Alþýðublaðið - 17.03.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 17. mars 1990
7
Jörundur Hilmarsson: Teiur aö efnahags-
leg rök skipti engu þegar sjálfstæöi
Litháens er til umræöu. „Þjóðerniskenndin
skiptir öllu." Jörundur dvaldi í Litháen i
tvígang á áttunda áratugnum og hefur
síöan komið þar nokkrum sinnum sem
Þau gríðarlegu tíðindi hafa spurst frá Sovétríkjunum að
Litháen hafi sagt sig úr logum við rikjabandalagið, sagt sig
úr lögum við Moskvuvaldið og lýst yfir stofnun sjálfstæðs
ríkis. Eðlilega fylgir þetta í kjölfar þróunarinnar í Aust-
ur-Evrópu en samt kemur þetta á óvart, menn þóttust sjá
þetta fyrir en ekkert var öruggt. Þróunin er hraðari en hönd
á festir. Gorbatsjov reis upp á afturfæturna og sagði þetta
allt ólöglegt, hann hefur hótað Litháum efnahagsþvingun-
um, að vísu dulbúið, með því að segja þá verða að greiða til
baka fjárfestingar Rússa í landinu vilji þeir verða sjálfstæð-
ir. En Litháar standa við sitt — þjóðerniskenndin er sterk og
þeir hafa aldrei viðurkennt það að þeir séu hluti sovéska
ríkjabandalagsins — hafa alltaf litið á Rússa sem innrásar-
aöila og í hálfa öld hafa þeir beðiðeftir að losna undan járn- . ... , .,
hæl þeirra. Framtíðin verður að segja til um hvort það tekst. LltnÚQr lySQ ytir SjallStŒÖi:
stofublók sem vann á útlendinga-
skrifstofu skólans og tók fyrir að
ég gæti fengið gistinguna sem
rektor var búinn að lofa mér. Þetta
var vægast sagt ákaflega niður-
lægjandi að standa þarna og sjá
þessa skrifstofublók bre'yta
ákvörðunum rektors án þess að
hann fengi nokkuð sagt. Þarna var,
kominn fulltrúi flokksins og
greinilegt var að hann hafði síð-
asta orðið. Ég neyddist til að fara á
hótel."
Lýðræöishefö Litháa
Litháar eiga sér afar stutta lýð-
ræðishefð, í raun enga ef mælt er
á mælikvarða vestrænna þjóða,
jafnvel Islendinga. Lftir að hafa
verið undir stjórn Rússneska keis-
aradæmisins um aldir brutust Lit-
háar undan bolsevikkum eftir
rússnesku byltinguna 1918, stofn-
uðu sjálfstætt ríki á nýjan leik og
komu á lýðræði. Það varði þó að-
eins fram á miðjan þriðja áratug-
inn og við tók einræði, „kannski
ekki það versta sem við þekkjum,
en einræði engu að síður," segir
Jörundur. Það varði fram til 1940
en á stríðsárunum gerðust ótrú-
legir hlutir í landinu. Þjóðverjar og
Rússar sömdu um að landið skyldi
Þióðerniskenndin
ræður ferðinni
Jörundur Hilmarsson saman-
burðarmálfræðingur dvaldist í Lit-
háen fyrst á árunum 1971—1972,
svo aftur 1977 og hefur síðan þá
nokkrum sinnum komið til lands-
ins sem ferðamaður, síðast árið
1985. Jörundur var við nám í Osló
og þar var einn af prófessorum
hans með baltnesk mál sem sér-
grein, það varð til að hann fékk
áhuga á baltneskum málum og fór
til Litháen 1971.
Mörgum kann að þykja það und-
arlegt að þessi þjóð, sem ekki hef-
ur mikið farið fyrir í fréttum á und-
angengnum árum, hafi nú gengið
fram fyrir skjöldu og lýst fyrst ríkja
í Sovétríkjunum yfir sjálfstæði.
Jörundi kemur þetta ekki á óvart.
