Alþýðublaðið - 06.03.1990, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 06.03.1990, Qupperneq 4
4 Þriðjudagur 6. mars 1990 Menning Hvaö er aö vera gyöingur? GULLÖLD ÍSRAELS Gunnar Dal segir í fjóröu grein sinni um gyðinga og menningarsögu þeirra, frá gullöld ísraels sem hefst með Davíð konungi um þúsund árum fyrir Krist. Gunnar rekur hvernig Davíð sameinar hin ólíku samfélagsbrot í eina þjóð og hvernig þörfum fyrir skráða sögu varð til. Hin skráða saga gyðinga verður til í Gamlatestamentinu sem jafnframt varð lögbók samfélagsins. Við samruna Gamlatestament- isins og Nýjatestamentisins varð Biblían til; bók mest bóka. Gunnar segir í eftirfarandi grein að sami boðskapurinn sé alltaf til staðar í öllum þessum skráðu ritum og bókum; Guð er til; hann er upphaf hluta og faðir allra manna og hamingja þeirra felst i því að lifa eftir lögmáli guös. í upphafi var Gamlatestamentid ritað á hebresku. Nokkrir smákaflar þess eru ritaðir á aramaisku sem er skyld hebresku. Höfundar Nýjatestamentis- ins rituðu á grísbu sem var á þeim tima heimsmáliö. Sýnishornið lengst til vinstri sýnir Mósebók, 1. kapítula, fyrstu versin rituð á hebresku. Myndin í miðið sýnir spádómsbók Daníels, 6. kapítula á aramaisku. Lengst til vinstri er Jóhannesar guðspjall, 1. kapítuli, fyrstu versin á grísku. Eftir komuna til Kanaanslands urðu gyðingar að berjast við „Filisteana", en filistei merkir aöeins útlendingur. Sú barátta sameinaði „ættkvíslir" Hebrea og gerði þá að nýrri þjóð undir einum konungi. En eftir nokkra daga Jóshúa „gerði hver maður það sem honum sjálfum sýndist rétt". .Menn urðu reikulir í trúnni og sumir trúðu líka á guði ná- grannanna, Baal og Astartes. Fyrsta þingbundna konungsstjórnin --3------------------------------ I hönd fór tímabil hinna tólf dómara, en síðastur þeirra var Samúel. ísraelsmenn höfðu ekki heldur lagt landið að fullu undir sig og samfélagsgerðin var í upp- lausn. Þegar Filestear réðust inn í landið frá ströndinni í suðri, lögðu þeir margar borgir Iraela undir sig og tóku sjálfa sáttmálsörkina í Shilóh sem herfang. En vegna þessarar innrásar tókst Samúel að sameina þjóðina á ný og banna hjáguðadýrkun og trúna á guðinn Baal. Þjóðin krafðist „sterkrar for- ustu", og Sál var kosinn konungur um 1025 f.Kr. Sumir sagnfræðing- ar hafa nefnt þessa stjórnskipun hina fyrstu þingbundnu konungs- stjórn í sögu mannkynsins. Samú- el setti lýðræðisleg lög um sam- band konungs og þjóðar, sem skil- yrði fyrir konungsstjórn. Þetta var eins konar Magna Carta þeirra tíma. Davíð konungur ...■■■■■—-'■.j- ----- Guilöld Israels hefst þó ekki fyrr en með Davíð konungi (um 1012—972 f.Kr.). Hann sameinar hin ólíku samfélagsbrot í eina þjóð. Hann færir út landamærin í allar áttir. og hann vinnur síðasta vígi þeirra sem fyrir voru í land- inu, Jerúsalem. Davíð gerði hana að höfuðborg og miðstöð trúar- legrar og þjóðfélagslegrar eining- ar. Hér var komin fram á sviðið sterk þjóð sem vantar aðeins eitt; skráða sögu. Fortíð þeirra var ekki sambærileg við nágrannana að þessu leyti. Gamla testamentið skráð Löngu fyrir daga Davíðs og Salómons áttu hin gömlu menn- ingarríki í Asíu og Afríku; Kaldear, Egyptar og Indverjar, skráðar