Alþýðublaðið - 24.03.1990, Síða 6

Alþýðublaðið - 24.03.1990, Síða 6
6 Laugardagur 24. mars 1990 Nýtt Þýskaland í burðarliðnum Helmut Kohl kanslari Vest- ur-Þýskalands og Hans Modrow forseti Austur-Þýskalands skömmu fyrir kosningarnar í Aust- ur-Þýskalandi. Þegar er búið að setja niður tímaáætlun fyrir sam- einingu ríkjanna. Kohl leggur að sjálfsögðu áherslu á að það verði fyrir almennar kosningar í Vest- ur-Þýskalandi nk. haust. Hann lætur einskins ófreistað til að verða maðurinn sem sameinaði Þýskaland. legur styrkur verður mikilvægari. Á meðan ástandið í heiminum er þannig að stríð eru staðbundin og háð á útkjálkasvæðum er líklegt að stórveldi verði fremur skil- greint útfrá viðskiptalegu mikii- vægi heldur en fjölda eldflauga og flugmóðurskipa. „Gömlu" stór- veldin eru að sligast undan kostn- aði við hernaðaruppbygginguna og vígbúnaðarkapphlaupið, efna- hagslega glíma þau bæði við stöðnun eða hreina afturför. í raun eru þau því berskjölduð gegn sam- keppni viðskiptavélanna tveggja, Þýskalands og Japans. Allt útlit er því fyrir að þær tvær þjóðir sem töpuðu seinni heimsstyrjöldinni komi á endanum út sem pólitískir og efnahagslegir sigurvegarar kalda stríðsins. Hugmyndafræðilegt uppgjör U| Sameining þýsku ríkjanna hefur Stórveldi skapast í 45 ár hafa Þjóðverjar goldið grimmdarverka nazista í síð- ari heimsstyrjöldinni. Þjóðinni var skipt uppog bandamenn ríktu yfir Berlín eins og lénsherrar. Þessi stolta þjóð, fyrrum stórveldi, reis engu að síður upp sem efnahagslegt stór- veldi, hvarvetna töluðu menn um hið þýska efnahagsundur. Þrátt fyrir það hafa Evrópubúar haft horn í síðu Þjóðverja síðan í heimsstyrjöldinni menn hafa ekki getað gleymt framferði þeirra þessi ár sem Hitler var við völd í landinu. Og þegar möguleikinn á sameiningu þýsku ríkjanna liggur á borðinu rísa þjóðir Evrópu upp á afturfæturna og hrýs hugur við því nýja þýska stórveldi sem er að myndast. Pýsku ríkin tvö renna saman í eitt. Um leid skapast nýtt stórveldi í heiminum. Stórveldi sem byggir fyrst og fremst á efnahagslegri getu en ekki hernaöarlegri. Strax og Berlínarmúrinn hrundi komu viðbrögð bæði vestan og austan við Þýskaland. Pólverjar óttuðust um landamæri ríkjanna og opinberir tcilsmenn pófsku stjórnarinnar hafa lýst því yfir að það sé betra að sameinað Pýska- land verði áfram í Atlanshafs- bandalaginu. Þannig geti það ekki orðið sjálfstætt stórveldi. Mitter- and Frakklandsforseti lýsti að vísu strax yfir því að Frakkar óttuðust ekki sameinað Þýskaland en greinilegt var samt að undir niðri var Frökkum ekki sama. Kurteis- lega orðaði franska stjórnin það þannig að Þjóðverjar „ættu að skilja áhyggjur vinveittra ná- granna." Frakkar hafa lagt áherslu á sameiningu Evrópu og sett sjálfa sig í öndvegi sem sameingarafl Evrópu. Þeir óttast að sameinað Þýskaland muni skyggja á allar aðrar þjóðir Evrópu. Genscher, ut- anríkisráðherra Vestur-Þýska- lands reyndi að róa öldurnar og sagði að Þjóðverjar vildu evrópskt Þýskland, ekki þýska Evrópu. Þýskir embættismenn hafa þó lát- ið hafa eftir sér að Þjóðverjar sjái fyrir sér ÞýskaJand sem fremst meðal jafningja í sameinaðri Evr- ópu. Það er svo margt sem hefur breyst í Evrópu síðan í haust að í raun hefur enginn yfirsýn yfir allt það sem gerst hefur, hvað þá held- ur það sem gerast kann í framtíð- inni. Um leið og Austur-Evrópu- þjóðirnar brjótast undan komm- únismanum raskast valdajafnvæg- ið í álfunni og þar með í öilum heiminum. Hin gömlu hernaðar- stórveldi líða undir lok að öllum líkindum í náinni