Hann segir frá þvi að Litháenar
hafi alla tíð komið honum fyrir
sjónir sem sjálfstæð þjóð og þjóð
með sterka þjóðerniskennd: ,,Lit-
háenar hafa t.d. alltaf verið mjög
sjálfstæðir gagnvart Rússum. í há-
skólanum í Vilninus, höfuðborg-
inni, þar sem ég dvaldi, var Lithá-
íska fyrsta mál í skólanum, það var
aðeins í rússneskudeildinni sem
rússneska var notuð. Þetta var
þveröfugt við það sem t.d. gerðist
í grannlandinu Lettlandi, en þar
var rússneska fyrsta málið."
Blóöi drifin átakasaga
Saga Litháen er saga mikilla
átaka og mikið hefur yfir þessa
þjóð dunið í gegnum tíðina. Lithá-
ar hafa verið sjálfstæðir og ósjálf-
stæðir í gegnum tíðina og þeir
hafa mátt verjast stöðugum árás-
um. í raun er það ótrúlegt hversu
mikið hefur á gengið í þessu litla
landi við Eystrasaltið. Förum fyrst
aftur í söguna.
Jörundur bendir á söguleg rök
fyrir sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa
nú, þeir hafi alla tíð barist fyrir
sjálfstæði sínu grimmilega og
hann nefnir fyrst dæmi um innrás
þýskra kristniboða og riddara-
reglna, Sverðriddarareglunnar og
Krossriddarareglunnar. Þessi inn-
rás stóð yfir í tæplega 300 ár, frá
1150—1410. Litháar voru þá heið-
ingjar, þjóðverjarnir litu á þá svip-
uöum augum og Tyrkina. Litháar
tóku kristni síðastir allra þjóða í
Evrópu og þá undir áhrifum frá
Pólverjum, en þeir eru kaþólskir
öfugt við Letta og Eistlendinga
sem eru mótmælendur.
Á 15du öld mynduðu Pólland og
Litháen ríkjasamband sem var að
mestu grundvallað á styrk Litháa
sem var umtalsvert á þessum ár-
um, enda lögöust þeir í víking og
náðu undir sig landssvæði allt
austur til Moskvu og suður til
Svartahafs.
Þjóðerniskennd
Litháa sterk
Jörundur bendir á að þegar
horft er til þeirra atburða sem hafa
verið að gerast í landinu að undan-
förnu sé afar mikilvægt að hafa í
huga styrk Litháenska kommún-
istaflokksins gagnvart miðstjórn-
arvaldinu í Moskvu, styrkur sem
hélst alveg fram að Bresjnev-tím-
anum. Þennan styrk má rekja til
fyrsta forystumanns Litháíska
kommúnistaflokksins, sem jafn-
framt var hátt settur í Sovéska
kommúnistaflokknum. Sá maður
var mikill þjóðernissinni og hann
lagði mikla áherslu á það við
landa sína í Litháen að varðveita
þjóðareinkenni og þjóðernistil-
finningu. Þegar hann síðan dó, í
kringum 1975, tók við af honum
leppur Moskvustjórnarinnar. Við
það breyttist ýmislegt, Jörundur
nefnir t.d. aukið vægi rússnesk-
unnar í skólum, hún hafi að vísu
ekki orðið fyrsta mál en aftur á
móti hafi kennsla í henni verið
tekin upp á lægri stigum en áður
tíðkaðist.
Viöhorf til Rússa
Litháar hafa alltaf litið Rússa
hornauga. Þeir eru reyndar fáir í
Litháen ef miðað er við hin Eystra-
saltsríkin tvö, Eistland og Lett-
land. Fyrrnefndur leiðtogi Lithá-
ens bjó svo um hnútana að Rússar
áttu tiltölulega erfitt með að flytja
til Litháen, en bæði á millistríðsár-
unum og eftir síöari heimsstyrj-
öldina flykktust Rússar til Eystra-
saltslandanna, þar sem lífskjör
þóttu betri en víðast hvar annars
staðar í Sovétríkjunum. Rússar eru
aðeins um 20% í Litháen, Litháar
sjálfir eru um 80%, afgangurinn,
10%, eru aðrar þjóðir, einkum Pól-
verjar. Rússarnir eru næstum allir
í höfuðborginni, Vilnius — þar er
talið að þeir séu um 35% íbúanna,
en afskaplega fáir út á landi, í næst
stærstu borg landsins er t.d. taliö
að Rússar séu aðeins 2—3% íbú-
anna. Þetta verður mikilvægt þeg-
ar horft er til að mynda til Lett-
lands þar sem talið er að Rússar
séu næstum helmingur íbúanna.
