Alþýðublaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 8
• • • • • • • • • • • • • • WORCHESTER, (s-Afr. íku): Nelson Mandela sagði hugsanlegt að friðarvið- ræðum við forseta S-Afríku, FiW. de Klerk, yrði hætt ef neyðarfundur Afríska þjóð- arráðsins kemst að þeirri niðurstöðu að tilburðir rík- isstjórnarinnar til að binda enda á óeirðir í Jóhannes- arborg séu ekki nægir. Hbnn sagði á blaðamanna- fundi að þing Afríska þjóð- arráðsins myndi koma sam- an í dag, þriðjudag, til þess að ræða hertar aðgerðir stjórn- arinnar, sem nefndar eru ,,járnhnefinn“, til að bæla niður óeirðirnar. BAGHDAD: írösk yfirvöld segja að háttsettur íranskur embættismaður hafi rætt bætt samskipti þjóðanna og skipti á striðsföngum við embættismenn í Baghdad. MOSKVU: Mikils metinn hagfræðingur í Sovétríkjunum og Níkolaj Ryzhkov, forsætisráðherra, segja að efnahags- hrun vofi yfir Sovétríkjunum nú þegar ráðamenn þar deili um hvernig best sé að breyta þjóðfélaginu í átt til markaðs- búskapar. BRUSSEL: Ríkisstjórnir aðildarríkja Evrópubandalags- ins hafa samþykkt að vísa úr landi íröskum hermálafulltrú- um og takmarka ferðir annarra íraskra sendiráðsstarfs- manna í kjölfar innrásar íraskra hermanna í sendiráð ríkja Vesturlanda í Kúvæt-borg sl. föstudag. Utanríkisráðherrar bandalagsríkjanna 12 samþykktu einnig að setja þrýsting á þau ríki sem grunuð eru um að virða ekki viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna gegn írak, sem samþykkt var í fram- haldi af innlimun Kúvæts í írak. Hins vegar gátu ráðherr- arnir ekki komið sér saman um hversu mikla fjárhagsað- stoð skyldi veita þeim ríkjum sem viðskiptabannið hefur bitnað hvað verst á og hvernig kostnaðinum við hana skyldi deilt á milli bandalagsríkjanna. AMMAN: Samtök hliðholl írökum hótuðu að hefja hryðjuverk gegn Bandaríkjunum ráðist bandarískar her- sveitir á írak. í yfirlýsingu sem gefin var út að aflokinni ráð- stefnu arabískra stjórnmálasamtaka sagði að hryðjuverk gegn Bandaríkjunum yrðu forgangsverkefni samtakanna um leið og Bandaríkin réðust gegn Irökum. WASHINGTON: Varnamálaráðherra Bandaríkjanna, Dick Cheney, rak yfirmann bandaríska flughersins, Micha- el Dugan, í gær eftir að hafa ráðfært sig við Bush Banda- ríkjaforseta. Dugan var rekinn fyrir að segja að Bandaríkin myndu gera loftárás á Baghdad kæmi til stríðs og að sér- stök áhersla yrði lögð á að ráða Saddam Hussein af dög- um. KHAFJI , (Saúdi-Arabíu): írakar safna nú saman ungum Kúvæt-búum og óttast ýmsir að fyrirhugað sé skrá þá í íraska herinn, sem nú ræður ríkjum í landi þeirra. Flótta- menn sem flúið hafa frá Kúvæt yfir landamæri Saúdi-Arab- íu segja að ungir Kúvæt-búar hafi verið handteknir á landamærunum. AMMAN: Fjórir franskir þegnar, sem Saddam Hussein lét lausa, komu til Amman frá Baghdad með flugi íraska flugfélagsins, að sögn vitna. MUNCHEN, (V-Þýska- landi): Helmut Kohl, kansl- ari V-Þýskalands og Francois Mitterrand Frakk- landsforseti ætla að ræðast við í Múnchen á næstunni og þá sérstaklega um fram- tíð Evrópu og ástandið við Persaflóa, að sögn embætt- ismanna í Bonn. ERLENDAR FRETTIR Umsjón: Glúmur Baldvinsson EB-ríkin 12 Visa iröskum hermála- fulltrúum úr landi Mitterrand hefur brugöist ókvæöa við innrés íraskra hermanna í bústað sendiherra Frakklands í Kúvæt. Frakkar ætla nú aö senda aukiö herliö til Saúdí-Arabíu. Frakkar og Bretar hafa rekid fjölda Iraka úr landi í kjölfar innrásar íraskra hermanna í vestræn sendi- ráð í Kúvæt-borg sl. föstu- dag. Frakkar hafa rekið 40 íraska sendiráðsstarfsmenn og aðra embættismenn úr landinu, þar á meðal eru her- málafulltrúar sem starfa við sendiráð Iraks í París og liðs- menn írösku leyniþjónust- unnar. Þetta var gert í fram- haldi af innrás íraskra her- manna í bústað franska sendiherrans í Kúvæt, þar sem fjórir franskir þegnar voru handteknir og færðir á brott. Einum þeirra, frönsk- um hermálafulltrúa, var sleppt skömmu siðar. Mitterrand Frakklandsfor- seti hefur greint frá því að Frakkar hyggist að auki fjölga enn frekar í herliði sínu í Saúdí-Arabíu. Þeir ætla að senda 4 þúsund hermenn til Saúdí-Arabíu á næstu dögum auk skriðdreka og herþotna. írakar hafa neitað fregnum um að hermenn þeirra hafi ráðist inn í vestræn sendiráð og segja þær upplýsingar byggðar á misskilningi. Sadd- am Hussein Iraksforseti gaf út tilskipun um lausn á fjórum frönskum þegnum frá írak. Þegnarnir, 3 karlmenn og eiginkona eins þeirra, komu til Amman frá Baghdad upp úr hádegi í gær og að sögn franska utanríkisráðuneytis- ins höfðu þau verið í haldi