Alþýðublaðið - 21.03.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.03.1990, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 21. mars 1990 Menning Hvaö er aö vera Gydingur? KONUNGSRÍKID JÚDEA Lokagrein Gunnars Dal um Gyðinga fjallar um sögu kon- ungsríkisins Júdeu. Gunnar skilgreinir ennfremur Gyðinga og segir að orðið Gyðingur í mannfræði hafi enga merk- ingu. Gyðingar hafi aldrei verið kynstofn. Þeir hafi enga sér- staka erfðaeiginleika. „Þeir eru t.d. jafnmiklir „aríar" og ís- lendingar og Þjóðverjar," segir Gunnar Dal. „Að vera Gyð- ingur er að trúa á hinn eina guð allra manna sem meðal Gyðinga ber heilagt nafn sem ekki má nefna." Konungsríkið Júdea var í suður- hluta landsins og Jerúsalem var kjarni ríkisins. Saga þessa ríkis er raunasaga. Þar hékk trúin á YHWH oftast á mjóum þræði þótt hann slitnaði aldrei alveg vegna baráttu fárra manna. Aðkomu- þjóðin, „synir Israels", höfðu blandast Kanverjum sem fyrir voru í landinu. Þeir trúðu á Baal. Ætt Davíðs við völd í fyrstu ríkti friður í landinu. Ætt Davíðs sat þar við völd, konung- arnir Asa (913—873 f.Kr.jog Jósaf- at (873—849) voru fastir í sessi. ()g þeir studdust við musterið og lög- bókina Torah. Bn erlendar konur þjóðhöfðingjanna gerðu trúmál öll blendin, ekki síst við hirðina og meðal aðalsins. YHWH var viður- kenndur, en aðrir guðir voru blót- aðir ,,á háum stöðum”. Asa reyndi án blóðsúthellinga að draga úr „erlendum átrúnaði" og hinni innlendu gömlu trú á nautið og frjósemisgyðjuna As- herah, sem móðir drottningar hans tilbað. Jósafat hélt þessu andófi áfram, en án mikils árangurs. Hann gerði æðsta prestinn yfirdómara í trúar- legum efnum en skipaði sérstaka dómara til að dæma í veraldlegum málum. Þessi skipting átti eftir að hafa víðtæk áhrif. Jósafat lét son sinn Jehoram af stjórnmálalegum ástæðum kvænast AJjalíu, dóttur Jezebel og Ahabs í Israel. Jehor- am tók trú konu sinnar á nautið og ákvað að gera tyrisku útgáfuna af Ballstrú að ríkistrú í Júdeu. Til að styrkja vald sitt létu þessi kon- ungshjón myrða flesta meðlimi fjölskyldu sinnar og einnig and- stæðinga sína meðal aðalsins. Æðsti presturinn Jehóiada kom fram hefndum og lét taka Aþalíu af lífi, en strax eftir dauða hans náði trúin á Baal aftur yfirhönd- inni, þar sem bæði konungur og aðall fylgdi þeirri trú. Júdea missir sjálfstæði Jehoash, barnabarn Aþalíu og konungur í Júdeu, keypti sér stundarfrið við Assýríumenn með því að gefa þeim dýrgripi muster- isins. En spnur hans Amaziah fór í stríð við lsraelsmenn, sem hann tapaði. Ísraelsríkið féll eftir dauða Jeróbóams II og Júdea rétti við aft- ur. í tíð Uzzíah (783—742) og Jot- ham (742—735) varð veldi hennar mest. Eftir næstum hálfrar aldar góð- æri réðust bæði Sýrlendingar og Israelsmenn inn í landið. Ahaz (735—727) bað þá Assýríumenn um hjálp. Sú hjálp kom og innrás- arherinn varð að víkja, en Júdea missti sjálfstæði sitt. Ahaz var stefnt utan til Damaskus. Þar sýndu sigurvegararnir honum veldi sitt og auð, sem þeir þökk- uðu guðum sínum. Og Ahaz tók trú þeirra. Hann lét reisa altari í sjálfu musterinu sem var eftirlík- ing á altari í Damaskus. Og að hætti Assýríumanna innleiddi hann þann sið í Júdeu, að fórna börnum. Sjálfur fórnaði Ahaz guð- inum Mólok sínum eigin syni. Spámennirnir reyndu með mis- Lokagrein jöfnum árangri að fá konunga landsins til að halda hinn forna eið. Og stundum varð þeim nokk- uð ágengt. Jesaja og Mika fengu Hezekia (727—698), son Ahaz til að afnema þær trúariðkanir sem faðir hans hafði komið á. Þegar Sargon lést 705 f.Kr. reyndi Hezek- ía að endurheimta sjálfstæði landsins. En slík uppreisn var von- laus. Assýríumenn réðust inn i landið undir forustu Sennakeribs. Hann tók 45 borgir í Júdeu og flutti mikinn hluta þess