Alþýðublaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 1
MMDUBLMfi Boðberí nýrra tíma 79. TÖLUBIAÐ 71. ARGANGUR MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990 FLOTI VESTMANNAEYJA SIGLIR í LAND: vest- mannaeyjaflotinn var á innleið í gærkveldi til að mótmæla þeirri ákvörðun Aflamiðlunar að skerða útflutningsleyfi gámaútflytjenda í Vestmannaeyjum. Þeir höfðu orðið upp- vísir að því að flytja út mun meira af gámafiski en þeir höfðu leyfi til. NORSKAR PRINSESSUR FÁ JAFNAN RÉn: Norska stórþingið samþykkti breytingu á stjórnarskrá landsins í,gær sem veitir konum sama rétt til ríkiserfða og körlum. Akvæðið nær þó ekki til dóttur núverandi ríkis- arfa. SLÆMAR ATVINNUHORFUR SKÓLAFÓLKS: Tíu umsóknir eru nú um hvert starf atvinnumiðlunar námsmanna en á sama tíma í fyrra voru þær fjórar og tvær árið þar áður. Atvinnumiðlun hefur farið fram á að ríkis- stjórnin leggji fram fé til atvinnubótavinnu líkt og gert var í fyrra. FÆREYINGAR HAFNA TILLÖGUM EB: Færeyska stjórnin hefur hafnað tillögum Evrópubandalagsins um gagnkvæma verslunarsamninga. Þeir sætta sig ekki við háa tolla á fullunnum fiskafurðum. Færeyingar vilja ekki blanda saman fiskveiðisamningum og verslunarsamning- um við bandalagið. MEIRIHLUTAR OG KÆRUR KOSNINGAÚR- SLITA: Nú er víða unnið að því að mynda nýja meirihluta í bæjarstjórnum. Á þremur stöðum á landinu hefur taln- ing atkvæða verið kærð. Það er í Keflavík, á Skagaströnd og í Vestmannaeyjum. AXIS-HÚSGÖGN í PARÍS OG LAUSANNE: Ax- is-barna og unglingahúsgögn verða á næstunni á boðstól- um í virtum húsgagnaverslunum ,,La Beautique Danoise" í París og Lausanne í Sviss. Axis sýndi þessa hlið fram- leiðslu sinnar nýlega á húsgagnasýningu í Bella Center í Danmörku og fékk mikið hrós, bæði fyrir góða smíð og hagstæð verð. Var það mál manna aö fyrirtækið stæöi fylli- lega öðrum framleiðendum á sporði. Undirbúningsvið- ræður standa yfir um sölu framleiðsluréttar á Axis-hús- gögnum til markaðssvæða sem Axis getur ekki sinnt frá ís- landi. EIGA MEIRA EN MILLJARÐ: Fulltrúaráð Sjómanna. dagsins í Reykjavík og Hafnarfirði býr við góðan hag, í nýj- ustu reikningum samtakanna kemur í Ijós að eignir alls nema einum milljarði króna og raunar 45 milljónum betur. Skuldir eru um 62 milljónir. Hrafnystuheimilin tvö voru hinsvegar rekin með halla í fyrra, sem nam samtals 37 milljónum króna. Pétur Sigurðsson var endurkjörinn for- maður fulltrúaráðsins til næstu þriggja ára, hann hefur gegnt því embætti í 28 ár. LEIÐARINN i DAG Staða ríkisstjórnarmnar í Ijósi úrslita sveitar- stjórnarkosninganna ertil umræöu í leiöara Al- þýðublaösins í dag. Að mati blaðsins hefur rík- isstjórnin styrkst, bæði vegna góðs árangurs Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins og batnandi og stöðugri efnahags. En einnig kem- ur til veikari staða stjórnarandstöðuf lokkanna á landsvísu, sérstaklega Kvennalistans sem virð- ist á útleið úr íslenskri pólitík. Hvað verður um jan vettvang? Um það má lesa í fréttaskýr- ingu eftir Ingólf Margeirsson þar sem hann veltir því upp hvort Nýr