Alþýðublaðið - 06.03.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.03.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. mars 1990 7 UTLOND Að kynnast Bretum Ascot-veðreiðarnar með tilheyrandi klæðnaði, Glynde- bourne-hljómleikarnir þar sem prúðbúið fólk sest á teppi í grasinu og gæðir sér á kampavíni, gæsabringum o.fl. — sem það hefur komið með í nestiskörfu, herraklúbbarnir — og biðraðamenning á háu stigi. Þetta og margt fleira gerir Breta sérstaka. * Italskur blaöa- madur ad nafni Beppe Severgine hefur skrifaö einkar smellna lýsingu af kynnum sínum vid Breta, og breski blaða- maðurinn John Kerr birti nokkra kafla í blaði sínu. Þeir takast í hendur en kyssa sjaldan. Þeir bjóða þér að „kíkja inn hvenær sem er“, en verða hreint aldeilis steinhissa ef þú ger- ir það! Severgini undraðist hina kurt- eislegu biðraðamenningu Breta og sagðist hafa reynt að taka hana með sér til Milano. ,,Ég fór í biðröð á strætisvagnastöðunum. Fyrstu mánuðina heima missti ég alltaf af strætisvagni fyrir bragðið svo þetta endaði auðvitað með því að ég fór að haga mér eins og ítali gerir. Sem sagt tróðst, ýtti og sparkaði!" Svo er það þessi tilraun þeirra til að virðast alltaf ofsalega hressir og „having a jolly good timé'. (skemmta sér vel). Eitt benti breskur kunningi Sev- ergine honum á. Severgini hafði tekið eftir því á hádegiskránum hvað menn töluðu óskaplega mik- ið saman og hlógu út að eyrum annað slagið. Breski vinurinn sagði honum að reyna að hlusta á samtal einhverra kráargesta og „sannaðu til þeir eru að tala um ekki neitt". Sem og reyndist satt vera en var einmitt dæmi um kurt- eisi þeirra, ekki láta hinn aðilann halda að manni leiðist. Að vera „boreing" (leiðinlegur) er talið með höfuðsyndum. Hvar annarsstaðar en i Bretlandi sér maður skóladrengi klædda á þennan veg? Þegar Severgini er inntur eftir því af hverju hann hafi skrifað bókina svarar hann: „Ég elska Breta og landið þeirra. Þeir eru ánægðir með það sem þeir hafa. Eiga ekki til snefil af öfund. Mér finnst þeir dásamlegir, en menn verða að reyna að skilja þá. Til að fyrirbyggja allan misskiln- ing tek ég það fram, að ef þér er í alvöru boðið heim til Breta er ekki hægt að hugsa sér betri gestgjafa. Þeir eiga enga sína líka. INGIBJORG ARNADÓTTIR SJÓNVARP Stöð 2 kl. 15.15 STJÖRNU- MAÐURINN**1/2 (Starman) Bandarísk bíómynd, gerd 1984, leik- sljóri John Carpenter, adalhlutuerk Jeff Bridges, Karen Allen, Charles Martin Smith, Richard Jaeckel. Skemmtileg fantasía, ævintýra- mynd í góðlega stílnum um geim- veru sem lendir á jörðinni, er villt, fær unga konu til að ferðast með sér þvert yfir Bandaríkin til að ná stefnumóti við geimskip. Það sem verra er fyrir konuna, er að geim- veran er tvífari eiginmanns hennar sáluga og hún verður fljótlega hrif- inn af honum. Traustur leikur aðal- leikaranna gefur þessari mynd sjarma auk þess sem hún er ágæt- lega gerð að flestu leyti. Engin topp- mynd en allt í lagi eins og sagt er. eitt það mikilvægasta í stjórnmálum nútímans og liggur í raun undir hverju einasta máli sem rætt er í dag. Gildir einu hvað það er, fisk- veiðar, fasteignaverð, iðnaðarupp- bygging, fólksflutningar, landbún- aðarmálin, uppbygging stóriðju, skógrækt, umhverfismálin. Allt tengist þetta byggðamálum sem eru þegar allt kemur til alls einhvers- konar samnefnari framtíðar upp- byggingar í landinu. Hér er merki- legt mál á ferð sem vonandi fellur ekki í lágdeyðukarp atvinnustjórn- málamanna á atkvæðaveiðum. Sjónvarpið kl. 20.35 TÓNSTOFAN Að þessu sinni verður tekið hús á slagarahöfundinum Magnúsi Eiríks- syni en hann hefur sett saman marga góða melódíuna gegnum ár- in. Væntanlega verður leikið eitt- hvað af tónlist hans, bæði popp og blús en blústónlistina hefur Magnús lengi átt sér sem hjákonu. Það er Ól- afur Þórðarson sem við Magnús ræðir. Stöð 2 kl. 22.40 FYRIR DROTTNINGU OGÞJÓÐ (For Queen and Country) Bresk heimildarmynd sem fjallar um veru breska hersins á Norður-ír- landi í tuttugu ár. Hermennirnir segja sjálfir frá og allri þagnarskyldu var af þeim lyft í tilefni af gerð myndarinnar. Sem verður til þess að mörg hrollvekjandi sagan gægist upp á yfirborðið. Þessi heimildar- mynd fékk verðlaun í heimalandi á sínum tíma, en sem kunnugt er þá er írland eitt eilífðarvandamál fyrir Breta og alla sem þar koma nærri. Þó auðvitað verst fyrir vesalings fólkið sem þar býr. Sjónvarpið kl. 23.10 UMRÆÐUÞÁTTUR UM BYGGÐAMÁL Gísli Sigurgeirsson fréttamaður Sjónvarpsins á Akureyri hefur um- sjá með þessum umræðuþætti sem fjallar um byggðamál. Þetta mál er 0 Q 17.50 Bótólfur (6) 15.15 Stjörnu- maöurinn (Starman) Sjá umfjöllun 17.05 Santa Barbara 17.50 Jógi 1800 18.05 Æskuastin (2) 18.20 íþróttaspegill (5) 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Yngismær (73) Brasiliskur framhalds- myndaflokkur 18.10 Dýralif i Afríku 18.35 Bylmingur 1900 19.20 Barói Hamar Bandariskur gaman- myndaflokkur 19.50 Bleiki pardusinn 20.C0 Fréttir og veður 20.35 Tónstofan Sjá umfjöllun 21.00 Ferö án enda (The Infinite Voyage) Lif i tvisýnu Banda- risk náttúrulifsmynd um útrýmingarhættu ýmissa dýrategunda stórra og smárra 21.50 Nýjasta tækni og visindi íslensk mynd um rannsóknir á þorskanetum 22.05 Aö leikslokum (10) Breskur fram- haldsmyndaflokkur 19191919 20.30 Paradisar- klúbburinn Breskur framhaldsmynda- flokkur 21.25 Hunter Spennumyndaflokkur 22.T5 Raunir Ericu (5) Breskur gamanmyndaflokkur 22.40 Fyrir drottningu og þjóð (For Queen and Country) Sjá umfjöllun 2300 23.00 Ellefufréttir 23.10 Umræðuþáttur um byggöamál Sjá umfjöllun 23.50 Dagskrárlok 23.30 Vopnasmygl (Lone Wolf McQuade) Spennumynd sem segir frá landamæra- verói í Texas sem er haröur i horn aö taka ef á þarf aö halda. Hann á í höggi viö hóp manna sem eru aö smygla vopnum úr landi 01.15 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.