Alþýðublaðið - 09.03.1990, Page 3
Föstudagur 9. mars 1990
3
Island 19 — Austur-Þýskaland 17:
Staðráðnir i að vinna
— sagöi Oskar Ármannsson eftir leikinn.
„Þetta var stórkostlegur leik-
ur. Leikmenn hafa aldrei barist
eins mikið og í þessum leik. Við
vorum staðráðnir í að vinna og
gefa hvergi eftir,“ sagði Óskar
Armanns sem var valinn maður
íslenska iandsliðsins eftir leik-
inn við Austur-Þjóðverja.
Islensk landsliðið vann langþráð-
Rússarnir
auglýsa
V-þýskt
útgáfu-
fyrirtæki
Það vekur athygli hér á HM að
Rússar bera tvær auglýsingar á
keppnisbúningum sínum. Önn-
ur er skylduauglýsingin frá OP-
EL, — hin er frá DEUTSCHER
HERALD, útgáfufyrirtæki í
V-Þýskalandi. Sýnir þetta e.t.v.
hugarfarsbreytingu í herbúðum
Sovétmanna.
Kúbumenn hafa aftur á móti hafn-
að öllum auglýsingum, — einir
þjóða hér. Þeir hafa þannig ekki
borið auglýsingu OPEL-bílaverk-
smiðjanna og varð af þessu fjaðra-
fok í byrjun keppninnar.
Óskar Ármannsson.
an sigur á HM í handbolta í Tékkó-
slóvakíu í gær þegar því tókst að
leggja Austur-Þjóðverja með 19
mörkum gegn 17. Þar með vann lið-
ið sér rétt til að leika um 9. sætið í
keppninni gegn Frökkum. Takist ís-
lendingum að vinna Frakka, vinna
þeir sér jafnfram rétt til að taka þátt
í Olympíuleikunum í Barcelóna á
Spáni eftir tvö ár.
Óskar Ármannson sem lítið hefur
fengið að leika með landsliðinu
hingað til stóð sig mjög vel og
stjórnaði leik liðsins með miklum
ágætum enda var hann valinn mað-
ur leiksins. ,,Við vorum ofurspenntir
í fyrri hálfleik en liðið náði ró sinni
í seinni hálfleik og þá small þetta allt
saman hjá okkur. Þá skipti það ekki
litlu að Einar fór að verja mjög vel í
markinu," sagði Óskar við Alþýðu-
blaðið.
Handboltaunnendur fá því ekki
að sofa út á laugardaginn ætli þeir
að fylgjast með beinni útsendingu á
leik íslendinga og Frakka því send-
ingin hefst klukkan átta a<S morgni.
„Vorum taldir geggjaðir
að gera út frystitogara"
— segja frumkvöölarnir á Skagaströnd — Örvar hefur malad gull fyrir
Skagaströnd — íbúarnir ákváðu að takast á við vandamál byggðarlags
síns og stofnuðu útgerðarfélagið Skagstrending hf.
Skagstrendingur hf. á Skaga-
strönd er fyrirtæki sem oft er
bent á sem fyrirmyndarfyrir-
tæki í útgerð og fiskvinnslu. Fyr-
irtækið er almenningshlutafé-
lag og hlutabréfin í góðu gengi á
markaðnum.
Sveinn Ingólfsson framkvæmda-
stjóri segir í viðtali við Fjármál blað
Fjárfestingarfélags Islands, að þeir á
Skagaströnd hefðu verið taldið
meira en lítið geggjaðir, þegar þeir
ákváðu að breyta togaranum Örvari
i frystitogara árið 1981. Menn töldu
að það að vinna aflann um borð og
frysta hann þar væri sama sem aö
eyðileggja aflann.
,,Það komu alls konar sérfræðing-
ar fram á sjónarsviðið og sögðu
þetta rugl og einhverjir höfðu raun-
ar orð á því að það ætti að senda
mig til vistunar við Sundin blá, svo
litla trú höfðu menn á frystitogur-
um,“ segir Sveinn Ingólfsson í við-
talinu. Sveinn er Reykvíkingur en
tók ungur að árum að sér að stýra
Skagstrendingi hf. og hefur gert það
frá 1968 þegar fyrirtækið var stofn-
að.
