Alþýðublaðið - 21.09.1990, Síða 5

Alþýðublaðið - 21.09.1990, Síða 5
Föstudagur 21. sept. 1990 5 UMRÆÐA Drög aö nýjum búvörusamningi: Ekkert knýr þar á um lægra búvöruverð Þegar drögin að nýjum búvörusamningi eru skoð- uð kemur greinilega i Ijós að þeirra markmið er fyrst og fremst að bæta afkomu bænda. Það er fallegt og gott markmið i sjálfu sér en þar með er ekki sagt að samningsdrögin komi til með að bæta afkomu bænda. Hitt er Ijóst að i drögunum er ekkert sem knýr á um að búvöruverð lækki. TRYGGVI HARÐARSON SKRIFAR „Ekkert í drögum aö nýjum búvörusamningi tekurá því aö auka samkeppni í framleiöslu, vinnslu og sölu landbúnaðarafuröa," segir Tryggvi í grein sinni. Helga Guðrún Jónasdóttir,. full- trúi hjá Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins, sá ástæðu til að gera athugasemdir við fréttaskýringu mína um búvörusamningsdrögin' frá 31. ágúst hér í blaðinu s.l. þriðjudag. Hún er um margt ósátt við mína túlkun á umræddum samningsdrögum. Mér er það bæði ljúft og skylt að svara þeim athugasemdum í minn garð sem fram hjá henni koma og skýra túlkun mína á samningsdrögun- um frekar. Byggðasafn sstefaa i landbúnað i stenst ekki Fyrst ber að gæta að umræða um málefni landbúnaðarins hefur löngum mótast mjög af tilfinning- um manna. Bændur hér á landi, líkt og víða erlendis, hafa talið sig eiga sögulegan rétt á að framleiða sína vöru. Oftar en ekki er beitt rökum sem lúta að varðveislu sögulegrar arfleifðar þegar mál- efni landbúaðarins ber á góma. Slík byggðasafnsstefna í landbún- aðarmálum stenst aldrei nema með óheyrilegum tilkostnaði. Það yrði heldur ömurlegt hlutskipti bænda ef atvinnugrein þeirra verður sett á eitt allsherjar byggðasafn sem teygði anga sína um allt land. Eitt af því sem þjóðin þarf að gera upp við sig er hvort bændur eigi að vera launþegar hjá ríkinu eða hvort líta beri á búskap eins og hverja aðra atvinnustarfsemi. Eins og staðan er nú eru bændur í raun launþegar ríkisins þar sem þeim er tryggður ákveðinn launagrund- völlur líkt og Helga Guðrún bendir á í grein sinni. Þar er að vísu mið- að við svokallað meðalbú og ef bændur gera betur en meðalbúið skilar það þeim auknum arði en geri þeir ver, lepja þeir væntan- lega dauðann úr skel eða flosna upp. Það segir sig sjálft að slíkt kerfi er neytendafjandsamlegt að því leytinu til að öll hagræðing í búrekstri skilar sér í auknum tekj- um bóndans en ekki lægra vöru- verði. Samkeppni sgrund-_________ völlinn vantar torgar eða kærir sig ekki um á því verði sem það er boðið á. Það hafa verið farnar ýmsar leiðir til að koma þessari umframframleiðslu í lóg, algengast er að borga mönn- um fyrir að snæða það en vissu- lega hefur sumt lent á haugunum. Aldur skepnanna við slátrun skiptir þar engu máli. í öðru lagi telur Helga Guðrún mig ekki skilja hvað markaðsteng- ing nýs búvörusamnings hefur í för með sér. Telur hún að með því að aðeins verði tryggt fullt verð fyrir það magn á kjöti og mjólk sem nemur innanlandsneyslu hljóti slíkt að leiða til minni fram- leiðslukostnaðar og lækkaðs verðs til neytenda. Gott ef rétt reynist. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir því, verði framleiðslan meiri en markaðurinn þolir, að þeir bændur sem geta boðið fram- íeiðslu sína á lægstu verði gangi fyrir. Heldur skal líkt og fyrri dag- inn skerða fullvirðisréttinn, þ.e. skerða kvóta bænda. Vandséð er að slíkt skapi lægra framleiðslu- verð umræddra afurða eða opni bændum leiðir til aukinnar hag- ræðingar í búskap sínum. Þvert á mót getur slíkt kallað á ennþá meiri framleiðslukostnað vegna þess að bændur fá ekki að fullnýta framleiðslugetu sína. Hagræðinga rh jal til litils í þriðja lagi telur Helga Guðrún að með því að leyfa tilflutning á fullvirðisrétti mjólkur á nýjan leik stuðli það að lægri framleiðslu- kostnaði. Að óbreyttu verðmynd- unarkerfi myndi slíkt einungis koma mjólkurbændum til góða en ekki skila sér í lægra vöruverði til neytenda. Þá talar Helga Guðrún um að einnig hafi verið rætt um svæða- skiptingu þó svo að það hafi ekki komið fram í umræddum búvöru- samningsdrögum. Eg efa ekki að svæðaskipting sé af hinu góða og er tilbúinn nú þegar að banna lausagöngu búfjár á Reykjanes- skaganum og jafnvel öllu suðvest- urhorni landsins. Kemur þar ekki síður til landverndarsjónarmið en hagkvæmnisjónar mið. Eins segir Helga Guðrún að það sé ekki aðeins stefnt að hagræð- ingu í framleiðslu