Alþýðublaðið - 17.03.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. mars 1990
11
Nírœöur í dag:
Elias Sigfússon
frá Vestmannaeyjum
Kldhuginn Klías Sigfússon er ní-
ræður í dag. Það er ekki auðvelt
fyrir mann sem fæddist um það
leyti er Klías var orðinn fimmtug-
ur að ætla nú fjörutíu árum seinna
að skrifa um hann níræðan. Klli
eins og hann er oftast kallaður
heitir fullu nafni Þórður Klías og
lengst af bjó hann í Vestmannaeyj-
um ásamt konu sinni Guðfinnu
Kinarsdóttur sem fædd er 22. júlí
1906.
A uppvaxtarárum minum kom
ég oft sinnis á heimili þeirra hjóna
við Hásteinsveg, enda var mikill
samgangur á milli þeirra hjóna og
foreldra minna, þar voru dægur-
málin rædd og oft tengdist það
umfjöllun um málefni verkalýðs-
ins og jafnaðarstefnuna.
Klli var á þeim árum í forystu Al-
þýðuflokksins í Vestmannaeyjum,
tók þátt í bæjarmálastarfsemi
flokksins af alefli og ósérhlífni,
jafnt og því sem hann tók virkan
þátt í starfsemi Verkalýðsfélags-
ins, jafnframt sem hann var einn
stofnenda Sjómannafélagsins Jöt-
uns og fyrsti formaður þess.
A seinni árum sinum hér í Vest-
mannaeyjum starfaði Klli hjá
Vinnslustöðinni hf., við alhliða
störf sem verkstjóri. Þau hjónin
fluttust búferlum frá Vestmanna-
eyjum á sjöunda áratugnum til
Reykjavíkur, og þar búa þau nú í
íbúðum aldraðra að Dalbraut 18.
Ég veit til þess að fljótlega eftir
komuna til Reykjavíkur tók Klli
upp samstarf við alþýðuflokks-
menn í Reykjavík og hefur tekið
virkan þátt í starfsemi flokksins
allt til þessa dags.
Forystumenn flokksins leita oft
ráða hjá Klla og þá er ekkert tví-
nón um að ræða hjá Klla, afdrátt-
arlaus afstaða til hvers málefnis,
ígrunduð af manni með áratuga
reynslu af verkalýðsmálefnum og
hugsjón jafnaðarstefnunnar og
minnist ég þess er Vilmundur heit-
inn Gylfason tjáði mér hve gott
væri að ræða við Klla og leita ráða.
A þessum merku tímamótum
Klla vil ég fyrir hönd okkar jafnað-
armanna í Vestmannaeyjum,
þakka honum fyrir góð samskipti,
fórnfýsi og vilja við að vinna jafn-
aðarstefnunni allt.
Klli, við hér í Vestmannaeyjum
óskum þér hjartanlega til ham-
ingju með níutíu árin og megið þið
Finna hafa það sem best.
Þorbjörn Pálsson,
bæjarfulltrúi
Vestmannaeyjum.
Fyrir hönd okkar íslenskra jafn-
aðarmanna sendi ég Klíasi Sigfús-
syni heillaóskir í tilefni níræöis-
afmælisins. Þeim heillaóskum
fylgja einnig hugheilar þakkir
mínar fyrir eftirminnileg kynni af
heilsteyptum manni og staðföst-
um jafnaðarmanni.
Kynni okkar hófust að marki
þegar ég var ritstjóri Alþýðublaðs-
ins á árunum 1979—182. Hann
hafði þá iðulega simasamband,
gagnrýndi og leiðbeindi um mál-
flutning og miðlaði af reynslu
sinni. Sérstaklega var fróðlegt aö
ræða við Klías um sögu flokks- og
verkalýðshreyfingar og þá lær-
dóma sem læra mætti af þeirri
sögu.
Klías var lengi í fylkingarbrjósti
jafnaðarmanna og verkalýðsfé-
lagsins í Kyjum á erfiðum tímum
kreppu og uppgjörs við trúaða
áhangendur Sovétrúboðsins, sem
um skeið voru öflugir í Kyjum. Þá
reyndi á staðfestu, þrautseigju og
baráttuþrek — og pólitíska skarp-
skyggni. Þetta allt hafði Klías til að
bera í ríkum mæli.
