Alþýðublaðið - 03.07.1990, Page 6

Alþýðublaðið - 03.07.1990, Page 6
6 Þriðjudagur 3. júlí 1990 Aktu eins og þú vilt . að aðrir aki! ÖKUM EINS OG MENN! IUMFERÐAR 'ráð Arnþór Þorkelsson frá Arnórsstödum í Jökuldal: ÍSLAND Ég elska þig dásemd mín dýrðleg og hrein, með dalanna hagsæld og miðin. Það veilir mér gleði að ef ástin sú ein er ekki við töfrana sniðin. Er birtist þú alhrein af erlendum her og endurborin sem forðum. Þá skal ég gleðjast og gleyma með þér, þá get ég ei talað í orðum. Það skiptir svo miklu að markið sé rétt, þegar menn eiga að stjórna í landi. Og það er svo gjörbrýnt að stétt hver með stétt standi í órofa bandi. En nauðsynin mesta hjá okkur samt er og á þessu veltur vor gifta. Að langi hvern öðrum að liðsinna hér, og líka að kunna að skipta. Og lýðveldis hátíðar minningin mær, úr minni alls ekki týnist. Og þvegin af regni varst þú mér svo kær, og þú sem að eilífu krýnist. Og þar voru loforðin látin í té, sem landsfólkið má ekki gleyma. Og þar voru einungis ætluð þín vé okkur, sem búum hér heima. Það er svo afleitt að una það við, að ómennskan völdin hér taki. Og það er svo vesalt að leggja því lið, þar sem lágkúran situr að baki. Því festi ég von mína einungis á, þá æsku sem vex nú og dafnar. Því sviksemi trúir hún alls ekki á, og erlendri stóriðju hafnar. Ég vil ekki yrkja um það ódæma fen, þar, sem íslensk stjórnheimska situr. Þar, sem lágkúran ríkir er loðmullan skén og laust við að margur sé vitur. Að drífa upp íslenskan iðnað með því, að álbræðsla í heimsku sé framin. Svo hátt geta öskrað þau erlendra þý, að íslendings hugsun sé kramin. Ég festi því von á þann volduga dag, að viðreisnin gangi þá betur, þegar einstaklings frelsi og alþýðu hag, aðgreint ei nokkur þá getur. Og sérhverjum heiður því ágæti að, á annara rétti að standa og ágirndin verði sem óskrifað blað, með öðrum deili hver vanda. Já þá verður gaman að gleðjast með þér, um grundir og hlíðarnar vænu. Og skógana engin og úthagann hér, og einnig um flóana grænu. Og þá verður indælt um Öndverðartá og Eyjafjörð, Látur og Gjögur. Og Grímsey og Flatey og Gerpir mun þá og Grindavík ljómandi fögur. RAÐAUGLÝSINGAR Fóstrur Óskum að ráða fóstrur til eftirfarandi starfa: 1. Forstööumann í 50% starf á leikskólann Alfa- berg, frá 1. september. 2. Deildarfóstru í fullt starf á leikskólann Arnarberg frá 1. október. 3. Einnig óskast fóstra til afleysingar forstöðu- manns á Arnarberg amk. í 6 mán. frá 13. ágúst nk. Starfið er 75% staða. Upplýsingar gefur dagvistarfulltrúi á Félagsmála- stofnun í síma 54344 milli kl. 11 og 12 alla virka daga. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Hafnfirðingar Heimilisþjónusta Okkur vantar starfsfólk nú þegar til sumarafleys- inga. Heimilisþjónustan felst í aðstoð við aldraða og sjúka í heimahúsum. Vinnutími eftir samkomulagi, 4—40 tímar á viku. Vinsamlegast hafið samband við forstöðumann fyrir hádegi í síma 53444. Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar. Heilsuverndarstöð ■ jj| Reykjavíkur Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa á eftirtaldar deildir: ★ Barnadeild ★ Heilsugæslu í skólum ★ Húð- og kynsjúkdómadeild Um er að ræða fullt starf og hlutastarf, fast starf og afleysingar. Störfin bjóða öll upp á ýmsa möguleika, eru sjálf- stæð og fjölbreytt. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Umsóknum skal skila til skrifstofu Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur fyrir kl. 16.00, þriðjudaginn 10. júlí 1990. .Flokksstarfid Ágæti félagi! Ákveðið hefur verið að opna félagsmiðstöð jafnað- armanna, „RÓSINA" Hverfisgötu 8—10, á föstu- dags- og laugardagskvöldum með léttum veiting- um. Þar er meiningin að kratar geti komið saman og spjallað, spilað eða teflt. Opnað verður föstudaginn 6. júlí n.k. kl. 21.00, en framvegis verður opið frá kl. 19.00—24.00. Á boðstólnum verður bjór, gos, kaffi og pizzu- sneiðar á „krataverði" og vonast er til að þarna verði góð stemming og tengsl verði efld með flokks- bræðrum og systrum. Hvað er betra en kvöld í kratahópi! ALLIR VELKOMNIR! Undirbúningsnefnd. Slys gera ekki boð á undan sér! rss aUMFERÐAR RÁD

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.