Alþýðublaðið - 21.03.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.03.1990, Blaðsíða 6
éttit í statta máli Fréttir í statta máti Fréttir í stuttu máli Miðvikudagur 21. mars 1990 Hvaða leikreglur gilda? „Abyrgð framleiðenda og ann- arra sem nálægt matvælafram- leiðslu koma er mikil og að sjálf- sögðu er neytendum umhugað um að tryggt sé að matvæli séu örugg til neyslu. Hlutverk opinberra eftirlits- aðila er að fylgjast með að settum reglum sé fylgt. Umfjöllun í fjölmiðl- um verður að vera á faglegum grunni og mikilvægt er að fjölmiðl- ar geri sér grein fyrir ábyrgð sinni og viðhafi vönduð vinnubrögð," seg- ir í boðsbréfi Félags íslenskra iðn- rekenda vegna ráðstefnu félagsins næstkomandi þriðjudag, en þar verður fjallað um öryggi matvæla, eftirlit og aðgerðir opinberra aðila og samskipti fyrirtækja, fjölmiðla og eftirlitsaðila. Tilgangur ráðstefn- unnar er að efla tengsl þessara að- ila. Vesturbæjarútibú Landsbankans flytur Landsbankinn hefur um áratuga skeið rekið Vesturbæjarútibú sitt innan veggja Háskólabíós. Á mánu- daginn flutti útibúið, en ekki langt, það er nú í austurhluta bíóhússins, nýbyggingunn'- Bankinn fær þar betri aðstöðu en fyrr og eykur þjón- ustu sína, m.a. verður hraðbanka komið fyrir í anddyrinu. Jón Júlíus Sigurðsson, útibússtjóri segir að í útibúinu séu nú nær 10 þúsund reikningar í viðskiptum. Hjá útibú- inu starfa 18 manns, hefur fækkað talsvert á síðari árum með tölvu- tækninni. Frægur sellóleikari hjá Sinfóníunni Á fimmtudagskvöld eru elleftu áskriftartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói. Á tón- leikunum er finnski sellóleikarinn Arot Noras einleikari, en hann er um fimmtugt og hefur leikið á hljóð- færi sitt frá 5 ára aldri og er í hópi frægustu sellóleikara heims. Á tón- leikunum verða flutt verk eftir landa Noras, Jean Sibelius, — einnig eftir Haydn, Sallinen og Ravel. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari. + Útför tengdamóður minnar, Guðrúnar Valdimarsdóttur, fyrrverandi Ijósmóður, Dalbraut 27, fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 22. mars kl. 13.30. Að ósk hinnar látnu eru blóm afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hennar eru beðnir að láta Slysavarnafélag Islands njóta þess. Fyrir hönd systkina hennar, sonarbarna og fjölskyldna þeirra. Christina Kjartansson. Agnes Jónsdóttir gjaldkeri afgreiðír einn fyrsta viðskiptavininn sem kom í Vesturbæjarútibúið á mánudagsmorguninn. RAÐAUGLÝSINGAR Menntamálaráðuneytið Styrkur til háskólanáms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslend- ingi til háskólanáms í Japan háskólaárið 1991—92 en til greina kemur að styrktímabil verði framlengt til 1993. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskóla- prófi eða sé kominri nokkuð áleiðis í háskólanámi. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. — Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskírteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls- götu 4,150 Reykjavík, fyrir 30. maí n.k. Sérstök um- sóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Norrænir starfsmenntunarstyrkir. Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Nor- egs og Svíþjóðar veita á námsárinu 1990—91 nokkra styrki handa íslendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskólum eða framhaldsnáms iðnskólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á íslandi. Fjárhæð styrks í Danmörku er 15.500 d.kr., í Finn- landi 24.000 mörk, í Noregi 21.200 n.kr. og í Svíþjóð 10.000 s.kr. miðað við styrk til heils árs. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 25. apríl n.k. og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmæl- um. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 13. mars 1990. FRÍKIRKJUSÖFNUÐURINN í REYKJAVÍK AÐALFUNDUR safnaðarins verður haldinn í Fríkirkjunni laugardag- inn 24. mars og hefst hann kl. 13:30. Venjuleg aðalfundarstörf, tillögur til lagabreytinga og önnur mál. (Sjá nánar í Fréttabréfi.) Stjórnin Menntamálaráðuneytið Lausarstöður við Háskólann á Akureyri Við Háskólann á Akureyri eru lausar til umsóknar eftirtaldar lektorsstöður: 1) Við heilbrigðisdeild tvær lektorsstöður í hjúkr- unarfræði. 2) Við rekstrardeild lektorsstaða í þjóðhagfræði. 3) Við sjávarútvegsdeild lektorsstaða í efnafræði og lektorsstaða í lífefna- og örverufræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Sölvhóli, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 17. apríl n.k. Menntamálaráðuneytið 15. mars 1990 RARIK RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Utboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir- farandi: RARIK-90003: Dreifispennar, 31,5 — 2000 kVA. Opnunardagur: Fimmtudagur 26. apríl 1990 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna rík- isins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunar- tíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstödd- um þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með miðvikudegi 21. mars 1990 og kosta kr. 500,- hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík. Kjörskrá til borgarstjórnarkosninga, er fram eiga að fara 26. maí n.k., liggur frammi almenningi til sýnis í Mann- talsskrifstofu Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, 2. hæð, alla virka daga frá 25. mars til 22. apríl n.k., þó ekki á laugardögum. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrif- stofu borgarstjóra eigi síðar en 11. maí n.k. Menn eru hvattir til að kynna sér, hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Reykjavík, 20. mars 1990 Borgarstjórinn í Reykjavík VEGHEFLAR Tilboð óskast í 8 veghefla fyrir Vegagerð ríkisins. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Borgar- túni 7, Reykjavík. Tilboð skulu berast á sama stað fyrir kl. 11.00 f.h. þann 25. apríl 1990 merkt: „Útboð 3565/90" þar sem þau verða opnuð í viðurvist við- staddra bjóðenda. IIMiMKAUPASTOHMUN RÍKISIIMS BORGARTUNI 7 105 r.C'. KJAVIK_ Alþýðuflokkskonur Kópavogi Hittumst og ræðum málin fimmtudagskvöldið 22. mars nk. kl. 20.30 að Hamraborg 14a.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.