Alþýðublaðið - 14.03.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.03.1990, Blaðsíða 1
MÞYBVBIABQ Miðvikudagur 14. mars 1990 41. tbl. 71. árg. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra: Pentagon íhugar tillögur íslands um afvopnun á höfunum Utanríkisraöherra segir hugmyndir um kjarnorkulaus Noröurlönd úreltar: ,,Aldrei mikil rök né kunnátta aö baki hugmyndinni‘ PENTAGON í Washing- ton DC, utanríkis- og hernaðarmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhuga nú tillögur Islendinga um afvopnun á og í höfun- um. Þetta fullyrðir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í við- tali við Svenska Dagbla- det sl. sunnudag. Utanríkisráðherra segir í viötali við Alþýðublaðið að honum sé kunnugt að Pentagon sé að endurskoða í heild hernaðarstefnu Bandarikjanna á Norður- höfum og þar séu tillögur Islendinga um afvopnun á og í höfunum til athugunar. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir ennfremur í viðtalinu við Svenska Dagbladet, að hvorugt stórveldanna í vestri og austri né leiðtogar norrænna jafnaðarmanna- flokka hafi hingað til sýnt afvopnun á og i höfunum nægilegan áhuga. Utanrik- isráðherra segir ennfremur að hugmyndir forystu- manna í Skandinavíu um kjarnorkulaus Norðurlönd séu úreltar og aldrei hafi legið rök né kunnátta að baki þeirri hugmynd. Jón Baldvin segir í viðtal- inu sem birtist 11. mars sl., að Bandaríkin og Bretland hafi algjörlega neitað öllum viöræðum við Varsjár- bandalagið um afvopnun á höfunum: „Aðalröksemda- færslan hefur verið sú, að sambandið milli Bandaríkj- anna og Evrópu sé líflína NATO. Og herflotinn er sterkari í vestri. Því þá að setjast að samningaborði? í upphafi fengum við engan stuðning viö málstað okk- ar. Fulltrúi Noregs var meira að segja orðfár. En breyting er í nánd. Við vit- um að Pentagon er með til- lögur okkar í athugun." Utanríkisráðherra gagn- rýnir ennfremur hugmynd- ir Skandinava um kjarn- orkuvopnalaus Norður- lönd, og segir þau „úrelt viðhorf." „Aður fyrr var þessi hugmynd mótmæli gegn árangurslausum við- ræðum um afvopnunar- mál. Það mátti túlka hana sem tillögu smáþjóða til að móta aðgerðir sem sköp- uðu trúnað, þótt ekki lægju mikil rök eða kunnátta að baki hugmyndinni. En þró- un afvopnunarmála hefur að mínu mati sannað að þessi aðferð, sem ég hef alltaf verið á móti, hafi ver- ið röng frá upphafi," segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í viðtal- inu við Svenska Dagbladet. Guömundur Árni Stefánsson bœjarstjóri Undrast þróun móla „Ég vil lýsa yfir ákveð- inni undrun minni með þróun þessara mála af hendi íslenskra yfirvalda. Sannleikurinn er sá að í tíð þriggja ríkisstjórna höfum við Hafnfirðingar verið kallaðir til samstarfs, samningaviðræðna, vegna stækkaðs eða nýs álvers í Straumsvík og tekið þátt í þeirri undirbúningsvinnu sem hefur verið ítarleg og tímafrek,‘‘ segir Guð- mundur Arni bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Við sjáum út- af fyrir sig engar forsend- ur fyrir stökkbreytingu á þessu stigi málsins og ég hef ástæðu til að ætla að verði nú um breytingu á staðsetningu að ræða gæti það tafið málið og sett all- an framgang þess í stór- hættu.“ Forstjórar álfyrirtækjanna, Alumax og Hoogovens, áttu um hádegisbilið í gær fund með bæjaryfirvöldum í Hafn- arfirði. Rætt var um hugsan- lega staðsetningu nýs álvers í Staumsvík sem fyrirtækin stæðu að ásamt Gránges og þá aðstöðu sem Hafnarfjarð- arbær getur boðið upp á. Paul Draek, aðalforstjóri Al- umax, sagði fundinn hafa verið ánægjulegan og gagn- legan. Bæjarstjóri Hafnfirðinga, Guðmundur Arni Stefánsson, var líka ánægður með fund- inn. „Mín tilfinning var sú að þessir nýju aðilar, þ.e. Alum- ax, sem nú hafa komið að málinu hafi verið ánægðir með þá möguleika sem fyrir hendi eru hér í Hafnarfirði. Ég lagði líka áherslu á það í þessum viðræðum að við Hafnfirðingar höfum bæði reynslu og þekkingu á fyrir- hugaðri starfsemi og vitum hverju henni fylgir. Við