Alþýðublaðið - 24.03.1990, Síða 9

Alþýðublaðið - 24.03.1990, Síða 9
Laugardagur 24. mars 1990 9 Sænski blaðamaðurinn Jan Guillou sem fór í FmNGeLSI FYRIR FRÉTT — segir frá ritstörfum sínum í Norræna húsinu í dag. Kvikmyndin Coq rouge sem gerö er eftir spennuskáldsögu hans veröur frumsýnd í Háskólabíói í dag. Eftir Jón Daníelsson Sænski blaðamaðurinn, rithöf- undurinn, refsifanginn, dálkahöf- undurinn og sjónvarpsstjarnan, Jan Guillou, er í heimsókn á ís- landi og flytur fyrirlestur í Nor- ræna húsinu í Reykjavík kl. 16 í dag. Þeir sem þangað fara geta sjálfsagt mörgu fremur kviðið en að þeim muni leiðast, því maður- inn er leiftrandi persónuleiki og vel þekktur af skoðunum sínum sem hann skefur hreint ekkert ut- an af. Jan Guillou varð fyrst þekktur í heimalandi sínu þegar hann, ásamt öðrum blaðamanni, varð til þess að koma upp um njósnastofn- un sem rekin var á vegum sænska ríkisins í trássi við lög og reglur. Meðal verkefna þessarar leyni- legu leyniþjónustu var að skrá upplýsingar um sænska ríkisborg- ara sem töldust hafa „óæskilegar skoðanir.‘ Fréttin kostaði fangelsi Réttarhöldin sem fylgdu í kjöl- farið voru ekki haldin yfir leyni- þjónustumönnum, heldur blaða- mönnunum tveimur. Þeir voru ákærðir fyrir njósnir og að skaða „öryggi ríkisins" og voru dæmdir í fangelsi. Slíkur dómur er eins- dæmi í réttarríkinu Svíþjóð og þetta er eina dæmið á þessari öld um að sænskir blaðamenn hafi verið látnir sæta refsivist fyrir skrif sín. Hluta áranna 1973 og 74 eyddi Guillou bak við rimlana en hélt síðan ótrauður áfram í blaða- mennsku. 1981 færði hann sig um set og settist framan við sjónvarps- myndavélina, þegar hann tók við stjórn vinsæls fréttaskýringaþátt- ar í sænska sjónvarpinu. Magazi- net hét þátturinn og vinsældir hans, sem raunar voru talsverðar fyrir, jukust um allan helming þeg- ar Jan Guillou tók við honum. Brennuvargurinn sem komst ekki á staðinn Nú var röðin komin að öðru frægðarverki fréttamannsins Jan Guillou. Að þessu sinni sneri hann sér að sænska réttarkerfinu. Mað- ur að nafni Keith Cederholm hafði verið dæmdur í fangelsi fyrir íkveikju. Jan Guillou tók mál hans upp í þætti sínum og rakti gang þess. Honum tókst að sanna að Cederholm hefði ekki með nokkru móti getað verið staddur á brunastað á þeim tíma sem kveikt var í. Mál Cederholms var tekið fyrir aftur og hann var sýknaður árið 1984. í þætti sínum spurði Jan Guillou: „Skyldu fleiri saklausir menn sitja í sænskum fangelsum.' Jan Guillou hafði þegar fyrir Einn hinna traustu félagshyggju- manna okkar tíma, Haraldur G. Júlíusson á Stokkseyri, er fallinn frá og verður til moldar borinn frá Stokkseyrarkirkju í dag. Haraldur Gísli Júlíusson var fæddur 23. apríl 1907 á bænum Borg á mörkum Eyrarbakkahrepps og Stokkseyr- arhrepps, en ól allan aldur sinn á Stokkseyri. Hann kvæntist 28. febrúar árið 1942 Guðríði Sigurð- ardóttur frá Miklaholtshelli í Flóa, og bjuggu þau síðan í Sjólyst á Stokkseyri. Guðríður lézt á árinu 1988, og eftir það bjó hann þar einn. En marga helgina sumar sem vetur munu dæturnar hafa komið með fjölskyldum sínum í heimsókn. Haraldur og Guðríður eignuðust 1980 skapað sér nafn sem stjörnu- blaðamaður enda kom fljótlega í ljós að njónamálið var engin tilvilj- un og hann þurfti hreint ekki á því að halda að lifa á fornri frægð. Minning Sjólyst á Stokkseyri Hann skrifaði á þessum árum tals- vert af pistlum í ýmis blöð og gagnrýndi ýmis atriði sænska vel- ferðarsamfélagsins af nánast ótrú- legu vægðarleysi. Margir urðu sár- þrjár dætur. Eina þeirra, Ástu Júlíu, misstu þau 11 ára gamla, en hinar eru Edda Karen, gift Baldri Gunnarssyni og eru þau búsett í Hafnarfirði, og Ragnheiður, gift Birni Eggerti Haraldssyni, sem bú- sett eru í Kópavogi. Guðríður hafði áður eignast dóttur, Hjördísi Ingvarsdóttur. „Þéttur á velli og þéttur í !und“, er fyrsta lýsingin, er í hugann kemur, þegar rifjuð eru upp góð kynni af Haraldi Júlíussyni. Hann var í hópi þeirra manna, sem borið hafa uppi framfaratímabil okkar aldar með störfum sínum til sjós og lands. Frá ungaaldri gekk hann til þeirra starfa, er til féllu á Stokks- eyri. Hann var um skeið verkstjóri í vegavinnu víða um hérað, starf- aði við fiskvinnslu og var landfor- ir af spjótalögum hans og hann hefur alla tíð verið umdeildur. Jan Guillou er ekki einn af þeim mönnum sem