Alþýðublaðið - 30.06.1990, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 30.06.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 30. júní 1990 NÆSTAFTASTA SÍÐAN 11 DAGFINNUR Kommar í rósagarði Miðstjórnarfundur allaballa verður fyrir austan um helgina. Þetta er ,frekar ómerkilegur fundur að mér skilst. Það sem ligg- ur fyrir fundinum er ekki harla fréttnæmt. Mér skilst að fyrir fundinum liggi eftirfarandi: 1. Hvort leggja eigi niður Al- þýðubandalagið og stofna tvo eða fleiri flokka. 2. Hvort reka eigi formanninn. 3. Hvort reka eigi formanninn og alla forystu flokksins. 4. Hvort breyta eigi nafni Al- þýðubandalagsins í Jafnaðar- mannaflokkur íslands. 5. Hvort breyta eigi nafni flokks- ins í Alþýðuflokkurinn. 6. Setja niður viðræðunefnd um BHMR-deiluna og í nefndinni eigi sæti: Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra, Asmundur Stefáns- son foreti ASÍ og Páll Halldórsson formaður BHMR. 7. Skipa viðræðunefnd um Mó- gilsármálið. Nefndina skipi: Jón Gunnar Ottósson fyrrum forstöðu- maður, Sigurður Blöndal, fyrrum skógræktarstjóri, og Steingrímur Sigfússon, senn fyrrum landbúnaðarráðherra. 8. Hvort breyta eigi nafni flokks- ins í Kommúnistaflokkur Islands. 9. Hvort ísland eigi að sækja um aðild að Varsjárbandalaginu. 10. Hvort veita eigi Honecker, fyrrum leiðtoga alþýðulýðveldis- ins Austur-Þýskalands landvistar- leyfi á íslandi. Við sem ennþá höfum áhuga á sólarfréttum að austan i gúrkuver- tíðinni bíðum spennt eftir niður- stöðu á miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins. PS. Hvernig væri að breyta merki flokksins, til dæmis hamar og sigð í rósagarði? Rauði herinn er áförum úrfyrrum leppríkjunum í Austur-Evrópu og hjá mörgum hermönnunum er ekki bjartframundan Þungbúið brúð- kaup Japanspríns Enginn klukknahljómur, eng- inn kastaði hrísgrjónum, hvorki heyrðist hlátur né grátur þegar Aya, prins í Japan, gekk að eiga unnustu sína Kiko. Aya er yngri sonur Akihitos Jap- anskeisara en Kiko er af alþýðufólki komin. Einu hljóðin sem bárust inn í keisarahöllina, þar sem athöfnin fór fram, var söngur fuglanna í trjánum fyrir utan. Athöfnin sjálf var mjög látlaus, drungaleg og formföst enda byggð á 2000 ára gömlum hefðum Shinto-siðar. Þrátt fyrir látleysi og formfestu athafnar- innar hefur hún vakið nýjar vonir um að japanska hirðin sé að verða meira opin fyrir umheiminum og hulunni verði svipt af því lífi sem á sér stað innan veggja keisarahallar- innar. Aya braut aldalanga hefð þegar hann kvæntist þessari skólasystur sinni í stað þess að giftast stúlku af aðalsættum og einnig er það and- stætt hefðinni að yngri bróðirinn kvænist á undan eldri bróðurnum sem að sjálfsögðu er krónprins. Aya þykir um margt óvenjulegur prins. Hann hefur frekar sítt hár og ber oft gullkeðju um hálsinn. Hann er dýra- fræðingur en Kiko er sálfræðingur. Hún stundaði nám í Philadelphia í Bandaríkjunum og í Vín og talar reiprennandi ensku, þýsku og kín- versku. Nú, þegar Aya hefur fest ráð sitt, neyðist hann til að skipta á gamla Fólksvagninum sínum fyrir opinbera bifreið. Kiko klæðist venjulega vestrænum tískufötum en við giftingarathöfnina íklæddist hún hátíðar-kimono sem hefur ver- ið óbreyttur í 1000 ár. Brúðguminn