Alþýðublaðið - 17.03.1990, Blaðsíða 2
2
f m im iíihi iii
Ármúli 36 Simi 681866
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Fréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Dreifingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blaö hf.
Hákon Hákonarson
Ingólfur Margeirsson
Jón Birgir Pétursson
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Sigurður Jónsson
Leturval, Ármúla 36
Blaöaprent hf.
Áskriftarsíminn er 681866
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakiö.
HVER ER
MUNURINN Á
LANDBERGIS
OG MANDELA?
sjov hefur greinilega kosiö að
fara gegn Litháum en jafnframt
gefa þeim vonir um grænt ljós
frá Moskvu á fullveldi og sjálf-
stæði landsins þegar það hentar
Kreml.
Þessi afstaða Moskvu er talandi
dæmi um þær ógöngur sem um-
bótastefnan er að lenda í. Tíma-
setningarnar eru allar að ganga
úr skorðum. Gorbatsjov hefur
gefið fyrirheit sem hann verður
að standa við. Það er ekki víst að
íbúar Sovétríkjanna, sér í lagi
Oovéska þingið hefur samþykkt
ályktun þar sem fullveldisyfir-
lýsing þingsins í Litháen er for-
dæmd og sögö ómerk. í ályktun-
inni segir ennfremur að sovésk
lög gildi enn í landinu. En línan
frá Moskvu er þó ekki bein. Mik-
haíl Gorbatsjov sem er nýkjör-
inn í hið nýja og valdamikla for-
setaembætti þjóðarinnar, hefur
einnig lýst því yfir að Litháar
sem önnur lýðveldi geti sagt sig
úr ríkjasambandi við Sovétríkin
með tíð og tíma. Hins vegar yrði
að taka tillit til hagsmuna allra
við slík sambandsslit. Gorbat-
þeir sem þvingaðir voru í ríkja-
sambandið, hafi biðlund með
Gorbatsjov. Vandi Gorbatsjovs
er í raun yfirfærsla þjóðarinnar
úr hrundu kerfi lenínismans yfir
í lýðræðislegt nútímaþjóðfélag.
Utanríkisráðherrar Norður-
landa komu saman í vikunni til
skyndifundar í Stokkhólmi með
blökkumannaleiðtoganum Nel-
son Mandela. Norðurlönd hafa
verið í forystuhlutverki í heimin-
um að styðja við baráttu kúg-
aðra þjóða í Afríku, Suður-Am-
eríku og víðar. Afríska þjóöar-
ráðið (ANC) hefur til að mynda
hlotið mikinn fjárstyrk til ýmissa
verkefna frá Norðurlöndum og
ekki síst frá Svíum. A sama tíma
hafa Svíar jafnt sem aðrar ríkis-
stjórnir á Norðurlöndum sýnt
baráttu kúgaðra þjóða í Sovét-
ríkjunum og Austur-Evrópu lít-
inn áhuga. Hvers vegna? Er það
af ótta við hið sovéska stórveldi?
Eða er kúgun kommúnista með
eitthvað annað yfirbragö en
kúgun kynþáttahatara og að-
skilnaðarsinna? Er fasismi ekki
alltaf fasismi, sama undir hvaða
formerkjum hann er stundaður?
Hver er munurinn á baráttu
Mandela og Landbergis, forseta
Litháens?
Eystrasaltsríkin Eistland, Lett-
land og Litháen voru fyrr á þess-
ari öld sjálfstæð og fullvalda riki.
Þau eiga sér langa og merka
menningarsögu sem er nátengd
norrænni sögu og eru í raun
austurhluti Norðurlanda. Pessi
ríki voru innlimuð í Sovétríkin í
heimsstyrjöldinni síðari sem
skiptimynt í griðasáttmála
kommúnista og nasista. Þjóðir
Eystrasaltsríkjanna þurftu að
þola ólýsanlegar hremmingar
og blóðsúthellingar á stríðsár-
unum þegar herir Stalíns og
Hitlers ultu til skiptis yfir jarðir
landanna. Að heimsstyrjöldinni
lokinni urðu löndin innlimuð í
Sovétríkin og þá hófst einn
skelfilegasti kaflinn i sögu
þeirra. Á skipulagðan hátt
reyndi Moskva að útrýma þjóö-
areinkennum í þessum löndum.
Fólk var flutt nauðungarflutn-
ingum á brott og Rússar fluttir
inn í löndin. Tunga, menning og
hefðir Eystrasaltsríkjanna áttu
að hverfa. En allt kom fyrir ekki.
Þessar þjóðir stóðu hetjulegan
og ótrúlegan vörð um menn-
ingu sína og tungu. Með tilkomu
umbótsstefnunnar hefur menn-
ingarhefð þessara landa risið
upp úr djúpunum á nýjan leik,
öflugri en nokkru sinni fyrr.