vettvangur hafi unn- ið sigur eður ei. Hvað segja efstu menn A-lista? Hvað segja A-listamenn um úrslit kosninganna í sinni heimabyggð? Alþýðublaðið hafði samband við suma þeirra í gær og innti þá eftir áliti þeirra á niðurstöðum kosninganna. Persónudýrkun eða kærleikur? Jónas Jónasson segir sína skoðun í blaðinu í dag. Hann fjallar m.a. um kosningar og kosningabaráttu fyrr og nú. Eru menn orðnir hundleiðir á stjórnmálum og stjórnmála- mönnum? Kópavogur: Sigurður Geirdal nýr bæjarstjóri? Sigurður Geirdal, bæjar- fulltrúi Framsóknar- flokksins, verður næsti bæjarstjóri í Kópavogi, að því er traustar heimildir Alþýðublaðsins hermdu í gærkveldi. í gærkveldi voru boðaðir fundir fram- sóknar- og sjálfstæðis- manna til að taka endan- lega ákvörðun um meiri- hlutasamstarf flokkanna í bæjarstjórn Kópavogs. Sigurður Geirdal og Gunn- ar Birgisson oddviti sjálfstæð- ismanna í bæjarstjórn Kópa- vogs áttu með sér langan fund í gær þar sem þeir munu að stærstum hluta hafa geng- ið frá helstu atriðum varð- andi meirihlutasamstarf. Samkvæmt heimildum sem Alþýðublaðið metur traustar, verður Sigurður Geirdal bæj- arstjóri og fréttir um jafna skiptingu f lokkanna við kjör í nefndir og ráð munu í megin- atriðum eiga við rök að styðj- ast. Framsóknarmenn eru víð- ar í meirihlutaviðræðum. Um meirihlutaþreifingar á ýms- um stöðum á landinu er fjall- að á bls 3. Foreldrar í Reykjavík og dagvistarmál: Fáir óska ellir heilsdags dagvisl Foreldrar sem svöruðu spurningum í víðtækri rannsókn sem Foreldra- samtökin hafa gert undan- farna mánuði í Reykjavík vilja fyrst og fremst dag- vistarþjónustu í 4—5 tíma daglega fyrir börn sín. Hér var um að ræða víð- feðma rannsókn Foreldra- samtakanna, sem tók til flestra foreldra barna á aldr- inum 1—5 ára í Reykjavík. Faglega var að rannsókninni staðið. Alls náðist til 925 for- eldra. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar hafa nú ver- ið kynntar. Helstu niðurstöður í ör- stuttu máli eru þessar: Af þeim 925 foreldrum sem náð- ist til höfðu 52Q reynslu af þjónustu dagmæðra og töldu 314 reynsluna góða eða mjög góða. Alls 388 foreldrar sögð- ust nota þjónustu dagvistar- heimila en 424 ekki. Aðeins 528 vildu svara spurningu um hvort sú þjónusta væri full- nægjandi og töldu 263 hana fullnægjandi. Þegar spurt var um á hvaða aldri barnsins fólk vildi helst nýta sér dagvistunarrými. Langflestir, eða 261 vildi nýta sér slíkt þegar barnið væri 1,5 árs til 2 ára, 221 foreldri vildi aldurinn 2 til 2,5 ára. Spurningunni um lengd dagvistarþjónustu á degi hverjum var svarað svo að 31 foreldri vildi dagvistaþjón- ustu 2—4 tíma á dag, 478 vildu 4—5 tíma þjónustu, 129 vildu 5—6 tíma, 104 vildu 6—7 tíma og 129 foreldrar vildu dagvistarþjónustu í meira en 7 tíma daglega. I bárujárnshúsi vio Bergþórugötuna, vinna börnin, fóstrur og stundum foreldrar lika við ýmis verkefni sem eiga að glæða áhuga á sköpun umhverfis, efla listhneigð, þroska börnin og auka öryggi þeirra. Barnaheimilið Ós er i eigu foreldranna sjálfra. A-mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.