Alþýðublaðið - 21.09.1990, Page 1

Alþýðublaðið - 21.09.1990, Page 1
MÐIÍBLMÐ Alctu ekki út i óvissuna aktu ó Ingvar Helgason hf. Sævarholóa2 Simi 91-67 4000 FÖQ TiinArjip ruo 1 UUAUUK 142. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR ■BHnannaaaannaaanaHaai LÍTRYGGING AN HEILSUFARSSKYRLU: Stofnað hefur verið nýtt líftryggingarfélag, Líftryggingarfélag ís- lands hf. Að félaginu standa Brunabótafélag Islands, Líf- tryggingar GT, Líftryggingarfélagið Andvaka GT og Vá- tryggingafélag íslands hf. Félagið hefur kynnt nýtt form líf- tryggingar sem byggist meðal annars á því að engin heilsu- farsskýrsla er tekin af tryggingartaka heldur líftryggir hann sig með því einu að greiða gíróseðil sem hann fær sendan heim. Á næstu dögum má þorri íslendinga á aldr- inum 20—50 ára eiga von á slíkum seðli. NÝTT FYRIRKOMULAG VIÐ HJARTAAÐGERÐ- IR I L0ND0N: Nýtt samkomulag hefur tekist á milli Tryggingarstofnunar og St. Anthony’s-sjúkrahúsins í Lund- únum um hjartaskurðlækningar. Leitað var tilboða hjá sjúkrahúsum í Lundúnum vegna meiriháttar hjartaskurð- aðgerða annarra en hjartaflutninga. Tilboð St. Anthony’s. var hagstæðast og því munu flestir íslendingar sem þarfn- ast hjartaaðgerðar sem ekki eru framkvæmdar hér á landi fara til St. Anthony’s-sjúkrahúsins í framtíðinni. VESTUR-NORÐURLÖND STANDI SAMAN GAGNVART EB: Jónatan Mosfelt formaður græn- lensku landsstjórnarinnar, sagði í gær að Færeyjar, Græn- land og íslands ættu að sameinast um stefnu gagnvart Evr- ópubandalaginu. Grænlendingar sögðu sig úr EB árið 1985 en miklar umræður hafa verið um að endurnýja aðild þess upp á síðkastið. HLUTABRÉF í SÆPLASTIHF. TIL SÖLU: Kaupþing Norðurlands hf. og Kaupþing hf. hafa hafið sölu á hluta- bréfum í Sæplasti hf. á Dalvík vegna hlutafjáraukningar í fyrirtækinu. í gær voru um 40% bre'fanna seld. Núverandi hlutahafar neyttu forkaupsréttar síns að hluta og juku hlutafé sitt um 10 milljónir. Á almennum markaði voru hlutabréf að andvirði um 6 milljónir króna. SJÁLFVIRK SKULDFÆRSLA TÉKKHEFTA: Eins og flestir viðskiptavinir bankanna vita fer mikill tími í sölu og afgreiðslu tékkhefta, en íslendingar nota tékka í við- skiptum allra þjóða mest, eins og kunnugt er. Til að losna við þennan afgreiðslutíma eru bankar og sparisjóðir nú í þann veginn að taka upp beina skuldfærslu á andvirði af- greiddra tékkhefta, þannig að viðskiptamenn þurfa ekki lengur að hafa handbæra peninga eða „eyðá’ fyrsta tékk- anum í að borga fyrir heftið. • Upplýsingar um úttektina birtast að sjálfsögðu á næsta reikningsyfirliti og gilda þá sem kvittun bankans, en fyrir- tæki sem þurfa sérstakt fylgiskjal vegna bókhalds, geta fengið aukakvittun, sem tölvan skrifar. Þetta nýja fyrir- komulag verður tekið í notkun til reynslu á einum af- greiðslustað föstudaginn 21. sept., en að fáum dögum liðn- um verður það einnig tekið í notkun hjá öllum afgreiðslu- stöðum banka og sparisjóða sem beintengdir eru Reikni- stofu bankanna. LESÐARÍNN i DAG Alþýðublaðið fjallar í leiðara dagsins um hina miklu byltingu sem orðið hefur í húsnæðismálum (slend- inga í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur sem félagsmála- ráðherra. Blaðið segir, að nú þurfi að taka skrefið til fulls og loka gamla biðraðakerfinu endanlega. