Alþýðublaðið - 14.03.1990, Síða 4

Alþýðublaðið - 14.03.1990, Síða 4
4 Miðvikudagur 14. mars 1990 Ópera „Að öllu jöfnu var sönn ánægja að flutningi íslensku óperunnar á frægasta verki Orffs, og mættu sem flestir njóta hans með. Sviðsetning þess er hreinasta augnasvall og undirstrikar hversu mikið leikhúsverk það er i reynd ... Sýningin (á I Pagliacci) er fyrirmynd aö fullkominni samvinnu," segir Ríkharður Örn Pálsson óperugagnrýnandi Alþýðublaðsins m.a. um flutning og uppsetningu íslensku óperunnar á Carmina Burana eftir Carl Orff og I Pag- liacci eftir Ruggero Leoncavallo. Augnasvall íslenska óperan: Orff: Carmina Burana Leoncavello: I Pagliacci Miðaverd: 2.400 kr. íslenska óperan frumsýndi fyrir hálfum mánuði Carmina Burana eftir Carl Orff og endurflutti — eft- ir 11 ára hlé — I Pagliacci eítir Ruggero Leoncavallo; að því að í fljótu bragði virðist gjörólík verk. Of ólík til að mynda heilsteypta samstæðu á kvöldsýningu? Fyrra verkið hefur ávallt verið flutt hér- lendis sem konsertverk, enda eng- in skýr fyrirmæli um annaö frá hendi höfundar. Það er samiö 1936 og efniviðurinn flökku- skáldakvæði frá 12.—13. öld. „Trúðar" Leoncavallos eru hins- vegar síðrómantísk ópera frá ofan- verðri 19. öld um samtímaefni. Spurning, hvort ekki sé óbrúanleg tímagjá á milli? Operugestir yrðu að stilla sig 600 ár fram í 20 mín- útna hléinu. Væri það ekki ofraun, er æli á ruglingi og rótleysi? Þvert á móti. Germanska mið- aldasöngverkið og rómantíska ítalska óperan reyndust falla vel saman. Þrátt fyrir ólíkan persónu- leika tengdust þau sterkum bönd- um í því að fjalla um ástir og örlög. Það fór þannig vel á því að stilla lausa strengi andrúmsloftsins á Orff-verkinu, en hefja síðan sam- fellt drama eftir hlé. Þetta var eins og Forleikur og Fúga — reifun og ræða. í annan stað kemur, að Orff á sér „ítalska æð“: Þegar hugur hans hneigist að ástareinsöng, er hann eins og snýttur úr Puccini, þó að hrynþung hergöngulags-sveiflan einkenni flesta kórkaflana. Mund- íufjöll gera fleira en skilja að — þau sameina stundum líka. Svo má sosum bæta við, að „endursýning" I Pagliacci eftir 11 ár myndi hér lítinn, staðbundinn örlagahring hjá íslensku óper- unni, verandi fyrsta verkið sem komst á fjalir hjá íslensku óper- unni. Líkt og aðstandendur væru að segja: Hvað er þá orðið okkar starf í sexhundruð vikur? Carmina Burana bítur á sama hátt í sporð sér og Í.Ó. lítur nú yfir farinn veg með því að ítreka upphafskórinn i lok verksins (O Forluna. . .) um örlagahvelið sem Skáld-Sveinn orti svo eftirminnilega um á 15. öld: Hual mun veröldin vilja? / Hún vellisl um svo fast/at hermar hjólil snýr . .. Ég kynntist Carmínu upphaf- lega fyrir tæpum 20 árum, þegar hugsjónir hippanna um beint sam- band við náttúruna (hvar hefur maður heyrt það lag áður? Eða er það vidlag á tveggja alda fresti?) koðnuðu niður í kukl og hindur- vitni. Við latínusnobbarnir úr máladeild Lærða skólans fengum strax dálæti á þessum fornum latnesku textum um ástir, drykkju og valt veraldargengi, sem þess vegna hefðu getað verið eftir munkana á Möðruvöllum, enda allt annar handleggur en Galla- stríðið og bréf Cicerós. Þarna komst maður í latínu af holdi og blóði! Kvæðasafn Benedikt- beurenklausturs