Alþýðublaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. mars 1990 7 Flctt í tímaritum og blöðum TR-fréttir ATVINNULAUSIR OG RÉTTINDALAUSIR UNDIRVERKTAKAR Það hefur færst í vöxt á undan- förnum árum meðal trésmiða og fleiri starfsstétta að starfsmenn fyr- irtækja eru gerðir að „undirverk- tökurn". I TR-fréttum sem Trésmiða- félag Reykjavíkur gefur út er fjallað um trésmiði sem gerst hafa slíkir „undirverktakar". Segir þar að fjöldi trésmiða hafi neyðst til að sæta þessum kostum, eða missa vinnuna ella. Hafi þessir menn oft verið hlunnfarnir illa varðandi greiðslur. Þá hafi komið í Ijós að þegar allt er tínt til, séu menn oft komnir niður fyrir taxtakaup með því að taka verk að sér á þennan hátt. Þá sé það alvarlegt að gerist menn undirverk- takar glata þeir ýmsum réttindum sem þeir hafa áunnið sér, en meðal annars nýtur undirverktakinn engra atvinnuleysisbóta og þarf að sætta sig við fyrirvaralausa uppsögn. Vart hefur orðið við atvinnulausa undir- verktaka í hópi 30 atvinnulausra trésmiða. Er varað við því að menn láti glepjast af tilboðum um að ger- ast slíkir verktakar, — svar manna eigi einfaldlega að vera: Nei, takk! segir Þorvaldur Þorvaldsson í blað- inu. Læknablaöiö INNT EFTIR NÝRUM TIL IGRÆÐSLU FRÁ ÍSLANDI í grein í Læknablaðinu fjallar Páll Ásmundsson, læknir, um „feimnis- málið" liffæraflutninga og dauða- skilgreininguna. Þar kemur fram að frá 1970 hafa 50 nýru verið grædd í íslenska sjúklinga. Af þeim voru 34 úr nýlátnu fólki, öll hafa þau verið grædd í á vegum Scandiatransplant, stofnun sem sér um dreifingu líf- færa, og þá einkum nýrna, til hent- ugra þiggjenda á Norðurlöndum. Segir læknirinn í grein sinni að af hálfu stofnunar þessarar hafi þess ekki verið krafist að íslendingar legðu til líffæri til ígræðslu. Á seinni tíð hefur þó í æ ríkara mæli verið innt eftir því, hvort við legðum til nýru í framtíðinni. Þá hafa Bretar hvatt til hins sama eftir seinni hjartaígræðsluna í ungan íslending þar í landi. Víöförli - blaö þjóökirkjunnar REYKJAVIK ER ORÐIN AÐ TVEIMUR BORGUM Af mórgu ágætu og læsilegu efni í Víðförla, tímariti þjóðkirkjunnar, er grein séra Þórhallar Heimissonar best. Hún hetir Ánauð óttans:ung- lingaofbeldi í Reykjavík. Þar fjallar greinilega um hlutina maður, sem kynnt hefur sér vandamál unglinga í höfuðborginni, enda hefur prestur- inn ungi starfað við Útideild Reykja- víkurborgar. Séra Þórhallur segir á einum stað: „Reykjavík er orðin að tveimur borgum. Önnur er borg dagsins. Hin er borg næturinnar. Enginn er óhultur einn á ferð um miðbæinn eftir miðnætti. Orsakirn- ar eru efalaust margar. Ofbeldi er hluti af daglegu lífi margra fjöl- skyldna. Faðirinn ber móðurina og börnin. Styrjöld heimilisins heldur áfram á götunni. Börnin fá þar útrás í misþyrmingum annarra. Mikill áfengisvandi er á mörgum heimil- um. Afleiðir.g þessa alls er, að mörg börn eiga ekkert heimili. Þau flýja fyllerí og misþyrmingar, leggjast jafnvel út og búa í hitaveitukofum eða ruslakjöllurum. í Reykjavík, já“. Islands Pósturinn — blaö Islandsbanka BETRI BIÐRAÐAMENNING Islendingar hafa aldrei verið fræg- ir fyrir biðraðamenningu. íslands- banki hinn nýi greinir frá átaki bankans í þessa veruna. í fyrsta tölu- blaði nýs blaðs bankans íslandsPóst- inumfsem er sama nafn og á blaði ís- lendingafélaganna í Svíþjóð) segir að þeir hjá íslandsbanka vilji forðast biðraðir, en engu að síður vilji þær myndast á helstu álagstímum við stúkur gjaldkeranna. Því hefur bankinn látið koma fyrir köðlum við gjaldkerastúkurnar þannig að biðröð myndast. Viðskiptavinur sem verið er að afgreiöa fær með þessu móti rými við afgreiðsluborð- ið og komið er í veg fyrir hið al- kunna bankastress, sem fylgir troðningi við borðið hjá gjaldkera. Feykir, óháö fréttablaö MERKUM LEG- STEINUM KOMIÐ FYRIR í TURNI HÓLADÓMIRKJU Um þessar mundir er verið að koma fyrir í turni Hóladómkirkju gömlum og merkum legsteinum sem lágu undir skemmdum í kirkju- garðinum Tveir steinanna eru af gröfum síðustu biskupa staðarins, þeirra Árna Þórarinssonar sem lést ungur að árum 1787 og Sigurðar Stefánssonar, hinum síðasta af Hóla- biskupum, en hann sat frá 1789 til 1798. Þá fá legsteinar presta og kennara á Hólum fyrri tíðar inni í kirkjuturninum. Er þetta talsvert verk að sögn Feykis, enda eru stein- arnir talsvert miklir að umfangi og þungir, þeir léttustu um 200 kíló. Verða þeir festir með sérstökum festingum á turnvegginn. Mánudaginn 5. mars, opnar Iðnlánasjóður í nýju hús- næði á þriðju og fjórðu hæð húss- ins við Ármúla 13a. Flutningur og sjálfstæður rekstur sjóðsins leiðir af sér ný framtíð- armarkmið til bættrar þjónustu við viðskiptamenn og betri árang- urs til hagsbóta fyrir íslenskt at- vinnulíf. Skrifstofan er opin frá kl. 9.00 til kl. 16.30 alla virka daga. / / / Ur Armúla 7 í Armúla 13a ÁRMÚLA13A 155 REYKJAVlK SlMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.