Alþýðublaðið - 06.03.1990, Síða 3
3
Þriðjudagur 6. mars 1990
Laugavegur 178 — stórhýsi sem titrar og skelfur:
Liklega gufusprengii
i iarðlögum undir hú
segir Eysteinn Tryggvason jaröedlisfrœdingur
SKULI NIELSEN rakarameistari — kemur fyrir ad kúnnarnir spyrja mig
hvers vegna flöskurnar í hillunum hristast.
Húsið að Laugavegi 178 tók að
hristast í sömu mund og blaða-
maður Alþýðublaðsins gekk í
hús. Talsverðar drunur fylgdu
kippnum og flöskur í hillum rak-
arans á neðstu hæð hússins
hristust.
Skúli Nielsen, hárskerameistari,
lét sér hvergi bregða. „Þetta hefur
gengið svona síðan í sumar. Það
kemur fyrir að kúnnarnir spyrja mig
hvers vegna flöskurnar í hillunum
hristist, en margir taka ekki eftir
neinu."
Eysteinn Tryggvason, jarðeðlis-
fræðingur var fenginn til að mæla
kippina á neðstu hæð hússins í síð-
ustu viku. Um 50 kippir mældust þá
nótt, allir svipaðir af stærð. Eysteinn
vildi ekki fullyrða hver skýringin á
þessu væri, en taldi líklegt að unt
gufusprengingar í jarðlögum undir
húsinu væri að ræða.
Guðjón Jónsson, húsvöröur, sagö-
ist hafa haft samband við Norrænu
eldfjallastöðina þegar fólk á neðstu
hæö hússins var farið að furöa sig á
hvernig á þessum kippum gæti stað-
ið. ,,Þeir héldu að ég væri orðinn
ruglaður þegar ég sagði þeim frá
þessum hræringum undir húsinu."
Aðspurður sagðist Guðjón þess full-
viss aö hér væri ekki um neitt yfir-
náttúrulegt aö ræða. ,,Ég er hér að
nóttu sem degi og hef aldrei orðiö
var við neitt slíkt, sagði Guðjón.
FRÉTTIN BAK VIÐ FRÉTTINA
Hcmdboltaliðið á við
Gullfoss og Geysi
Viö erum orðin svo grimmilega heimtufrek hvaö varðar
handboltann að þjóðin er með böggum hildar eftir að
landsliðið tapaði fyrir heimsmeisturunum fré Júgóslavíu.
Maður gengur undir manns hönd til að reyna að finna skýr-
ingu á þessu tapi sem okkur finnst með ólíkindum. Orsökin
fyrir ósigri gegn Spánverjum liggur hins vegar í augum uppi
því þar brugðust dómararnir á elleftu stundu og ekki í fyrsta
sinn sem slíkt hendir þegar okkar menn eiga í hlut. En svo
urðu þeir spönsku raunar allra uppáhald hér heima þegar
þeir lögðu Kúbumenn og fleyttu okkur þar með áfram í
keppninni. Svo er bara að sjá hvernig liðið stendur sig í
leikjum þessarar viku en þjóðin krefst sigurs í hverjum leik.
Hver sigur er okkar sigur, en hvert tap er hins vegar tap
landsliðsins.
Efst á baugi
Hér í eina tíð voru frjálsíþrótta-
menn efstir á vinsældalista þjóð-
arinnar, en það var þegar þeir
unnu hvern sigurinn á fætur öðr-
um í keppni við aðrar þjóðir. Nú
hefur almennur áhugi á frjálsum
dalað mjög þó við eigum einstaka
afreksmenn á því sviði. Knatt-
spyrnulandsliðið fær af skiljanleg-
um orsökum ekki mörg tækifæri
til að reyna sig á ári hverju og eng-
inn ætlast til að við náum heims-
frægð á því sviði. En það er hand-
boltinn sem er efst á baugi þegar
íþróttakeppni við aðrar þjóðir er
annars vegar.
Ef ég man rétt var það árið 1983
sem Bogdan var ráðinn landsliðs-
þjálfari og má segja að þá hafi orð-
ið nokkur tímamót í handboltan-
um. Engu að síður hafði landslið-
inu gengið allvel oft og tíðum áður
en Bogdan kom til sögunnar. Hins
vegar má segja að hann geri meiri
kröfur en fyrirrennarar hans og
árangurinn er eftir því. Velgengni
liðsins á síðustu árum samhliða
öflugu auglýsinga- og áróðurs-
starfi hefur lyft handboltanum á
þann stall sem hann er í dag með
þeim árangri að sú manneskja er
vandfundin sem ekki er tilbúin til
að hafa skoðun á landsliðinu og
einstökum leikmönnum. Meira að
segja antisportistar eins og ég og
mínir líkar sitjum límdir við lýsing-
ar á landsleikjum og öskrum á
aukakast eða víti hvenær sem
blakað er við okkar mönnum og
höfum ákveðnar skoðanir á
frammistöðu hvers leikmanns.
Handboltaliðið er orðiö samein-
ingartákn þjóðarinnar og fær okk-
ur til að gleyma um stund bág-
bornu efnahagsástandi og póli-
tísku þrasi.
