Alþýðublaðið - 14.03.1990, Page 7

Alþýðublaðið - 14.03.1990, Page 7
Miðvikudagur 14. mars 1990 7 ÚTLÖND „Gulldrengurinn" Mark Spitz Enginn hefur ennþá slegið met Spitz að vinna sjö gull- verðlaun á Olympíuleikunum í Munich áriö 1972. Hann varð heimsfrægur fyrir vikið og þar sem hann þótti með afbrigð- um myndarlegur gaf það auga leið að hann fengi tækifæri til að leika í kvikmyndum. Ekki tókst honum að slá í gegn sem leikari eða annaö í skemmtanalífinu. Margir hafa velt því fyrir sér hvaö sundstjarna Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1972 hafi fyrir stafni Nú er hann vel efnaður kaup- sýslumaður sem rekur fyrirtæki sem framleiðir íþróttafatnað undir sérstöku merki. Hann býr ásamt konu og syni rétt hjá Los Angeles. Hann lifir mjög þægilegu lífi en hefur lagt sundið á hilluna, hefur ekki einu sinni synt i sinni eigin sundlaug. Þess vegna vakti það mikla undrun þegar það fréttist að hann hefði í hyggju að keppa á Ólym- píuleikunum í Barcelona árið 1992. Bandarískur blaðamaður innti hann eftir því hvort þetta væri satt. ,,Svo sannarlega! Mér fannst það lét geggjuð hugmynd fyrst þegar mér datt þetta í hug, en svo fór ég að kynna mér málin. Sund- menn í dag synda hraðar en ég gerði á sínum tíma — en tími minn í flugsundi er ennþá samkeppnis- fær. Það ætti líka að verða auð- veldara fyrir mig ef ég tek aðeins þátt i einni keppnisgrein.” Blaðamaðurinn spurði hann hvort hann hefði haldið sér í þjálf- un, skokkað eða stundað líkams- rækt. „Ekki aldeilis. Ég hefi ekki einu sinni stigið á vigtina. Metin sem ég setti 1972 voru ekki slegin út fyrr Mark Spitz sem vann til sjö gullverðlauna áriö 1972 ásamt Susan konu sinni og áttu ára syni. en árið 1984. Ég er sannfærður um að ég get synt jafn hratt og 1972 — ef ekki hraðar, og ég held að það muni koma mér til góða að hafa ekki slitið mér út með of miklum æfingum. Nú syndi ég um tvær og hálfa klukkustund á dag og viðurkenni að ég er mjög þreytt- ur á kvöldin pg þarf meiri svefn en ég þurfti. Ég held að enginn hneykslist þó þetta takist ekki hjá mér, en margir segja að sundmenn séu búnir að vera um þrítugt. Mig langar til að sanna að svo sé ekki.“ SJÓNVARP Stöð 2 kl. 20.30 LANDSLAGIÐ Að þessu sinni verður flutt lag eftir Halldór Lárusson og ívar Halldórs- son, Gluggáást heitir það lag og flytjendur eru þau Helga Möller og ívar Halldórsson, Magnús Kjartans- son útsetti lagið. Sjónvarpið kl. 20.35 GESTAGANGUR Að þessu sinni tekur Ólína Þorvarð- ardóttir á móti hjónunum Jóni Bald- vin Hannibalssyni og Bryndísi Schram og væntanlega verður sleg- ið á léttari strengina. Ólína er reynd- ar vel kunnug þeim hjónum, hún skráði bókina um Bryndísi fyrir á að giska tveimur árum og var reyndar nemandi þeirra hjóna vestur á Isa- firði á sínum tíma. Sjónvarpið kl. 21.15 UTLAGINN**,/2 íslensk kuikmynd, gerd 1984, leik- stjóri Agúst Guömundsson, adal- hlutuerk Arnar Jónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Ragnheiöur Stein- dórsdóttir, Þráinn Karlsson, Helgi Skúlason. Mynd um frægasta útlaga íslands- sögunnar, Gísla Súrsson og örlög hans. Myndin þykir í þokkalegasta lagi ef miðað er við íslenskar kvik- myndir, hún er gerð í árdaga ís- lenskrar kvikmyndunar þrátt fyrir að hún sé ekki gömul. Það sem eink- um kann að vefjast fyrir fólki er söguþráðurinn, þ.e. ef menn þekkja ekki til Gísla sögu og kunna ekki einhver skil á þeim anda sem hér ríkti til forna, svosem eins og hefnd- arskyldunni og því um líku. En þessi mynd er vissulega í hópi betri kvik- mynda sem hér hafa verið gerðar, í flestum tilfellum ágætlega leikin og leikstýrt af metnaði. Stöð 2 kl. 23.05 SÆLURÍKIÐ** (Heavens Gate) Bandarísk bíómynd, gerd 1980, leik- stjóri Michael Cimino, adalhlutuerk Kris Kristofferson, Christopher Walken, Sam Waterston, Brad Dou- rif, Isabelle Huppert, Jeff Bridges, John Hurt, Joseph Cotton. Ein af dýrustu myndunum sem Hollywood hefur gert, enn þann dag í dag og — því miður, ein af þeim misheppnuöustu. í myndina vantar nefnilega lykilatriðið, sögu- þráð. Mestanpart fjallar hún um bar- áttu innflytjenda í Wyoming á 19du öld við Bandaríkjamenn sem vilja koma þeim burt, þar sem þeir standa í veginum fyrir uppbyggingu heimsveldis. Myndatakan þykir rúmlega stórkostleg og sviðsmynd og tökustaðir aldeilis frábærlega gert, rétt eins og búningar og öll ytri umgjörð. En það dugar bara ekki til, söguþráðurinn er bara ekki fyrir hendi og einhvern veginn rennur myndin öll út í sandinn þegar á hana líður. Þetta var slys, rétt eins og Isht- ar þeirra Warren Beatty og Dustin Hoffman. Samt, svona fyrir forvitn- issakir mestanpart, er örugglega gaman að gjóa augum á myndina. 0' JF Jí STOO-2 17.50 Töfraglugginn (20| 15.30 Góðir vinir (Such Good Friends) Gamanmynd við allra hæfi 17.05 Santa Barbara 17.50 Fimm félagar 1800 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Poppkorn Umsjón Stefán Hilmarsson 18.15 Klementina 18.40 í sviðsljósinu ! 1900 19.20 Umboðsmaöur- inn (1)Nýr bandarískur gamanmyndaflokkur. Ungur maður gerist óvænt umboðsmaður sérviskulegra skemmtikrafta 19.50 Bleiki pardusinn 20.00 Fréttir og veður 20.35 Gestagangur Ólína Porvarðardóttir spjallar að þessu sinni við hjónin Bryndísi Schram og Jón Baldvin Hannibalsson 21.15 Útlaginn íslensk kvikmynd frá árinu 1984, byggð á Gísla sögu Súrssonar 19.1919.19 20.30 Landslagið — Gluggaast Flytjendunl Helga Möller og ívar Hall- dórsson. Lag ívar Halldórsson. Texti: Halldór Kjartansson 30.35 Stórveldaslagui í skák 20.45 Af bæ i borg Gamanmyndaflokkur 21.15 Bilaþáttur Stöðvar 2 Umsjón Birgir Bragason 21.55 Michael Aspel Sjónvvarpsmaðurinn kunni spjallar viö þekkt fólk 2300 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok 23.05 Sælurikið (Heaven's Gate) Raunsæ mynd sem lýsir baráttu Banda- rikjamanna við land- nema en þeir fyrr- nefndu vilja landnemana á bak og burt. Stranglega bönnuð börnum 01.35 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.