Alþýðublaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 4
4 VIDHORF Laugardagur 22. sept. 1990 MMDUBLMD Ármúli 36 Simi 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið GJALDÞROT GAMLA HÚSNÆÐISKERFISINS Ríkisendurskoöun hefur, að beidni Þorsteins Pálssonar al- þingismanns, sent frá sér skýrslu um fjárhagslega stöðu og skuld- bindingar Byggingarsjóðs ríkis- ins og Byggingarsjóðs verka- manna. Skýrslan er í fáum orð- um sagt dauðadómur yfir bygg- ingasjóðunum og gamla hús- næðiskerfinu sem slíku. * I niðurstöðum skýrslu Ríkisend- urskoðunar segir, að þó svo að útlánastarfsemi sjóðanna yrði hætt nú þegar, yrði ekki komið í veg fyrir að eigið fé Byggingar- sjóðs ríkisins gengi til þurrðar eftir 15 ár og eigið fé Byggingar- sjóðs verkamanna eftir 11 ár. Eft- ir sem áður myndi sjóðina skorta verulegt fé á ofangreind- um tímamörkum til að standa undir þeim skuldbindingum sem þá munu hvíla á þeim. Til að standa undir þeim skuldbind- ingum sem nú þegar hvíla á Byggingarsjóði ríkisins, þyrfti árlegt framlag ríkissjóðs að vera að meðaltali um 460 milljónir króna fram til ársins 2005. Fram- lagið til Byggingarsjóðs verka- manna þyrfti að vera um 370 milljónir króna á ári að meðal- tali til ársins 2016. Hætti sjóðirn- ir strax útlánastarfsemi sinni jafnframt því sem framlög ríkis- sjóðs féllu niður, þyrfti í árslok 2028 að leggja sjóðnum til um 62 milljarða króna til þess að gera skuldir þeirra upp við lána- drottna. Haldi sjóðirnir áfram starfsemi sinni óbreyttri frá því sem nú er til ársloka árið 2028, jafnframt því sem framlög A- hluta ríkissjóðs haldist óbreytt frá því sem þau eru í ár og þörf sjóðanna fyrir lánsfé verði svar- að allan tímann, mun vanta um 400 milljarða króna til að geta gert upp að fullu við lánadrottna sína í árslok 2028. Þessar staðreyndir úr niður- stöðum Ríkisendurskoðunar sýna einfaldlega, að gamla hús- næðiskerfið sem komið var á fót í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins 1986 er löngu hrunið. Þessar niðurstöður Ríkisendurskoðun- ar sanna endurteknar ábending- ar Jóhönnu Sigurðardóttur, nú- verandi félagsmálaráðherra, að stokka þurfi upp húsnæðiskerf- ið. Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra hefur komið á fót mikilsverðum nýjungum til hagræðingar og úrlausnar, eins og kaupleigukerfi, húsbréfum og bættri húsnæðisaðstöðu fatl- aðra. Eftir sem áður lifa gömlu draugarnir enn í húsnæðiskerf- inu. Hið niðurgreidda lánakerfi frá 1986 bjó eðlilega til mikla eft- irspurn og langar biðraðir eftir gjafalánum. Stór hluti biðraðar- innar hefur verið fólk sem er ekki í neinni þörf fyrir húsnæði en er hins vegar að slægjast eftir niðurgreiddu lánsfé. Vaxtamun- ur lána og greiðslna hefur verið alltof mikill og margfaldað fjár- þörf kerfisins auk þess sem framlög úr ríkissjóði hafa verið miklu minni en áætlað var. Þar að auki hafa skuldabréfakaup Iífeyrissjóðanna skilað sér síðar en gert var ráð fyrir í upphafi. eiga sér margar skýringar. Sú augljósasta er auðvitað sú, að samkomulagið um húsnæðis- kerfi það sem Alexander Stef- ánsson, fyrrverandi félagsmála- ráðherra, og Asmundur Stefáns- son, forseti ASI, gerðu með sér 1986, var vanhugsað frá upp- hafi. Fjármögnun sjóðanna var aldrei til staðar. Kerfið var í raun sprungið frá fyrstu stund. Þar við hefur bæst stjórnskipulegt öngþveiti í húsnæðiskerfinu öllu. Kerfið varð að óskapnaði þar sem mismunandi hags- munahópar sköruðu hver eld að sinni köku. Ekki var hugsað um þjóðarheild eða hagsmuni þeirra sem á raunverulegri að- stoð þurftu að halda í húsnæðis- málum. Bruðlið var endalaust og kostnaður við byggingar ekki rétt metinn. Þýðingarmiklir þættir við heildarskipulagningu húsnæðismála, eins og erfðir á fasteignum á komandi árum, hafa ekki verið metnir að fullu þegar húsnæðisþörf framtíðar- innar er til umfjöllunar. ”etta var kerfið sem Jóhanna Sigurðardóttir tók við sem fé- lagsmálaráðherra 1986 og hefur gagnrýnt frá fyrstu stund. Sam- starfsflokkur Alþýðuflokksins í ríkisstjórn frá 1987, Framsókn- arflokkurinn, hefur ekki fengist til samstarfs um að loka gamla kerfinu. Svo virðist sem andi Al- exanders, fyrrum félagsmála- ráðherra, svífi þar enn yfir vötn- um. Jóhönnu Sigurðardóttur hefur því verið gert erfitt fyrir í núverandi ríkisstjórn að koma lagi á húsnæðismálin. Engu að síður hefur núverandi félags- málaráðherra gert byltingu í húsnæðismálunum þrátt fyrir öll líkin í lest stjórnarskútunnar. Það verður að teljast einstakt af- rek. IVú þegar endanlegur dauða- dómur húsnæðiskerfisins frá 1986 liggur staðfestur í tölum frá Ríkisendurskoðun, hlýtur að- eins eitt verkefni að blasa við ríkisstjórninni: Að jarða líkið. Byggingarsjóð ríkisins verður að leggja niður og húsbréfakerf- ið að taka við. Hlutverki Bygg- ingarsjóðs verkamanna hefur verið breytt og er verksvið hans mun víðtækara en áður. Hins vegar ber skýrsla Ríkisendur- skoðunar með sér að víðtækrar endurskoðunar í stjórnsýslu hús- næðismála er þörf. RADDIR * Ottast þú aukid ofbeldi i Reykjavík þegar skyggja fer? Hildur Mósesdóttir, 27 ára skrif- stofumaöur: „Nei, alls ekki. Ofbeldið hefur aukist en ég held að það sé ekki það mikið. Það verða alltaf einhver tilfelli en ég óttast þau ekki." Inga Guðlaugsdóttir, 22 ára verslunardama: „Nei, ég óttast það ekki. Það hefur aukist en ég held samt að það verði ekki óviðráðanlegt." Emil Þór Sigurlaugsson, 38 ára sölufulltrúi: „Nei, það held ég nú ekki. Ég held að það sé komið nóg af of- beldinu og það verði varla meira. Við skulum að minnsta kosti vona það." Kristbjörg Marteinsdóttir, 25 ára sölufulltrúi: „Já, ég hef ekkert annað svar. Ég hreinlega óttast það." María Kristinsdóttir, 25 ára prentsmiður: „Nei, ég óttast það ekki. A.m.k. ekki miðað við það sem hefur gengið á í sumar og undanfarna mánuði." Raddir frá 19.9. eru endurbirtar vegna mistaka vid myndaupprödun. Viðkomandi eru beðnir afsökunar á þessum mistökum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.