Alþýðublaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.09.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 21. sept. 1990 INNLENDAR FRETTIR 3 FRÉTTIR í HNOTSKURN FLUGLEIÐIR FÁ BRÁÐABIRGÐAHÆKKUN: Eids- neytisverð hefur hækkað mikið að undanförnu og bitnar það m.a. á flugrekstrinum. Flugleiðir hafa nú fengið leyfi samgönguráðuneytis til að hækka fargjöld um 3,5% frá 1. október. Er það lítillega minna en félagið fór fram á. Hækk- un þessi er veitt með því fororði að fylgst verði með þróun verðlags á eldsneyti á næstu vikum og þessi ákvörðun þá endurskoðuð, ef nauðsyn ber til. UTANRÍKISRÁÐHERRA RÆÐIR VIÐ BIRNU: jóu, Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra átti fund á mánudaginn með Birnu Hjaltadóttur, sem nýkomin er heim frá Kúvæt. Ræddu þau meðal annars ástandið við Persaflóa og í Kúvæt, og stöðu íslendinganna sjö sem enn eru innlyksa í landinu. SKJALAFLÓÐIÐ 0G TÆKNIN: Sagt er að all- stórar matvörubúðir eigi gömul skjöl sem fylla gjör- samlega stór geymsluhús- næði. Þetta er gert lögum samkvæmt, — enda þótt allir viti að erfitt muni að finna fylgiskjöl, eigi að grípa til þeirra á annað borð. Nútímatæknin gerir þessa geymslu auðvelda með notkun örgagna og ljósdiska, þar sem geyma má hverskonar skjöl og upplýsingar. Stjórnunarfélag ís- lands fær á næstunni til sín fyrirlesara, David O. Steph- ens, en hann er forseti og aðalframkvæmdastjóri alþjóð- legra samtaka skjalastjórnenda. Námsstefna um þessi mál verður haldin á Höfða á Hótel Loftleiðum 2. október, eink- um ætluð stjórnendum sem annast skrifstofurekstur og skjalastjórn. Innritun er hafin hjá Stjórnunarfélaginu. TRYGGINGAFÉLÖG HJÁLPA IÐNSKÓLA: verk- námsdeildir Iðnskólans í Reykjavík hafa verið í hálfgerðu fjársvelti og hefur þeim reynst stöðugt erfiðara að gegna hlutverki sínu af þeim sökum. Tryggingafélögin hafa nú komið til hjálpar þeim þætti þar sem fram fer verkleg kennsla í réttingum. Telja félögin sig eiga mikið undir því að verkþekking iðnaðarmanna sé góð. Hafa tryggingafyr- irtækin ákveðið að gefa Iðnskólanum 9 bifreiðar sem verk- efni fyrir nemendu r í bifreiðasmíði. Verða bílarnir afhentir á næstu fimm árum. Myndin er frá athöfn þegar Ingi R. Helgason, forstjóri VIS afhenti Ingvari Asmundssyni, skólameistara, gjafarbréf tryggingafélaganna. RÁÐHERRA TIL BÚDAPEST: Jón Sig- urðsson, viðskipta- og iðn- aðarráðherra, er nú í Ung- verjalandi í opinberri heim- sókn í boði Bela Kádárs og Akos Peder-Bod, sem gegna störfum iðnaðar- og viðskiptaráðherra þar í landi. Jón verður viðstadd- ur opnun mikillar alþjóð- legrar vörusýning ar í Búda- pest, en þar var íslending- um og Finnum sérstaklega boðið að kynna framleiðslu sínaogþjónustu. Munu Islendingar leggjasérstaka áherslu á nýtingu jarðhita og sölu á íslenskum búnaði og þekkingu í því sambandi. Einnig munu ullarvara, sjávarafurðir og lagmeti eiga sinn bás á sýningunni. SANNUR ÍSLANDSVINUR: Aðaleigandi stórfyrir- tækisins Tetra Pak, sem framleiðir mjólkurfernurnar sem íslendingum eru að góðu kunnar, heitir dr. Gad Rausing. Hann er fornleifafræðingur að mennt. Dr. Rausing hefur mikinn áhuga á íslandi — burtséð frá mjólkurfernuvið- skiptunum — og hefur sýnt í verki vinsemd sína. Á síðasta ári beitti hann sér fyrir því að fyrirtækið gaf 40 milljónir ísl. króna í því skyni að tryggja framtíð kennarastóls í ís- lensku við Oxford-háskóla, sem kenndur er við Guðbrand Vigfússon. í dag mun dr. Rausing verða sæmdur fálkaorð- unni fyrir þá rausn sem hann hefur sýnt. Annað kvöld heldur forseti íslands dr.Rausing kvöldverðarboð. Evrópubandalagiö gerir kröfu til EFTA-landanna: BIIRTU MEÐ TOLLMÚRANA Frá Þorláki Helgasyni, Alþýdublaö- id, Stokkhólmi. Evrópu