íklæddist aftur á móti hefðbundn- um búningi Shinto presta og keis- arafjölskyldunnar. Eftir að hafa heit- ið hvort öðru eilífri ást frammi fyrir gyðju sólarinnar innsigluðu hjóna- kornin heitið með því að drekka hrísgrjónavín úr helgum skálum. Þegar athöfninni var lokið fóru þau í heimsókn til keisarahjónanna en samkvæmt hefð var þeim meinað að vera viðstödd athöfnina en horfðu í staðinn á hana í sjónvarp- inu. Nú þegar Aya er kominn í hnapp- helduna eykst ábyrgð hans til muna. Kiko hefur lýst yfir áhuga á að halda áfram í námi en óvist þykir hvort hún eigi nokkra möguleika á því að starfa utan heimilis. Krónprinsinn Naruhito er ekkert í giftingarhug- leiðingum og hefur sagt að hann ætli að taka sér nógan tíma og vanda valið á væntanlegum lífsföru- naut. Hann vísaði gestum til sætis við athöfnina og þar á meðal eina erlenda gestinum en það var tæ- lenska prinsessan Maha Chakri Sir- indhorn. Talið er að allt að 9000 verðir hafi gætt þess að allt færi friðsamlega fram en talin var hætta á að vinstri- sinnaðir andkeisarasinnar myndu reyna að trufla athöfnina. Allt fór þó fram með friði og spekt. Næstaftasta síðan óskar hjóna- kornunum innilega til hamingju og vonar að þau eigi langt og farsælt líf fyrir höndum. Rauði herínn i miklum vanda Eins og öllum ætti að vera kunnugt héldu Sovétríkin úti fjölmennu liði hermanna í öðr- um ríkjum Austur-Evrópu. Þessu liði var ekki einungis aéti- að til varnar heldur stóð það í ýmsum stjórnunarstörfum. Nú hafa yfirmenn Rauða hersins fengið að finna fyrir því að það er auðveldara að senda herlið til annarra landa en að snúa þeim aftur heim á leið. Hinar nýkjörnu lýðræðisstjórnir hafa lagt mikla áherslu á að brott- flutningi sovéskra herja verði hrað- að og hafa hótað að kæra sovéska herinn fyrir náttúruspjöll, mengun og ýmsan óskunda. Þegar her- mennirnir koma aftur til síns heima standa þeir frammi fyrir ýmsum vandamálum og er húsnæðisvand- inn þeirra verstur. Nú er um hálf milljón sovéskra hermanna í Austur-Evrópu en stefnt er að því að fækka þeim um rúm- lega 300 þúsund. í Ungverjalandi standa nú yfir miklar deilur milli þarlendra yfirvalda og sovéska hersins útaf því hvernig meta beri þær eignir sem Sovétmenn skilja eftir í landinu. Samkvæmt skilningi Ungverjanna eiga Rússarnir ekkert inni hjá Ungverjum. Tékkar hafa í hyggju að kæra yfirvöld í Moskvu vegna mikillar mengunar vatns sem þeir telja að megi rekja til veru hers- ins. I Póllandi hafa sovéskir her- menn þurft að standa undir þungum ásökunum vegna þjófnaða, óþrifn- aðar, eyðileggingar íbúðarhúsnæðis og ólöglegra veiða. Ólíkt öðrum sams konar herjum, t.d. herjum Nato í Vestur-Evrópu, hafa sovésku hermennirnir verið óvinsælir meðal íbúa Iandanna. Þeir hafa verið á lágum launum og meinað að blanda miklu geði við Iandsmenn. Athyglisvert er hve lítið er um að hermennirnir hafi sam- band við gagnstæða kynið í þessum löndum, ólíkt t.d. bandarískum hermönnum sem gátu heillað til sín stúlkur með súkkulaði og nælon- sokkum hafa ódýru rússnesku sígar- etturnar lítið aðdráttarafl. I Ungverjalandi, þar sem 65000 sovéskir hermenn hafa verið stað- settir frá uppreisninni ’56, hafa sov- ésk hermálayfirvöld krafið Ung- verja um rúmlega 3.5 