heldur einnig í úrvinnslu. íslendingar hafa ávallt verið tilbúnir að stefna að aukinni hagræðingu í hinu og þessu en ekki að sama skapi verið tilbúnir í þær skipulagsbreytingar sem til þarf. Miðstýrður ríkisbúskapur hefur beðið afhroð um allan heim. Menn hafa verið að átta sig æ betur að því að til að ná fram meiri hagræð- ingu og aukinni framleiðni í land- búnaði eins og öðrum framleiðslu- greinum er best að notast við markaðsbúskap. Samkeppnin virðist vera sá eini hvati sem ein- hvers er megnugur til að ná fram aukinni framleiðni og þar með lægra vöruverði. Ekkert í drögum að nýjum búvörusamningi tekur á því að auka samkeppni í fram- leiðslu, vinnslu og sölu landbún- aðarafurða. Því segi ég að geti ekki vænst verðlækkunar á land- búnaðarafurðum. Hagræðingin sem um er talað snýr eingöngu að bóndanum en ekki neytandanum og er þó æði vafasamt hvort hann leiði af sér nokkra hagræðingu til bænda, þ.e. leiði til betri afkomu þeirra. Samkeppni á_________________ öllum stigum________________ Þá ræðir Helga Guðrún nokkuð um þann verðlagsgrundvöll sem áætlar kostnað við rekstur meðal- búsins og þar með laun til bænda. Það skipir mig litlu hvernig hann er fundinn, hvort og þá hversu mikið skuli greiða bændum fyrir að hreykja taði og þar fram eftir götunum. Mér þykir í hæsta máta óeðlilegt að slíkur grundvöllur skuli yfirleitt vera til staðar. Ef menn ætla að ná niður verði á landbúnaðarvörum öðru vísi en að greiða það niður af skattfé al- mennings þarf að koma við sam- keppni allt frá framleiðslustiginu til smávörukaupmanna. Það að vinnsluaðilar fá greitt frá ríki og al- menningi fyrir að liggja með mikl- ar kjötbirgðir í frystiklefum er út í hött. Það á að láta sláturieyfishafa bjóða í slátrun og vinnsluaðila bjóða í kjötið. Þá getum við farið að eiga vona á ein hverri hagræð- ingu og lægra verði á landbúnar- vörum. Um dugnað landbúnaðarráð- herra hirði ég ekki að ræða frekar en ítreka að óeðlilegt sé að semja við bændur um þeirra mál rétt fyr- ir alþingiskosningar þar sem enga nauðsyn ber til slíks. Sjálfsagt er' að unnið sé að þessum málum en samning á að leggja fyrir nýtt al- þingi sem væntanlega verður kos- ið næsta vor. Hjartagmska og__________________ kolvitlaus landbúnað arstef na • 1 u 1 ■■■'■ I niðurlagi greinar sinnar segir Helga Guðrún: ,,Þá er ábyrgð höf- undanna mikil bæði gagnvart neytendum, skattgreiðendum og fjölda fólks sem við blasir einskis metið lífsstarf, atvinnuleysi og í verstu tilfellum eignamissir. Abyrgð fjöimiðla er ekki minni.“ Þar er komið að tilfinningahlið- inni. Vissulega er það miður þegar einstaklingar eiga þess ekki kost að starfa við það sem hugur þeirra stendur til. Það á jafnt við bændur sem aðra. Það se'r hver heilvita maður að ekki gen gur að halda úti heilum atvinnugreinum á hjarta- gæsku einni saman. Kolvitlaus landbúnaðarstefna um áratuga- skeið hefur gert það að verkum að erfiðara er við þessi mál að eiga nú. Sjálfsagt er að gefa mönnum umþóttunartíma þegar stokka þarf upp í atvinn uháttum en menn verða þá að eygja einhverja fram- tíð. Það er til lítils að gefa lýsi þeg- ar uppskurðar er þörf. Ég get ekki tekið undir það með Helgu Guðrúnu að lífstarf þeirra sem stundað hafa landbúnað en þyrftu hugsanlega frá honum að hverfa sé einskis metið. Þó at- vinnuleysi hafi á síðustu misserum verið meira en lengst af undan- farna tvo áratugi er ekki ástæða til að ætla að það verði viðvarandi. Ég get fyllilega tekið undir það að sárt er að horfa upp á eignamissi fólks og stundum hugsað til þess að væri mætvælaverð lægra, þ.m.t. landbúnaðarvöru, hefðu ef til vill ekki jafnmargir misst allt sitt og raun ber vitni. En öll umræða um þessi mál og önnur er af hinu góða og ábyrgð fjölmiðla felst í því að vera opinn fyrir ólíkum sjónar- miðum. Raunar bera drögin að nýjum búvörusamningi með sér að verið er að reyna að búa bændum bæri- legra líf og er það vel. Hins vegar gefa þau litla von um lægra verð landbúnaðarvara því í drögin vantar allan hvata til að bjóða lægra verð en nágranninn, vantar allan samkeppnisgrundvöllinn. í fyrsta lagi gerir Helga Guðrún athugasemd við það að ég tala um að lömbin fari beint á hauganna og segir ekki eitt einasta lamb hafa lent á haugunum. Ég var auð- vitað að ræða um haugana í óeig- inlegri merkingu, ræða um það umframkindakjöt sem þjóðin ekki

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.