Alþýðublaðið - 18.09.1990, Síða 4

Alþýðublaðið - 18.09.1990, Síða 4
4 VIÐHORF Þriðjudagur 18. sept. 1990 MPYMMMD Ármúli 36 Simi 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakiö Þ J ÓÐA RS AMSTAÐA UM ÁLVER Félagsvísindastofnun Háskólans hefur gert þjóðmálakönnun um afstöðu Islendinga til byggingar og staðsetningar nýs álvers. Niðurstöðurnar eru sláandi: Nær einróma meirihluti vill nýtt álver og flestir vilja að álverið rísi á Keilisnesi. Heildarúrtakið var eitt þúsund manns á aldrinum 18—75 ára sem tekið var úr þjóðskrá. Um 68% fólks eru hlynnt því að ráðist verði í byggingu nýs álvers á íslandi. 18% eru andvíg og nærri 15% hlutlaus eða óráðin í af- stöðu sinni. 41 % þeirra sem hlynntir eru álveri vill að það rísi á Keilisnesi, 21 % velur Dysnes og 18% velja Reyðarfjörð. Um 21 % gerir ekki upp á milli staða. Sé því tekið hlutfall þeirra sem taka afstöðu, vill 51 % að álverið rísi á Keilisnesi. Athyglisvert er, að stuðningur við álverið er almennur meðal stuðningsmanna allra stjórnmálaflokkana. Mestur er stuðningur- inn við nýtt álver meðal Alþýðuflokks, 87% og því næst Sjálf- stæðisflokks, 83,3%. En stuðningurinn er einnig hár meðal stuðningsmanna annarra flokka; 75,4% hjá framsóknarmönnum, 46,2% hjá alþýðubandalagsmönnum og 44,7% meðal kjósenda Kvennalistans. Pjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar gefur því skýra mynd af vilja þjóðar: íslendingar vilja byggingu nýs álvers og að það rísi á Keilisnesi. Þessi mikla þjóðarsamstaða um álverið er í fullu samræmi við vilja hinna erlendu viðsemjenda og því ætti samn- ingsgrunnurinn að vera góður á lokastigi málsins. Niðurstöður þjóðmálakönnuninnar er ennfremur sterk stuðningsyfirlýsing ís- lendinga við embættisstörf og afgreiðsiu Jóns Sigurðssonar iðn- aðarráðherra í álmálinu. RADDIR Einar Birnir Eigin f jaðrir og annarra Nýstofnað fyrirtæki, ísteka, hefur sl. tvo mánuði haft iyfja- verksmiðju, sem fyrrum til- heyrði þrotabúi G. Ólafsson hf., á leigu og er með skamm- tímasamning aðeins um fram- hald þeirrar ieigu. Engu að síð- ur má skilja af grein á við- skiptasíðu Mbi. 13. sept. sl. að nú loksins væri framkominn aðiii sem nokkur afrek gæti unnið. Fylprófið umtalaða er Ijómandi gott framlag til lífefnaiðnaðarins en það er bara ekki framlag ísteka né hugmynd, einu sinni ekki hug- mynd Harðar Kristjánssonar eins. Fylprófið og tilurð þess er loka- punktur prófana og tilrauna sem hér á landi voru unnin í samvinnu þriggja aðila, þ.e. Tilraunastöðvar Háskólans að Keldum, G. Ólafsson hf. og Lífefnafræðistofu lækna- deildar Háskóla íslands. Sannleikur málsins er sá að hið fyrsta prófið í þessari lotu var al- gerlega hannað og unnið af þeim Eggert Gunnarssyni og Ólafi And- réssyni, sérfræðingum á Keldum, og í raun eru allar aðrar tilraunir og endurbætur byggðar á þeim grunni. Reyndar má gjarnan koma hér fram um leið þakklæti til þeirra Guðmundar Péturssonar læknis, forstöðumanns Tilraunast. Keld- um, og Páls A. Pálssonar, þáver- andi yfirdýralæknis, sem alla tíð hafa sýnt þessum þróunarverkefn- um sérstaka velvild. Þetta próf var ómissandi þáttur í skipulagi og hagræðingu fram- kvæmda við söfnun til hormóna- vinnslu G. Ólafsson hf. og eins og að líkum lætur fundu eigendur hryssna fljótt hversu