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: BYLTING í HÚSNÆÐIS- MÁLUM. Staðsetning álvers Guðmundur Einarsson, að- stoðarmaður iðnaðarráðherra, ræðir um staðsetningu álvers í blaðinu í dag. Var þetta tómt sjónarspil og allt unnið til einskis? spyr hann. Ekkert knýr þar / a... Tryggvi Harðarson, blaða- maður Alþýðublaðsins, svarar gagnrýni Helgu Guðrúnar Jónsdóttur, fulltrúa hjá Upp- lýsingaþjónustu landbúnaðar- :ins, á fréttaskýringu hans um drög að nýjum búvörusamn- lingi. Jón Erlingur í atvinnumennsku? Þorlákur Helgason blaða- Imaðurokkarí Stokkhólmi segir frá viðbrögðum Svía við sigri Fram á Djurgárden. Sænski sjónvarpsþulurinn spáði að Jón Erlingur Ragnarsson fengi atvinnutilboð frá Svíum. Ódýr EB-matur á markað hér? EB hyggst birta lista yfir landbúnaöarvörur sem bandalagið vill selja inn á markað EFTA-landanna. — Landbúnaðarráðherra telurað breytingin hérá landi verði ekki mikil. — Neytendasamtökin íhuga stefnubreytingu varðandi innflutning landbúnaðarvara Frá Stokkhólmi bárust blaðinu þær fréttir í gær að Evrópubandalagið muni í næsta mánuði birta lista yfir landbún- aðarvörur sem það vill fá að selja inn á markað EFTA-landanna hafta- laust. Einnig herma fregnir frá Brussel að EB muni krefjast þess að EFTA dragi úr tollvernd og niðurgreiðslum, en þær eru að jafnaði miklu hærri í EFTA-löndunum heldur en í EB. Eðlilega spyr fólk því hvort þetta þýði að mat- vöruverslanir muni í náinni framtíð fyllast af erlendum landbúnaðarvörum í sam- keppni við okkar eigin, — að vísu mun ódýrari en okkar. ,,Nei,“ segir land- búnaðarráðherra, Stein- grímur Sigfússon, „mér sýnist að breytingin verði ekki mikil”. Ráðherra sagði að und- anfarið hefðu staðið yfir viðræður þar sem EB-ríkin vildu fá útvíkkun á svo- nefndri Bókun 2 í samningi EFTA og EB en hún fjallar um unnar landbúnaðarvör- ur sem fara á frílista. Eftir sem áður væri þó hægt að beita jöfnunargjöldum til að vega upp á móti öllum niðurgreiðslum og verð- mun á vörunum milli landa. Það sem myndi breytast væri að ekki væri leyfilegt að setja innflutningskvóta á þessar vörur og ekki heim- ilt að banna innflutning nema á grundvelli viður- kenndra heilbrigðisráðstaf- ana. Um þær ráðstafanir sem gripið yrði til ef EFTA gengi inn á þetta sagði Steingrím- ur að athugað yrði hvaða breytingar þetta hefði í för með sér fyrir okkur og skoðað hvaða heimildir til jöfnunargjalda væri skyn- samlegt að við nýttum okk- ur. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasam- takanna, sagði í gær að ekki kæmi á óvart þó ríki EB vilji fá að flytja út mat- væli til okkar á sömu kjör- um og við til þeirra. Það liggi fyrir að landbúnaðar- Steingrímur Sigfússon landbúnaðarráöherra (ásamt Guð- mundi Bjarnasyni heilbrigðisráðherra) telur að koma megi á jöfnunargjöldum og vísar til heilbrigðisráðstafana. A-mynd: E.