Alþýðublaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 21. apríl 1990
7
Listamaðurinn Sverrir Ólafsson, menntamálaráðherra Svavar Gestsson og Guömundur Árni, bæjarstjóri Hafnfirð-
inga, lyfta glösum í (stríðum) Straumi.
,/QM loforð sem okkur voru
gefin, hafa verið efnd"
Fjölbreytt vinnuaöstaöa fyrir listamenn í Listamidstödinni Straumi
„Þaö varö okkur því ekki lítiö gleðiefni aö uppgötva að er-
indi okkar var frábærlega vel tekiö, og það sem meira er, aö
öll loforö sem okkur voru gefin hafa verið efnd. Allt sam-
starf okkar viö bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur einkennst af
heiðarleika, gagnkvæmu trausti og hvatningu sem okkur
hefur svo sannarlega ekki veitt af. Fordæmi sem er verðugt
til eftirbreytni," sagöi listamaðurinn Sverrir Ólafsson m.a.
viö opnun Listamiðstöövarinnar Straumur.
Myndlistarmenn hafa í góðri
samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og
fleiri aðila unnið að því í nokkurn
tíma að byggja upp listamiðstöð í
Straumi þar sem listamönnum gef-
ist kostur á aðstöðu til að vinna að
list sinni. Listamenn hafa oft á tíð-
um lent á hrakhólum með aðstöðu
til að vinna að list sinni, sérstak-
lega þegar sérhæfða aðstöðu
vantar eða rými fyrir listsköpun
sem krefst mikils húsrýmis. Að-
staðan í Straumi mun vissulega
bæta nokkru þar um og ef þær
hugmyndir um framtíðaruppbygg-
ingu á svæðinu verða að veruleika
sem fram hafa komið verður nán-
ast um byltingu að ræða fyrir að-
stöðu listamanna.
Listin blómstrar í Hafnarf irði
Gífurlegur áhugi fyrir þessari
vinnumiðstöð hefur þegar komið í
ljós og hafa borist fjöldi fyrir-
spurna víða að úr heiminum.
Fyrsti gestur Listamiðstöðvarinn-
ar Straums verður Magnús Kjart-
ansson listmálari sem mun hefja
vinnu sína þar þann 23. apríl í boði
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Fram
að þeim degi, þ.e. nú um helgina,
verður Listamiðstöðin Straumur
opin, almenningi til sýnis.
I Straumi er aðstaða til að hýsa
listamenn sem þar vinna en þegar
er fyrir hendi gistivinnustofa fyrir
listamenn í Hafnarborg í Hafnar-
fitði. Þriðja gistivinnustofan fyrir
erlenda og innlenda listamenn er
fyrirhuguð í Gerðinu, sem stendur
skammt frá Straumi, og hefur ÍSAL
boðist til að gera það hús upp. Þar
með verða þrjár gistivinnustofur
fyrir listamenn í Hafnarfirði.
List í miðju hafnar- og
iðnaðarhverfi
Umhverfi Listamiðstöðvarinnar
er um margt sérstætt. Það er í
fögru umhverfi Straumsvíkur þar
sem hraun og sjór falla saman í
eina órofa heild. í næsta nágrenni
eru mjög sérstæð náttúrufyrir-
brigði, ferskvatnstjarnir sem í gæt-
ir flóðs og fjöru. Þá er álverk-
smiðja hinum megin Straumsvík-
urinnar og hugsanlegt að við hina
hlið Straums rísi annað álver.
Listamiðstöðin Straumur mun í
framtíðinni væntanlega verða
sem lítil vin í miðju iðnaðarhverfi
Hafnfirðinga, nánast við fyrirhug-
aðan nýjan hafnarbakka að
Straumsvíkinni vestanverðri.
Fyrir hönd listamannanna sem
standa að Listamiðstöðinni
Straumi bauð Sverrir Ólafsson
gesti velkomna við opnunina sl.
miðvikudag og höfum við fengið
góðfúslegt leyfi Sverris að birta
ræðu hans við það tilefni og fer
hún hér á eftir: (Millifyrirsagnir
eru blaðsins)
„Góðir gestir, kæru félagar!"
Fyrir hönd stjórnar Straums býð
ég ykkur öll hjartanlega velkomin
til þessarar stóru stundar. Við fé-
lagarnir höfum stundum í gamni,
okkar á milli, kallað félagið okkar
„hugsjónafélagið Straum." En öllu
gamni fylgir nokkur alvara. Sann-
leikurinn er nefnilega sá að þegar
við lögðum upp í þetta ævintýri,
listamiðstöð í Straumi, höfðum við
lítið annað í farteskinu en hugsjón-
ina, stóra fjarlæga drauma og góð-
an ásetning."
Vanir að hlusta á fagurgala
„Með þetta fórum við á fund
Guðmundar Árna Stefánssonar,
bæjarstjóra í Hafnarfirði. Satt best
að segja erum við listamenn vanir
því að hlusta á fagurgala ráða-
manna, sem þó á tyllidögum
draga fram í dagsljósið listina, en
oftar en ekki hafa þeir svikið gefin
loforð og gert stóra drauma að
rykföllnum pappírum ofan í
skúffu.
Það varð okkur því ekki lítið
gleðiefni að uppgötva að erindi
okkar var frábærlega vel tekið, og
það sem meira er, að öll loforð
sem okkur voru gefin hafa verið
efnd. Allt samstarf okkar við bæj-
arstjórn Hafnarfjarðar hefur ein-
kennst af heiðarleika, gagn-
kvæmu trausti og hvatningu sem
Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt kynnir hugmyndir að skipulagi Listamiðstöðvarinnar. Hann leggur hönd á likan
sem sýnir hugmynd um að byggja vinnustofur úr gámum.
okkur hefur svo sannarlega ekki
veitt af. Fordæmi sem er verðugt
til eftirbreytni.
