Alþýðublaðið - 30.03.1990, Síða 4

Alþýðublaðið - 30.03.1990, Síða 4
4 Föstudagur 30. mars 1990 UMRÆÐA Landgræðsla eða skógrækl Mér var heldur betur brugöiö er ég sá í fjölmiöl- um að heill hópur virtustu rithöfunda, skálda, lista- manna og fræöimanna þjóðarinnar ætluöu að leggja fram efni í bók (YRKJU) og á sá ágóöi af henni aö renna til kaupa á trjáplöntum til gróöursetn- ingar af grunnskólanem- endum svo og aö hlúa að AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1980-1. fl. 15.04.90-15.04.91 kr. 2.598,14 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, mars 1990 SEÐLABANKIÍSLANDS DAGUR JARDAR 22. APRlL Móðir jörð á undir högg að sælq'a Áttþú góða hugmynd sem getur nýst henni? Umhverfisvernd skiptir meira máli nú en nokkru sinni fyrr. Ef maðurinn heldur áfram að misnota jörðina mun hann á endanum gera hana óbyggilega. Við þurfum að snúa vörn í sókn - með sameiginlegu átaki. Til þess þarf góðar hugmyndir. Því hefur umhverfismálaráð Reykjavíkurborgar ákveðið að setja á stofn hugmyndabanka vegna „DAGS JARÐAR“, alþjóðlegs umhverfisvemdardags 22. apríl næstkomandi. Þar gefst borgarbúum tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sínum, tillögum og ábendingum um úrbætur sem geta orðið til að bæta umhverfi okkar. Með hugmyndabankanum vill umhverfismálaráð Reykjavíkur kalla á jákvæðar og framsýnar hugmyndir um úrbætur í nánasta umhverfi borgarbúa. Umhverfismálaráð mun fara ítarlega yfir allar tillögur sem skilað verður í hugmyndabankann og hrinda í framkvæmd eftir því sem kostur er og nánar verður ákveðið. Hugmyndum og tillögum skal skila fyrir 22. apríl merktum: Dagur jarðar Hugmyndabanki Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. UMHVERFISMÁLARÁÐ REYKJAVÍKUR gróöri og lífi. Þetta er allt gott og gilt, nema aö Landgræðslu ríkisins er hvergi getið. Ég hef verið áhugamaður um landgræðslu um árafjölda og hef hrifist af fyrrum landgræðslu- stjóra Páli Sveinssyni og núver- andi landgræðslustjóra Sveini Runólfssyni, fyrir þeirra miklu starfa að landgræðslumálum þrátt fyrir naumt skammtað fé. Nægir þar að nefna alla þá sanda í Rang- árvallasýslu er ræktaðir hafa verið upp fyrir forgöngu landgræðsl- unnar. Þetta framlag til okkar lands hefur verið svo mikið á und- anförnum árum að undrun sætir, en virðist samt ekki njóta sann- mælis, hvorki af almenningi né hinu háa Alþingi, sem ekki hefur veitt nægilegt fé til þessara góðu mála. Nægir þar að minna á að við eigum nú flugvél sem getur dreift áburði og fræi í miklum mæli en er illa nýtt. Þarna þarf að gera stór- átak og þætti mér sem leikmanni ekki útilokað að minnsta kosti helmingur af ágóða YRKJU færi til landgræðslunnar til uppgræðslu. Flugmenn Flugleiða eiga sérstak- ar þakkir skilið fyrir þeirra fram- lag með því að fljúga flugvélinni til áburðar og frædreifingar endur- gjaldslaust. Ég er handviss um að þeir væru til umræðu til frekari starfa að þessum málum. Draumur minn um áraraðir hef- ur verið sá að hið háa Alþingi taki á sínum stóra og sameini skóg- rækt og landgræðslu í eitt undir stjórn landgræðslustjóra (Hall- ormsstaður gæti orðið útibú frá Gunnarsholti) því þannig mætti nýta fjármuni betur í alla staði og gera allt landgræðslustarf mark- vissara. Skógræktarmenn hafa svo tröll- riðið þjóðinni í fjölmiðlum og á mannamótum undanfarin ár, að það virðist sem landsmenn telji það einu og sönnu landgræðslu. Þessu hugarfari verður að breyta og sýna þjóðinni að fyrst og fremst verður að græða landið upp með áburðar og frægjöfum. Vona ég að þessi skrif mín verði „Skógræktarmenn hafa svo tröll- riðið þjóðinni í fjölmiðlum og á mannamótum undanfarin ár, að það virðist sem landsmenn telji það hina einu og sönnu land- græðslu. Þessu hugarfari verður að breyta," segir Björn Stefánsson m.a. í umræðugrein sinni. til þess að forráðamenn YRKJU sjái sér fært að færa þjóðinni fé í landgræðslu, svo og að hið háa Al- þingi sameini skógrækt og land- græðslu, jafnframt því að auka fé til hennar. (Höfundur er fyrrverandi skrifstofu- stjóri) Björn Stefánsson skrifar Fiskvmnslufólk mótfallið kvótasölu „Fiskvinnslufólk er mótfallið hverskonar sölu ó aflakvóta skipa eins og fram hefur komið í athugasemdum fulltrúa VMSÍ í nefnd um stjórn fiskveiða. Fund- urinn felst á að heimilt sé að flytja aflaheimildir milli skipa sömu útgerðar og milli skipa innan sama byggðarlags", segir í ályktun sem gerð var á fundi deildar verkafólks í fiskvinnslu innan Verkamannasambands ís- lands um síðustu helgi. í ályktuninni segir ennfremur: „Jafnframt fellst fundurinn á að heimilt sé að skipta á veiðiheimild- um einstakra tegunda, enda sé um jöfn skipti að ræða. Að öðru leyti verði sala aflaheimilda bönnuð. Verði hinsvegar leyfð sala á afla- kvóta í andstöðu við álit fundarins, krefst hann þess að viðkomandi stéttarfélög og sveitarstjórnir verði umsagnaraðilar um söluna áður en heimild til flutninga er gefin". Á fundinum var tilkomu Aflamiðl- unar fagnað, með henni verði fisk- vinnslustöðvum í landi tryggt hrá- efni, — og útflutningi stýrt á þann veg að ekki skapist offramboð á mörkuðum erlendis. Blaðamenn mótmæla Stjórn Blaðamannafélags ís- lands hefur lýst yfir fyllstu van- þóknun sinni á þeirri ákvörðun írakskra yfirvalda að taka blaða- manninn Farazad Basoft af lífi. „Þetta óhæfuverk er á fulla ábyrgð stjórnvalda í írak, sem hafa verið upplýst af pyntingum og morðum á minnihlutahópum og stjórnarandstæðingum heima fyrir. Jafnvel ungabörnum er misþyrmt og þau myrt, samkvæmt nýlegum skýrslum frá Amnesty Internation- al“, segir m.a. í ályktun stjórnar Blaðamannafélagsins. Er bent á þá miklu hættu sem fréttamenn leggja sig í oft og einatt þegar þeir afla frétta í ríkjum eins og Irak. Alþjóða blaðamannasam- bandið hefur upplýst að nær tveir tugir blaða- og fréttamanna hafi ver- ið myrtir við störf sín á síðasta ári. Leiðrétting í fréttaskýringu á miðvikudaginn um vinnudeiluna í Straumsvík, varð sá ruglingur að Jakob Möller, starfs- mannastjóri álversins, var í síðari hluta greinarinnar kallaður Jóhann Möller. Lesendur og ekki síður Jak- ob og Jóhann Möller eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.