Mikill kostnaður
Það er mikill kostnaður samfara
landsleikjum handboltaliðsins og
þátttöku þess í alþjóðlegum mót-
um. Hleypur á mörgum tugum
milljóna yfir árið. Jón Hjaltalín og
hans menn í stjórn HSI hafa verið
óþreytandi við að afla peninga.
Ýmis fyrirtæki styðja myndarlega
við bakið á liðinu og hefur margur
forstjórinn reynt það að dýrt getur
orðið að taka í höndina á Jóni
Hjaltalín. Þá hefur allur almenn-
ingur einnig tekið drjúgan þátt í
að fjármagna liðið með frjálsum
framlögum og kaupum á happ-
drættismiðum.
Eins og eðlilegt er hafa heyrst
þær raddir að alltof miklum pen-
ingum sé variö í handboltaliðið á
kostnað annarra íþróttagreina.
Benda sumir á að nær væri að efla
almennt íþróttastarf í stað þess að
eyða gífurlegum fúlgum í tiltölu-
lega fámennt keppnislið. En þegar
landsliðinu vegnar vel gleymast
slíkar vangaveltur þegar í stað og
enginn vill hlusta á úrtölumenn.
Við erum nefnilega sannfærð um
að hæfni landsliðsins veki ámóta
athygli í öðrum löndum eins og
hér heima og að við séum að sýna
það og sanna fyrir alheimi að við
séum bestir í handbolta sem öðru.
Auglýsingar í bak og fyrir
Gengi íslenska liðsins vekur að
sjálfsögðu hvergi viðlíka athygli
og hér heima enda flestir sem hafa
áhuga á handbolta bundnir við
árangur eigin landsliðs hvar í
heiminum sem þeir búa. Hins veg-
ar fer ekki milli mála að góð
frammistaða okkar í handbolta á
alþjóðavettvangi, sem og á öðrum
sviðum er nokkur auglýsing fyrir
land og þjóð. Einstök fyrirtæki
sem styrkja landsliðið fá líka sína
auglýsingu enda liðið gangandi
auglýsing í bak og fyrir. A æfinga-
göllum þess er saltfiskur auglýstur
á bakinu en Pepsí, Flugleiðir og
Landsbankinn að framan. A
keppnisbolum eru Flugleiðir að
framan og Landsbankinn á erm-
unum auk þess sem við verðum að
auglýsa Opel á bakinu á þessu
móti í Tékkóslóvakíu þar sem Opel
er aðal styrktaraðili mótsins. Ekki
veit ég hvort útflutningur á salt-
fiski eykst vegna handboltans né
heldur hvort fleiri drekka pepsí en
áður á sama hátt og erfitt er að
meta ávinning Flugleiða og Lands-
bankans af sínum auglýsingum.
Þegar allt kemur til alls er það
frammistaða liðsins og árangur
þess sem hefur mest að segja þeg-
ar auglýsingar eru annars vegar.
Og þá á ég við auglýsingu fyrir
land og þjóð fyrst og fremst en
ekki beinan árangur af auglýsing-
um einstakra fyrirtækja.
Staðreyndin er auðvitað sú að
þátttaka okkar á alþjóðavettvangi
á sviði íþrótta er oft og tíðum ekki
lakari auglýsing fyrir fsland en
myndir í erlendum blöðum af
Gullfossi og Geysi. Öll jákvæð
kynning og umfjöllun sem tengist
Islandi hefur sín áhrif. Ekki bara
hvað varðar hingaðkomur er-
lendra ferðamanna heldur líka t.d.
á sölu íslenskra afurða erlendis.
Því má segja að þeim fjármunum
sem varið er til landsliðsins í hand-
bolta um þessar mundir sé um leið
varið til landkynningar sem
reikna má með að skili sér aftur
með einum eða öðrum þætti.
Áfram með smjörið
Þegar öllu er á botninn hvolft er
það hins vegar þjóðarstoltið sem
vegur þyngst þessa dagana hvað
varðar handboltann. Hver sigur er
sigur þjóðarinnar. Auðvitað er það
á móti öllum lögmálum að svo fá-
menn þjóð eigi handboltalið á
heimsmælikvarða, en við tökum
þessu samt sem sjálfsögðum hlut
og okkur hættir til að gleyma því
að útaf fyrir sig er það einstakt af-
rek að hafa náð svona langt.
Hvernig sem allt veltist í þessari
viku í Tékkóslóvakíu þá skulum
við halda áfram að styðja við bak-
ið á strákunum í blíðu og stríðu
með það fyrir augum að halda
þeim sessi sem áunnist hefur með
þrotlausri vinnu og dugnaði. Allir
vilja dansa með þegar vel gengur
en þeir eru ófáir sem kjósa að yfir-
gefa baHið ef eitthvað bjátar á í
þessu sem öðru. En áfram með
smjörið hvaö sem tautar og raular.
Auðvitað væri gaman ef við
hrepptum heimsmeistaratitilinn
einhvern tímann. Og sá draumur
blundar í brjósum margra þótt
þeir hafi ekki hátt um það. Slikar
vangaveltur eru kannski ekki
tímabærar og út i hött, en menn
mega þó láta sig dreyma um stóra
vinninginn í þessu sem öðru.
Stærsti vinningurinn er þó líklega
sá, að góð frammistaða íslenskra
íþróttamanna í hvaða grein sem er
verður til að efla íþróttaáhuga
barna og unglinga og sá vinningur
verður ekki metinn til fjár.