I dag ríkir gleðin í hjörtum okk-
ar Straumverja og við lítum björt-
um augum til framtíðar. Nú fögn-
um við listamiðstöð í Straumi og
það er stór stund. Eitt af stærstu
hagsmunamálum myndlistar-
manna er í höfn, baráttumál okkar
um langt árabil er orðið að veru-
leika. Stærsta skrefið hefur verið
stigið þó mikið verk sé óunnið
framundan.Við ætium okkur að
reisa hér heilt hverfi af vinnustof-
um og sérverkstæðum svo eitt-
hvað sé upptalið.
Þar má nefna: Steinhöggs-
smiðju, trésmiðju, járnsmiðju,
málmsteypu og grafíkverkstæði
svo eitthvað sé upptalið."
Gistivinnustofa í Gerðinu
„Til uppbyggingarinnar í
Straumi höfum við víða mátt leita
eftir aðstoð og mér er bæði ljúft og
skylt að þakka velunnurum okkar
þeirra stuðning. Þar ber fyrst að
nefna Bæjarstjórn Hafnarfjarðar,
með Guðmund Arna Stefánsson
bæjarstjóra fremstan í flokki því
án hans stuðnings væri þetta mál
vafalaust enn fjarlægur draumur,
en bæjarsjóður hefur af mikilli
rausn styrkt þetta málefni og gerir
vonandi lengi enn. Þá vil ég sér-
staklega nefna þau, Jónu Ósk
Guðjónsdóttur, forseta bæjar-
stjórnar, Gunnar Rafn Sigurbjörns-
son bæjarritara, Geir Gunnarsson
alþingismann og Hörð Zophanías-
son, menntamálaráðherra Svavar
Gestsson og hans starfsfólk þau
Þórunni Hafstein og Tryggva Þór-
hallsson.
Fjölmörg fyrirtæki hafa dyggi-
lega stutt okkur af miklum rausn-
arbrag og létt okkur baráttuna.
Þar vil ég fyrst nefna nágranna
okkar ÍSAL og forstjóra þess
Christian Roth en hann hefur
ákveðið að láta standsetja Gerðið,
sem er hér í grenndinni. og af-
henda það síðan listamiðstöðinni
til afnota sem gestavinnustofu.
ÍSAL hefur auk þess veit okkur
verulegan fjárhagsstuðning.
Málning hf. BM Vallá, Smith og
Norrland hf. og Glerborg hafa
einnig veitt okkur rausnarlegan
stuðning sem um hefur munað.“
Straumur valdi
straumhvörfum
„Þá vil ég sérstaklega þakka öll-
um verktökum hér á staðnpm og
öllum mínum samstarfsmönnum
og að öllum öðrum ólöstuðum,
vini mínum Gunnlaugi Stefáni
Gíslasyni sem hefur unnið hér
ótrúlegt starf og óeigingjarnt auk
þess að hafa sýnt mér sérstaka þol-
inmæði. Að lokum vil ég þakka
Valgeiri Þórðarsyni smið sem svo
lengi hefur mátt þola okkur Gunn-
laug báða og það er ekki heiglum
hent.
Ég veit að Listamiðstöðin
Straumur á eftir að valda straum-
hvörfum í starfsaðstöðu lista-
manna sem svo sannarlega hefur
ekki verið upp á marga fiska að
bjóða hingað til. Og ég bið að gæf-
an fylgi henni um alla framtíð og
að hún megi uppfylla þær vænt-
ingar sem til er ætlast.
Að svo mæltu bið ég vin minn
og dyggan stuðningsmann okkar
hér á bænum Vilhjálm Hjálmars-
son arkitekt að taka við stjórn
samkomunnar.
Ég þakka fyrir. “
Hagstofan
flytur
Hagstofa íslands opnar mánudaginn 23. apríl í
nýju húsnæði að Skuggasundi 3. Um leið tengist
Hagstofan skiptiborði Stjórnarráðsins (sími 60 90
00), en það gefur möguleika á beinu innvali til
einstakra deilda og starfsmanna. Eldri símanúm-
erum verður lokað, þ.m.t. öllum beinum línum.
Helstu símanúmer verða:
Afgreiðsla/skiptiborð
Upplýsingar um vísitölur,
húsaleigu o.fl. 60 98 00
Þjóðskrá
Upplýsingar um kennitölur, heimilisföng
o.fl. fyrir einstaklinga og fyrirtæki 60 98 50
Afgreiðsla hagskýrslna, Hagtíðinda o.þ.h. 60 98 65 eða 66
Bókasafn 60 98 79
Gistináttaskýrslur 60 98 15
Inn- og útflutningur 60 98 20 eða 23-25
Mannfjöldaskýrslur 60 98 95 eða 96
Nemendaskrá 60 98 11
Neyslukönnun 60 98 35
Skráning fyrirtækja 60 98 61 eða 75
Sveitarsjóðareikningar 60 98 12
Vísitölur 60 98 34 eða 35
Hagstofustjóri 60 98 44
Staðgengill hagstofustjóra 60 98 45
Skrifstofustjóri hagskýrslusviðs 60 98 33
Skrifstofustjóri þjóðskrár 60 98 73
Faxnúmer Hagstofunnar verða: Hagstofustjóri - hagskýrslusvið 62 88 65
Þjóðskrá og fyrirtækjaskrá 62 33 12
Hagstofa íslands
Skuggasundi3
150 Reykjavík