fólki er sama um. Það er hægt að hrífast af honum maður sem kallað var með Böðv- ari Tómassyni útgerðarmanni í Garði, var fangavörður á Litla- Hrauni í nokkur ár, á tímabili var hann að finna í Pípu- og steina- gerð Stokkseyrar, en lengst af á síðari árum vann hann í netagerð. Haraldur deildi kjörum með öðru alþýðufólki í strandþorpun- um sunnanlands, en bjó vel að sínu. Félagshyggjan mun hafa ver- ið Haraldi í blóð borin. Hann fylgdist afarvel með því, er fram fór í þjóðfélagsmálum, var einlæg- ur jafnaðarmaður og var í áratugi umboðsmaður Alþýðublaðsins á Stokkseyri. Jafncm sá hann um Sjómanndagsblaðið og var gjald- keri Slysavarnadeildarinnar Drafnar á Stokkseyri. Var hann heiðraður fyrir þau störf, er hann hafði verið gjaldkeri deildarinnar í 25 ár. Þá hafði Haraldur umsjón með Þuríðarbúð og hafði ánægju af að sýna hana ferðafólki og gest- um, sem hana leituðu uppi. Hann var í sóknarnefnd Stokks- eyrarkirkju, sá um kirkjugarðinn og lét sér annt um umhirðu hans og um kirkjuna. Hann var lengi hringjari og söng í kirkjukórnum. Hugðarmálum sínum sinnti hann eða hata hann. Þar er enginn milli- vegur. ísraelskur launmorðingi eða aftökusveit________________ Um þetta veit Jan Guillou mæta- vel sjálfur. Hann var einhverju sinni spurður að því í blaðaviðtali hvað starfið hefði gefið honum og hann svaraði stutt og laggott: „Frægð og fjandmenn." í sama viðtali er hann spurður um afstöð- una til dauðans. Svar: „Ég hef aldrei ímyndað mér dauða minn öðru vísi en í sambandi við of- beldi. ísraelskur launmorð'ingi eða aftökusveit eftir að Svíþjóð væri tekin herskildi, eitthvað á þennan veg. Það sem ég hugsa um í þessu sambandi er að halda mannlegri reisn cúlt til enda. Ekki öskra, ekki biðjast miskunnar og ekki binda fyrir augun, takk.“ Sá maður sem þannig talar, veit að hann er hataður. Kannski má sega að frægðarsól Guillous hafi risið fullhátt því hann lítur nú orðið svo á að sér sé ekki lengur fært að starfa sem blaða- maður. Það hefði þó verið ólíkt honum að setjast í helgan stein. í staðinn fór hann að skrifa spennu- sögur og þessi nýja atvinnugrein virðist síst ætla að verða eftirbátur hinnar fyrri hvað það varðar að afla höfundinum frægðar. Að þessu sinni fylgja peningar með frægðinni því sölutölur bóka hans reiknast í hundruðum þúsunda. Njósnari af aðalsaettum________ Það er eiginlega spennusagna- höfundurinn Jan Guillou sem nú heimsækir ísland. Tilefni komu hans hingað er nefnileg kynning á sænskum bókmenntum í Nor- ræna húsinu. Hákan Jansson kynnir sænskar bækur frá síðasta ári og Jan Guillou segir frá ritstörf- um sínum og les úr verkum sínum. í dag hefjast líka í Háskólabíói sýn- ingar á sænsku kvikmyndinni, Coq rouge, sem gerð er eftir fyrstu spennusögu hans. Heiti myndar- innar (og bókarinnar) er dulnefni aðalsöguhetjunnar, njósnarans sem í raun heitir ekki óvirðulegra nafni en Carl Gustav Gilbert Ham- ilton. Hamilton ættin er reyndar þekkt aðalsætt í Svíþjóð og að sögn Jan Guillou er Carl Gustaf einmitt algengasta karlmanns- heitið í ættinni. Auk þess að nota velþekkt nafn á aðalsöguhetjuna tengir Guillou atburði frásagnar- innar við atburði raunveruleikans á hverjum tíma og nær þannig að flytja skáldsöguna nær lesandan- um og daglegu lífi hans. af miklum metnaði. Haraldur var kunnugur örnefnum og glöggur á kennileiti á Stokkseyri og var leit- að til hans í þeim efnum. Mun hann allt til hins síðasta hafa miðl- að af þeim fróðleik sínum síðari tímum til varðveizlu. Það hefur verið gæfa okkar þjóðar að eiga hóp traustra manna af þeirri kyn- slóð, sem oft er kennd við aida- mótin. Manna, sem höfðu trú á landið og létu sér annt um byggð- arlag sitt. Haraldur var mikill Stokkseyringur, en talaði oft um sameiginlega framtíð sunnlenzku þorpanna og benti af raunsæi á þá möguleika, sem hann sá opnast með samtengingu byggðanna með brú á Ölfusárósi. Ófáar munu líka ferðir hans til að fylgjast með framvindu framkvæmdanna við brúarsmíðina þar. Fyrir utan félagsmálaáhugann er fyrst og fremst ánægjulegt að minnast Haraldar Júlíussonar fyr- ir þá eiginleika, sem einkenndu hann mest, þá festu og óbilandi trú, er hann hann hafði á framfarir og þann málstað, sem hann ungur tileinkaði sér. Blessuð sé minning hans. LJnnar Stefánsson. Haraldur Júliusson

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.