Alþýðublaðið - 18.08.1990, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 18.08.1990, Qupperneq 7
Laugardagur 18. ágúst 1990 7 oregskonungur, hleypur til með kyndil og hyggst brenna rið hæfi og pína gamlar konur og menn. Mágarnir Hrafn Gunnlaugsson, leikstjóri og Egill ÓlafsSon, ræðast við fyrir næstu töku. Andrés Wtursson, Aiþýdubladid, Hclk’sylt í Norctfi: í Hellesylt í Vestur Noregi standa nú yfir tökur á kvik- myndinni „Hvíti víkingurinn“ eftir handriti og undir stjórn Hrafns Gunnlaugssonar. Myndin er unnin á vegum allra Norðurlandanna og er lang- dýrasta samnorræna verkefn- ið af þessu tagi til þessa. Áætl- aður kostnaður við gerð kvik- myndarinnar og sjónvarps- þátta, sem unnir eru samhliða, er áætlaður 350 milljónir ís- lenskra króna. ALÞÝÐUBLAÐ- IÐ var á staðnum fyrir nokkr- um dögum og fylgdist með ein- um degi kvikmyndatökunnar. Hellesylt er friðsæll smábær skammt frá hinum þekkta Geir- angursfirði. Bærinn er vinsæll ferðamannastaður því þaðan ganga ferjur til Geirangursfjarðar. Nú seinni part sumars hafa það ekki verið ferðamennirnir sem hafa sett svip sinn á bæinn — held- ur kvikmyndatökufólkið. Það hef- ur lagt undir sig helsta ferða- mannahótel bæjarins,' Grand Hot- el. Þetta er gamalt hótel frá því um aldamót. Vikingarnir _______________ storma gegnum______________ ferðamannakösinq___________ Bæjarbúar í Hellesylt eru löngu hættir að kippa sér upp við að einn og einn vikingur, eða jafnvel hópar víkinga með alvæpni, sprangi um götur hér. En ferða- menn sem leið eiga um staðinn reka hins vegar upp stór augu er heil víkingafjölskylda með Hrafn Gunnlaugsson í fararbroddi storm- ar niður að höfn gegnum ferða- mannakösina og á kvikmynda- svæðið. igili hótar að_______________ brennq stúlkwna______________ A eyri skammt frá bænum sjálf- um hefur hinn þekkti finnski leik- myndahönnuður, Ensio Suomin- en, byggt hof í heiðnum stíl og þar fór einmitt takan fram, sem Al- þýðublaðið fékk að fylgjast með. Kvikmyndin „Hvíti víkingurinn" gerist í Noregi og á íslandi um árið 1000. Ólafur Tryggvason Noregs- konungur fer úr einum firðinum í annan og svínbeygir landsmenn sína til kristni. Guðmundur góði hefur lengi þrjóskast við og Ólafur ferð með her manna á hans fund. Þegar Ólaf ber að garði er Guð- mundur, sem leikinn er af Þor- steini Hannessyni, fyrrum tónlist- arstjóra Ríkisútvarpsins, einmitt að gifta dóttur sína Emblu, sem María Bonnevie leikur, Aski, sem Gottskálk D. Sigurðarson leikur. Ólafur lætur til skarar skríða, en Guðmundur neitar að beygja sig. Það er ekki fyrr en Ólafur reyrir stúlkuna við stólpa inni í hofinu og kveikir í að goðinn brotnar og ját- ast undir kristni. Eineygður og_____________ ofbeldisfullur Sluðmaður Egill Ólafsson fer á kostum sem Ólafur Noregskonungur. Gervi hans er sterkt og það er eiginlega hálfóhugnanleg að sjá þennan myndarmann umbreytast í ein- eygðan, ofstækisfullan víkinga- höfðingja. Ekki voru svipbrigði Þorsteins Hannessonar minni er hann fylgist harmi sleginn með því þegar dóttir hans er hlekkjuö við staurinn í hofinu og verður logunum næstum að bráð. Jón Tryggvason r hlutverki Asks, á myndinni má vel sjá handbragð bún ingahönnuðarins, Karls Júliussonar. Íslendingar i______________ aðalhlulverki______________ Þrátt fyrir að við Islendingar sé- um smáir í norrænu samstarfi og greiðum ekki nema lítinn hluta af kostnaði við gerð sjónvarpsþátt- anna og kvikmyndarinnar er hlut- ur Frónbúans í gerð þessa verk- efnis ekki svo smár. Eins og áður var sagt þá leikstýr- ir Hrafn Gunnlaugsson myndinni, auk þess að vera höfundur hand- ritsins ásamt Jonathan Rumbold. Sextán ára gamall Reykvíkingur, Gottskálk D. Sigurðarson, leikur Ask. Egill Ólafsson leikur Ólaf Tryggvason Noregskonung. Jón Tryggvason leikur Ketil, en Þor- steinn Hannesson Guðmund góða. Að sjálfsögðu leikur svo Helgi Skúlason, hann sjáum við í hlutverki Þorgeirs. Þar að auki verða margir aðrir Islendingar í ýmsum smærri hlutverkum. Þáttur þeirra Karls Júlíussonar og Þórs Vigfússonar er heldur ekki smár. Karl hefur hannað alla búningana og er ekki hægt að segja annað en að honum hafi tek- ist vel til við það verk. Þór Vigfús- son hefur hins vegar annast smíði leikmuna og er það ekki síður mikilvægt í slíku verkefni. Þar sem myndin er tekin upp með íslensku tali hafa erlendu leikararnir setið sveittir við að læra íslensku.Ekki er hægt að segja annað en að norsku stúlk- unni Maríu Bonnevie hafi tekist vel upp, því það hljómar mjög eðli- lega þegar hún eggjar föður sinn að gefa ekki eftir: „Ekki hugsa um mig, faðir minn. Óðinn og Freyja munu hefna mín“, segir hún með miklum tilþrifum í atriðinu í hof- inu. Frumsýning 1992_____________ Áætlað er að kvikmyndin verði tilbúin vorið 1991. Sjónvarpsþætt- irnir, sem verða fjórir, hver klukkutími á lengd, verða komnir á markað þá um haustið. Ekki er ólíklegt að þættirnir verði sýndir í norrænu sjónvarpi þá um veturinn en vegna þessa mun kvikmyndin sjálf ekki verða frumsýnd á Norð- urlöndunum fyrr en árið 1992. Kvikmyndahópurinn fer héðan frá Hellesylt í lok ágúst til íslands og verður myndað á Reykjanesi og á fleiri stöðum í haust. Bein lína um breyttar gjaldeyrisreglur! Breytingar á gjaldeyrisreglum á íslandi eru framundan. í meginatribum stubla Ibœr ab frjálsari gjaldeyrisvibskiptum. Vibskiptavinum Islandsbanka og öbrum þeim sem hafa áhuga á ab kynna sér nánar áhrif þessara breytinga er velkomib ab hringja í UPPLÝSINGASÍMA ÍSLANDSBANKA: 91-679455 Síminn er opinn frá kl. 9.15-16.00 alla virka daga. ISLANDSBANKI -í takt við nýja tíma!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.