Laugardagur 17. mars 1990
Stærsti viðburðurinn er yfirlýs-
ing þingsins í Litháen um sjálf-
stæði og fullveldi landsins. Að
sjálfsögðu eiga Norðurlönd að
styðja sjálfstæðisbaráttu Eystra-
saltsríkjanna með ekki minni
krafti en þau styðja sjálfstæðis-
baráttu annarra kúgaðra þjóða
eins og í S-Afríku. Allt annað er
hræsni og tvískinnungur. Þess
vegna fagnar Alþýðublaðið því,
að Alþingi íslendinga hafi álykt-
að að senda litháensku þjóðinni
heillaóskir vegna sjálfstæðisyfir-
lýsingar Litháens. Það er góð
byrjun.
MEÐ KÖLDU
BLÓÐI
Yfirvöld í írak hafa tekið af lífi
Farzad Bazoft, 31 árs gamlan
blaðamann breska sunnudags-
blaðsins The Observer. Blaða-
maðurinn sem var írani, var
dæmdur til dauða eftir að hafa
verið fundinn sekur um njósnir
eftir sviðsett réttarhöld. Bazoft
var handtekinn er hann vann að
upplýsingasöfnun um spreng-
ingu í leynilegri herstöð i íran.
Morðið á blaðamanninum er
ekki einungis villimennska,
heldur einnig tilræði við tjáning-
arfrelsið og rétt manna til upp-
lýsinga. Evrópuþingið, mann-
réttindahópar, samtök blaða-
manna og ríkisstjórnir fjöl-
margra ríkja hafa fordæmt
þennan verknað. Hvað með rík-
isstjórn íslands og Blaðamanna-
félag íslands? Heldur þögn
þeirra áfram?
Týssynir sósíalismans
Hér á dögunum gerðist sá fá-
heyrði atburður að tvö af stærstu
hnefaleikasamböndum heims
neituðu að viðurkenna að heims-
meistarinn Mike Tyson hefði tapað
krúnu sinni þótt hann hefði verið
rotaður eftir öllum kúnstarinnar
reglum af James ,,Buster"
Douglas.
Listin að berja höfðinu
viö steininn
Nokkrum vikum eftir þessa
makalausu uppákomu gisti ný-
kjörinn forseti Tékkóslóvakíu,
Václav Havel, ísland. Var hinum
tigna gesti vel fagnað sem vonlegt
var. En einna ákafast var hann
hylltur af íslenskum vinstrisósíal-
istum sem lýstu því yfir að kjör
Havels hefði verið sigur sósíalism-
ans(!l). „With friends like that you
don't need enemies”. Staðreyndin
er hins vegar sú að þegar Havel
tók við embætti neitaði hann að
undirrita eiðstafi þar sem hann
skyldi sverja marxisma og sósíal-
isma hollustu. Og eitt af fyrstu
embættisverkum hans var að af-
má orðið „sósíalismá’ úr opinberu
heiti landsins. Ekki verður séð
annað en að öll austur-evrópsk
vötn falli að Dýrafirði vestræns
markaðskerfis. Sovétríkin eru þó
undantekning, valdhafar þar
stefna að „áætlunarmarkaðs-
kerfi”.
Flókiö ferli
En eins og ég minntist á í grein-
inni „Sálumessa fyrir sósíalis-
mann — eða hvað?” þá eru
hneigðir í ýmsar áttir í þessum
þjóðfélögum. Það er t.d. athyglis-
vert að samkvæmt skoðanakönn-
un sem gerð var í haust vilja tveir
þriðju Austur-Þjóðverja lýðræðis-
legan sósíalisma, aðeins þriðjung-
ur kerfi eins og í Vestur-Þýska-
landi. Og verkalýðshreyfingin í
Austur-Þýskalandi hefur gert
kröfu til að fá að taka þátt í stjórn-
un fyrirtækja. En í Póllandi, Ung-
verjalandi og Rúmeníu virðist
ekkert annað koma til greina en
vestrænt hagkerfi. Og spurningin
er hvort sú stefna sé ekki affarar-
sælust, þetta hagkerfi hefur sýnt
að það getur fært fólki bæði góð
kjör og einstaklingsfrelsi. Við vit-
um ekki enn hvort hægt sé að
sameina lýðræði og sósíalisma
þegar til langs tíma er litið. Sam-
búð sameignarkerfis og lýðræðis í
nýfrjálsum ríkjum Mið- og Austur-
evrópu er nefnilega hálf brösótt.
Stjórnarandstaðan verður að
treysta á velvilja valdhafa, t.d.
fengu stjórnarandstæðingar í
Búlgaríu ekki húsnæði undir starf-
semi sína fyrr en eftir mikið japl,
jaml og fuður. Og ástæðan? Jú, rík-
ið á allt húsnæði því þurftu stjórn-
arandstæðingar að biðja stjórnina
um að lána sér allra náðarsamleg-
ast húskumbalda undir skrifstofur.