framtíð, a.m.k. breytist hlutverk þeirra verulega. Atlanshafsbandalagið hefur lagt áherslu á breytt hlutverk sitt og ætlar sér fremur pólitíska framtíð en hernaðarlega. í þeim tilgangi er Wörner framkvæmdastjóri bandalagsins í Moskvu til við- ræðna við Sovétmenn um þessar mundir. Þar með er blað brotið í sögunni, í fyrsta skipti er frammá- maður Átlanshafsbandalagsins kominn til Moskvu í nafni banda- lagsins. Meginumræðuefnið: Sam- eining Þýskalanda Fjórveldin vilja hafa hönd í bagga með framtíð Þýskalands hernaðarlega séð, hvar landið á að vera, í Atlanshafsbandalaginu eða hlutlaust og um leið vakna ótal spurningar um valdajafnvægi. Þjóðverjar sjálfir vilja fá leyfi til að lifa sjalfstætt i fyrsta sinn í 45 ár, án íhlutunar annarra ríkja, í friði við nágranna sína og sem ein þjóð. Stórveldi í nýrri merkingu Sameiningin gerir Þýskaland ekki að stórveldi í hefðbundinni túlkun eftirstríðsáranna á orðinu. týskaland er ekki nægilega stórt, fólksfjöldinn er ekki nægur, til að verða stórveidi í hefðbundinni merkingu skortir Þýskaland kaf- bátaflota og kjarnorkuvígbúnað til að verða jafnokar Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. En það sem mestu máli skiptir í þessu samhengi: Síðan í seinni heims- styrjöldinni hafa Þjóðverjar ekki haft neitt alþjóðlegt hlutverk, eng- ar alþjóðlegar skyldur, í raun hafa þeir haft það eitt að markmiði að hagnast. Átburðarás undanfarins árs hef- ur hinsvegar leitt í ljós að stórveld- in gegna ekki því hlutverki sem þau áður gengdu. Herstyrkur skiptir æ minna máli, efnahags- af mörgum verið lýst þannig að fyrst skuli hún framkvæmd, menn geta svo hugsað eftir á. Og óneit- anlega virðast vera milljón lausir endar hvað sameininguna varðar. Svo ekki sé talað um uppgjör við fortíðina sem hefur í raun aldrei farið fram í Þýskalandi svo nokkru nemi. „Das Vaterland," er hugtak sem öll Evrópa óttast, hugtak sem skotið hefur upp kollinum undir það síðasta og vísar beint aftur í uppgang þriðja ríkisins á fjórða áratugnum. Oft á tíðum hafa menn ekki átt- að sig á því að í Þýskalandi eru enn í gildi fjöldi laga sem sett voru á tímum nazistanna, laga sem ekki hefur verið hirt um að fella úr gildi. Samband foreldra og barna sem nú eru komin á þrítugsaldur- inn hefur verið brösótt, þvi for- eldrarnir, kynslóðin sem fædd er á árunum kringum stríðið er alin upp við aga og vinnusemi, hugtök sem yngra fólkið hefur átt erfitt með að viðurkenna sem algild. Þetta hefur skapað gjá milli kyn- slóða og mjög mismunandi við- horf sem endurspeglast sterkt í þýskri pólitík, til að mynda áhersl- um græningjanna sem eru án efa lengst komnir í umhverfismálun- um í Evrópu. Nýtt gildismat liggur að baki þeirri hreyfingu, gildismat Vestur-þýska efnahagskerfið á ærið verk fyrir höndum að endurreisa rúst- irnar sem kommúnisminn skildi eftir sig í Austur-Þýskalandi. 45 ára van- ræksla kommúnista blasir við hvarvetna, þar á meðal i Dresden nútímans. Útflutningur Sameinað Þýskaland $ 354.1 milliarður Bandarlkin $ 321.6 milljarðar Japan $ 264.9 milliarðar Sovétríkin $ 110.6 milliarðar Bílaeign m Iv 1000 ibúa Bandaríkin 572 Sameinað Þýskaland 376 Japan 235 Sovétríkin 42 Verg lands- framleiðsla Japan $ 2,570.6 milljarðar Sameinað Þýskaland $ 1,412.9 milljarðar Viðskipta- jöfnuður Japan $ 77.5 milljarðar Sameinað Þýskaland $ 73.9 milljarðar Sovétríkin $ 3.3 milljarðar Bandaríkin $ —138 miiljarðar Ólympíu- verðlaun sumar —1988 Sameinað Þýskaland 142 Sovétríkin 132 Bandaríkin 94 Japan 14

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.