Alþýðublaðið - 17.03.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. mars 1990
5
Hugleidingar um umbótastefnuna, Austur-Európu og Nordurlönd
sögulegum timum
„Gorbatsjov minnir á þann
hestamann sem kann öllum
öörum betur þá list að sitja
ótemjuna, hvernig sem hún
lœtur, en er svo upptekinn af
því aö hanga í hnakknum,
aö hann veröur aö láta
ótemjunni þaö eftir aö ráöa
því, hvert feröinni er heitiö
segir Jón Baldvin Hannibals-
son m.a. um umbótastefnu
Sovétleiötogans í Króníku
. sinni.
Kroníka vikunnar
Við lifum ó
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra gerir aö um-
talsefni í eftirfarandi Króníku umbótastefnu Gorbatsjovs,
þróunina í Austur-Evrópu og hlutverk Noröurlanda á hin-
um miklu og sögulegu umbrotatímum samtímans.
Aö mati utanríkisráöherra er Gorbatsjov sá stjórnmála-
leiötogi sem gegnir stœrsta sögulega hlutverkinu á okkar
dögum — en samt hafi Sovétleiötoginn ekki uppfyllt þœr
vonir sem hann hafi vakiö. Gorbatsjov hafi enn ekki gert
upp viö lenínismann sem aö mati Jóns Baldvin hafi líkt
og stalínisminn oröiö undir í hugmyndastríöinu viö mál-
svara lýöræöisjafnaöarstefnunnar. Utanríkisráöherra seg-
ir ennfremur aö endalok kalda stríösins sé byrjun á nýj-
um kafla í mannkynssögunni og þar hafi Noröurlanda-
þjóöirnar margt til málanna aö leggja.
Við erum fyrst núna að sjá fyrir endann
á seinni heimsstyrjöldinni, sem kostaði 50
milljónir mannslífa. Að baki þeirri sögu er
önnur saga, blóði drifin örlagasaga um
mikil mannleg mistök.
Leyfið mér að segja ykkur dæmisögu af
tveimur einstaklingum, sem með ólíkum
hætti komu við þá sögu. Ég vona að hún
skýri betur en mörg orð þær ályktanir,
sem reynslan hefur kennt mér að draga af
þessari sögu. Og ég minni ykkur á það í
upphafi að ég tala til ykkar, sem fyrrver-
andi marxisti, en lýðræðisjáfnaðarmaður
seinustu þrjátíu árin eða svo.
___________________l___________________
Fyrir meira en 70 árum sátu tveir útlæg-
ir rússneskir menntamenn í litlu þorpi
uppi í Tatarafjöllum og biðu eftir bylting-
unni. Þorpið heitir Zakopanje og er
skammt frá núverandi landamærum Pól-
lands og Tékkóslóvakíu. Þeir deildu hart
daga og nætur um réttu leiðina fyrir rúss-
nesku byltinguna.
Annar þessara manna hét Vladimir II-
litch Ulianoff — kallaði sig Lenín (nom de
guerre). Hann þarfnast ekki nánari kynn-
ingar. Hann er guðfaðir Sovétkommún-
ismans og stofnandi Sovétríkjanna.
Hinn maðurinn hét Júlíus Martov, og var
leiðtogi Menchevika — rússneska sósíal-
demókrata. Nafn hans er fyrir löngu
gleymt og grafið. Málstaður hans varð
undir í átökum við Bolchevika Leníns. Og
það eru sigurvegararnir sem skrá söguna
— eða hvað? Þeir hafa að vísu þurft að um-
skrá hana býsna oft s.s. 70 ár.
Eina nóttina fyrir meir en sjötíu árum,
eftir harðar deilur við Lenín, skrifaði Júlí-
us Martov eftirfarandi orð í dagbók sína:
,,Ég hef lengi verið sannfærður
um að Lenín hefur rangt fyrir sér.
Geldar formúlur hans um heraga
byltingarflokksins; um hina sjálf-
skipuðu framvaröarsveit Flokksins;
og um alræði öreiganna eftir valda-
töku — allt er þetta bábiljur og
hindurvitni.
En það var ekki fyrr en í kvöld
sem þaö rann upp fyrir mér, hvers
vegna Lenín fer svo villur vegar,
þrátt fyrir viljastyrk, einbeitingar-
hæfni og atorku mannsins: Manns-
skilningur hans er ómennskur.
í hans huga eru manneskjur eins
og hverjar aðrar vörur. Þær á að
skipuleggja, móta og hnoða inn í
fyrirfram steypt steinsteypumót
hugmyndafræðinnar. Ef fólkið
passar ekki inn í „sósíalisman", þá
er það verst fyrir fólkið, — segir
hann.“
Og Martov bætir við: