Alþýðublaðið - 21.03.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.03.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. mars 1990 5 FRÉTTASKÝRING Úrslitin í Austur-Þýskalandi sýna skýran vilja kjósenda: Sameinað Þýskaland er krafan Úrslit kosninganna í Austur-Þýskalandi á sunnudaginn hafa vakið upp ótal túlkanir hjá fréttaskýrendum. Megin- niðurstaðan virðist þó vera sú að með úrslitunum hafi kjós- endur skrifað undir endalok Austur-Þýskalands og þeir haf i fyrst og fremst verið að kjósa sér betri lífskjör, ekki hug- myndafræði. Haft var eftir Wolf Bierman, hinum kunna trúbador að við hæfi væri að breyta þjóðsöngnum úr Deutschland-Deutschland uber alles í D-mark, D-mark úber alles. Von Weizsacker, forseti Vestur-Þýskalands lét hafa eftir sér að sósíalisminn þyrfti alltaf að vera til sem hug- mynd því kapítalisminn væri ekki fullkominn. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Eftir að menn hafa jafnað sig á því sem í upphafi var talinn stór- sigur hægri manna og afhroð jafn- aðarmanna (SDP), hafa komið upp raddir um að ef til vill sé sigur’ hægri manna ekki svo óvæntur. Austur-þýskir kjósendur hafi ein- faldlega áttað sig á því að með því að kjósa hægri menn hafi þeir um leið verið að kjósa beinlínuteng- ingu við Bonn þar sem Kristilegir Demókratar undir stjórn Helmut Kohl ráða ríkjum. Með því hafi þeir látið í ljósi skýran vilja sinn til þróunar á næstu misserum. Eitt Þýskaland er krafan. Ennfremur telja menn mikil- vægt þegar skýringa er leitað á úr- slitum kosninganna að enginn austur-þýsku flokkana hafði í raun og veru mannskap til að manna allar ráðherrastöður í landinu. Af þeim sökum hafi fólk talið hentug- ast að kjósa sama flokk og við stjórnvölinn var í Bonn, fremur en t.d. jafnaðarmenn þar sem það hefði getað skapað togstreitu milli þýsku ríkjanna. Allar þessar skýr- ingar hníga í raun í sömu átt; aust- ur-þýskir kjósendur voru fyrst og fremst að kjósa sér betri lífskjör, þeirra skoðun er sú að þau náist fyrst og fremst með skjótri sam- einingu Austur- og Vestur-Þýska- lands. Fljótvirkustu leiðina hafa þeir talið þá að sömu flokkarnir hafi verið við lýði beggja vegna landamæranna. Ósigur jafnaðarmanna Jafnaðarmenn höfnuðu þegar í stað boði kosningabandalags hægri manna um að taka þátt í myndun ríkisstjórnar og þegar þetta er skrifað hafa hægri menn tekið upp viðræður við Frjálsa demókrata um myndun meiri- hlutastjórnar. Fréttaskýrendur hafa sagt að jafnaðarmenn séu þar með komnir í óskastöðu. Þeir hafa lýst því yfir að þeir séu tilbúnir til að taka þátt í nauðsynlegum breytingum á stjórnarskrá lands- ins, þeir geta gert það jafnframt því að vera virkt stjórnarand- stöðuafl og þurfa ekki að taka ábyrgð á þeim glundroða sem menn virðast vera sammála um að framundan sé í Austur-Þýska- landi. Helstu skýringar sem menn hafa sett fram á því að jafnaðar- menn fengu ekki fleiri atkvæði en raun bar vitni, er að sjálfsögðu mikið fylgi Flokks hins lýðræðis- lega sósíalisma (gamla kommún- istaflokksins), en hann fékk mun meira fylgi en menn höfðu búist við. Til einföldunar hafa menn sett Austur-þyskir kjósendur kusu sér beinlínutengingu við Bonn og Helmut Kohl þegar þeir fylltu út kjörseðlinn í fyrstu frjálsu og lýðræðislegu kosn- ingunum í Austur-Þýskalandi. Um leið kusu þeir sér aðgang að sameinaðri Evrópu þar sem hiö nýja þýska stórveldi verður máttarstólpinn. fram þá kenningu að í raun og veru megi leggja saman fylgi jafn- aðarmanna og gamla kommún- istaflokksins og fá þannig út u.þ.b. fylgi jafnaðarmanna í Vest- ur-Þýskalandi. Um leið megi leggja að jöfnu fylgi hægri manna í Austur-Þýskalandi við fylgi hægri manna í Vestur-Þýskalandi. Enn- fremur, og þá í þriðja lagi, geti menn lagt saman fygli smáflokk- anna í Austur-Þýskalandi (þar á meðal Nýs vettvangs og kosninga- bandalaga græningja og fleiri samtaka), sem samtals lá nærri 5% og fengið út fylgi Græningjana í Vestur-Þýskalandi. Með þessari kenningu vilja menn sýna fram á hliðstæður í þýsku ríkjunum. Á hinn bóginn verða menn að horfa á það í þessu samhengi að hægri menn í Áustur-Þýskalandi eru ekki hefðbundnir hægri menn, þeir eru gamlir samherjar gamla Komm- únistaflokksins og örgustu alræð- issinnar margir hverjir. Lokanaglinn í líkkistu alræðisins Fréttaskýrendur virðast nokkuð sammála um að ekki megi túlka nðurstöður kosninganna sem sig- ur kapítalismans eins og margir hafa viljað gera. Fremur sem ósig- ur miðstýringar og ríkisforsjár og siðasta naglann í líkkistu alræðis- ins. Það virðist ljóst, a.m.k. sem stendur, að lokið er fyrstu og einu lýðræðislegu kosningunum í Aust- ur-Þýskalandi og að í þeim hafi kjósendur tekið einarða afstöðu með sameiningu Þýskalands, Austur-Þjóðverjar vilja njóta sömu lífskjara og samlandar þeirra í vestrinu og þeir vilja njóta þeirra hið fyrsta. Ennfremur — þeir vilja ró, skipulag og aga á nýjan leik og, þeir sjá best fram á það ástand með skjótri sameiningu. Bjarni P. Magnússon: Prófkjörið opið og lýðræðislegt Opið bréf til ritstjóra Alþýdublaðsins Ágœti Ingólfur. Við höfum báðir verið og erum enn þeirrar skoðunar að hreyfing jafnaðarmanna geti því aðeins skoðast sterkt afl að styrkur henn- ar á vinstri (róttækari) væng stjórnmálanna sé ótvíræður. Við höfum báðir verið þeirrar skoðun- ar og erum enn að þótt straumur kjósenda sé ef til vill til hægri síð- ustu mánuði þá sé nú lag til þess að sameina krafta okkar á vinstri vængnum og að til lengri tíma litið muni það skila okkur og hugsjón okkar meiri árangri ef vel tekst til en stundarsigur byggður á fölsk- um forsendum. Alþýðublaðið er með fréttaskýr- ingu um prófkjör fulltrúaráðsins og Nýs vettvangs og gerir að því skóna að Ólína Þorvarðardóttir hafi mikinn stuðning í fyrsta sætið og að baráttan um annað og þriðja sætið eigi sér stað milli mín og Kristínar Á Ólafsdóttur borgarfull- trúa. Mér finnst tónninn í grein- inni vera sá að enn séu það Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag sem takist á og svo eigi það að vera. Til áréttingar þessu tekur blaðið af skarið um það hvorn full- trúa Nýs vettvangs velja skuli í annað tveggja efstu sætanna, en þær Ólína og Kristín eru af fulltrú- um Nýs vettvangs taldar þær einu sem um það berjast. Ég hef hingað til unnið að þessu máli undir allt öðrum formerkjum og mun gera það áfram. Ég hef lit- ið svo á að samstarf okkar borgar- fulltrúanna væri ávísun á að mál- efnastaða okkar væri sú sama og það væri mikilvægast í umtalinu um samfylkingu lýðræðisafla í borginni. Samvinna okkar hefur og verið notuð sem forsenda fyrir öllu tali um samfylkingu. Það eru tvö ár frá því að við í minnihlutanum fórum að ræða um sameiginlegt framboð og hvað oft hef ég rætt það við Kristínu Á. Ólafsdóttur. Hún var lengi vel á varðbergi vegna kröfu minnar um prófkjör, taldi að Atþýðuflokkur- inn hefði þar forskot vegna reynslu sinnar í prófkjöri og því væri ekki um samstarf á jafnréttis- grundvelli að ræða. Eins og ég gat um hér að framan er það og verður kappsmál mitt með þessu framboði að sýna fólki að við í Alþýðuflokknum og í Al- þýðubandalagi getum unnið af heilindum saman og það sé vísasti vegurinn til þess að mynda sterkt afl jafnaðarmanna. Ég felli mig ekki við tóninn í fréttaskýringa- greininni og vil að það komi skýrt fram að í opnu prófkjöri er verið að leita til kjósenda og þeir beðnir um að raða á lista vegna þess að flokksforystan vill framselja það vald til fólksins. Ef blaðið ætlar að gefa þá mynd að fyrirfram sé búið að ráða niðurstöðum prófkjörsins þá er víst að verr er af stað farið en heima setið. Vel má vera að slíkur sé vilji einhverra en af minni hálfu er ekki svo og hef ég ekki tekið þátt i neinu slíku. Ég hef sagt Kristínu Á. Ólafs- dóttur að mér finnst að við ættum að gefa kost á okkur í fyrsta sæti og sjá hver vilji kjósenda er, jafn- f ramt tjáði ég henni að mér fyndist rétt að við sem borgarfulltrúar mismunandi afla skipuðum efstu sætin og gerðum okkar til þess að svo færi i þeim eina tilgangi að fylkja mismunandi öflum um framboðið. Þessa skoðun mína hef ég tjáð Ólínu Þorvarðardóttur og gerði það áður en hún tók ákvörð- un um framboð. Það er til litils að boða opið próf- kjör ef menn setja sér það mark- mið að fá sem fæsta til þess að taka þátt til þess eins að möndlararnir nái sínu fram, opið prófkjör er til þess að fá fram vilja fólksins, beita lýðræðislegri aðferð. Eitt er það víst að ég gef kost á mér í fyrsta sæti í prófkjörinu og þá í þeim til- gangi að fulltrúi Alþýðuflokksins hljóti það sæti og mun leita til fólks og biðja það um stuðning við þá ætlun mína óháð því hvort flokkstoppar hafi samið um eitt- hvað annað því að slíku samkomu- lagi er ég ekki aðili. Prófkjörið á að vera opið og lýð- ræðislegt það er a.m.k. minn vilji og vonandi sem flestra annarra. Bjarni P. Magnússon, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins Athugasemd ritstjóra Fréttaskýringum Alþýðublaðs- ins er m.a. ætlað að kafa undir yf- irborðið og gefa lesendum blaðs- ins innsýn í það sem gerist bak við tjöldin. Við vinnslu fréttaskýringa er þess gætt að traustar heimildir séu að því sem þar kemur fram. Stefna blaðsins er ekki túlkuð í fréttaskýringum heldur í forystu- greinum. Ingólfur Margeirsson, ritstjóri Alþýðublaðsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.