Sama hlutfall er í Eistlandi.
Sem fyrr segir eru Rússar litnir
hornauga í Litháen. Þeir eru kall-
aðir asíatar enda telja Litháar sig
til Evrópuþjóða og telja sig skyld-
asta skandinövum og vilja hafa
mest samskipti við skandinavískar
þjóðir af útlendingum. Jörundur
segir að togstreita milli Litháa og
Rússa hafi greinilega sést á yfir-
borðinu þegar hann var í Litháen.
„Maður varð margoft vitni aö því
t.d. að Rússi spurði Litháa til vegar
á götum úti, en honum var einfald-
lega ekki svarað."
Bresjnev-tíminn —
hert itök Moskvuvaldsins
Litháar hafa alla tíð alið frelsis-
og sjálfstæðisvonina í brjósti. Jör-
undur segir að þegar áriö 1971
hafi fólk rætt við sig þann mögu-
leika að Litháen yrði sjálfstætt
riki. Hinsvegar hafi fólk þá ekki
rætt það opinberlega; „fólk var til-
búið að ræða þessi mál eftir að
maður hafði kynnst því en það
þýddi ekki að taka ókunnugt fólk
tali um sjálfstæðisbaráttuna."
Hann segist telja að í þá daga hafi
fólk í mesta lagi alið von í brjósti
um að Litháen yrði sjálfstætt sósí-
alískt ríki — kannski líkt og Pól-
land, sjálfstætt en undir hælnum á
Sovétmönnum. Árið 1977 var um-
ræðan orðin opnari. En þó svo
umræðan hafi opnast smámsam-
an lokaðist ýmislegt á móti: „Ég
kom þarna sem ferðamaður síðar
og haföi ekki útvegað mér gist-
ingu áður. Þetta var rétt eftir að ég
lauk námi og ég hafði reiknaö
með því að fá inni á stúdentagarði.
Það þótti sjálfsagt mál en skyndi-
lega kom eitthvað babb í bátinn
svo það var leitað á náðir rektors-
ins sem var Lithái og allur af vilja
gerður að greiða götu mína. Þá
gerðisi það hinsvegar að þaö kom
inn á skrifstofu hans einhver skrif-
tilheyra Rússum og þeir innlimuðu
það, nokkuð sem Litháar hafa
aldrei viljað né getað sætt sig við
og jafnan talað um innrásarlið
Rússa í þessu sambandi. Víglína
milli Þjóðverja og Rússa lá seinna
þvert í gegnum landið og hentist
fram og til baka um það samfara
gríðarlegum spjöllum á landi,
mannvirkjum og þjóð í livert sinn.
Jörundur segir að hann efist
ekki um aö Litháen geti þrifist sem
sjálfstætt ríki. Efnahagslega og
lýðræðislega. „Ég sé engin rök
fyrir því að lýðræði geti ekki þrif-
ist í Litháen rétt eins og hvar ann-
ars staðar. N^enn hafa sömuleiðis
rætt mikið um efnahagsmál í
þessu sambandi, fært fyrir því
efnahagsleg rokx að sjálfstæðið
geti ekki gengiö. Min skoðun er
hinsvegar sú að efnahagsleg rÖ(c
skipti ekki máli í þeirri þróun sem
nú á sér stað. Það eina sem skiptir
máli í þessu gríðarlega tilfinninga-
máli er þjóðerniskenndin sem er
mjög sterk í Litháen.
„Eg vil í lokin koma þeirri áskor-
un á framfæri til Alþingis íslend-
inga að það viðurkenni með form-
legum hætti Litháen sem sjálf-
stætt ríki og veiti þeim þar með
siðferðilegan styrk sem ég efast
ekki um að hafi mikið gildi fyrir
þá. Það er tvískinnungur hjá vest-
urlandabúum að viðurkenna ríkið
ekki, í ljósi þess að þeir hafa aldrei
viðurkennt innlimum Litháens í
Sovétríkin. Hér er tækifæri fyrir
þau til að láta af þessum tvískinn-
ungi."