í mikilvægum hernaðarmann- virkjum í írak. Saddam hefur einnig sagt að öldruðum og sjúkum Frökkum yrði veitt brottfararleyfi frá írak. Bretar hafa farið að dæmi Frakka og vísað 23 íröskum þegnum og starfsmönnum íraska sendiráðsins í London úr landi. Douglas Hurd, utan- ríkisráðherra Bretlands, sem staddur er á fundi utanríkis- ráðherra EB í Brussel, sagði að ákvörðunin um brottvísun sendiráðsstarfsmannana hefði verið tekin í samráði við hin aðildarríki EB. Evr- ópuríkin 12 hafa ákveðið að reka íraska hermálafulltrúan úr löndum sínum og ætla auk þess að takmarka ferðir íraskra stjórnarerindreka sem eftir verða. Hurd sagði að það væri að fullu réttlæt- anlegt að taka upp hertari að- gerðir gegn írökum. írösku sendiráðsstarfsmönnunum hefur verið gefinn vikufrest- ur til að hafa sig á brott frá Bretlandi en mennirnir 23 hafa örlítið lengri frest. Varnamálaráðherra Pólland Walesa i Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu í Póllandi, til- kynnti í gær að hann muni bjóða sig fram í embætti forseta landsins en gert er ráð fyrir að þing- og for- setakosningar fari fram seinna á þessu ári eða í byrjun þess næsta. Ákvörðun Walesa um framboð var opinberuð í yfir- lýsingu sem lesin var í pólska útvarpinu en þar sagðist hann endanlega hafa gert upp hug sinn í gærmorgun. Með því að gefa kost á sér til forseta sagðist Walesa vera að efna loforð sem hann hefði gefið í ágúst árið 1980 þegar samtök Samstöðu voru stofnuð en þá sagðist hann ætla að berjast gegn einræði kommúnista og koma á lýð- ræði í Póllandi. Ekki er enn vitað hvort Tadeusz Mazowiecki, forsæt- isráðherra Póllands og fyrr- Bandaríkjanna, Dick Cheney, leysti yfirmann bandaríska flughersins, Michael Dugan, frá störfum í gær fyrir laus- mælgi. Dugan sagði í viðtali við Washington Post, sem birt var á sunnudag, að Bandarík- in myndu gera loftárás á Lech Walesa. um ráðgjafi Walesa, muni einnig gefa kost á sér til emb- ættisins. Stuðningsmenn for- sætisráðherrans innan Sam- stöðu segja Walesa ekki hæf- an til að gegna forsetaemb- ætti sökum menntunarskorts og tilhneiginga til að vera of einráður. Walesa hefur ítrekað að hann hafi ekki áhuga á for- setaembættinu sem slíku en Baghdad kæmi til stríðs og að lögð yrði sérstök áhersla á að drepa Saddam Hussein. Cheney sagði að Dugan hefði enga heimild til að ræða slík mál opinberlega og því hefði verið nauðsynlegt að reka hann. segist líta á það sem skyldu sína að koma á lýðræði í Pól- landi sem fyrst. Hann hefur lengi gagnrýnt Mazowiecki fyrir að fara sér of hægt í að koma á breytingum í átt til lýðræðis. Stuðningsmenn Mazo- wieckis segja að hann hafi enn ekki tekið ákvörðun um framboð þrátt fyrir mikinn þrýsting frá sterkum öflum innan Samstöðu. Walesa seg- ist viss um sigur þrátt fyrir mótframboð Mazowieckis og telur það aðeins vafamál hversu stór sigur sinn verði. í dag mun Walesa og leið- togar helstu stjórnmála- flokka Póllands koma saman til að ræða fyrirhugaðar kosningar í landinu. Búist er við að í framhaldi af fundin- um muni pólska þingið fara fram á afsögn núverandi for- seta landsins, Wojciech Jaruzelski. forsetaframboð Gorbatsjov Sovétleiðtogi Ryzhkow sitji áfram Míkhaíl Gorbatsjov Sov- étleiðtogi hafnaði í gær kröfum um afsögn forsæt- isráðherrans, Níkolajs Ryzhkovs. Þetta kom fram á fundi Æðstaráðsins, degi eftir fjöldamótmæli í Moskvu, þar sem að minnsta kosti hundr- að þúsund umótasinnar söfn- uðust saman og kröfðust af- sagnar Ryzhkovs og ríkis- stjórnarinnar samstundis og að markaðsbúskap yrði kom- ið á sem fyrst. Gorbatsjov sagði að afsögn Ryzhkovs og ríkisstjórnarinnar nú væri útilokuð þar sem slíkt mundi leiða til upplausnar í stjórn- málum landsins og aukins óróa í þjóðfélaginu. Sovétleiðtoginn sagði að ríkisstjórnin ætti að sitja þar tii markaðsbúskap væri kom- ið á en að þá væri eðlilegt að stokka upp. Hann hvatti til pólitískrar samstöðu og varaði við pólit- ískum vígaferlum og verkföll- um. Ryzhkov hefur verið kennt um langvarandi matarskort og harðræði í Sovétríkjunum og undanfarið hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir að standa gegn róttækri áætlun um umskipti í átt til markaðsbúskapar, svokall- aðri 500 daga áætlun sem hefur verið kennd við hag- fræðinginn Sjatalín. Sjálfur hefur Ryzhkov lagt fram áætlun sem þykir ekki eins róttæk. Haft hefur verið eftir honum að hann muni segja af sér verði tillaga hans ekki samþykkt. Gorbatsjov hefur lýst stuðningi sínum við 500 daga áætlun Sjatalíns.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.