Alþýðublaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 2
2 FRÉTTASKÝRING Föstudagur 21. sept. 1990 Fólk Litbrigði jarðarinnar kvikmynduð Talarðu LGP- mál — eða kannski LSP- mál? Það er ekki ofsögum sagt að almenningur á afar erfitt með að skilja há- lærða spekinga, þegar þeir reyna að gera sig skiljanlega á íslensku um sérfræði sín. Einar B. Pálsson skrifar merkilega grein sem hann kallar Móðurmálið og Háskól- inn, og birtist í Fréttabréfi Háskóla íslands. Er þar fjallað um þetta vanda- mál, yfirþyrmandi ásókn erlendra tungumála og það að íslenskunni virðist oft orðavant, þegar sér- fræðingar vilja tala ís- lensku. Segir Einar að er- lendis sé farið að tala um tvennskonar málfar, LGP, sem er ensk skammstöf- un fyrir venjulegt talmál, — og svo LSP sem er mál- far fræðinganna, orð sem fyrirfinnast helst í fag- orðabókum. Einar Ben. á ferli i Herdísarvík ? í fyrrnefndu fréttabréfi Háskólans er skemmtileg frásögn af Herdísarvík, fyrrum bústað Einars Benediktssonar, stór- skálds og viðskiptajöfurs, nú orlofsbústað, sem starfsfólk Háskólans snið- gengur að vísu. Hvað um það, — sagan segir að einn af fáum gestum hafi í ágúst verið í vondu veðri við þá iðju að þýða dul- rænan texta fyrir Al- menna bókafélagið. Bar þá svo við að gestabók hússins féll á gólfið og lá opin á þeim stað sem eft- irfarandi var skráð: fímmti maður i spilinu „Ár 1982, laugardag 18. september 1982. Kl. 9:20 fyrir hádegi sát- um við undirritaðir að spilum hér í Herdísarvík í upphafi spilavertíðar. Bar þá svo við að einn af oss var að gefa spilin meðan hann sat yfir, fullkomlega allsgáður og vel fyrirkall- aður. Áttar hann sig á því í lok gjafar að hann hefur gefið spilin í 5 staði, og má telja víst að Einar Benediktsson hafi þá ætl- að sér að taka þátt í spil- unum. Á þeim tæpum 30 árum sem við höfum saman spilað hefur slíkur atburður aldrei átt sér stað. Þennan dulræna at- burð vottum vér allir með undirskrift vorri og að rétt er farið með öll at- riði." Og undir þetta skrifa þeir spilafélagar Tryggui Ásmundsson, Björn Björnsson, Höskuldur Jónsson og Gudmundur Magnússon. Þessa dagana standa yf- ir síðustu tökur á nýrri sjónvarpsmynd sem Sjón- varpið hefur ráðist í að gera eftir sögu Ólafs Jó- hanns Sigurðssonar, Lit- brigði jarðarinnar. Mynd þessi verður í tveim- ur þáttum og búist er við að sýna þá í Sjónvarpinu um páskana. Leikstjóri myndarinnar og höfundur handrits er Ágúst Guðmundsson en Páll Reynis- son er kvikmyndatökumað- ur. Sagan Litbrigði jarðarinnar greinir frá æskuást ungs sveitapilts þar sem árstíðirn- ar og litir þeirra leika stórt hlutverk og endurspegla hug- arástand drengsins á hverjum tíma. Það var Sveinn Einarsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, sem átti hugmyndina að því að gera mynd eftir sögunni. Þegar hann hóf störf hjá Sjón- varpinu var þetta ein af þeim hugmyndum sem hann lagði á borðið og vildi fram- kvæma. Hann hafði að lokum sam- band við Ágúst Guðmunds- son og tökur hófust í apríl sl. Myndin, líkt og sagan, spannar allar árstíðirnar fjór- ar. Tveir ungir leikarar fara með aðalhlutverkin, þau Steinunn Ólína Þorsteinsdótt- ir, sem leikur Sigrúnu Maríu, og Hjálmar Hjálmarsson, sem fer með hlutverk Guð- mundar. Steinunn Ólína hefur ný- lokið námi í leiklist í London en Hjálmar útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands árið 1987. