Alþýðublaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 9. mars 1990 MMBIIBLMÐ Armúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Siguröur Jónsson Leturval, Ármúla 36 Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakiö. HANDBOLTI, SKÁK OG MÁT Þjóðin hefur staðið á öndinni vegna þátttöku íslendinga í heims- meistarakeppninni í handbolta í Tékkóslóvakíu. Gengi liðsins hefur ekki verið sem best og þær vonir sem menn bundu við það brostnar. Hins vegar var sigur þess í gærkveldi kærkominn og vafalaust hafa ýmsir sem gengið hafa um niðurlútir undanfarna daga tekið gleði sína á ný. Landsmenn verða að hafa það hugfast að lífið er ekki eilífur dans á rósum og gildir það líka um íþróttir. íslendingar hafa á undanförnum árum staðið sig býsna vel í handbolta og þær kröfur gerðar til landsliðsins að það sé jafnan í hópi þeirra alfremstu. Jafnvel þeir sem yfirleitt aldrei fylgjast með íþróttum setjast fyrir framan skjáinn þegar kemur að stór- mótum í handknattleik og sýnt er frá þeim. íslendingar líkt og aðrar þjóðir fyllast stolti þegar þeim gengur vel á íþróttasviðinu og handknattleikur er sú íþrótt sem íslendingar standa fremst í á alþjóðlegum mælikvarða. Það skiptir því geðheilsu þorra al- mennings miklu hvernig gengur á mótum þegar handboltinn á í hlut. Þó skin og skúrir kunni að skiptast á í íþróttum eins og öðru er engin ástæða til að fyllast bölmóði þótt allt virðist ganga á aftur- löppunum. Þetta er bara leikur. íþróttir hafa löngu sannað gildi sitt og hið fornkveðna enn í fullu gildi; Heilbrigð sál í hraustum líkama. Þó keppnisíþróttir hafi ef til vill ekki alltaf líkamsræktar- sjónarmiðið í fyrsta sæti þá þjóna afreksíþróttir því hlutverki að hvetja börn og unglinga til íþróttaiðkunar. íþróttir eru einn af þeim þáttum lífsins sem gefur því gildi og jafnvel sumir lifa fyrir ævilangt. Það kunna að vera til sjúklegir íþróttaáhugamenn en menn skyldu hugga sig við það að meðan hugur er við kapp og leik gera þeir ekkert verra af sér á meðan. Margir foreldrar hafa haft það á orði að íþróttafélögin séu besta barnapían sem hugs- ast getur og að þau þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af þeim með þau eru á æfingu eða að keppa með liðum sínum. Fullorðnir fá hins vegar margir hverjir ánægju af því að nöldra yfir slæmu gengi liðsins síns eða gorta af því hversu vel það hafi staðið sig. Svörnustu andstæðingar í boltanum hér heima geta sameinast þegar, hvort heldur er í sorg eða gleði, íslenska landsliðið er að keppa. Segi menn svo að íþróttir geti ekkert gott látið af sér leiða. Ein er sú íþrótt hugans sem íslendingar hafa staðið sig betur í en öðrum. Skákin er sannkölluð þjóðaríþrótt og okkar menn á þeim vettvangi oft á tíðum ekki staðið sig verr en handbolta- strákarnir. Gömul virðing íslendinga fyrir gáfum virðist enn lif- andi og sumir þeir sem ekkert skilja í því írafári sem fylgir sprikl- íþróttum fyllast göfugri andakt þeir skákmenn bregða á leik. Menn fyllast stolti og þjóðin lyftist á hærra plan þegar skák- mennirnir okkar ná toppárangri. Að sama skapi fyllist þjóðarsálin fúllyndi þegar þeir láta máta sig. Annars eru skákmenn að því leytinu til ólíkir flestum öðrum íþróttamönnum að þeir játa sig sigraða þegar út í óefni er komið. Betur væri að færi um fleiri. Nú stendur fyrir dyrum geysisterkt skákmót hér á landi. Þar keppa þær þjóðir sem hvað fremstar þykja standa í skáklistinni og auk þess lið Norðurlandanna. Það segir talsvert um styrk ís- lendinga í þessari íþrótt að við eigum sex menn í tólfmanna liði Norðurlandanna. Hvernig þeim vegnar á eftir að koma á daginn en þó að ekki vinnist sigrar í hverju móti þá setur skákin mark sitt á þjóðarsálina líkt og handboitinn. Væntingar eru miklar og bregðast á stundum. Engu að síður fá þessar tvær íþróttagreinar íslensku þjóðina inn á milli til að