Alþýðublaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 2
2 flhlllllilflllll Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 75 kr. eintakiö. SAMSTAÐA UM MIKILVÆG MÁL I dag koma sveitarstjórnarfull- trúar, frambjóðendur Alþýðu- flokks og flokksstjórn saman til fundar í Reykjavík til að ræða stöðu mála vegna sveitarstjórn- arkosninga, sem eru framund- an. Nokkrar hræringar hafa átt sér stað í framboðum. Nú fylkir Alþýðuflokksfólk víða með öðr- um undir merkjum jafnaðar- stefnunnar eða jafnvel í enn víð- tækara samfloti. í höfuðstað landsins hefur tekist samvinna með öflum sem hafa á seinni misserum getað starfað saman í borgarstjórn eða í einstökum málaflokkum, svo sem í hús- næðismálum. Víða annars stað- ar stendur Alþýðuflokkurinn að framboðslista með öðrum stjórnmálasamtökum. Vígi Alþýðuflokksins er ákaf- lega misjafnt eftir sveitarfélög- um. Á Reykjanesi eru styrkustu stoðirnar í sveitarstjórnarmál- um. Nægir að nefna Hafnar- fjörð, þar sem skoðanakannanir benda jafnvel til að flokkurinn nái hreinum meirihluta. Staða Alþýðuflokks á slíkum stöðum gefur ótvírætt til kynna að jafn- aðarstefnan eigi upp á pallborð- ið hjá þorra þjóðarinnar. Pví miður hefur nokkurs minni- máttar gætt í flokknum og stuðningur flokksins sjálfs á landsvísu ekki verið nógu márk- viss fram að þessu. Sveitarstjórnarkosningar nú munu að nokkru leyti snúast um landsmál. Ýmsir óttast að Al- þýðuflokksfólk muni gjalda fyrir gjörðir ríkisstjórnarinnar sem ekki virðist of vinsæl meðal al- mennings sem stendur. Þrátt fyr- ir mjög sannfærandi árangur í fjármálum ríkis og þjóðar, þar sem tekið var við hálfgerðu þrotabúi eftir Framsókn og Sjálf- stæðisflokk, og eftir eitthvert mesta góðæri sem riðið hefur yfir þjóðina hin síðari ár, hefur ekki tekist að sannfæra almenn- ing um gagnsemi aðgerða. Jó- hanna Sigurðardóttir, sem farið hefur með sveitarstjórnamál í ríkisstjórninni, hefur beitt sér fyrir fjölmörgum málum sem snerta sveitarfélögin, ýmist beint eða óbeint þegar til lengri tíma er litið. Með lögum um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga sem tóku gildi 1. janúar sl., urðu þáttaskil í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Veruleg verkefni munu flytjast frá ríki til sveitarfélaga og ábyrgð þeirra síðarnefndu aukast að sama skapi. með breytingunum er vald fært heim í héruð. Sveitar- félögin munu sjá um verkefni sem sérstaklega ráðast af stað- bundnum þörfum og þekkingu á aðstæðum ásamt frumkvæði heimamanna munu leiða til skynsamlegri þjónustu. Ríkið annast hins vegar þau verkefni sem hagkvæmara er að leysa með landsheild í huga. Breyting- ar þessar taka einkum til menntamála og heilbrigðiskerf- isins. Með breyttri verkaskiptingu er sjálfstæði sveitarfélaga aukið og þau gerð óháðari ríkisvaldinu. Lög um tekjustofna sveitarfé- laga sem fylgdu í kjölfar verka- skiptingarinnar sýna ótvírætt að þetta hefur gengið eftir. Félags- málaráðherra hefur látið kanna áhrif breytinganna á rekstur 10 sveitarfélaga af mismunandi stærð, og bendir hún eindregið til þess að hagur sveitarfélaga hafi vænkast með tilkomu lag- anna. Sem dæmi má nefna að 1100 íbúa sveitarfélag hefur 20 milljóna króna meiri tekjur en áður. Af öðrum málum sem falla undir verksvið félagsmálaráð- herra og skipta verulegu máli fyrir sveitarfélögin eru breyting- arnar á húsnæðiskerfinu sem hafa verið