bandalagið mun í næsta mánuði birta lista yfir landbún- aðarvörur sem það vill fá að selja inn á markað EFTA-landanna, hafta- Iaust. í fréttum frá Brussel segir að EB muni krefjast þess að EFTA dragi úr tollvernd og niðurgreiðslum. EFTA-ríkin hafa fram að þessu hafnað því að ræða landbúnaðar- vörur, en nú óskar EB eftir því að reglur og ákvæði á þessu sviði verði sam- ræmdar milli samtakanna. Fram til þessa hafa EB-ríkin við Miðjarðarhaf haft mestan áhuga á að EFTA-markaðurinn opnist upp á gátt fyrir afurðir að sunnan. En nú hefur þeim sunnanmönnum bæst liðs- styrkur, því Þýskaland og Holland hafa tekið undir kröfur þeirra. Niðurgreiðslur eru að jafnaði miklu hærri í EFTA-löndum en í löndum Efnahagsbandalagsins. I Finnlandi, Noregi og í Sviss eru niðurgreiðslur til út- flutnings ásamt tollaíviln- unum metnar 70% af fram- leiðsluverðmætum. Út- flutningsbætur á íslandi hafa ennfremur verið mikl- ar, en útflutningur landbún- aðarvara frá Islandi þó dregist mjög saman undan- farin ár og er raunar sáralít- ill í dag. Sœnskir hrifnir af FRAM: Jón Erlingur í atvinnumennsku? Frá Þorláki Helgasyni, Alþýöubladid, Stokkhólmi. Nú er það spurningin hvort Jón Erlingur Ragn- arsson, hinn knái kappi í knattspyrnuliði Fram, fær ekki boð um atvinnu- mennsku í Svíþjóð. Að minnsta kosti verður það svo, ef þulurinn í sænska sjónvarpinu fær að ráða. í fyrrakvöld fékk íslensk knattspyrna 10 mínútna aug- lýsingu í íþróttaþætti á aðal- rás sænska sjónvarpsins eftir að Framarar lögðu Djurgár- Islenska Óperan á ferð í Gautaborg: Glansandi tenór — segir í umsögn um söng Gardars Cortes Frá Þorláki Helgasyni, Alþýdubladid, Stokkhólmi. Garðar Cortes var glans- andi tenór í hlutverki leik- hússtjórans Canio í „I Pagliacci", segir í sænska stórblaðinu Dagens Ny- heter þar sem fjallað er um söng og leik íslensku óperunnar í Gau taborg um síðustu helgi. Alþingishátíðarkantötu Jóns Leifs í flutningi óperunn- ar átti blaðamaðurinn erfið- ara með að kyngja. Auðmelt- ari þóttu honum ,,Tíu íslensk- ir söngvar" eftir Jón Ásgeirs- son í flutningi kórs óperunn- ar. Evrópskt verk sem sannar að ísland er ekki einangrað land, segir blaðið. den svo eftirminnilega og Jón Erlingur hafði skorað tvö markanna þriggja í 3:0 sigri Fram. „Við verðum að venjast því að Davíð slái Golíat út," sagði fréttamaðurinn, sem fylgdist með viðureign Fram og Djur- gárden. Það leyndi sér ekki að hann var hrifinn af knatt- leikni leikmanna Fram. „Sjá- ið bara hversu glæsilega Jón Erlingur fer að,“ sagði hann. í útsendingunni fengu áhorf- endur að sjá „landsliðsmann með mikla reynslu," eins og sjónvarpsmaðurinn sagði og átti við Pétur Ormslev. „Markússon, Daðason og Kristinsson" fengu auk þess mikið lof fréttamannsins. Auk góðra einstaklinga fengu Svíar að sjá þrjú glæsimörk Framara. Dagblöð í gær telja litlar líkur á að Djurgárden komist áfram í keppninni. Svenska Dagbladet segir að Jón Er- lingur hafi með öðru marki sínu „rekið naglann í kistu Djurgárdens." Blaðamaður- inn segir að í seinni hálfleik hafi Jón Erlingur og Ríkharð- Frá Þorláki Helgasyni, A Iþýdublaöiö, Stokkhólmi. Kjarnorkuver verða lögð niður í Svíþjóð og á þeirri lok- un að vera lokið árið 2010. Ríkisstjórnin hyggst ná sam- ur leikið sér að sænsku vörn- inni. Þjálfari Svíanna hafði sagt fyrir leikinn að lið hans yrði að leika vel til að eiga mögu- leika á að halda í við Fram og flestir spekingar á íþrótta- sviði höfðu spáð jafntefli. stöðu við Þjóðarflokkinn og Miðflokkinn og er óbundin af því að hefjast handa 1995, en það ár átti að taka fyrsta ver- ið úr notkun samkvæmt fyrri samþykktum. Engin kjarnorka eftir árið 2010

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.