Allir vita hvernig til tókst með út-
gerð Örvars, — enda eru frystitogar-
arnir á íslandi orðnir 25 i dag og
fleiri vilja fara út í þann rekstur. Tog-
arinn hefur í reynd malaö gull fyrir
Skagstrendinga, sem stóðu mjög
tæpt sem sveitarfélag fyrir tveim
áratugum eða svo. Akureyrin er lík-
lega þekktastur frystitogaranna
ásamt Örvari. Aflaverðmæti Akur-
eyrinnar á síðasta ári nam 510 millj-
ónum króna en Örvars 453 milljón-
um. I þriðja sæti kom togarinn Har-
aldur Kristjánsson frá Hafnaríirði
með 346 milljónir króna.
Skagstrendingur hf. er í eigu 240
hluthafa, — stærstur eigenda er
hreppsfélagið með 37%. íbúar
Skagastrandar — að fjórum fjöl-
skyldum undanteKnum — eru hlut-
hafar. Lögðu fjölskyldurnar fram
hlutafé á sínum tíma, margar af
miklum vanefnum eins og þá var
háttað í bæjarfélaginu. Þá stóðu íbú-
arnir frammi fyrir svipuðu vanda-
máli og ýmis bæjarfélög gera í dag.
Annað hvort var, — að gefast upp
eða bjarga sér sjálf. Síðari kosturinn
var tekinn og Skagstrendingur hf.
stofnaður og fyrsti báturinn keyptur
í janúar 1969. Fyrirtaekiö rekur nú
togarann Arnar auk Örvars. Arnar
sinnir því hlutverki að sjá frystihúsi
félagsins fyrir hráefni. Arnar er rétt
eins og Örvar, mikið happaskip.
Arnar var keyptur frá Japan 1973 og
voru bátar félagsins þá seldir, en
þeir hétu Arnar og Örvar.
Árið 1980 var samið um kaupin á
Örvari. Jafnframt var fyrirhugað að
reisa nýtt frystihús. Fyrirgreiðsla til
byggingarinnar fékkst ekki — nú
segja menn e.t.v. sem betur fer — og
kom þá upp sú staða að sigla yrði ut-
an með aflann eða jafnvel að hætta
við útgerð Örvars.
Sveinn Ingólfsson segir að í vanda
sínum hafi menn haldið til Noregs
og kannað þar útgerð þar sem afl-
inn var flakaður um borð og flökin
fyrst. „Okkur sýndist að dæmið ætti
að ganga upp óg ákváðum því að
láta breyta Örvari í frystitogara,
þrátt fyrir úrtölur flestra."
Afurðir þeirra á Örvari seljast vel
á mörkuðum og ekki að sjá annað
en að svo verði áfram.
Almanaks-
happdrætti
Þroskahjálpar
Almanök Þroskahjálpar eru auk
þess að vera fallega myndskreytt
dagatöl happdrættismiði, en dregið
er mánaðarlega. Vinningur fyrir
janúar kom á almanak númer 6726,
en í febrúar 2830.
Ættfræðigrúsk á
námskeiði
Ættfræði er vinsælt viðfangsefni,
ekki bara hér á landi, heldur víða
um heim. Ættfræðiþjónustan, Jón
Valur Jensson, efnir nú til nám-
skeiðs fyrir þá sem vilja fræðslu um
fljótvirkar og öruggar leitaraðferðir
og önnur vinnubrögð við ættfræði-
jgrúskið. Innritun á námskeiðið er
hafin hjá Ættfræðiþjónustunni að
Sólvallagötu 32A.
FÖSTUDAGSSPJALL
ALLIR PASSA ALLA
sú í langflestum tilfellum að stjórn-
arandstæðingar á Alþingi efna til
aðgerða gegn ríkisstjórn, frekar
en að lýðræðis- og prinsipöfl á
þinginu geri það þingsins sjálfs
vegna.
Þegar svo ber viö að mótmæli
eru höfð uppi í nafni þings og
frumburðarréttar þess, er orsak-
anna yfirleitt á endanum að leita í
ofur venjulegum valdaslag stjörn-
ar og stjórnarandstööu. Þá er
þingsóminn yfirklór.