heimildir um menningu sína. Menning Hebrea var munnleg geymd, arfur langrar fortíðar, sem var sameiginlegur öllum hinum gamla heimi. Þeir höfðu löngum verið dreifðir hirðingjahópar á út- jöðrum borgarmenningar í Eg- yptalandi og Mesapótamíu og áttu enga skráða fortíð. En ísraels- menn byrja árið 960 f.Kr. að skrifa Gamlatestamentið og hinu endan- lega verki var ekki lokið fyrr en um 600 árum síðar. Söguritararnir söfnuðu saman frásögnum frá öllum hinum dreifðu og margbreytilegu hópum ísraels. Og þar með eignaðist þjóð- in skráða sameiginlega fortíð. En án slíkrar sögu verður ekkert sam- félag að þjóð. I frásögninni um flóttann frá Egyptalandi er lögð sérstök áhersla á hina sameigin- legu sögu. Og Gamlatestamentið er saga ísraels í þúsund ár eftir för- ina frá Egyptalandi. Pentateuch, fimm fyrstu bækur Gamlatestamentisins byrja á lýs- ingum á sköpun heimsins og enda á dauða Móses. Þessi rit voru fram á 19. öld eignuð Móses. En í þessu riti kemur efnið úr ýmsum áttum og er sett saman í eina heild. Deilt um Gamlatestamentið Það hefur verið skrifað heilt bókasafn um Gamlatestamentið, um réttar eða rangar þýðingar. Um það hvaða bækur eigi aö vera í Gamlatestamentinu og hverjar ekki. Um það hvort samhljóðarun- unni sé alls staðar rétt skipt í orð og setningar eða ekki. Þá er deilt um það hvenær bækurnar eru Gunnar Dal rithöfundur skrifar Fjóröa grein skrifaðar. Um það hvort handritin séu hin réttu handrit og um það hver hafi skrifað þau o.s.frv. Það sem eykur á þessa erfiðleika fræðimanna er að sjálf tungan breyttist stórlega. Hebreska Gamlatestamentisins er væntanlega ekki sama málið og Guð talaði um Móses. Og hún er annað en mál Abrahams. Þess vegna m.a. er stundum erfitt að vita nákvæma upphaflega merk- ingu orða. Hebresk tunga var upp- runalega sambland af baby- lónsku, aramaisku og kanaanisku, enda voru Hebrear lengi í sambýli við þjóðir sem töluðu þessi mál. Og nú er hebreska Gamlatesta- mentisins löngu útdautt mál. Þrískipting Gamlatestamentisíns Gyðingar skipta Gamlatesta- mentinu í þrennt, Pentateuch, Spámannaritin og bækur vitring- anna, Hagiógrafíu. Pentateuch ásamt Joshua (Hexateuch) er frá- sögn um hvernig ísraelsmenn eignuðust fyrirheitna landið. Spá- mannaritin fjaila um líf þjóðarinn- ar í fyrirheitna landinu og boð- skap spámannanna. Hagiógrafían samanstendur af Jobsbók, sálm- unum, orðskviðunum og nokkr- um sögulegum ritum. Apocryfian er þar stundum talin með en stundum ekki. Hún er viðbótarrit og í henni eru bæði bókmenntarit og saga ísraels fram á 2. öld f.Kr. Hagamim eða hinir vitru stóðu við hlið spámannanna og skrifuðu elstu bókmenntir Biblíunnar, Jobsbók, sálmana og orðskvið- urnar. Þeir voru hinir fornu fræð- arar ísraels. Lög trúar verða lög samfélags Israelsmenn rituðu mikla bók um trú sína og siðfræði og nefndu hana Torah. Hún var samin til að benda á hvað Guði væri ekki þóknanlegt, og hvernig menn ættu að fara að vilja hans í trúar- legum og siðferðislegum efnum. En í helgum manni verður þetta eitt. Þessi bók mótaði samfélagið. Lög trúarinnar urðu lög samfé- lagsins. Allt líf manna varð háð reglum bókarinnar. Og bókin breytti mönnum. Séu gyðingar sérstæðir meðal manna þá er það