gerðar að undan- förnu. Nægir að nefna kaup- leiguíbúðirnar, en með þeim getur fólk valið um kaup, leigu með hugsanleg kaup í huga síð- ar eða kaup á hlutareign í íbúð- inni (búsetafyrirkomulag). Vegna tíðra búferlaflutninga og mismunar á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu og á lands- byggð, hentar kaupleigukerfið einkar vel á landsbyggð. Enda er þegar nokkuð um það að sveit- arfélög og fyrirtæki hafi komið á kaupleiguíbúðum í sameiningu, til að mæta eftirspurn eftir vinnuafli, en þar sem skortur á íbúðum hefði ella komið í veg fyrir að fólk flyttist í sveitarfélag- ið. ! önnur veigamikil mál sem snerta afkomu byggðar í landinu, hafa verið á könnu ráð- Laugardagur 21. apríl 1990 herra Alþýðuflokks. Nægir að nefna tvö stórmál, sem hvort um sig eiga eftir að skipta sköpum fyrir hag fólks í landinu. Annað eru áform um stóriðju, sem flest- ir telja að best væri komið á landsbyggðinni utan Reykjavík- ursvæðisins. Álver veitir nokkur hundruð atvinnu og yrði veru- leg lyftistöng í atvinnulífi hvar sem hún yrði sett niður. Hitt málið sem veldur straumhvörf- um, þegar fram í sækir, er opnun Evrópumarkaðar með samning- um um samfellt markaðssvæði Vestur-Evrópuríkja í kjölfar samninga EFTA og EB. Þá gefast íslenskum fyrirtækjum stórkost- leg tækifæri á milljónamörkuð- um, en jafnframt er við því að búast að samruni fyrirtækja eigi sér stað á íslandi. Afleiðingarnar verða að auki að byggð mun breytast í landinu. Með aukinni samvinnu fyrirtækja þéttist byggð og kallar á betri sam- göngur, svo að sækja megi vinnu um lengri veg en nú er til- fellið. Óbeinar afleiðingar verða einnig að öllum líkingum breyt- ingar á höfuðatvinnuvegum landsbyggðar, sjávarútvegi og landbúnaði. Hér eru verk fram- undan, sem við höfum fálega sinnt. Skipulagslaust undanhald sem á sér stað í landbúnaði og sjávarútvegi er að njörvast ofan í miðaldaskipulag, þar sem fiski- miðin eru afhent fáeinum ein- staklingum til ævarandi nýting- ar. tikkert mál er eins afgerandi fyrir lífsafkomu þjóðarinnar og sjávarútvegur. Ekkert mál teng- ist heldur eins vel landsbyggð og sjávarútvegur. Það þyrfti því að vera á dagskrá allra sveitar- stjórna að loknum kosningum í vor. Nema það yrði of seint. Komi sjávarútvegsráðherra frumvarpi sínu í gegn. Þá skrif- ast reikningurinn á alþingis- menn, sem virðast ætla að af- sala þjóðinni réttinum til mestu auðæfa okkar. Bodberar illra tídinda Fjölmiðlar eru boðberar íllra tíðinda og flytja allt of sjald- an jákvæðar fréttir og nota- legar. Ég heyri stundum fréttaþul- ina segja í lok fréttatíma: „Og svo er hér ein góð frétt í lok- in . . .“ eins og cifsakandi. Þekktur rithöfundur og lengi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna segir í bókinni MOST OF ALL, THEY TAUGHT ME HAPPINESS, að hann lesi eða heyri afar sjaldan fréttir í fjölmiðlum af jákvæðu starfi SÞ. Það sé eins og fjölmiðlar viljandi stingi undir stól jákvæð- um fréttum, enda þótt daglega megi lesa góð tíðindi í fréttabréfi SÞ sem er sent út um víða veröld, til allra fjölmiðla. Höfundur spyr af hverju þær fréttir séu ekki birtar. Þessi starfsmaður SÞ og lengi sam- starfsmaður U. Thants, heitir Ro- bert Muller. Neytendur fjölmiðlanna vilja fá vondar fréttir og æsandi. Fólk ný- vaxið, lærir meira um það sem af- laga fer, um vonsku heimsins, slys og óáran hverskonar, styrjöld og manntjón í