Alþýðublaðið - 21.03.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.03.1990, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUBLAÐIÐ PRESSAN FAX 82019 ÆIMDIIBLABIB Miövikudagur 21. mars 1990 ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRN D 681866-83320 Bann Verðlagsráös við hækkun útseldrar vinnu olli 0,5% lækkun byggingarvisitölunnar í mars. Vísitölur í mars: Handbremsan virkar Launavísitala mœlir meiri hœkkun en framfœrsluvísitala. Byggingarvísitala lœkkar vegna aögeröa stjórnvalda. Vísitðlurnar eru farn- ar að hægja á sér eftir að tekið var í handbrems- una þegar kjarasamn- ingarnir voru gerðir. Byggingarvísitalan lækkaði beinlínis milli mánaða og það gerðist að hluta til vegna beinna aðgerða verðlagsráðs sem lagði bann við hækkunum útseldrar vinnu fyrir mánuði. Launavísitala mælist nú hafa bækkað meira en framfærsluvísitala. Byggingarvísitaian iækk- aði um hálft prósent milli mánaðanna febrúar og mars eftir að hafa hækkað töluvert rösklega næstu tvo mánuði á undan. Raunar svo rösklega að þrátt fyrir þessa lækkun nú, bendir samanlögð hækkun síð- ustu þriggja mánaða til 21% verðbólgu á árinu. Engu að síður eru þær töiur sem nú berast frá Hag- stofunni í ailgóðu samræmi við það sem gert var ráð fyrir við undirritun kjara- samninganna. Samkvæmt forsendum samninganna eiga þær hækkanir sem þá var vitað um að vera að mestu komnar fram. Að því er byggingarvísi- tölunni viðvíkur, þá stafar lækkun hennar nú fyrst og fremst af hörðum aðgerð- um stjórnvalda. Verðiags- ráð ákvað 22. febrúar að banna hækkanir á útseldri vinnu iðnaðarmanna og verkamanna frá því sem var um áramót. Einhverjar taxtahækkanir höfðu hins vegar tekið gildi um þetta leyti og þá taxta neyddust menn til að lækka aftur. Önnur ástæða fyrir lækkun byggingarvísitölunnar er fóigin í kostnaðarlækkun- um við upptöku virðisauka- skattsins. Þessar lækkanir ná þó ekki að birtast að fullu í byggingarvísitölunni því ýmsir liðir hennar hækka nokkuð á móti. Framfærsiuvísitalan hækkaði um 0,8% milli mánaðanna febrúar og mars en launavísitalan hækkaði hins vegar um 1,2%. Lánskjaravísitalan sem er samsett úr þessum þremur vísitölum hækkaði því um hálft prósent milli mánaða. Lífskjörin í iand- inu ættu samkvæmt þessu að hafa lagast litilsháttar við launahækkunina sem stór hiuti launþega fékk 1. febrúar og mælist nú inn í launavísitöluna. Launavísitalan mælir meðalhækkun launa mið- að við svokailað fast vinnu- framlag. Hagstofan reiknar þessa vísitölu og útreikn- ingarnir eru byggðir á upp- lýsingum víða af launa- markaði. Samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofunni er allgreiður aðgangur að upplýsingum um laun inn- an opinbera geirans og stórs hluta verkafólks þannig að Hagstofumenn telja sig byggja útreikninga sína á greinargóðum upp- lýsingum um drjúgan meirihluta markaðarins. Næsta launahækkun samkvæmt almennu kjara- samningunum er ekki fyrr en í júní. Jafnvel þótt vísi- tölur hækki hóflega á næstu mánuðum virðist ljóst að launin muni eitt- hvað dragast aftur úr á þessum tíma. í samningun- um er hins vegar ákvæði sem opna möguleika fyrir meiri launahækkunum ef verðbólgan helst ekki inn- an þeirra marka sem gert var ráð fyrir. Launanefnd samningsaðila tekur slíkar ákvarðanir og á þessu samningstímabili kemur hún saman í fyrsta sinn í maí. Húsaleiga hefur verið óbreytt síðan um áramót en hækkar nú um næstu mán- aðamót um 1,8% sam- kvæmt útreikningum Hag- stofunnar. Margir knattspyrnuunn- endur hér á landi muna eftir sovéska markverðin- um Lev Jashin, sem hér lék í eina tíð og var þekkt- ur um allan heim fyrir snilli sína. Eftir að ferli Jashins sem knattspyrnu- kappa lauk, hefur verið hljótt um hann. Fyrir nokkrum árum missti Jashin annan fótinn í slysi. Það kom honum því í góðar þarfir á dögunum, þegar hann fékk glænýj- an Mazda-bíl í 60 ára af- mælisgjöf frá japönsku bílaverksmiðjunum. Greinilega minnast hans margir með hlýju. Á myndinni er Lev Jashin í nýja bílnum. ★ Jón Kristinsson fyrrum hárskerameistari á Akur- eyri, faðir leikaranna Arnars og Helgu, var lengi í fréttum vegna málshöfðunar hans fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Mál þetta átti eft- ir að breyta ýmsu í réttar- kerfi okkar, þannig að nú eiga menn ekki lengur á hættu að vera yfirheyrðir af lögreglufulltrúa og dæmdir af sama manni. Meint umferðarlagabrot Jóns á Akureyri átti því eftir að velta þungu hlassi í dómsmálakerfi okkar. Nú hefur Mannréttinda- dómstóllinn sent út dóm- inn til fjölmiðla víða um lönd, en hann féil í des- ember s.l.. Áður en til dóms kom hafði náðst samkomulag milli yfir- valda og Jóns, og laga- breytingar verið gerðar. ★ Fjölbrautaskólanemar í Breiðholti gengu rösk- lega til verks á dögunum á mannfagnaði í skólan- um. Skólastjórinn, Kristín flrnalds, viðurkenndi í DV um helgina að þurft hefði að vísa nemendum heim vegna drykkjuskap- ar, — þeir munu hafa ver- ið tólf talsins. Einhverjir hinna ölvuðu nemenda munu hafa brotist inn í greiðasölu í kjallara skól- ans og nánast hámað í sig lagerinn af gosi og sæl- gæti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.