Alþýðublaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 16
ALÞÝÐUBLAÐIÐ PRESSAN FAX 82019 fll>\lllll!lflllll Laugardagur 21. apríl 1990 ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRN a 681866-83320 „Hart að liggja undir grun um þennan voðaverknað" — blóðsýni send til Englands, en nidurstada fœst ekki — tugir manna telja sig liggja undir grun í sambandi við eitt hrottalegasta nauðgun- armál sem upp hefur komið á íslandi, hið svo- kallaða Gerpluhúsmál, síðastliðið haust, voru nokkrir tugir manna teknir í blóðprufu. Síðan hefur lítið heyrst af þessu máli og eru margir þessara manna orðnir langþreyttir á að mann- orð þeirra sé ekki hreinsað. ,,Það er ansi hart að liggja undir grun um slíkan voðaverknað í þetta langan tíma," sagði einn þeirra sem teknir voru í blóð- prufu. ,,Við fórum í þetta sjálfviljugir til þess að hreinsa mannorð okkar. Þá var okkar tjáð að niður- staða myndi liggja fyrir inn- an 100 daga, en nú er sá tími löngu liðinn," sagði maðurinn. Þórir Oddsson, vararann- sóknarlögreglustjóri, vildi sem minnst um málið segja og sagði að rannsókn þess væri á viðkvæmu stigi. Hann sagði að beðiö væri niðurstöðu blóðprufanna frá Englandi en þessi að- ferð væri bæði dýr og tíma- frek. Forsaga þessa máls var sú að starfsstúlku í íþróttahúsi Gerplu við Skemmuveg í Kópavogi var nauðgað á mjög grófan hátt síðastliðið haust. Greinilegt var að til- ræðismaðurinn þekkti vel til háttu stúlkunnar því hann beið eftir henni seint um kvöld eftir að hún hafði lokið störfum i húsinu. Skömmu síðar boðaði Rannsóknarlögreglan alla þá sem voru í íþróttatímum í húsinu þetta kvöld á sinn fund og bað þá að gangast undir blóðrannsókn. Þar að auki voru nokkrir iðnaðar- menn sem höfðu unnið í húsinu teknir í blóðprufu. Sýnin voru síðan send til Englands en þar er hægt, með nýjustu aðferðum, að greina DNA-litninga í blóði og bera það saman við DNA-litninga í sæði. Með þessu vonast RLR að geta komið höndum yfir þennan misindismann en þessi aðferð hefur þegar borið árangur í nauðgunar- máli í Englandi. Íbúar vilja meira öryggi við hús sin íbúar við innanverðan Álf hólsveg í Kópavogi hafa átt viðræður við bæjaryf irvöld um úrbætur í umferðarmálum við hús sin. Þykir þeim of þung umferð fara þar um og of nærri húsunum,. þannig að oft horfi til slysa. Þama varð árekstur, og ekki í fyrsta sinn. Litlum bíl var ýtt lang- leiðina að einu húsanna, enginn varð fyrir bílnum sem betur fer. Ætlunin mun að loka enda Álfhólsvegar í framtíðinni og gera hann að rólegri húsagötu. A-mynd: E.ÓI. íbúar i Grafarvogi funda um Gufunesmúl I dag kl. 14 halda íbúasam- tök Grafarvogs opinn fund um málefni nágranna síns, Aburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi og önnur umhverf- ismál í hverfinu. Guðmundur Guðmundsson, formaður samtakanna opnar fundinn, en framsöguerindi halda Guðmundur G. Kristinsson, stjórnarmaður í samtökun- um, Davíð Oddsson.borgar- stjóri, Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra, Guð- jón Petersen, framkv.stjóri Al- mannavarna auk þess sem á fundinn mætir fulltrúi borg- arverkfræðings. Fundarstjóri verður Hákon Hákonarson, framkvæmdastjóri, íbúi í Grafarvogi. J0TUNN - NYR RISIVERÐUR TIL ÚR ÞREMUR SAMBANDS- FYRIRTÆKJUM — sœkir eftir að