milljarða króna fyrir byggingar og aðrar fjár- festingar sem herinn skilur eftir sig. Ungverjar hafa svarað þessu á þann veg að þeir séu tilbúnir að borga fyr- ir þau mannvirki sem byggð voru með þeirra samþykki en benda á að ef reiknaður er út kostnaðurinn við læknisþjónustu hermannanna og leigu húsanna þá standi skuldirnar á jöfnu. Starfsmaður í ungverska varnarmálaráðuneytinu segir ljóst að ýmsir þeir sem starfað hafa við herstöðvarnar missi vinnuna en það séu smámunir sé tekið tillit til þeirra eigna sem herinn skilur eftir. Þar vega þyngst um 15.000 íbúðir, en mikill hörgull hefur verið á hús- næði. Meðan á öllu þessu málavafstri stendur reyna hermennirnir að selja allt sem seljanlegt er til að kaupa mat og hluti sem þeir taka með sér heim. Meðal þess áhugaverðasta sem auglýst er í búðarglugga rétt hjá einni herstöðinni er óstytt út- gáfa af bók Dale Carnegie um hvernig afla megi vina og hafa áhrif á fólk, í rússneskri þýðingu. DAGSKRÁIN Sjónvarpið 14.45 HM í knattspyrnu. Bein út- sending 17.00 íþróttaþátturinn 18.00 Skytturnar þrjár 18.15 Bleiki pardus- inn 18.40 Táknmálsfréttir 18.45 HM í knattspy rnu 20.50 Fréttir 21.20 Lottó 21.25 Fólkið í landinu 21.50 Hjónalif 22.10 Minelli-feðgin 23.20 Svikavef- ur 01.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok SUNNUDAGUR 14.45 HM knatt- spyrnu 17.15 Norrænir kórar: Svi- þjóð 17.5o Sunnudagshugvekja 18.00 Baugalína 18.10 Ungmennafé- lagið 18.40 Táknmálsfréttir 18.45 HM í knattspyrnu 20.50 Fréttir 21.15 Stríðsárin á Islandi. Lokaþáttur 22.00 Á fertugsaldri 22.45 Beinagrindin (The Ray Bradbury Theatre) 23.15 Listaalmanakið 23.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Stöð 2 09.00 Morgunstund 10.30 Júlli og töfraljósið 10.40 Perla 11.05 Svarta stjarnan 11.30 Alex og Laura 12.00 Smithsonian 12.50 Heil og sæl — Betri heilsa 13.30 Sögur frá Holly- wood 14.30 Veröld — Sagan í sjón- varpi 15.00 Fúlasta alvara (Foolin' Around) 17.00 Glys 18.00 Popp og kók 18.30 Bílaíþróttir 19.19 19.19 20.00 Séra Dowling 20.50 Húmar að (Whales of August) 22.15 Réttur fólksins (The Right of the People) 23.50 Undirheimar Miami 00.35 Dáðadrengur (All the Right Moves) 02.00 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 09.00 í Bangsalandi 09.20 Popparnir 09.30 Tao Tao 09.55 Vélmennin 10.05 Krakkasport 10.20 Þrumukettirnir 10.45 Töfraferðin 11.10 Draugabanar 11.35 Lassý 12.00 Popp og kók 12.30 Viðskipti í Evrópu 13.00Barna- sprengja (Baby Boom) 15.00 Lista- mannaskálinn 16.00 Iþróttir 19.19 19.19 20.00 í fréttum er þetta helst 20.50 Björtu hliðarnar 21.20 Hval- ræði (A Whale for the Killing) 22,35 Alfred Hitchcock 23.00 Reyndu aftur (Play it again, Sam) 00.25 Dagskrár- lok. Rós 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 Góðan dag hlustendur góðir 09.00 Fréttir 09.03 Börn og dagar — Heitir langir sumardagar 09.30 Morguntónleikar 10.00 Fréttir 10.03 Umferðarpunktar 10.10 Veðurfregnir 10.30 Sumar í garðinum 11.00 Viku- lok 12.00 Á dagskrá 12.20 Hádegis- fréttir 12.45 Veðurfregnir. Auglýsing- ar 13.00 Hér og nú 13.30 Ferðaflugur 14.00 Sinna 15.00 Tónelfur 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir 16.30 Óp- era mánaðarins 18.00 Sagan: „Mómó" eftir Michael