Alþýðublaðið - 03.07.1990, Síða 1
MÞYBUBLMD
Aktu ekki út i évissuno
aktuó
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhoföa 2 Simi 91-67 4000
97. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR
ÞRIÐJUDAGUR
3. JÚLÍ 1990
HVALVEIÐAR: Alþjóða-
hvalveiðiráðið fundar nú í
Hollandi og á fundinum
ræðst það hvort hrefnu-
veiðar verða leyfðar að
nýju. Islensku fulltrúarnir á
fundinum eru ekki allt of
bjartsýnir þrátt fyrir það að
vísindanefnd ráðsins hafi
staðfest þá niðurstöðu ís-
lenskra vísindamanna að
hrefnustofninn sé vannýtt-.
ur. Halldór Asgrímsson,
sjávarútvegsráðherra sagði
í viðtölum við Ijósvakamiðla í gærkveldi að til greina kæmi
að Islendingar segðu sig úr ráðinu ef engar hvaiveiðar
yrðu leyfðar.
STJORNU-ODDI ! Stjörnu-Oddi var maður nefndur sem
bjó í Flatey á Skjálfanda að því er sögur herma. Ríkisút-
varpið greindi frá því í kvöldfréttum í gær að leiðangur
fomleifafræðinga og stjörnufræðinga væri nú Flatey
þeirra erinda að fá úr því skorið hvort Oddi hafi stundað
þar stjörnuathuganir.
SKJÁLFTAR Á HAFS-
BOTNI: Jarðskjálftamæl-
um hefur nú verið komið
fyrir á hafsbotni á Reykja-
neshryggnum á 70—80
metra dýpi um 170 kíló-
metra suðvestur af Reykj-
anestá. Þessar rannsóknir
eru framkvæmdar í sam-
vinnu íslendinga og Jap-
ana. Ragnar Stefánsson,
jarðskjálftafræðingur sagði
í útvarpsviðtali í gærkveldi
áð tilgangurinn væri að
finna hvar jarðskjálftar yrðu á Reykjaneshryggnum. Mæl-
arnir verða sóttir eftir mánuð og þá lesið af þeim.
UMHVERFISSTOFNUN: Ríkisútvarpið skýrði frá því
í gærkveldi að Bandaríkjamenn hefðu hug á að hrinda úr
vör þremur stórum rannsóknarverkefnum í samstarfi við
væntanlega alþjóðlega umhverfisrannsóknastofnun á ís-
landi. Hvert verkefni myndi væntanlega kosta hundruð
milljóna dollara. Verkefnin tangjast straumfræði Norð-
ur-Atlantshafs, ástandi þorskstofnsins og ósonlaginu yfir
íslandi og Grænlandi. Ákvörðun um rannsóknastofnunina
verður tekin á ráðstefnu sem boðað hefur verið til í haust.
ALÞÝÐUBANDALAG-
IÐ: Staða Ólafs Ragnars
Grímssonar, formanns Al-
þýðubandalagsins, virðist
hafa styrkst verulega á
fundi miðstjórnar flokksins
á Egilsstöðum um helgina.
Fyrir fundinn var þess al-
mennt vænst að þar yrði
gerð hastarlega atlaga að
formanninum en heimild-
armaður Alþýðublaðsins
orðaði það svo í samtali í
gær að „hnífarnir hefði
ekki einu sinni verið sýndir." Tillaga um stuðning við
BHMR í deilunni við ríkið var felld með 82 atkvæðum gegn
15.
LEIÐAMNNIDAG
Leiðari Alþýðublaðsins fjallar í dag um ábyrgð
í atvinnurekstri. Þar er rakið hvernig fjölmörg
fyrirtæki hafa farið á hausinn og starfsfólk þurft
að gjalda með því að fá ekki laun sín greidd fyrr
en seint og um síðir eða jafnvel aldrei.
■BH
..
2
Fótbolta-
geðveikin
Sæmundur Guðvinsson
skyggnist bak við fréttirnar og
veltir því fyrir sér hvers vegna
jafnvel ákafir andstæðingar
íþrótta sitja nú spenntir yfir
heimsmeistarakeppninni.
Ekkert úr
sameiningu?
Er fátækt
5 á íslandi?
Það mun nokkurn veginn lið- in tíð að fólk svelti á íslandi af fátæktar sökum. En er fátæktin
úr sögunni? Gunnar Haralds-
son blaðamaður hefur gert út- tekt á fátækt á íslandi.
IHverfandi líkur virðast nú á
því að sameining Stöðvar tvö
og Sýnar hf. nái fram að ganga.