fólks sem eftir lifði úr landi. Hezekia gat að vísu varið Jerúsalem vegna drep- sóttar sem lamaði her Assýríu- manna. Þessi björgun Jerúsalem 701 f.Kr. þýddi þó ekki varanlegan sigur Júdeu eða trúar á YHWH. Tveir næstu konungar Menasse og Amon tóku aftur upp trú herra- þjóðarinnar. Árið 609 f.Kr. liðaðist veldi Ass- ýríumanna sundur og Egyptaland og Babylon börðust um yfirráð í hinum gamla heimi. Jósia reyndi siðabót en hann féll. Júdea hafði gengið í lið með Babylon gegn Eg- yptum og Jósia var veginn í því stríöi. í tíð sonar hans Jehoahas missti Júdea sjálfstæði sitt og yfir landið flæddu alls konar trúar- brögð, egypsk, assýrísk og hin gamla trú Kanverja. Júdea til- heyrði ýmist Egyptalandi eða Babýlon. Æðstuprestar taka völdin Þegar Nebúkadrezar sigraði Eg- ypta 605 f.Kr. komst Júdea undir yfirráð Babýloníumanna. Jóa- kim, bróðir Jehóahas, reyndi upp- reisn en það var upphafið að enda- lokunum. Jerúsalem féll 597 f.Kr. Zedekía, leppkonungur Nebúk- adrezars, reyndi aftur uppreisn með þeim afleiðingum að Jerúsal- em var lögð í rúst 586 f.Kr. og kon- ungsríkið Júdea leið undir lok og varð nýlenda. Margir íbúar lands- ins voru fluttir burtu og Sedalía var gerður landstjóri nýlendunn- ar. Þegar hann var myrtur voru enn fleiri fluttir úr landi, en aðrir flúðu í stórum hópum til Egypta- lands. Þess vegna urðu Gyðingar fjölmennir í Alexandríu, en fyrir afkomendur þeirra var Gamla- testamentið fyrst þýtt löngu síðar. Þegar Gyðingar komu aftur úr útlegðinni frá Babýlon hefst prestatímabilið. Prestar smurðir olíu fóru bæði með vald konungs og prests. Æðstuprestarnir stjórn- uðu ríkinu. Hinir fyrstu voru Ne- hemiah og Esra. Alexander mikli lagði Palestínu undir sig 332 f.Kr. en prestarnir héldu áfram að stjórna í suður- hluta Palestínu. ísrael naut því nokkurrar sjálfsstjórnar. Hinar tíu ættkvíslir konungs- ríksins ísraels hurfu í þjóðahaf sig- urvegaranna. En það átti fyrir íbú- um Júdeu að liggja að verða að nýju þjóð sem hélt hinum forna átrúnaði á hinn eina guð allrar sköpunar YHWH. Hin nýja þjóð endurskapaðist í deiglunni í Babýl- on og hér urðu hinir eiginlegu „AA vera Gyöingur er að halda lögmál guðs og láta það koma fram í lífi og starfi sem rétt breytni og siðgæði. Að vera Gyðingur er að takast á hendur það hlutverk að kynna heiminum tilveru guðs og kenna mönnum siðgæði hans. Að vera Gyðingur er að aðhyllast alþjóðahyggju," segir Gunnar Dal, m.a. í lokagrein sinni um Gyðinga. Myndin sýnir forystumenn nýfallinnar stjórnar i Tsrael: Shamir forsætisráðherra og Peres utanríkisráðherra, í Knesset (þinginu). ísraelsmenn færðu gjarnan fórnir. Musterið í Jerúsalem varð smám saman aðalsamkomustaður fsraelsmanna í tíð Davíðs konungs. Brennifórnaralt- arið mikla í musterinu í Jerúsalem hefur sennilega litið út likt og teikningin sýnir. Gyðingar til. Þeir dreifðust síðar út um allan heim og fluttu með sér boðskapinn um einn guð. Boð- skapur þessara manna varð að þremur heimstrúarbrögðum; Gyð- ingatrú, Kristinni trú og Islam. Boðskapur þeirra hafði því djúp- stæð áhrif á menningu allra þjóða og gjörbreytti heiminum. Hvað er að vera Gyðingur? Eins og sjá má af sögu konungs- ríkjanna tveggja, þá eru það ekki konungar, valdastétt eða alþýðan sem skapa hugtakið Gyðingur eða gyðingatrú. Það er fámennur hóp- ur sem það gerir. Það sem skapar þessi hugtök er bókin Torah og gömlu spámennirnir. í mannfræði hefur orðið Gyðingur enga merk- ingu. Það er hefðbundin vitleysa að tala um bogið nef, ágirnd og aðra gyðinglega eiginleika. Gyð- ingar hafa aldrei verið kynstofn. Þeir hafa enga sérstaka erfðaeig- inleika. Þeir eru t.d. jafnmiklir „ar- íar“ og íslendingar og Þjóðverjar. Hvað trúna snertir, þá er varla hægt að segja að gyðingatrú hafi ríkt í konungsríkjunum