hlýtur að hafa verið gefundenes Fressen fyrir tónskáldið. Þá voru ýmsar stakar glósur úr fornþýzku, sem voru óskiljanlegar, en spennandi og magískar: Wafna! Nazaza! eða Manda liet, manda liel, min ges- elle chumet niet. . . Ekki nóg með aö maður fann fossnið aldanna freyða um æðar. Maður fékk gæsahúð. Nýsloppin úr viðjum blúsrokksins tóku umrædd ung- menni psýkedelískan sælukipp við drynjandi hrynjandina og tii- finningu Orffs fyrir off-bíti, eins og í Dansinum (6.), Swaz hie gat umöe-viðlaginu og viðlaginu í For- tune plaugo vulnera (2.): verum est, quod legitur / fronte capil- lata . . . Við strákarnir vorum vanir mörgum endurtekningum úr poppinu og þótti sjálfsagðar og eðlilegar. En fyrir samtíma tónkera '37 hefur kór-kantatan eflaust verið meira en lítið sjokk- erandi og verkað sem blaut tuska framan í nýklassisismann, þó að örstefjungar — minimalistar — nú- tímans eigi sér áhangendur marga í Þýzkalandi, og reyndar ekki sízt úr röðum poppunnenda. Að vísu kom ekkert í veg fyrir vinsældir Carmínu strax í upphafi. Verkið sló í gegn og hefur haldið sínu síðan, þrátt fyrir grun sumra, að tímasetning þess við „Þýzkalandsvakningu" nazism- ans hafi ekki spillt fyrir við frum- flutninginn, því þótt brúnstakkar hafi eflaust kunnað að meta mars- kenndu kórana, miðaldastemmn- inguna og „orgíösku" hápunkt- ana, þá eru bæði gullfalleg en óvæmin einsöngslög og töluvert af húmor í verkinu, meira en nóg til að lifa þriðja ríkið af. Hitt er svo annaö mál, hvort mann langi til að heyra það oft. Ég brá því á fóninn fyrir sýninguna í fyrri viku (fö. 2.3.) eftir nokkurár í pækli, og það sló mann eins og sleggja, en kveikti enga löngun eftir það. Maður varð strax saddur. Það var því ekki beinlínis ofur- soltinn og auðginntur hlustandi sem settist í sæti sitt í Gamla biói þegar sama kvöldið til að meðtaka túlkun einsöngvara og kórs ís- lensku óperunnar. í ofanálag þurfti mikið til að bola endurómn- um af hinni „löggiltu" innspilun Eugen Jochums, Janowitzs og Dieskaus á DGG frá 1968 úreyrna- tóttunum. Auðvitað í hæsta máta ósann- gjörn viðmiðun. Fyrir nú utan alla þá dauðhreinsun á smáslysum sem á sér stað við hljómplötuupp- töku — slysum sem seint er hægt að útiloka í lifandi flutningi — þá er fyrrgetin upptaka með þeim bezt heppnuðu, viðurkennd af tónskáldinu og rytminn sérlega hvass og nákvæmur. Og mikið rétt — það örlaði stundum á „óþekkt" neðan úr hljómsveitargryfju, enda þótt spilamennskan á öðrum stöðum gæti verið allt að því heillandi. Það ku að vísu vera vandamál fyr- ir spilara þar neðra að heyra í sjálf- um sér og öðrum, svo og fyrir hljóðið að berast jafnhratt út í sal. Að minnsta kosti slagaði slagharp- an við og við heyranlega nokkuð á eftir hinum hrynfærunum. Verst þótti mér hvað vantaði upp á staccató í kórnum. Carmína verður eins og boxari í svamp- dýnu án staccatós, og var karla- kórinn hvað loðnastur að því leyti. Annars er óhætt að segja, að kór- inn hafi staðið sig af stakri prýði; m.a.s. textinn kom furðu oft skýrt fram. En hugsanlega tengist tregða kórsöngvara við stuttu nótnagildin hljómburði eða „heyrð" Gamla bíós, sem er held- ur þurr og óspennandi. Verulegur dragbítur fyrir óperuhús. Slík akústík er vafalaust ekki þægileg