þýðingarmik- ið prófið var vegna þeirra eigin rekstrar og því var með árunum æ meiri ásókn, utan blóðsöfnunar- innar, í prófið sem slíkt. Það hefur því um alllangan tíma verið á dagskrá að fá fram próf sem sameinaði öryggi hins fyrra og einföldun framkvæmdar og helst styttan biðtíma einnig (hluti einföldunar). Það var vissan um allnokkurn markað hérlendis og vonin um verulegan markað erlendis, sem var mestur hvati þess að samvinna áðurnefndra þriggja aðila hélt áfram einmitt um þetta sérstaka þróunarverkefni. Miðjumaður og samræmingar- aðili flestra sameiginlegra verk- efna þessa þrílita hóps hefur frá upphafi verið Bergþóra Jónsdóttir, framleiðslustjóri hjá G. Ólafsson hf., og æði er langt síðan við þrjú, undirritaður, Bergþóra og Hörður Kristjánsson, fyrst ræddum um áframhaldandi þróun fylprófsins til þeirrar veru sem hið nýja próf býr nú yfir. Það verður að segjast eins og er að mér er það mjög til efs að hefði Hörður Kristjánsson ekki verið starfsmaður G. Ólafsson hf. og tek- ið þátt í framþróun margvíslegra mála þar og í þróunarverkefnum sem fyrirtækið átti með áður- nefndum innlendum og reyndar erlendum aðilum einnig, hefði honum nokkru sinni dottið fylpróf í hug hvað þá að vinna að þróun þess. Ég hefi aldrei dregið í efa hæfni eða kunnáttu Harðar Kristjáns- sonar og trúi því ennþá staðfast- lega að hann sé sá dugandi vís- indamaður sem við bundum í upp- hafi vonir við, en því sorglegra er að sjá hann brjóta, ég vona í gá- leysi, þá sjálfsögðu skyldu hvers al- vöruvísindamanns að geta hverju sinni grundvallarverka sinna og frumkvöðla, en þó umfram allt samstarfs síns við aðra vísinda- menn um framgang og þróun verkefnis, sem um er rætt hvort sem um áfangaskýrslu eða loka- skýrslu er að ræða. Það voru eðlilegir hlutir og í samræmi við stöðu mála þá að hið fyrra prófið var fullunnið á Keld- um. Það var á sama hátt eðlilegt að lokaþáttur nýja prófsins yrði hjá Herði Kristjánssyni og nú vona ég að hann geri sjálfum sér þann greiöa að gera rétta grein fyrir sameiginlegum afrekum sínum og sinna samstarfsaðila. íslenskum fyrirtækjum trúi ég að sé almennt óskað velfarnaðar hér á landi, einnig ísteka, nýju fyr- irtæki, en hingað til hafa fáum ef nokkrum fyrirtækjum dugað Iáns- fjaðrir til flugsins og allra síst séu þær tíndar af dauðum búki. ísteka ætti að reyna fyrst sínar eigin fjaðrir og sjá hvað þær duga. Reynslu annarra gætu þeir nýtt sé hún þeim tiltæk en skreyting með lausum lánsfjöðrum er vita hald- laus. Ert þú hrœdd(ur) ad keyra þjódvegina? Guðbjörg Hjartardóttir, 26 ára málari: Ég keyri ekki, en sem farþegi óttast ég ekki að keyra þjóðveg- ina. Nei, ég geri það nú reyndar ekki. Maður er auðvitað mismunandi meðvitaður um þær hættur sem því fylgir en ekki þannig að það fæli mann frá því. Ásgeir Pálsson, 22 ára nemi: Nei, alls ekki. Það kemur ekki fyrir. Ég keyri lítið á þjóðvegunum þar sem ég er úr Vestmannaeyj- um, en ég verð að segja að ég ótt- ast það ekki. Ég hef reyndar ekki keyrt þjóðvegina lengi. Helgi Hallgrímsson, aðstoðar- vegamátastjóri: Nei, ég get nú ekki sagt að ég sé hræddur að keyra þjóðvegina. Auðvitað kemur það fyrir að eitt- hvað óvænt kemur upp á en al- mennt séð er ég ekki hræddur. /

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.