Ende 18.35 Áuglýsingar. Dánarfregnir 18.45 Veðurfregnir Auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar 19.32 Ábætir 20.00 Sumarvaka Útvarpsins 22.00 Fréttir. Orð kvöldsins 22.15 Veðurfregnir 22.20 Dansað með harmonikkuunnendum 23.10 Basil fursti 24.00 Fréttir 00.10 Um lág- nættið 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp. SUNNUDAGUR 08.00 Fréttir 08.07 Morgunandakt 18.15 Veðurfregnir 08.20 Kirkjutónlist 09.00 Fréttir 09.03 Spjallað um guð- spjöll 09.30 Barrokktónlist 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.25 Sagt hefur það verið 11.00 Messa í Há- teigskirkju 12.10 Á dagskrá 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Auglýsingar. Tónlist 13.00 Klukku- stund í þátíð og nútíð 14.00 Sunn- efumálin og Hans Wium 14.50 Stefnumót 16.00 Fréttir 16.15 Veður- fregnir 16.20 Á puttanum milli plá- netanna 17.00 I tónleikasal 18.00 Sagan: Mómó eftir Michael Ende 18.30 Tónlist. Auglýsingar. Dánar- fregnir 18.45 Veðurfregnir. Auglýs- ingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Aug- lýsingar 19.31 í sviðsljósinu 20.00 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinn- ar í Wales 21.00 Úr menningarlífinu 22.00 Fréttir. Orð kvöldsins 22.15 Veðurfregnir 22.30 íslenskir ein- söngvarar og kórar 23.00 Frjálsar hendur 24.00 Fréttir 00.07 Um lág- nættið 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp. Rás 2 08.05 Nú er lag 11.00 Helgarútgáfan 16.05 Söngur villiandarinnar 17.00 íþróttafréttir 17.03 Með grátt í vöng- um 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Blágres- ið blíða 20.30 Gullskífan 21.00 Úr smiðjunni 22.07 Gramm á fóninn 00.10 Nóttin er ung 02.00 Næturútvarp. SUNNUDAGUR 09.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests 11.00 Helgarútgáfan 12.20 Há- degisfréttir 14.00 Með hækkandi sól 16.05 Slægur fer gaur með gígju 17.00 Tengja 19.00 Kvöldfréttir 19.31 Zikk Zakk 20.30 Gullskífan 21.00 Söngleikir í Nevy York 22.07 Landið og miðin 00.10 í háttinn 02.00 Næt- urútvarp. Bylgjan 08.00 Þorsteinn Ásgeirsson og hús- bændur dagsins 12.00 Einn, tveir og þrír 14.00 Ágúst Héðinsson 15.30 Iþróttaþáttur 16.00 Agúst Héðinsson heldur áfram 19.00 Haraldur Gísla- son 23.00 Á næturvakt 03.00 Frey- móður T. Sigurðsson. SUNNUDAG- UR 09.00 í bítið 13.00 Hafþór Freyr Sigmundsson 17.00 Lett sveifla á sunnudagskvöldi. Haraldur Gíslason 22.00 Heimir Karlsson 02.00 Frey- móður T. Sigurðsson. Stjarnan 09.00 Arnar Albertsson 13.00 Kristó- fer Helgason 16.00 íslenski listinn 18.00 Popp og kók 18.35 Björn Sig- urðsson 22.00 Darri Ólason 04.00 Seinni hluti næturvaktar. SUNNU- DAGUR 10.00 Arnar Albertsson 14.00 Á hvíta tjaldinu 18.00 Darri Óla- son 22.00 Ólöf Marín Úlfarsdóttir 01.00 Næturvakt með Birni Sigurðs- syni. Aðalstöðin 09.00 Laugardagur með góðu lagi 12.00 Hádegisútvarp Aðalstöðvar- innar 13.00 Brjánsson og Backman á léttum laugardegi 17.00 Gullöldin 19.00 Ljúfir tónar á laugardegi 22.00 Er mikið sungið á þínu heimili? 02.00 Næturtónar. SUNNUDAGUR 09.00 Timavélin 12.00 Hádegi á helgidegi 13.00 Svona er lífið 16.00 Sunnudag- ur til sælu 18.00 Undir regnboganum 19.00 Ljúfir tónar 21.00 Helgarlok 24.00 Næturtónar. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.