leggj- um að sjálfsögðu áherslu á að fyllstu mengunarvarna verði gætt og bendum á að verka- lýöshreyfingin hér í Firðinum þekkir samstarf við fjölþjóö- leg fyrirtæki. Ibúar bæjarins vita einnig aö hverju þeir eru aö ganga." Guömundur Árni sagði ennfremur að það hafi átt sér staö „gagnleg skoðanaskipti um ýmis mál sem snerta væntanlegt álver sem risi í Straumsvík. Staðreyndin er sú að flestar upplýsingar varðandi slíkt álver liggja fyr- ir en undirbúningur að álveri hér í Straumsvík í samstarfi við Atlantal-hópinn hefur nú verið í gangi í þrjú til fjögur ár. Samningaviðræöur Hafn- firðinga með fulltrúum ríkis- valdsins og fulltrúum Atlan- tal-hópsins hafa verið prýðis- góðar og eru komnar vel á veg. Mjög fáum spurningum er í reyndinni ósvarað vegna slíks álvers þó að sjálfsögðu eigi eftir að fara ofan í saum- ana á ýmsum smærri atrið- um. Prátt fyrir að nýr sam- starfsaðili sé nú kominn inn í Atlantal-hópinn, þ.e. Alumax í stað Aluswiss, þá breytir þaö náttúrlega ekki allri ytri um- gjörð málsins. Þ.e.a.s. þeim at- riðum sem snúa að Hafnar- firði og þeirri aðstöðu og þjónustu sem bærinn kemur til með að láti í té. Þar á ég við hafnaraðstöðu, land, vatn og holræsi, samgöngumál og menn hafa náttúrlega skipst á skoðunum um skattamál. Þess vegna sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hægt væri að ganga frá samkomulagi um slíka uppbyggingu á tiltölu- lega mjög skömmum tíma hér í Straumsvík," sagði Guð- mundur Árni að lokum. þegar sameiginleg yfirlýsing aðila um ásetning aö Ijúka byggingu álvers var undirritud í gœr Islandi íkref „Vid hlökkum til að und- irrita samninginn, sagði Max Koker framkvæmda- stjóri Hoogovens skömmu fyrir undirritun samnings- ins um nýtt álver á Islandi, — eða sameiginlegrar yfir- lýsingar aðilanna. Ljóst er að með þessum undir- skriftum var stigið stórt skref fram á við í stóriðju- málum okkar. Ekki að undra að létt var yfir iðn- aðarráðherra, Jóni Sig- urðssyni sem lagt hefur mikla vinnu í farsæla lausn þessa máls. „Til þess erum við hér að kanna möguleika á staðsetningu nýs álvers og það er alls ekki tímabært að segja nokkuð um það frekar að svo stöddu,“ sagði Koker, forstjóri hollenska fyrir- tækisins ennfremur. Hina sameiginlegu yfirlýs- ingu um ásetning um að ljúka byggingu nýs álvers hér á landi undirrituðu Jón Sig- urðson, iðnaðarráðherra fyr- ir hönd íslands og Paul Drack, aðalforstjóri Alumax, Per O. Aronsson, forstjóri Gránges, og Max Koker, fram- kvæmdastjóri Hoogovens Al- uminium. Með undirrituninni er formlega staðfest aö Alumax mun taka þátt í Atlantal-verk- efninu um að reisa hér á landi nýtt álver. Yfirlýsingin staðfestir allt það er fram hefur komið um málið í Alþýðublaðinu aö undanförnu. I henni staöfest- ir iðnaðarráðherra vilja is- lenskra stjórnvalda til þess að stuðla að nýtingu innlendra orkulinda með aukinni ál- framleiöslu á íslandi. Alu- max, Gránges og Hoogovens staðfesta áhuga sinn á því að efla álframleiðslu sína meö því að byggja nýtt álver á ís- landi. Eftir er að ganga frá samn- ingum um skattamál og lausn ágreiningsefna, orkusölu- samning, lóðar- og hafnar- samning við hlutaðeigandi sveitarfélag meðal annars. Stefnt er að því að reisa álver með 200.000 tonna fram- leiðslugetu á ári er geti hafið rekstur á árinu 1994. Gert er ráð fyrir að eignar- hlutur Alumax í nýju álveri verði stærstur eða á bilinu 30—40% en hlutur hinna fyr- irtækjanna tveggja á bilinu 25—35% hvors um sig. Undir- ritun endanlegra samninga verður háð samþykki Alþing- is. Stefnt er að því að taka ákvörðun um staðsetningu álversins fyrir lok mai 1990 og öllum samningum fyrir 20. september sama ár. iðn- aðarráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi í október frum- varp til heimildarlaga vegna álvers og að málið fái af- greiðslu fyrir árslok. Álfyrir- tækin munu afla samþykkis viðeigandi stjórna í síðasta lagi um eða strax eftir næstu áramót.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.