fá Þrjú fyrirtæki Sam- bandsins voru formlega sameinuð í gær, 20. apríl undir nafninu Jötunn. Nýja fyrirtækið yfirtekur innflutning og sölu á bíl- um, vélum, rafbúnaði og fóðri, sem Bílvangur sf., Búnaðardeild Sambands- ins og Jötunn hf. hafa ann- ast til þessa. Sigurður Arni Sigurðsson, framkvæmdastjóri Jötuns sagði megin tilganginn með stofnun fyrirtækisins vera þrenns konar. I fyrsta lagi að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri með því m.a. að sam- eina skrifstofurekstur þriggja fyrirtækja. í öðru lagi að geta með öflugri þjónustudeild veitt viðskiptamönnum enn betri þjónustu og í þriðja lagi efla markaðsstarfsemi fyrir- tækisins. Sigurður Árni sagðist bjart- sýnn á framhaldi þó síðustu ár hafi reynst fyrirtækjum Sambandsins þung í skauti. Mazda-umboðið „Breytt efnahagsástand, minni verðbólga og lækkandi vextir, skipta sköpum fyrir Sambandið eins og öll þau fyrirtæki í landinu sem eru skuldug," sagði Sigurður. Hann kvað það ekki stefnu Jötuns að fara út í að afla nýrra umboða, nær væri að hlúa betur að þeim sem fyrir- tækið hefði þegar. Það er að- eins á bílamarkaðinum sem ætlunin er að bæta við, en Jötunn er eitt af þeim fyrir- tækjum sem hafa sótt um að fá Mazda-umboðið af gjald- þrotafyrirtækinu Bílaborg. Rekstri Jötuns verður skipt i fimm megindeildir. Þær eru: Bíladeild, sem Bjarni Ólafs- son stýrir, Véladeild, sem Þor- geir Órn Elíasson stjórnar, Raftækjadeild, undir stjórn Grétars Strange, Fóðurdeild, sem Arnór Valgeirsson stýrir og Þjónustudeild, en deildar- stjóri þar er Guðbjartur Jóns- son. VEÐRIÐ í DAG Hvöss sunnan og suövest- an átt með rigningu og súld sunnanlands og vest- an en hægari vindur og þurrt að mestu norðan- lands og austan. Hiti 2 til 6 stig. Fólk Áhugamenn um leiklist geta skemmt gestum sín- um svo um munar, — það sannar áhugamannafé- lagið Hugleikur sem sýnir um þessar mundir Yndis- feröir eftir Arna Hjartar- son á Galdraloftinu í Hafnarstræti 9. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir. Árni samdi einnig tónlist við verkið. Skemmtileg innsýn í reykvíska ferða- skrifstofu. Verkið verður sýnt næst á sunnudags- kvöldið kl. 20.30. Myndin er af tveim leikendanna í hlutverkum sínum. ★ Nýráðinn framkvæmda- stjóri Söltunarfélags Dal- víkur er Finnbogi Bald- uinsson, en hann gegndi áður sömu stöðu hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarð- ar. Nýlega hafa orðið eig- endaskipti á Söltunarfé- lagi Dalvíkur en útgerð- arfélagið Samherji hf. keypti 64% í fyrirtækinu af Kaupfélagi Eyfirðinga. Á sama tíma keypti KEA hlut Dalvíkurbæjar í Út- gerðarfélagi Dalvíkur. í þessu samhengi er rétt að geta þess að Finnbogi Baldvinsson er bróðir Þorsteins Más Baldvins- sonar, framkvæmdastjóra og eins af eigendum Sam- herja. ★ Áfram með Norðurlandið og fjölskyldutengslin. Ný- lega hefur Ingi Björnsson verið ráðin framkvæmda- stjóri síldarverksmiðj- unnar í Krossanesi. Ingi gegndi áður stöðu fjár- málastjóra hjá Álafossi en tekur nú við síldarverk- smiðjunni sem reyndar brann til kaldra kola á þessum vetri. Ingi tengist þeim Samherjamönnum mjög náið þar sem eigin- kona hans er systir þeirra Finnboga og Þorsteins Más, sem getið var hér að ofan. ★

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.