Alþýðublaðið - 24.03.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.03.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. mars 1990 3 Hi/er er hann eiginlega? Sigurdur Helgason eldri, stjórnarformaöur Flugleiöa hf. HUGMYNDASMIÐUR 0G KLÓKUR FJÁRAFLAMAÐUR — en vantar þetta mannlega Flugleiöir hf. er fyrirtæki meö vandamál, — peninga- vandamál. Það er ekkert nýtt í fluginu. Allar götur frá því á þriðja áratug aldarinnar, þegar fariö var aö huga aö flugi sem samgöngubót hafa fjárhagsvandræöin verið fylgifisk- ur. Nánast hver einasti aðili sem sinnt hefur flugmálum hef- ur ratað í miklar mannraunir í peningamálum. Flugleiöa- menn þekkja vel þessi vandamál, félagiö hefur rambað á barmi gjaldþrots, en tókst að leiðrétta stefnuna á ný. í dag þykir mörgum í viöskiptalífinu aö svartir tímar séu fram- undan í rekstri fyrirtækisins. Framundan séu stórfelldar björgunaraögerðir, og aö ríkissjóöur muni þurfa að koma enn á ný til hjálpar okkar stærsta flugfélagi. AtvinnuflugSciga íslendinga er 63 ára gömul, hófst 1927. Einn þeirra íslendinga sem hvað lengst hefur starfað að flugmálum okkar er Sigurður Ólafur Helgason, í daglegu tali kallaður Sigurður eldri, til aðgreiningar frá nafna sínum, forstjóra Flugleiða. Kynntist Loftleiðum á bernskuárum félagsins Sigurður var aðeins 22 ára þeg- ar hann hélt til New York árið 1944, undir lok stríðsins. Tilgang- urinn með siglingunni vestur á þessum válegu tímum var að nema viðskiptafræði eða Business Administration, eins og það heitir á ensku, við hinn virta Colombia háskóla í New York. Auk þess að stunda námið af kappi, annaðist Sigurður fyrirgreiðslu fyrir mörg fyrirtæki á íslandi, m.a. fyrir Loft- leiðamenn. Að námi loknu 1948 hélt Sigurð- ur heim til íslands og gerðist for-j. stjóri tveggja stórra fyrirtækja, Orku hf. og Steypustöðvarinnar hf., fyrirtækja í eigu Valfells-ættar- innar, sem var og er ætt mikils auðs. Sigurður er frændi þeirra Valfellsa, í föðurætt að rekja vest- ur á Mýrar. Innan fjölskyldunnar ríkir mikil eindrægni og Sveinn Valfells sá strax að í hinum unga frænda var mikill töggur. Hann þurfti því ekki að leita út fyrir frændgarðinnn eftir góðum for- stjóra. Vildi reyna fyrir sér i alþjóðlegum viðskiptum Steypustöðin var í raun framúr- stefnufyrirtæki, fyrsta steypustöð Evrópu og er elst slíkra fyrirtækja í okkar heimsálfu. Orka var aftur á móti umsvifamikið í innflutningi bíla og véla ýmisskonar. Einhver hefði látið þessar vegtyilur nægja, og eflaust hefur Sigurður í fyrstu talið að í störfum fyrir slík stórfyr- irtæki lægi framtíð hans og starfs- kraftar. En svo varð ekki. Sigurður var áður en hann vissi upp fyrir haus af vandamálum Loftleiða hf., ungs fyrirtækis í flugrekstri, sem fæstir höfðu mikla trú á. Sigurður starfaði við steypu- framleiðslu og innflutning hjá áð- urnefndum fyrirtækjum um 13 ára skeið, þar til 1961 að hann lét af störfum og hélt til starfa hjá Loft- leiðum í New York þar sem hann var næstu 13 árin að hann gerðist forstjóri Flugleiða 1974. Greini- lega hefur Sigurði þó fljótlega tek- ist að leiðast þófið í viðskiptalífi Is- lendinga með innflutningstálmun- um og gjaldeyrishöftum. Því var það haustið 1952 að hann hleypti heimdraganum og hélt aftur til New York og hugðist kanna mögu- leika á að komast í alþjóðleg við- skipti. Loftleiðabréfin keypt yfir borðið Á þessum tíma voru Loftleiða- menn í fjárhagsvandræðum og gátu með engu móti selt hlutabréf upp á 700 þúsund krónur í fyrir- tækinu, en 1,3 milljónir hafði tek- ist að selja af nýju hlutafjárútboði félagsins. Hitti Sigurður forráða- menn Loftleiða af og til og frétti af öllum hræringum í flugmálum ís- lands, en þar vildu