Einnig gerir það stjórnarandstæð-
ingum erfitt um vik að ríkið hefur
til skamms tíma átt alla fjölmiðla
og fjölföldunartæki. Þessar stað-
reyndir virðast mjög styrkja þá til-
gátu Schumpeters að vissulega sé
hægt að sameina sósíalisma og
lýðræði en að það sé hreint ekki
tekið út með sitjandi sældinni.
Markaðskerfið er hinn eðlilegi
bandamaður lýðræöisins segir
Schumpeter. Auðvitað getur auð-
söfnun á fárra hendur skaðað lýð-
ræðið með ýmsum hætti, t.d. í
Suður-Ameríku þar sem ríkir land-
eigendur eiga upp undir 90% alls
jarðnæðis. En ríkiseign á fram-
leiðslutækjunum er lýðræðinu
enn skeinuhættara því þá má
svelta stjórnarandstöðuna í hel,
eins og Trotskí benti á.
Ceaucescu og Ferdinand Marcos
voru báðir spilltir einræðisherrar.
En munurinn er sá að Ceaucescu
gat stjórnað öllu mannlífi í landi
sínu, Marcos ekki. Sú staðreynd að
ríkið átti allt gerði rúmenska ein-
ræðisherranum kleift að ráða því
hversu mörg börn konur eignuð-
ust eða hvenær landsmönnum
leyfðist að nota rafmagn. Mark-
aðskerfið kom í veg fyrir að Marc-
os næði slíku alræðisvaldi á Filips-
eyjum, hann varð ævinlega að
sætta sig við vissa stjórnarand-
stöðu.
Rólegra mannlíf_______________
Engu að síður vona ég aö Aust-
ur-Evrópubúum takist að þróa
samfélög sín með vitlegri hætti en
við. Það er hreint ekki allt til fyrir-
myndar í vestrænum samfélögum
og ekki allt bara slæmt í austrinu.
Fólkið í þessum löndum er rólegra
og virðist hafa meiri tíma fyrir
hvert annað en við. Og ekki spillir
fyrir að glæpir eru ekki eins tíðir
og í vestrinu, menn geta enn geng-
ið þar um götur án þess að vera í
beinni lífshættu. Þetta fólk er held-
ur ekki nándar nær eins amerík-
aníseraö og við Vestur-Evrópubú-
ar. Þýskur gáfumaður benti á í
þessu sambandi aö Austur-Evr-
ópumenn hefðu varðveitt evr-
ópska menningu betur en við. Og
þá er kannski von til að þeir kenni
okkur að verða Evrópubúar aö
nýju, nú þegar evrópska húsið er
að rísa af grunni.
Enn um markað og sameign
En hvað er til ráða? Er hægt að
feta miðja vegu milli markaðskerf-
is og sósíalisma en forðast jafn-
framt ókosti beggja kerfa? Eins og
lesendur kann að rekja minni til,
gerði ég markaðssósíalisma að
umfjöllunarefni í haust sem leiö og
talaði þá eins og slíkt kerfi væri
auðframkvæmanlegt. En í slíku
samfélagi hlýtur að verða að leyfa
einkaframtak að einhverju marki.
Segjum svo að litli sjoppueigand-
inn á horninu sé dugnaöarforkur
sem er allt í einu kominn með
fimm manns í vinnu hjá sér. Á þá
að gera eign hans upptæka og láta
verkamannaráð taka yfir? Segjum
nú að íimmmenningarnir séu
hæstánægðir með að vinna hjá
sjoppueigendanum og vilji forðast
að taka þær áhættur sem fyrir-
tækjarekstri fylgir (munum að í
markaðssósíalisma geta fyrirtæki
farið á hausinn). Á að neyða
mennina til að taka á sig þessa
ábyrgð? Og myndu ekki fáir hæfir
menn nenna að standa í atvinnu-
rekstri ef þeir vita að þeir missa yf-
irráð yfir eign sinni ef fyrirtækiö
nær ákveðinni stærðargráðu? Það
eru því ekki svo ófá Ijón á vegi
slíkrar samfélagsskipanar, það er
eins og sósíalisminn sé dæmdur til
að sigla á milli skers „kapítalisma”
og báru stjórnlyndis. Svo geta
menn auðvitað leikið sér að því að
gera hugtakið „sósíalisma” inn-
takslaust með því að segja að sósí-
alismi sé aðeins það að vera á móti
ríkjandi ástandi. En samkvæmt
þeirri skilgreiningu hlýtur Hannes
Gissurarson að teljast gallharður
rauðliði því hann er hundóánægð-
ur með núverandi skipan dóms-,
landbúnaðar-, skóla- og velfarnað-
armála.
Lokaorð
Rauða sauðahjörðin á það sam-
merkt með peningamönnunum á
bak við Mike Tyson að eiga erfitt
með að viöurkenna ósigur sinn.
En Don King, stjóri Tysons, lét sig
hafa það fyrir rest að játa skjól-
stæðing sinn sigraðan. Er von til
þess að íslenskir kommar feti í fót-
spor Kings?
Stefán Snawarr