Það hefur veriö fróðlegt að fylgj-
ast með viðbrögðum ráðamanna
við athugasemdum ríkisendur-
skoðunar og umboðsmanns Al-
þingis um ýmis mál á undanförn-
um misserum.
Menn hafa ekki almennilega vit-
aö hvernig ætti að taka á þessum
„gestum" í þjóðmálaumræðunni,
þegar þeir hafa kvatt sér hljóðs.
Stundum hafa menn orðiö reiðir
og svarað fullum hálsi, t.d. þegar
fjármálaráðherrar hafa svarað
spám ríkisendurskoöunar um af-
komu ríkissjóðs. Stundum hafa
menn reynt aö láta í það skína að
ríkisendurskoðun sé að úttala sig
um hluti sem henni komi ekkert
við. Oft hafa ráðandi aðilar líka
einfaldlega hundsað þessa aðila,
eins og umboösmaður Alþingis
hefur margsinnis orðið fyrir.
Aö rífast meö rökum
Það er auðvitað forkastanlegt
að stofnanir skuli ekki svara erind-
um þessara aðila. Og það er gam-
aldags valdahroki aö reyna að
þagga niöur í ríkisendurskoðun
með því að takmarka verksvið
hennar.
Einu eðlilegu viðbrögð ráða-
manna við álitum ríkisendurskoð-
unar og umboðsmanns eru raunar
Dæmi um kosti stjórnkerfishug-
mynda sinna sótti Vilmundur
gjarnan til Bandaríkjanna.
Þar takast á i sífellu dóms-, lög-
gjafar- og framkvæmdavald,
vegna þess að í stjórnarskrá er
þeim íalið að hafa eftirlit hvert
með öðru. Með bandarísku stjórn-
arskránni er beinlínis efnt til átaka
og ósamkomulags milli valdþátt-
anna þriggja.
Á þann hátt hefur verið talið aö
þeir gegndu best eftirlitshlutverki
sínu.
Þingsomi yfirklór?
Þegar átök verða milli þings og
ríkisstjórnar á Islandi, er ástæðan
þau fyrstu, þ.e. að svara fyrir sig og
vera reiöur, ef ástæða er til.
Þótt þessar nýju eftirlitsstofnan-
ir séu stórkostleg framför, eru þær
nefnilega engir æðstu dómstólar
heldur. Þeim þarf að veita aðhald,
eins og þeim sem þær eiga aö
veita aðhald.
Á milli þeirra, þings og stjórnar
eiga aö ríkja átök og óspektir,
byggð á rökum og viðleitni til að
bæta stjórnarfariö í landinu.
Stjórnarfarinu er ekkert eins
hættulegt og þögnin.
Guðmundur
Einarsson skrifar
Eitt af málum, sem Vilmundur Gylfason barðist fyrir, var
að auka eftirlit af hálfu Alþingis með ríkisstjórn. Á tækni-
málinu var þetta kallað að löggjafarvaldið hefði eftirlit með
framkvæmdavaldinu. Undirtektir undir þetta voru afar litl-
ar og ástæðurnar vafalaust fleiri en ein. Einhverjum hefur,
eins og alltaf, fundist ástandið ágætt eins og það var og
engin ástæða til breytinga.
laust gilt einu hvort þeir voru í eða
utan stjórnar. Sá, sem er í stjórn,
vill ekki hafa sterkar þingnefndir á
hælum sér og sá sem er i stjórnar-
andstöðu hugsar líklegast: Það er
best að þrauka í áhrifalítilli stjórn-
arandstöðu vitandi að eftir kosn-
ingar á ég þess kost að komast í
ríkisstjórn og þá vil ég ekki sterkt
og athafnasamt þing.
Sumum hefur þótt þetta gagns-
laust tal um formalisma og best að
snúa sér strax að stóru málunum,
eins og efnahagsástandinu. Enn
öðrum hefur þótt ástæðulaust að
efna til úlfúðar milli þings og
stjórnar og loks má nefna þá sem
ekki vildu láta hafa eftirlit með sér
í ríkisstjórn.
Um þá síðastnefndu hefur vafa-