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson fara með aðalhlutverkin í Litbrigðum jarðarinnar Þegar blaðamaður Alþýðu- blaðsins spjallaði við Ágúst Guðmundsson í hríðarhrag- landa á tökustað uppi undir Tungnafelli sagðist hann hafa farið í einu öllu eftir sögunni. Öll samtöl hefðu t.d. verið tekin beint upp úr bókinni. Því má segja að einungis sé verið að kvikmynda söguna eins og hún kom frá Ólafi Jó- hanni en ekki búið til kvik- myndahandrit sem byggist sögunni eins og oft er. Ágúst lauk miklu lofsorði á ungu leikarana og sagði þau hafa réttu kímnigáfuna sem þarf til að vinna að verkefni sem þessu. Eins og fyrr sagði er Lit- brigði jarðarinnar mjög myndræn saga og því mæðir mjög mikið á Páli Reynissyni kvikmyndatökumanni því eins og hverjum manni ætti að vera ljóst er það ekki áhlaupaverk að koma hinni hárfínu stemmningu sögunn- ar til skila í myndinni. Páll segir verkið sannar- lega erfitt en vonar að þeir séu á réttri braut. Takmarkið Hér eru þeir Páll Reynisson kvikmy ndatökumaöur, Sveinn Ein- arsson dagskrárstjóri og Ágúst Guðmundsson leikstjóri á töku- stað. er að myndin líði þægilega fram hjá án þess að áhorfand- inn verði mikið var við kvik- myndatökuna sjálfa. Hann er mjög ánægður með þann afrakstur sem hann hefði nú þegar séð og virðist sem árstíðarskiptin hafi komist vel til skila. í reynd er það mjög fá- mennt „teymi" sem stendur að gerð myndarinnar, eða um 10 manns, en Páll og Ág- úst voru sammála um að þessi hópur hefði unnið ótrú- lega vel saman. Einungis fjórir menn hafa staðið bak við myndavélina og þykir það mjög lítið þegar haft er í huga umfang verks- ins. Rikið lækkar vexti — beðið eftir bönkunum Rikið hefur nú ákveðið að lœkka vexti á rikisvixlum um 2%. Fara þeir þá úr 12% i 10%. Eitt grundvallaratriði við gerð núgild- andi kjarasamninga, þjóðarsáttar, var að ná vöxtum niður. Með minkandi verðbólgu hafa vextir vissulega Isekkað en sama verður ekki sagt um raunvexti. TRYGGVI HARÐARSON SKRIFAR I fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu segir að ár- angur sá sem náðst hefur í efnahagsmálum að undan- förnu hafi nú skapað forsend- ur fyrir lækkun raunvaxta og sé ákvörðun fjármálaráð- herra um lækkun vaxta nú tekin í trausti þess að bank- arnir fylgi í kjölfarið með lækkun nafnvaxta. 10% raunvextir Verðbólgan nú er talin vera um 4% en ávöxtun óverð- tryggðra skuldabréfa bank- anna er nú að meðaltali rúmalega 141/2% þannig að raunvextir eru yfir 10%. Það þykja eflaust mörgum háir vextir, a.m.k. þeim sem eiga að greiða þá. Með þessu er ríkið að lækka sína ávöxtun- arkröfu niður í u.þ.b. 6% raunávöxtun. Hlýtur það að leiða til að bankarnir lækki sína vexti. Þjóðarsáttin svokölluð byggðist á að fram næðist veruleg vaxtalækkun. Það hlýtur því að vera krafa jafnt launþega sem og atvinnurek- enda að peningastofnanir notfæri sér ekki minni verð- bólgu til hækkunar raun- vaxta og aukins gróða. Af- koma bankana hefur verið góð að undanförnu og þeir standa vel. Þeir geta því vart skorast undan að lækka sína vexti. Auk þess eru öll ytri skil- yrði peningamarkaðarins þess eðlis að vaxtalækkun er eðlileg. Lausafjárstaða bank- anna hefur batnað verulega á þessu ári eða úr um 10 millj- örðum í 17 milljarða. Þá hef- ur eftirspurn eftir fjármagni farið minnkandi og því engin ástæða fyrir bankana að halda uppi núverandi vaxta- stigi. Vextir verðlryggðrq lána hafa hækkað Vextir á verðtryggðum út- lánum bankanna voru að meðaltali 8% í byrjun júlí en eru nú um 8,2%. Virðist það skjóta nokkuð skökku við ástand peningamarkaðarins. Á sama tíma eru raunvextir á spariskírteinum í almennri sölu 6%. Það verður því ekki séð að vaxtastig spariskír- teina komi í veg fyrir að bankarnir og aðrar peninga- stofnanir lækki sína vexti. Þá hafa átt sér stað miklar breytingar í bankakerfinu. Bankar hafa sameinast í hag- ræðingarskyni og bíða menn ávaxtanna af því. Bankakerf- ið hér á landi hefur þótt dýrt, bankar allt of margir og mis- munur á innláns- og útláns- vöxtum því of mikill. Færri bankar og bætt rekstrarskil- yrði ættu því einnig að leiða af sér lægri vexti. Það stendur vissulega upp á ríkið að halda vöxtum í skefjum og því eðlilegt að það ríði á vaðið. Bankar og peningastofnanir hljóta að fylgja í kjölfarið. Aðilar vinnumarkaðarins, jafnt vinnuveitendur sem launþeg- ar, hljóta einnig að krefjast þess að vaxtastigið í landinu sé í takt við það sem er að gerast í efnahags- og pen- ingamálum þjóðarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.