Alþýðublaðið - 18.08.1990, Side 4

Alþýðublaðið - 18.08.1990, Side 4
4 VIDHORF Laugardagur 18. ágúst 1990 MWiitnimi Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blad hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Siguröur Jónsson Leturval, Ármúla 36 Oddi hf. . Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakiö KVÓTABRASK ERFIÐARA ER ÞAÐ EKKI A hverjum degi falla 40 þús- und börn í heiminum í valinn. 8 þúsund af því að þau hafa ekki verið bólusett, 7 þúsund af niðurgangi og 6 þúsund úr lungnabólgu, svo að dæmi sé tekið. A hverjum degi eyða íslend- ingar um það bil 20 milljón- um í áfengi og tóbak, en verja 3 krónum á hvern íbúa í þró- unarhjálp. A hverjum degi auglýsa vindlingaframleiðendur í Bandaríkjunum vöru sína fyr- ir 400 milljónir króna á dag og samborgarar Gorbatsjovs drekka vodka fyrir jafnháa upphæð frá morgni til kvölds. Fimmtíu sinnum hærri upp- hæð eyða þróunarlöndin sjálf í vopn. Það kostar þjóðir heims um það bil 150 milljarða króna að bjarga börnunum í þriðja heiminum. Að koma í veg fyr- ir ótímabæra sjúkdóma og veikindi. Þetta er ekki helm- ingur af þjóðarframleiðslu Is- lands. Ef hvert íslenskt skip legði andvirði eins væns þorsks við hverja löndun í þróunarhjálp og ríki Vestur- landa legðu sig álíka fram, gætum við bjargað börnun- um. Erfiðara er það ekki. Pó flestir virðist hund- óánægðir með núverandi kvótakerfi er sem það sé að festa sig æ betur í sessi. Nú á að taka fyrir allar veiðar utan kvóta frá og með næstu ára- mótum. Kvóti gengur kaup- um og sölum milli útgerðar- aðila en ríkið neitar að horf- ast í augu við að hér eru sölu- verðmæti á ferðinni sem allir Islendingar eiga tilkall til. Þrátt fyrir ákvæði um að end- urskoða ýmsa þætti í varð- andi núgildandi lögum um fiskveiðar bera margir ótta af því að verið sér að færa fáein- um einstaklingum fiskinn í sjónum til ævarandi eignar fyrir ekki neitt. t*að er ljóst að smábátaút- gerð hefur engin veruleg áhrif á stærð fiskistofnanna við ísland. Það er því ekki af verndunarsjónarmiðum sem kvóti skal nú settur á smá- báta. Ákveðin hætta á því að stórar útgerðir kaupi upp alla smábátakvóta með tíð og tíma hlýtur að vera fyrir hendi. Þar með mun snar þáttur í menningarlífi þjóðar- innar hverfa sem smábátaút- gerð hefur verið. Trillukarl- arnir hafa líka verið þjóðinni hagkvæmari á margan hátt en stóru útgerðarfyrirtækin sem sýknt og heilagt hafa þurft að sækja stuðning í ríki- skassann. Það virðist því lítið vinnast með því að setja kvóta á smábáta. Þvert á móti er meiri hætta á braski og að hvert kvótatonn verði nýtt til hins ýtrasta. Áður veiddu trillukarlar eftir getu og nennu en nú fá þeir tækifæri að selja veiðiréttinn á þeim fiski sem þeir ná ekki til. RADDIR Hvernig líkar þér viö strœtisvagnakerfiö i Reykjavík? Sólveig Helga Zophoniasdóttir, 11 ára „Bara vel. Bílstjórarnir eru aö vísu rosalega misjafnir en ég hef aldrei lent í neinu sjálf." ívar Logi Gröndal, 16 ára „Strætisvagnarnir sjálfir eru ókei, en þetta er engin þjónusta hjá bílstjórunum. Veröiö mætti vera lægra fyrir u nglinga í skóla en fyrir fulloröiö fólk. Mér finnst líka aö þeir mættu keyra til 2 eöa 3 um helgar." Hjalti Harðarson, 14 ára „Bílstjórarnir mættu brosa meira. Sumir eru ofsalega fúlir. Ferðirnar mættu líka vera fleiri um helgar. Pá þarf maöur aö bíöa svo lengi. Svo eru þei r stundum á eftir áætlun." Stefán Stefánsson, 16 ára „Mér finnst þetta mjög gott kerfi. Sumir bílstjórarnir eru ágæt- 4r þótt þeir séu auðvitað misjafnir." María Hjálmtýsdóttir, 15 ára „Mér finnst aö það mætti sleppa sumaráætluninni, þá verö- ur svo langt milli ferða. Bílstjórarn- ir eru ferlega misjafnir. Margir eru hundleiöinlegir. Þeir sem keyra á kvöldin eru fúlir og virðast sumir vera aö leita aö rifrildi."

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.