fyrir bassana í kórnum. Það vantaði nokkuð upp á að þeir mættu sópraninum með nægilegri fyllingu. Annars er eins og mig minni að Orff skrifi nokkuð hátt fyrir þá, enda oftast með þétt- röddun („close harmony"), en því miður vantar mig raddskrá við höndina til að tékka á því. Þetta er samt sparðatínsla. Eins og vera bar átti kórinn kvöldið með glæsi- legum söng og, þar sem við átti, fítónskrafti. En það sem vakti mesta athygli var auðvitað nýstárleg sviðsút- færslan. Kórinn var í stílfærðum kuflbúningum hámiðalda, ekki aðals heldur alþýðu, og í stílfærð- um sauðalitum, sem ásamt ein- földum en áhrifamiklum hreyfing- um í nánu sambandi við hljóðfall og texta færðu verkið í æðra veldi; frábærlega vel af sér vikið hjá dansahöfundinum og leikstjóran- um, Terence Etheridge. Hinn man- ísk-magíski undirtónn tónlistar- innar komst þar sannarlega upp á yfirborðið. Minna velheppnað þótti mér hinsvegar sundurlaust tipl eindansaranna, ef náið sam- band viö þungt og „frumstætt" hljóðfallið í músíkinni er eftirsókn- arvert markmið, en kannski hefur dansskáldið haft í huga andstæðu við massífar hreyfingar kórsins. Sömuleiðis létu skringilegar skrúfuhreyfingar Sigrúnar Hjálm- týsdóttur sóprans, ég held það hafi verið í /n trutina, ankannalega í augum, rétt eins og skopstæling á dansmeynni í Ijóskastaranum á sama tíma. Eða þá að hin klið- mjúka söngkona væri að stíga öld- una í haugasjó. Sigrún átti annars feiknarvel flutta einsöngskafla og renndi sér upp á þríund fyrir ofan háa c-ið eins og að drekka vatn. Þó get ég ekki neitað því, að ég sakn- aði víbratóleysis Gundulu Jano- witz í fyrrgreindu sönglagi, á nið- urlagsnótunum, enda syngur texta samkvæmt ung mey og óspjölluð á barnslega sakleysisleg- an hátt um hið Ijúfsára val milli skírlífis og munaðargirndar. Michael Clarke söng baríton í karleinsöngshlutverkinu af þó nokkru öryggi miðað við litla sviðsreynslu, en í hálfkvisti við Fischer-Dieskau á blómaskeiði hans fyrir 20 árum kemst Clarke ekki, enda ekki við að búast. Rödd hans vantar enn sem komið er kraft og fyllingu, sem skondnar líkamsfettingar hans i rullu hins fjárhættuspilaglaða ábóta frá Cucaníu náðu ekki að fela. Tenór- kenndur baríton Mikjáls væri sem stendur e.t.v. hæfari fyrir endur- reisnar- og barokktónlist með minni dýnamík og meiri nálægð. Það vantaði hinsvegar ekki kraft- inn og fyllinguna í grill-aríu Þor- geirs Andréssonar, kómískan há- punkt verksins um endalok svansins. Hljómsveitarstjórn var á ábyrgð Davids Angus eða Robin Staple- tons (báðir tilgreindir í skránni), sem einkenndist af hefðbundnu tempóvali, en stundum ögn dauf. Hljómsveitin hljómaði svolítið. mismunandi, stundum sem sin- fóníuhljómsveit, stundum sem lítil leikhúshljómsveit, þar sem streng- ir áttu til að vera klökkir. Hin land- læga hægð sem einkennir „upp- hitunartíma" landans skilaði sér í merkjanlega betri frammistöðu í I Pagliacci eftir hlé. Verst er, hvað Carmínu varðar, hve örðugt virð- ist vera að fá hina ágætu hljómlist- armenn okkar til að „sleppa sér" á samhæfðan hátt. Þegar við reyn- um við göfuga villimennsku, verð- um við bara grófir. Hér vantar her- agann. Það heyrðist ágætlega í pínulitla barnakórnum, sem var miður, því hann lafði hrikalega