Það lýsir Klíasi einna best að
hann átti alltaf auövelt með að
blanda geði við ungt fólk, skiptast
á skoðunum við það og miðla því
af reynslu sinni — án þess að pre-
dika yfir hausamótum þess eöa
þykjast réttbær til að hafa vit fyrir
því. Kn hann hafði áhrif — með
rökfestu sinni og sannfæringar-
krafti.
Fundum okkar Klíasar hefur því
miður fækkað hin seinni misserin.
Kn mér eru minnisstæð samtöl
okkar frá fyrri tíð og er þakklátur
fyrir að hafa fengið að kynnast
þessum heilsteypta hugsjóna-
manni.
Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins.
Knda þótt ég sé löngu búinn að
leggja frá mér pennann, finnst
mér að ég geti ekki látið hjá líða
að senda þér á níræðisafmælinu
innilegustu afmælisóskir með
þökkum fyrir áratugalanga sam-
fylgd og sameiginlega baráttu fyr-
ir góöum málstaö undir merkjum
jafnaðarstefnunnar.
Lifðu heill í hárri elli!
Hannibal Valdimarsson.
og íbúðarkaup
Lög um húsbréfaviðskipti gilda um kaup og sölu notaðra íbúða,
sem eiga sér stað eftir 15. nóvember 1989.
Hvað eru húsbréf?
Húsbréf eru skuldabréf sem seljandi íbúðar fær hjá húsbréfadeild
Húsnæðisstofnunar ríkisins, í skiptum fyrir fasteignaveðbréf, sem
kaupandi íbúðarinnar gefur út.
Hvemig fara íbúðarkanp fram?
m
a VGreiðslumat.
' Tilvonandi kaupandi verður aö
sækja um mat á greiðslugetu sinni til ráðgjafastöðvar
Húsnæðisstofnunar.
/\ *■) \ Skrifleg umsögn.
^ \ Að fenginni skriflegri umsögn
ráðgjafastöðvarinnar, þar sem m.a. er tilgreint
hugsanlegt kaupverð íbúðar, er tímabært að skoða
sig um á fasteignamarkaðnum.
íbúð fundin - gert kauptilboð.
A Þegar seljandi hefur gengið að
tilboði, sækir tilvonandi kaupandi um skuldabréfa-
skipti við húsbréfadeildina, þ.e. að skipt verði á
fasteignaveðbréfi, útgefnu af kaupanda og
húsbréfum, sem verða eign seljanda. Fasteigna-
veðbréfið getur numið allt að 65% af kaupverði
íbúðarinnar.
Afgreiðsla húsbréfadeildarinnar.
^ \ Húsbréfadeild metur veðhæfni
íbúðarinnar og matsverð og athugar greiðslugetu
væntanlegs íbúðarkaupanda með tilliti til kaupverös.
Samþykki hún kaupin sendir hún væntanlegum
kaupanda fasteignaveðbréfið til undirritunar, útgefið
á nafni seljanda.
\Kaupandinn lætur þinglýsa
kaupsamningnum.
/\ \ Seljandi lætur þinglýsa
\ \ fasteignaveðbréfinu.
/\ \ Kaupsamningur undirritaður -
^\ ° \ fasteignaveðbréf afhent
seljanda.
(búðarkaupandi og íbúðarseljandi gera með sér
kaupsamning og seljandinn fær afhent fasteigna-
veðbréfið.
i fasteigna-
veðbréfi fyrir húsbréf.
/\ O, \Greiðslur kaupanda hefjast.
V______\ Húsnæðisstofnun innheimtir
afborganir af fasteignaveðbréfinu af kaupandanum.
Þær hefjast á 2. almennum gjalddaga frá útgáfudegi
fasteignaveðbréfsins, en gjalddagar eru 4 á ári.
Fram að 15. maí 1990 eiga þeir einir aðgang að
húsbréfakerfinu sem sóttu um húsnæðislán hjá
Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 15. mars sl.
og hafa lánsrétt.
SAMÞYKKI HÚSNÆÐISSTOFNUNAR ER SKILYRÐI.
Það er skilyrði fyrir skuldabréfaskiptum, að
greiðslugeta hlutaðeigandi íbúðarkaupanda og
veðhæfni fbúðar hafi verið athuguð áður en
íbúðarkaup eiga sér stað og að húsbréfadeild
Húsnæðisstofnunar samþykki íbúðarkaupin.
HÚSNÆÐISSTOFNUN
RÍKISINS
HUSBREFADEILÐ
SUÐURLANDSBRAUT 24 -108 REYKJAVIK • SIMI • 696900