ganga í takt og standa saman svona rétt til tilbreytingar. ÖNNUR SJONARMIÐ DEILUR um staösetnigu nýs álvers eru farnar að setja svip sinn á þjóð- lífið. í málum sem þessum riðlast gjarnan fylkingar og fóstbræður berast á banaspjótum ef svo ber undir. Halldór Blöndal alþingismað- ur að norðan lætur í sér heyra í Morgumblaöinu útaf þessum mál- um í gær. Ekki er hann með öllu sáttur við ummæli þau er fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins og flokksbróðir, Friðrik Sóphusson fyrrum iðnaðarráðherra, sagði á fundi sjálfstæðismanna í Hafnar- firði. Halldór segir m.a. svo í grein sinn í Mogganum: „Af þessum sökum var ég mjög undrandi, þegar ég las frá- sögn Morgunblaðsins sl. þriðju- dag af fundi um stóriðjumál, sem haldinn var í Hafnarfirði. Þar er haft eftir Friðriki Sóphussyni al- þingismanni, að hann sé sann- færður um, „að úlfaþyturinn sem varð fyrir nokkru í tengsl- um við að nýtt álver ætti að rísa við Eyjafjörð hefði orðið til þess að útlendingar héldu að sér höndum. Væntanlega notuðu þeir tækifærið og könnuðu enn betur möguleika í öðrum lönd- um.“ Síðustu mánuði hefur enginn „úlfaþytur" orðið í tengslum við nýtt álver við Eyjafjörð. En hitt er rétt, að Sigurður J. Sigurðs- son, forseti bæjarstjórnar Akur- eyrar, átti frumkvæði að því, að sveitarstjórnarmenn beittu sér fyrir því, að næsta álver rísi við Eyjafjörð. Síðan hafa stéttarfé- lög tekið í sama streng. Og mér er óhætt að fuilyrða, að almenn- ur áhugi sé fyrir slíkri fram- kvæmd nyrðra. Norðlendingum er ekki kunnugt um, að Haf nfirð- ingar hafi einkaleyfi á álverum, — þeim finnst það á hinn bóginn góður Hafnarfjarðarbrandari. Ég veit ekki til þess, að minnsti stafkrókur sé fyrir því, að út- lendingar hafi „haldið að sér höndum" af því Eyfirðingar hafi áhuga á stóriðju. En hitt er ugg- laust rét hjá Friðriki Sóphus- syni, að stóriðjufyrirtæki eru vakandi fyrir þeim kostum sem bjóðast í hinum ýmsu löndum. Skárra væri það. Það er verið að tala um fjárfestingu, sem skiptir tugum milljarða króna. Það er rétt hjá Friðriki Sóph- ussyni, að við Eyjafjörð eru mörg traust fyrirtæki í sjávarút- vegi. Þau eru bakfiskurinn í at- vinnulífinu þar. En við vitum báðir jafn vel, að ekki er að bú- ast við nýjum störfum í þeirri at- vinnugrein. Ullariðnaður stend- ur höllum fæti og landbúnaður á undir högg að sækja.“ EINAR Ölafsson og Þórarinn Hjart- arson skrifa langa grein í Þjóðvilj- ann í gær. Ekki virðast þeir félagar par ánægðir með formann Alþýðu- bandalagsins eða sögulegt mat hans á þróun mála á alþjóðavettvangi. í greininni segir m.a.: „Kannski kemur að því að for- maður Alþýðubandalagsins verði í góðu kompaníi í Alþjóða- sambandi jafnaðarmanna með forustumönnum Austur-evr- ópsku kommúnistaflokkanna, sem ekki hafa vílað fyrir sér að senda byltingarsinnaða sósíal- ista í fangelsi. Nú keppast þeir við að kalla sjálfa sig sósíal- demókrata. Hvort eru þeir kommar eða kratar? Eða eru þeir kannski (verðandi) kapítal- istarl? Kannski á ráðherra Al- þýðubandalagsins eftir að gera við þá verslunarsamninga þegar Vesturveldin hafa tryggt kaptal- íska þróun á vestræna vísu með nýrri Marshallaðstoð." Þeir ljúka grein sinni með ádrepu á hina vondu valdhafa: „Á sama hátt og borgaralegir stjórnmálamenn, á sama hátt og nýfallnir valdhafar Austur-Evr- ópu og allir aðrir sem vilja hamla gegn raunverulegum völdum alþýðu, hefur formaður Alþýðubandalagsins engan hug á að skýra veruleikann fyrir al- þýðunni eða segja sannleikann, heldur kýs hann að sníða hann niður í einfaldar svarthvítar og rangtúlkandi klisjur sem tönnl- ast er á: fall komúnismans, sigur lýðræðisins: DAGATAL Klámid í þjóbarsálinni Þjóðarsálin þarf stöðugt á um- ræðuefni að halda, einhverju til að vera með eða á móti. Hún hringir inn í útvarpsstöðvarnar, skrifar í blöðin og blaðrar í sundlaugunum og á vinnstöðunum. Þeim