í tónhæð framan af. Ef til vill hafa krakkarn- ir ekki verið í stuði þetta kvöld; a.m.k. virtust þeir ekki skemmta sér. Að öllu jöfnu var sönn ánægja að flutningi íslensku óperunnar á frægasta verki Orffs, og mættu sem flestir njóta hans með. Svið- setning þess er hreinasta augna- svall og undirstrikar hversu mikiö leikhúsverk það er í reynd. Hin digra leikskrá hefði auö- veldlega rúmað kvæðin i heild á frummáli og í íslenskri þýðingu. Hefði það gert hana enn eigulegri. Eins mikið og Carmina Burana höfðar til undirritaðs (a.m.k. á nokkurra ára fresti), jafn litið er hinn sami fyrir siðrómantískar ítalskar óperur, og ætti eiginlega að dæmast vanhæfur til að stinga niöur penna um / Pagliacci. Að vísu er áhuginn smám saman að vakna, en frá þvi er hann heyrði trúðana fyrst fyrir 11 árum hefur verið algjört hlé á endurkynnum þar til núna. En með því að fyrstu kynnin voru einnig á vegum I.O., getur undirr. þó veifað einu: hann ætti að hafa einhvern samanburð. Eins og fyrr sagði lítur Í.Ó. með endurflutningi þessa verks nú yfir farinn veg og spyr sjálfa sig og áheyrendur: Höfum við gengið til góðs? Mesta breytingin virðist mér koma fram í betri sviðsnýtingu (þó að hið hlægilega litla svið hljóti alltaf að kalla á kraftaverk): bún- ingum, tjöldum, leikstjórn. í sam- anburði við hina kviku og (að vird- ist) síbreytilegu sviðsmynd núna verður frumraunin 1979 að staðri bikkju; ávöxtur uppsafnaðrar reynslu er gífurlegur. Í.Ó. hefur, þrátt fyrir þrengslin, náð ótrúlegri leikni í „showmanship". Einsöngv- arar hennar og kór hafa e.t.v. ekki breytzt svo mikið að raddgæðum á rúmum áratug, en því meiri eru framfarirnar í sviðsframkomu og leikrænni túlkun. Nú þarf fyrir- tækið að komast úr púpunni í við- unandi hús til að ná flugi. Ég hafði gaman af 1 Pagliacci. Verkið er blessunarlega stutt mið- að við ítalskar óperur, og ég var í rauninni hissa á hve tíminn leið hratt. Það hlýtur að benda til tvenns: Verkið sé hnitmiðuð tón- smíð og vel flutt! Og, eins og ýjað var að, er sviðið, og reyndar næsta nágrenni þess líka (stigi settur upp að hliðarsvölum), gernýtt og skipt- ingar leifturhraðar. Lýsingin geng- ur göldrum næst og leiktjöldin eru hreinasta afbragð. Það væri að skemmta skrattan- um að voga sér út í að vega og meta framlag hvers einstaklings á sviðinu í verki sem maður þekkir jafnlítið, en að öðrum ólöstuðum bar söngur Garðars Cortes af í hlutverki Canios. Satt bezt að segja hélt ég fyrstu augnablikin að þarna væri á ferð einhver útlend stórstjarna, sem maður hefði átt að þekkja, væri maður forfallinn óperudópisti. En um hann gilti sama og um alla aðra: Enginn dró óverðskuldað til sín athygli á kostnað heildarinnar. Sýningin var fyrirmynd að fullkominni sam- vinnu. Svona frammistöðu þarf ríkið að sjá sóma sinn í að styrkja betur. Miðaverð er helmingi hærra en í nágrannalöndunum. Og mikið væri nú viðeigandi að gera fram- lög fyrirtækja frádráttarbær eins og þekkist annars staðar. Bíöum hæg! Hvernig væri ad veita Í.Ó. hlutdeild í Lottómilljónunum? Við erum vel haldnir af hand- boltageggjurum. Það sem vantar er fleiri óperugeggjarar. Líka með- al lágtekjufólks. Ríkharöur Örn Pálsson skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.