Flugfélags- menn fyrir alla muni koma keppi- naut sínum fyrir kattarnef. Sigurð- ur var greinilega strax „veikur fyr- ir‘ hinni spennandi flugmálastarf- semi. Hann settist niður í bóka- safni síns gamla háskóla og tók að lesa sér til um alþjóðlegan fyrir- tækjarekstur, og þá einkum það sem til var um flugrekstur. Ekki leið á löngu þar til Sigurð- ur, þá kominn heim til íslands að nýju og tekinn til við fyrri störf, keypti hlutabréfin í Loftleiðum, sem afgangs voru, á einu bretti yf- ir afgreiðsluborðið. Varð af þess- um kaupum hið mesta hitamál. Flugfélagsmenn sem komnir voru með fótinn inn fyrir dyrnar brugð- ust ókvæða við, kærðu gjaldkera félagsins, sem varð að dúsa í svart- holinu eina nótt. Urðu af þessu málaferli sem gengu gjaldkera Loftleiða og „byltingarmönnum" innan félagsins í hag. Einn þessara byltingarmanna var að sjálfsögðu Sigurður Helgason. Arkitekt aö innanhúss-„byltingu"__________ Hlutabréfakaup þessi voru auð- vitað gerð fyrir fé Sveins Valfells og blómlegra fyrirtækja hans, sem án efa bjargaði hinu unga flugfé- lagi á örlagastundu. Sú fjárfesting hefur án efa verið viturleg, — nokkrum árum síðar var hafið svokallað Loftleiðaævintýri, langt tímabil meiri velgengni en nokk- urt íslenskt fyrirtæki hefur upplif- að. Fyrirtækið græddi á tá og fingri og virtist nánast ekkert ómögulegt. Sigurður Helgason varð stjórn- armaður í Loftleiðum út á hluta- bréfaeign þeirra Orku/Steypu- stöðvarmanna, fyrst í byltingar- stjórninni 1953. Án efa hefur Sig- urður lagt margt til ráðanna við þessa byltingu innan fyrirtækisins, og verið arkitekt að henni ásamt Kristjáni Guðlaugssyni, lögmanni og ritstjóra Vísis. Hugmyndasmiður í New York Það var þó ekki fyrr en 1961, átta árum eftir byltinguna, að Sig- urður lét af störfum sínum við Orku og Steypustöðina, og tók til starfa hjá Loftleiðum hf. í New York. Sigurður var ekki mikill fjöl- miðlamatur á þessum árum. Hann vann sín störf í kyrrþey og verður ekki annað sagt en að New York-skrifstofan hafi verið í góðu lagi — einmitt þaðan spruttu mestu tekjur félagsins á þessum árum. Þaðan er líka sagt að marg- ar snjallar viðskiptahugmyndir hafi borist — úr kontór Sigurðar. Þegar Sigurður kom síðan á heimavöllinn var nafn hans og mynd meira í fjölmiðlum landsins og er hann áreiðanlega með best þekktu einstaklingum líðandi stundar. En aðeins forhliðin. Það vantar þetta mannlega Sigurður Ó. Helgason hefur aldrei hleypt fólki of nærri sér. Hann er að sögn þeirra sem hann best þekkja dugnaðarforkur, fróð- ur og vel lesinn. En það kemst enginn mjög nálægt honum. Á mannamótum er hann hnyttinn og skemmtilegur, það sem þeir fyrir „westan“ kalla executi- ve-týpu. Menn finna Sigurði það helst til foráttu að vera um of íhaldssaman á tækniframfarir, — og að hann vanti hina mannlegu hlýju. Sigurður er afskaplega yfir- vegaður í gerðum sínum og ekki verður annað sagt en að ferill hans i flugmálum sé bæði langur — og oftast nær heilladrjúgur. Vitað er að viss öfl innan Flug- leiða hf. vilja fá nýjan stjórnarfor- mann. Það tókst ekki á aðalfund- inum nú í vikunni. Sigurður situr áfram í þeim stóli a.m.k. fram á næsta vor. En einmitt á næstu misserum bíður stjórnar Flugleiða hf. að leysa marga hnúta. Við lausn vandamála mun mesta reyna á þá Sigurð Helgason og Hörð Sigurgestsson, forstjóra Eim- skips. Mun þar reyna á samstarf þeirra tveggja fyrst og fremst. Hvernig þeim tekst til við að stýra fyrirtækinu í örugga höfn fer að sjálfsögðu mikið eftir því hvernig þeir stilla saman kröftum sínum. Og þá mega menn muna að það má aldrei vanta þetta mannlega. EFTIR JÓN BIRGI PÉTURSSON

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.