sem standa fyrir útvarpsþáttunum þar sem þjóðarsálin er hvað virkust kalla þetta á betra málinu debatt — hinir vita aö þetta er rugl. Nú ber það nýjast við, og er auð- vitað hvalreki í tíðindasnauðu samfélaginu, að fólk sameinast um klám og hringir hver í kapp við annan. Ymist til að fordæma klám og kynlíf í það heila tekið, ef ekki til þess þá til að halda fram rétti fullorðins fólks til að horfa á klám ef því einu sinni sýnist. Allir eru þó sammála um að klám megi ekki hafa fyrir blessuðum börnunum en sem kunnugt er þá eru nútíma- börn ekki gædd þeim eiginleika að slökkva á því sjónvarpsefni sem þeim leiðist eða þau skilja ekki. Heldur horfa þangað til þau sofna. Þaðan af síður hafa foreldrar þeirra þennan hæfileika eftir því sem næst verður komist. Af þeim sökum er Ijóst að klám má ekki sýna í heimahúsum í sjónvarpi vegna þess að börnin hafa ekki rænu á að slökkva á sjónvarpinu, foreldrarnir sennilegast annað- hvort úti að skemmta sér ellegar þá í vinnunni og hafa ekki tæki- færi til að ræða við börn og ung- lingana mun á kynlífi og klámi. Hitt er svo annað mál að það er líka bannað að unglingar og börn séu mikið að drekka brennivín, þau gera það samt. Engar konur hafa þó enn bundist samtökum um að gera brerinivín útlægt úr ís- lensku samfélagi. Hefur það þó lagt margan góðan dreng í gröfina og eftir því sem best er vitað miklu fleiri en klámið. En þjóðarsálin lætur ekki við það sitja eins og best væri að hún gerði. Þeir sem hlustað hafa á hana á hinum ýmsu vígstöðvum verður ljóst að það er ekki klámiö sem brenglar huga fólks — eitthvað annað hefur kom- ið á undan og ruglað betur en tonn af klámi gæti gert. Einn hringdi í útvarpsstöð og sagðist vera kvik- myndagerðarmaður — vildi ræða þátttöku leikara í klámmyndum og val einstaklingsins í beinu fram- haldi! Annar hringdi til að láta í Ijós þá skoöun að orðið klámiðn- aður væri Ijótt — bætti svo við í framhjáhlaupi að liturinn á skján- um væri ekki nægjanlega góður og gaf sig ekki með það, þrátt fyrir greinilega óþolinmæði umsjónar- mannsins! Sá þriðji óttaðist að á endanum yrði farið að ráðast á fólk sem horfði á klámmyndir. Tjáningarfrelsið — tjáningarfrels- ið og málfrelsið var líka margnefnt til sögunnar og svo gubbast þetta áfram. Veröur á endanum hreint klám og ekki síður ofbeldi þar sem þessu er ausið yfir hlustir saklauss fólks sem á sér ekki viðreisnar von á eftir. Að þurfa að hlusta á þetta er hrein móðgun, klám, ofbeldi. í heimahúsum þar sem fólk bara getur alls ekki á nokkurn hátt forðað sér. Ekki frekar en frá veð- urfregnunum. Sumir virðast vera þeirrar skoð- unar að klámmyndir geri fólk þeg- ar í stað snargeggjað, ónáttúrulegt og siðspillt á alla kanta. Ekki verð- ur annað séð en að ofbeldi í kvik- myndum ætti þá að gera slíkt hið sama og væri þá illa komiö fyrir hinni íslensku þjóð. Níutíu prósent hennar gengi um meö barefli og ruddaskap hverskonar, hin pró- sentin færu sem logi yfir akur og nauðgaði öllu og öllum sem á leið þeirra væru. Hér er reyndar kom- inn kjörinn vettvangur fyrir menntamálráðherra; nefnd til að kanna áhrif kláms á almenna kyn- hegðan fólks og finna leiðir til úr- bóta. Formaður nefndarinnar yrði skipaður af ráðherra, aðrir í nefndinni yrðu fulltrúar áhuga- manna af báðum gerðum, áhuga- menn með og áhugamenn á móti. Með þessum hætti mætti ná þeim árangri að skipuleggja hverjir mega horfa á klámmyndir, hvar þeir mega gera það og síðast en ekki síst — um hvað þeim sé leyfi- legt að hugsa þegar sýningu myndanna lýkur hverju sinni. Að auki mætti svo skipa sérstaka klámhugsanalögreglu sem fylgd- ist með því að enginn hugsaði það sem ekki má hugsa. Þá væri til- ganginum náð auk þess sem þetta myndi allt veita fjölda fólks at- vinnu og veitir ekki af á þessum síðustu og verstu tímum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.