Guðmundsson, Baldur Kristjónsson, Ólafur Guðmundsson, Konráð Gíslason, Torfi Þórðarson. Þriðja röð: Stefán Runólfsson, Jón Þorsteinsson. Aftasta röð: Hermann Stefánsson, Jón Bjarnason, Sigurkarl Stef- ánsson, Vignir Andrésson, Þórarinn Sveinsson, Viggó Nathanaelsson, Guðbrandur Þorkelsson, Þorgeir Svein- bjarnarson, Karl Helgason, Rögnvaldur Sveinbjörnsson, Stefán Þ. Guðmundsson, Jón Ólafsson. Sigurður Sigurðsson komst í aðal- keppni í þrístökki á Ólympíuleikun- um í Berlín 1936. mót íþróttakennara, sem var í nánum tengslum við leikana. Far- ið var með Dettifossi utan 16. júlí og komið til Hamborgar 21. júli. Síðdegis sama dag var hópurinn í Ólympíuborginni, sem þá þegar var fagurlega skreytt og hvar- vetna blöktu þjóðfánar við hún. Fánaberi Kristján Vattnes Setningarháltíð leikanna var laugardaginn 1. ágúst. Fólkið streymdi til leikvangsins, en allir aðgöngumiðar voru löngu upp- seldir. Sjálf setningin hófst kl. 4. síðdegis. Ríkiskanslarinn, Adolf Hitler ásamt föruneyti, birtist stundvíslega og skömmu síðar taka fylkingar íþróttamanna að streyma inn á leikvanginn. íslend- ingar koma nú í fyrsta sinn fram á Ólympíuleikum sem fullvalda þjóð — í fyrsta sinn blaktir þar ís- lenskur fáni. 21 íslendingur ganga inn á leikvanginn, en fánaberi er Kristján Vattnes. Áhorfendur A fundi Alþjóða-Ólympíunefndarinnar, sem haldinn var í Barcelona vorið 1931 var ákveðið, að 11. Ólympíuleikar vorra tíma skyldu fara fram í Berlín sumarið 1936. það hafði lengi verið draumur Þjóðverja að fá að sjá um framkvæmd á þessu vandasama og stórbrotna verkefni. Þeim var það mikið metnaðarmál, að vel tækist til, en formaður undir- búningsnefndarinnar var dr. Theodor Lewald og fram- kvæmdastjóri dr. Carl Diem. Naut nefndin riflegs framlags frá þýskum stjórnvöldum. Þarf ekki aö orðlengja það frek- ar að Ólympíuleikarnir í Berlin 1936 tókust stórkostlega. Annars eins glæsibragur og frumlegheit höfðu ekki áður sést á þessari stór- kostlegu íþróttahátíð og jafnframt komu vel í Ijós kunnar skipulags- gáfur og nákvæmni Þjóðverja, jafnt í smáu sem stóru. inn, en hann var sóttur til Grikk- lands, þar sem hann var tendraður með geislum sólarinnar frá altari Seifs í Ólympíu og síðan var hlaup- iö meö hann noröur Balkanskaga áleiðis til Berlínar. Boðhlaupiö vakti hrifningu um víða veröld og hefur verið fastur liður við hverja Ólympíuleika síðan. Tortryggni i garð Þjóðverja Fjölmenn íslensk sveit Þegar nálgaðist Ólympíuárið blómgaðist nasisminn í Þýska- landi og ýmsir voru tortryggnir í garð Þjóðverja og álitu, aö Þýska- land nasismans myndi notfæra sér leikana í pólitískum tilgangi, til framdráttar þeirri stefnu, sem _ komið hafði verið á i landinu undir forystu Adolfs Hitler. Trúlega hef- ur þessi glæsilega íþróttahátíð, sem leikarnir voru, blekkt ýmsa. En Ólympíuleikar síðustu áratuga hafa vissulega verið notaðir í stjórnmálaáróðri og erfitt við það að ráða. Eins og áður sagði voru fimmtán þátttakendur frá íslandi, en auk þeirra fóru 30 íþróttakennarar til Berlínar á vegum Ólympíunefnd- ar Islands, en þar fór fram alþjóða- íslendingar ganga inn á Óiympíuleikvanginn í Berlín. Á myndinni mó meö vissu greina fjórtán menn, talið frá vinstri: Ulfar Þórðarson, Rögnvaldur Sigurjónsson, Karl Vilmundarson, Ólafur Sveinsson, Stefán Jónsson, dr. Björn Björnsson, Jón Ingi Guðmundsson, Jón Pálsson, Sveinn Ingvarsson, þýskur maöur að nafni Lutz Koch (full- trúi Ólympíunefndar fslands í Berlín), Pétur Snaeland, Erlingur Pálsson, Kristján Vattnes (fánaberi) og að baki hon- um sér í Benedikt G. Waage. fagna flokkunum vel, en að sjálf- sögðu fær þýski flokkurinn inni- legustu viðtökurnar. Spiridon Lous færði Hitler gjöf F-ftir hefðbundna setningu birt- ist síðasti böðhlauparinn og tendr- ar Ólympíueldinn með kyndli sín- um. Nær samtímis gengur mið- aldra sólbrenndur maður fyrir Hitler og heilsar honum meö handabandi. Maðurinn er Spiri- don Louis, Grikkinn, sem sigraði í fyrsta maraþonhlaupinu í Aþenu 1896. Hann færði kanslaranum olíuviðarsveig úr lundunum helgu í Ólympíu. Gjöfin er tákn friðar og vináttu, sem því miður rættist ekki, því aöeins rúmum þremur árum síðar hóf Hitler 2. heims- styrjöldina. Jesse Owens maður leikanna Um kvöldið fóru fram stórkost- leg hátíðahöld á leikvanginum, en Jesse Owens. daginn eftir hófst sjálf keppnin, barátta um heiður og frægð. — Flestir ef ekki allir eru sammála um, að sá íþróttamaður, sem mesta athygli vakti á Berlínarleik- unum hafi verið blökkumaðurinn Jesse Owens, sem varð fjórfaldur Ólympíumeistari í spretthlaupum og langstökki. Það voru ekki ein- ungis afrekin sem gerðu hann vin- sælan, heldur og ekki síður Ijúf- mannleg framkoma og dreng- skapur. — Islendingum gekk þokkalega í Berlín, en lengst náði Vestmannaeyingurinn Sigurður Sigurðsson, sem komst i aðal- keppnina í þrístökki. Framkvæmdin var frábær Leikunum var slitið 16. ágúst. Aðsókn var gífurleg og aðalleik- vangurinn ávallt fullsetinn. Alls var talið að 1,3 milljónir ferða- manna hafi mætt á leikana, þar af 150 þúsund útlendingar. Allir voru sammála að framkvæmd leikanna hafi tekist með miklum ágætum og verið Þjóðverjum til sóma. (Heimild: Ólympíuleikarnir 1896—1956) Örn Eidsson skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.