hinum ýmsu löndum. Fjölmiðlar fitna af því að breiða út óhamingjuna, segir Muller. En það sé undir hverjum og einum komið, hvort hann mengist svo, að hann þoli að lokum alls ekki að heyra eitthvað gott. í raun er enginn neyddur til að lesa eða hlusta á allan óþverrann sem ausið er yfir okkur, en það er hlutverk fjöl- miðla að segja sannleikann og sannleikurinn virðist búa í harm- inum. Robert Muller minnist á móður sína og hvernig hún hafi lesið dagblaðið sem barst heima. Hún leit aldrei í það fyrr en um kvöldið þegar hún hafði lokið heimilisstörfum og þá las hún það einkennilega; sitjandi í eldhúskróknum undir lampanum fletti hún blaðinu og svipur henn- ar sýndi fyrirlitningu, stundum undrun og efa og hún hélt því eins langt frá sér og augun leyfðu, rétt eins og það væri baneitrað. Það tók hana ekki langan tíma að fletta þessu blaði og hún las fyrir- sagnirnar sem sögðu henni inni- haldið, augun dvöldu aðeins leng- ur á andlátsfregnum og barnsfæð- ingum og svo loks ias hún fram- haldssögustúfinn, lagði blaðið frá sér og dæsti, tók það og vöðlaði saman og stakk því inn í glóðina í eldavélinni. Þegar sonur hennar vildi vita af hverju hún læsi blaðið á þennan hátt, svaraði hún: „Allt mitt líf, á friðar- eða stríðs- fímum, á dögum kreppu og auð- legðar, hef ég séð, að það er alltaf sama magn af vondum fréttum í blöðunum. Það virðist vera grund- vallarlögmál mannsins að vilja svoleiðis fréttir. Ég hinsvegar vil ekki láta það hafa áhrif á mig. Ég á mína fjölskyldu, mitt heimili að hugsa um. Það er það eina sem ég kann. Ég les blaðið til að vita hvort eitthvað vont sé að gerast nálægt okkur sem stefni lífi okkar í hættu. Að öðru leyti stendur mér á sama þó að veröld virðist aldrei í sátt og menn kunni ekki að njóta friðar. Það mun aldrei rigna svo öllum líki. Af hverju á égað verða óham- ingjusöm við það að lesa nákvæm- lega allar þessar vondu fréttir?" egar ég las þetta komu í hugann myndir frá þeim dögum er ég var kaupa- maður í sveit. Blöðin bárust ekki til okkar, en einn maður í dalnum fékk Moggann sendan í hálfsmán- aðar slumpum ogsafnaðist í stafla en var síðan notaður til upp- kveikju. Hádegisfréttir útvarps heyrðust ekki, því fólk var útivið að störfum og hádegisverður snæddur um tvöleytið. Kvöldfrétt- ir heyrðust ekki heldur, því menn komu seint inn og borðuðu aðal- máltíð dagsins um tíuleytið. Þá var útvarpið opið en miklu mest til að heyra veðurfregnir. Við vissum því lítið hvað var að gerast daglega í heiminum og öllum virtist vera sama, enginn stressaðist upp, allir höfðu tíma til að halla sér i heyið smástund eftir að búið var að færa á engi, tuggðu strá og skoðuðu ský ef voru á leið eitthvað annað. að er til indælt fólk sem hugsar um sálarheill sína og vill betri veröld, frið og elsku og er ekki allt kommúnistar. Þeir sem vilja herinn burt eru ekki endilega Allaballar. Það er til fólk sem er sátt við sjálft lífið, áreitirekki aðra, baktal- ar ekki, finnur til, gefur smáfugl- unum á klakann og hugsar um margt annað en skrum og fegurð- arsölu, markaðshyggju og að eiga nóg af peningum. Þetta gæti orðið fallegur heimur ef við létum það eftir okkur að gera hann það og létum í auknum mæli þá sem stjórna, finna að okk- ur er ekki sama hvernig þeir gera það. Það á ekki að þurfa kjördag til þess. Jónas Jónasson skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.