ísrael og Júdeu. Til þess var trú manna í þessum ríkjum allt of blendin. Að vera Gyðingur er að trúa á hinn eina guð allra manna sem meðal Gyðinga ber heilagt nafn sem ekki má nefna. Það er því aðeins skráð með samhljóðunum fjórum YHWH. Að vera Gyðingur er að halda lögmál guðs og láta það koma fram í lífi og starfi sem rétt breytni og siðgæði. Að vera Gyðingur er að takast á hendur það hlutverk að kynna heiminum tilveru guðs og kenna mönnum siðgæði hans. Að vera Gyðingur er að aðhyll- ast alþjóðahyggju. í konungsríkj- unum lsraei og Júdeu voru aðeins spámennirnir trúir því hlutverki sem þjóðinni var ætlað. Raunveru- legir Gyðingar koma, að þeim frá- skildum, ekki fram fyrr en bæði þessi ríki eru fallin. Siðgæði þess- ara ríkja var oftast venjulegt sið- leysi. En trú án siðgæðis er engin trú að dómi spámannanna, sem smám saman sköpuðu hugtakið Gyðingur. En eins og fyrr segir þá er það hugtak ekki fullskapað fyrr en bæði ríkin eru fallin. Boðskapurspámannanna En hver var þá boðskapur spá- mannanna? Hann var sá, að lög- málið um rétta breytni væri ákveðið af guði, en kæmi ekki frá mönnum. Trúin á guð var fólgin í réttu líferni fremur en helgisiðum. Hlutverk spámannanna var að túlka vilja guðs og fá menn til að lifa eftir honum. Það er vilji guðs en ekki ákvörðun manna hvað er rétt og gott eða rangt og illt í sið- ferði, stjórnmálum og öllum mannlegum samskiptum. Og þetta gildir að sjálfsögðu ekki um Gyðinga eina. Lögmál guðs er jafngilt með öll- um mönnum hvar sem þeir eru í heiminum. Þetta var kjarninn í hinni trúarlegu reynslu Abrahams og Móses: Trú og siðalögmál er eitt. Spámennirnir boðuðu þenn- an skilning af slíkum krafti að hann varð að kjarna í þremur stór- um trúarbrögðum. Hið rétta og góða er eðli guðs og þess vegna er það alheimslegt lögmál; hin æðstu lög allrar tilveru. Brot á þessum lögum er hið illa og hið ranga, sem leiðréttist er tímar líða vegna þess að það er eðli þess illa að útrýma sjálfu sér. Guðir goðsögunnar stjórnuðust af duttlungum og við þá var hægt að versla. Hinn lifandi guð er siða- lögmálið. Við hann verða engin kaup gerð. En hann leiðir þá sem villast á réttan veg. lðrunin verður þess vegna sú gáfa mannsins sem spámennirnir leggja mesta áherslu á. Hún er leið hins brot- lega frá villu til skilnings. En sá skilningur verður að vera nógu djúpur til að hann komi fram i breytni. Þar sem þetta lögmál guðs gildir alls staðar, þá tengjast allir menn guði á sama hátt. Og þetta samband breytir afstöðu mannsins til annarra manna. Fyrst allir menn tengjast guði á sama hátt, þá eru allir í raun jafningjar. Þetta hefur einnig það í för með sér að hver maður er nákominn öllum öðrum mönnum hvar sem er í heiminum. Til að útfæra þenn- an grundvallarskilning gerðust spámennirnir löggjafar, stjórn- málamenn og siðfræðingar. Með þessu stóðu þeir raunar í þjóðfé- lagslegri uppreisn og breyttu heiminum á varanlegan hátt. Lokatakmark Gyðinga er einn heimur sem lifir í friði í samræmi við lögmál eða vilja guðs. Og loka- takmarkið er einnig frelsun hins einstaka manns. „Maðurinn getur losað sig við hvaða sekt sem er og öðlast nýtt líf“ (Ezekíel). En frum- kvæðið verður að koma frá mann- inum sjálfum. Þeim sem iðrast gef- ur guð „nýtt hjarta og nýjan anda“. Maðurinn verður frjáls þegar hann er bundinn guði. Þessar hugsanir fæddust með þjóð sem sat í fjötrum. En þær urðu langlifari en veldi hinna sterku. Fyrri greinar Gunnars Dal um Gyð- inga birtust í Alþýðublaðinu þ. 31. jan., lUpphafþjóðarsem breytti ver- öldinni), 9. feb., (Goðsögnin um Mós- es), 16. feb., (Til fyrirheitna landsins), 6. mars, (Gullöld ísraels), og 7. mars (Konungsríkið Israel). Gunnar Dal rithöfundur skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.