ÓI. vörur eru dýrar hér á landi og Neytendasamtökin geri sér mjög vel grein fyrir því að ein besta kjarabót sem hægt er að gera hérlendis sé að lækka verð á þessum vörum. Það megi gera m.a. með því að markaðurinn fái að ráða bæði í fram- leiðslu og sölu, þ.e. aukin samkeppni og samkeppni erlendis frá yrði af hinu góða út frá neytendasjónar- miði. Fram til þessa hafa Neyt- endasamtökin stutt inn- flutningsbann á búvörum á meðan innlend gæðafram- leiðsla er fyrir hendi. Nú-er aftur á móti ítarlega rætt innan samtakanna hvort breyta eigi þessari stefnu til hagsbóta fyrir neytendur. Ákvörðun um hvort sett verður fram krafa um frjáls- an innflutning búvara verð- ur tekin á þingi samtak- anna 20. okt. n.k. Það sé ljóst að hagsmunir neyt- enda mæla með að svo verði gert. Einu eðlilegu takmarkan- irnar eru hollustukröfur og að framleiðendur hér sitji við sama borð og framleið- endur í þeim löndum sem flutt er inn frá, sagði Jó- hannes Gunnarsson. - SJÁ EINNIG FRÉTT Á BLS. 3 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um byggingarsjóöina: DAUÐADÓMUR yfir gamla húsnæðiskerfinu „Þó svo að útlánastarf- semi byggingarsjóðanna væri hætt nú þegar yrði ekki komið í veg fyrir að eigið fé Byggingarsjóðs ríkisins gengi til þurrðar eftir 15 ár, eða á árinu 2005, og eigið fé Bygging- arsjóðs verkamanna eftir ellefu ár, eða á árinu 2001,“ segir í skýrslu Rík- isendurskoðunar um fjár- hagsstöðu þeirra. Þá segir í sýrslunni: „Marg- ar af forsendum að baki al- menna húsnæðislánakerfinu frá 1986 hafa brugðist að verulegu leyti. Eftirspurn varð mun meiri en áætlað var, vaxtamunur meiri en gert var ráð fyrir, framlög úr ríkissjóði lægri en reiknað var með auk þess sem fé vegna skuldabréfakaupa líf- eyrissjóðanna skilar sér nokkru síðar en gert var ráð fyrir í upphafi.” Um skuldbindingar sjóð- anna segir: „Til þess að standa undir þeim skuldbind- ingum, sem nú þegar hvíla á Byggingarsjóði ríkisins, þyrfti árlegt framlag sjóðsins að vera að meðaltaíi um 460 milljónir króna fram til ársins 2005. Framlagið til Bygging- arsjóðs verkamanna þyrfti að vera 370 milljónir króna á ári að meðaltali til ársins 2016. í þessu sambandi er miðað við að árlegt framlag ríkissjós mætti rekstrarhalla sjóð- anna. Hætti sjóðirnir strax út- lánastarfsemi sinni jafnframt því sem framlög ríkissjóðs féllu niður þyrfti í árslok árið 2028 að leggja sjóðunum til 62 milljarða króna tii þess að gera upp skuldir við lána- drottna. Haldi sjóðirnir áfram starf- semi sinni óbreyttri frá því sem nú er til ársloka árið 2028, jafnframt því sem fram- lög A-hluta ríkissjóðs haldist óbreytt frá því sem þau eru nú í ár og þörf sjóðanna fyrir lánsfé verði svarað allan tím- ann, mun vanta um 400 millj- arða króna til þess aö geta gert upp að fullu við lána- drottna sína í árslok 2028.“ ItlTSrJÓRN rc 681866 — 83320 - FAX 82010 * ASKRIFT OG AUGLYSINGAR r 681866

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.