ekki síst vegna þess aga og þeirrar þjálfunar sem þessi bók leggur mönnum á herðar. Bókin kenndi þeim að verða að'sérstæðum, en um leið alþjóðlegum einstakling- um. Tilgangurinn var að ala upp þjóð sem kenndi öðrum þjóðum. Gyðingar litu svo á, og gera enn, að það væri köllun þeirra og hluti af sáttmálanum sem þeir gerðu við guð. Biblían verður til Þegar Nýjatestamentið bættist við Gamlatestamentið varð til bók sem varð mest bóka: Biblían. Bibl- ían þýðir ekki bók heldur bækur, enda er hún samsafn margra bóka. Þessar bækur voru upphaf- lega samdar á mörgum öldum á þremur tungumálum, hebresku, aramaisku og grísku. Höfundar eru ýmist lærðir menn eða ólærðir, bæði konungar og smalar. Bréfin eru t.d. skrifuð af lærðum heimspekingum, en Markúsarguðspjall af ólærðum al- þýðumanni. Biblían er vegna eðl- is síns og uppruna trúarlegur veru- leiki. Og hún er skáldlegur veru- leiki. Með þessu er ekki sagt að skáldlegur veruleiki sé ósannur. Góður skáldskapur er sannleikur. Hann lýsir dýpri veruleika en ein- stökum atburðum á yfirborði til- verunnar. Og loks er Biblían öðrum þræði sagnfræðilegur veruleiki. Þetta ritsafn hefur haft mest áhrif allra bóka í þróun í austri og vestri. Bókmál margra þjóða varð til við þýðingu Biblíunnar. Og í Biblíunni er aö finna kveikjuna í ótal bók- menntaverkum og listaverkum, jafnt á okkar tíð og liðnum öldum. Deilur guðfræðinga fylla mörg bókasöfn. Samt er sami grundvall- arboðskapur alls staðar endurtek- inn í ótal tilbrigðum og stílbrögð- um: Guð er til. Guð er upphaf allra hluta og fað- ir allra manna. Hamingja manna er að frelsast úr fjötrum hins illa og verða bundin hinu góða, guði. Það gerir maðurinn með því að lifa eft- ir lögmáli guðs. Fyrri greinar Gunnars Dal um gyð- inga birtust í Alþýðublaðinu þ. 31. jan. (Upphaf þjóðar sem breytti ver- öldinni), 9. feb. (Goðsögnin um Mós- es) og 16. feb. (Til fyrirheitna lands- ins). 1. Móscbók, 1. kap., jyrstu versin. nw-a < D,nbK**K"13 ■h'ÍÍ?K_D' 1 " H ~s ?t r ? - : m "js-hp nfeni ihifn'inh nm i J - ; - I v \ t r /▼ I I ~nK‘',"p dt6k noKm :d,d; A JT I T VJ V /- *IT i niKn ra D'hbK bnrnaiD-n v T I /•• • v: J" i — A un.-n rbb Knp nirhbi d i ^ina rjpn 'n; D'hbK’-ipK^ han VpnrmK b'nbK 'tijr vn vpnb'bPD nöK D'án r: hebrcska Spádómsbók Daníels, 6. kap. .KToprP'=h -~r t’v-i-T pkp 'PTP'IP" íKit". rpeSp Kj-jrrh;; C“í7'ic r>~1 T?k:, [t;S 'nicSe ] ■ k?',c—.-j nrpPrj S:n,-j •;'.-ipni p-K '• KnrpK ný[p1 : •K'anp c’-i'.p mpSpzi rnim: arameiska Jóhannesar guðspjall, 1. kap., jyrstu versin. KATA IQANNtfN ‘Ev dgxi) rjv ó Aóyos tóv -&eóv, xai '&eög jjv ó XÍ ngög zöv dEÓv. nó xai xtogig aözov é'/évEzo r aóztp tcoi] ri]v, xai t) £< ðgáncúv '’ xai zö q&úg év axozía aizö oi y.azéXaffev. dnEazaXp,éwg nagá rðeoi 'ovzog fiJ.dEV elg pcagzvg gríska „ísraelsmenn rituðu mikla bók um trú sina og siðfræði og nefndu Torah. Hun var samin til að benda á hvað Guði væri ekki þóknanlegt, oghvernig menn ættu að fara að vilja hans i trúarlegum og siöferðislegum efnum. En í helgum manni verður þetta eitt. P' -i bók mótaöi samfélagið. Lög trúarinnar urðu lög samfélagsins," segir Gunnar Dal m.a. í grein sinni um gyðinga.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.