— Par sem nú er íþróttavöllur íþróttafélags Kópavogs
— Náttúruverndarmenn vilja halda sveedinu óskertu
Um vestanverða Digra-
neshæð, sem oft er kall-
að Hólavallarsvæði o.fl.,
standa nú deilur Digra-
nessóknar og nágranna
hæðarinnar um hvort
þar skal rísa kirkja eður
ei. A þessu svæði er nú
malar-fótboltavöllur
sem íþróttafélagið ÍK
hefur haft til umráða en
afráðið hefur verið að ÍK
fái aðstöðu í Fossvogs-
dalnum. Þegar hafa safn-
ast saman um 80 undir-
skriftir til mótmæla
kirkjubyggingunni.
,,Það hefur verið falast
eftir þessu svæði til að
byggja kirkju en þessi stað-
ur hefur ekki alveg legið á
lausu," sagði séra Þorberg-
ur Kristjánsson prestur í
Digranesprestakalli. „Nátt-
úruverndarmenn hafa ver-
ið þarna inni í myndinni á
móti okkar kirkjubyggingu
og vilja engar framkvæmd-
ir á þesssarri hæð. Vissu-
lega á að vera þarna útivist-
arsvæði. En ég held að það
fari vel saman að hafa
þarna kirkju og útivistar-
svæði. Við þurfum aðeins
2,5% af þessu svæði. Þetta
ber hátt þarna og það
myndi skapast skjól af
kirkjunni.
Menn hafa hingað til ver-
ið að kvarta yfir ónæði og
ryki af þessu svæði svo ger-
ist það undarlega þegar við
fórum í að því að fá að
byggja kirkju á þessu
svæði, úr því völiurinn átti
nú að fara, þá koma upp
ýmsar raddir af hálfu íbú-
anna sem vilja halda í völl-
inn. Ég veit að það eru
mjög skiptar skoðanir hjá
íbúum þessa svæðis en þær
hafa verið mjög ákveðnar á
móti kirkjubyggingunni,
sagði séra Þorbergur Krist-
insson ennfremur.
Digranessókn hefur haft
augastað á þessu svæði í 10
til 12 ár. í dag notar Digra-
nessókn ásamt Kársnes-
sókn Kópavogskirkju undir
sína starfsemi. Þeir eiga
hins vegar lítið safnaðar-
heimili sem er í nágrenni
við Digraneshæð.
Rafnar K. Karlsson er íbúi
í nágrenni Digraneshæðar
og mótmæltur fyrirhugaðri
kirkjubyggingu: „Það er
alls ekkert pláss fyrir þessa
kirkjubyggingu. Það er
mjög augljóst. Fólk þarf
ekki annað en að koma og
kíkja á þetta til að sjá það.
Við teljum að mjög vel
hafi verið tekið í þessi mót-
mæli okkar. Enda er það
fáranlegt að fara setja hér
kirkjur nánast hlið við hlið.
Gamla kirkjan úti á Kárs-
nesi hefur alveg dugað. Svo
er það nú þannig að þó
kirkjunnar menn segi að
kirkjan eigi að taka lítið
pláss trúir maður því ekki.
Það hlýtur að þurfa tölu-
vert pláss fyrir kirkju. Hún
átti að vera 1000 fermetrar
og alltaf vill þetta stækka í
meðförum. Ætli þetta sé
ekki bara hæðin sem
mennirnir eru að líta á. Þeir
vilja vera nálægt Guði þá
þurfa þeir að teygja sig,"
sagði Rafnar.
Rafnar sagði fótboltavöli-
inn mjög vel liðin. Þarna
hafi börn og unglingar ver-
ið frá því snemma á morgn-
anna þar til seint á kvöldin
og fái að vera í friði. Á völl-
unum sem félögin eiga fá
ekki nema fáir útvaldir að
vera.
Vináttukvennafélag íslands og Kamerún
Vináttufélag íslands og Kamerún heitir nystofnað félag nokkurra áhugakvenna um íþróttir og önnur gáfuleg málefni. Kon-
urnar, sem þekkjast mismikið innbyrðis, hafa hist öðru hverju um eins árs skeið. „Við vorum auðvitað ekkert ánægðar með
tapið gegn Englendingum i gær. Mórallinn í hópnum var þannig að lítið mátti gera á hlut Kamerún-manna til þess aö við
heimtuðum vitaspyrnu. Og hver sá Englendingur er svo mikið sem snerti Kamerúna átti að vera rekinn út af vellinum," sagöi
Guðriður Haraldsdóttir ein þessarra hressu kvenna. Felagið var upphafleg stofnað sem fræðandi og uppbyggjandi, m.a. hef-
ur komið til tals að kalla það gáfukvennafélagið. Fyrir eina samkunduna var m.a. Heimsljós Halldórs Laxness lesið og sagan
siðan krufin til mergjar. Ennfremur hafa þær haldið talnaspeki og tarot-kvöld. Það er semsagt fjölbreytt dagskrá hjá Vináttu-
felagi Islands og Kamerún.
RITSTJORN 0 681866 ~ 83320 • FAX 82019 • ÁSKRIFT OG AUGLYSINGAR 0 681866