Alþýðublaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 27. október 1990 Ódýra svarið hans Davíðs Davíd Oddsson kann félaga sín- um Geir H. Haarde naumast neinar þakkir. Geir segir í Gjall- arhorni, blaði ungra sjálfstæðis- manna, að Davíð svari billega fyrir sig, þegar hann er spurður hvort hann sé fylgjandi því að allir nýir skattar er vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar hef- ur komið á verði afnumdir. ,,Já,“ svarar Davíð spurningunni. Geir svarar aftur á móti, og setur ofan í við Davíð: „Ódýra svarið við þessari spurningu er að segja umhugsunarlaust já.“ Varar hann síðan við yfirboðum í skattamálum og loforðum sem ekki sé hægt að standa við. Ey- kon fellur hinsvegar í þessa síð- arnefndu gryfju: ,,Já, og líka þá sem okkar stjórn lagði á haustið 1987 í andstöðu við eiginn mál- efnasamning". Myndir vixluðust í Fólk-dálkinum í gær víxluðust myndir af Guðrúnum tveim, konum sem eru að gera góða hluti. Að vísu hafa lesendur trú- lega áttað sig á hvor kvennanna var myndlistarkonan. En engu að síður, við birtum myndirnar aftur í von um að rétt verði rétt. Myndin hér fyrir ofan er af Gud- rúnu Árnadóttur, iðjuþjálfa, sem hefur gert garðinn frægan fyrir kenningar sínar í sínu fagi. Fyrir neðan þessi orð er svo Guörún Marinósdóttir, myndlistarkona, sem opnar sýningu í Ásmundar- sal í dag. Ísionsk og loikur i Kennedy Center Margrét Kristjánsdóttir, 23 ára Reykvíkingur, leikur á morgun með úrvalshljómsveit The Mannes College ofMusic í hinum fræga konsertsal í Kennedy Center í New York. Margrét stundar nám í fiðluleik við Mannes-tónlistarskólann, sem er alþjóðlegur skóli og mjög virtur. Faðir Margrétar er Kristján Sœ- mundsson, en nafn móðurinnar er okkur því miður ókunnugt um, í frétt frá skólanum vestra var fornafns hennar ekki getið. FRÉTTASK ÝRING Prófkjör sjálfstœbisflokksins Davíö vill fá sitt fólk inn Búist er við að Davíð Oddsson borgarstjóri verði sigurvegari próffkjörs Sjólfstœðisflokksins en Frið- rik Sophusson ffylgi ffast á hœla hans. Nokkrir þykja liklegir til að lenda i nwstu sætum en óvist er hvernig þeir raðist innbyrðis. Birgir ísleiffur Gunnarsson þykir ekki óliklegur til að hreppa þriðja sœtið en ýmsir sjálfstæðismenn telja að hann geti hugsan- lega hrapað niður um mörg smti. Hann sé það svip- laus að hann hreinlega gleymist. EFTIR: TRYGGVA HARÐARSON með að skipa 3. til 5. sæti listans. Ýmsir spá þó því að Björn Bjarna- son kunni að blanda sér í þá bar- áttu. Verði mikil dreifing í 3. sætið á Ingi Björn Albertsson góðan möguleika að ná því sæti. Stuðn- ingshópur hans er skipulagður og agaður. Með Hulduherinn á bak við sig og með víðtækum stuðn- ingi úr íþróttahreyfingunni ætti það ekki að verða úr vegi. Nái hann hins vegar ekki 3. sætinu gæti hann fallið um mörg sæti. leggur áherslu á að sem borgar- stjóri, þingmaður og menntamála- ráðherra hafi hann „haft sérstaka ánægju af að vinna með sjálfstæð- isfólki og fyrir það.“ Hann kemur því til dyranna eins og hann er klæddur. Þá kemur fram í bæklingi Láru Margrétar að hún leggi sérstaka áherslu á „enduruppbyggingu „vandræðabarna" atvinnulífsins" og að „endurvekja hagvöxt." Guðmundur Magnússon sér Á fimmta hundrað manns höfðu kosið utankjörstaðar þegar prófkjör Sjalfstæðismanna hófst í gær. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins stendur nú yfir og lýkur í klukkan 10 í kvöld. Prófkjörið hófst í gær og höfðu 1.000 manns tekið þátt í því kl. 18 í gær þegar blaðið hafði samband við Valhöll. Sl. hálfan mánuð hafa um 400—500 manns greitt utankjörstaðaratkvæði. Þátt- taka í prófkjörinu er bundin við að menn séu flokksbundnir í Sjálf- stæðisflokknum. Á kjörskrá eru um 11.000 manns, þar af 1.000 ný- gengnir í flokkinn. Tveir á toppnum Þrátt fyrir að telja megi nánast fullvíst að Davíð Oddsson hljóti fyrsta sætið gæti Friðrik Sophus- son náð að ylja honum undir ugg- um. Friðrik og hans stuðnings- menn leggja að sjálfsögðu áherslu að hann fái góðan stuðning í fyrsta sætið og gulltryggja hann í annað sætið. Friðrik virðist almennt vel liðinn í Sjálfstæðisflokknum og þykir málefnalegri en margur annar í forystusveit flokksins. Þá finnst sumum sjálfstæðis- mönnum Davíð orðinn fullfyrir- ferðarmikill innan flokksins. Það pirrar suma að hann skuli valta yf- ir félaga sín ef honum býður svo við að horfa og þrátt fyrir að menn horfi til hans sem framtíðarfor- ingja flokksins eru margir ekki til- búnir að veita honum nánast al- ræðisvald. Þeir vilja því að Davíð fái ekki allt of afgerandi kosningu. Einn viðmælenda blaðsins hafði fengið lista frá framámanni flokks- ins í borginni sem er í stuðnings- mannaliði Davíðs. Efst á listanum trónaði Davíð, síðan Björn Bjarna- son og þá Sólveig Pétursdóttir. Viðkomandi varð öskuillur og fannst Davíð vera að koma í bakið á Friðriki. Sé mikið um svona lista getur það einfaldlega snúið mönn- um á stundinni þannig að fólk setji Friðrik í fyrsta sæti þó það hafi ætlað sér áður að setja Davíð þar. Poviö vill menn með sér Davíð vill tryggja að hann fái með sér í væntanlegan þinghóp sjálfstæðismanna í Reykjavík ör- ugga stuðningsmenn. Ber Björn Bjarnason ritstjóra á Morgunblað- inu þar hæst. Davíð hefur gefið út mjög afdráttarlausar stuðningsyf- irlýsingar við Björn. Ýmsir hafa þó efasemdir um að það dugi til að tryggja Birni öruggt þingsæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borg- inni. Stuðningur Davíðs þykir nokkuð tvíbentur, bæði er að fólk er ekki allt of ginnkeypt fyrir að láta gefa sér „ordrur" og hitt að þeim sem hyggja á sæti 3. til 5. þykir að sér vegið. Það gæti leitt til þess að ákveðnir frambjóðendur beinlínis bæðu stuðningsmenn sína að sniðgagna Björn. Þá hefur það fyrir löngu flogið fyrir að Davíð vildi Guðmund Magnússon með sér á þing. Hann sér sem er að erfiðara getur reynst að eiga við gömlu þingmennina sem hafa fengið að leika lausum hala á alþingi undir veikri forystu undanfarin ár en nýgræðinga sem hann hefur bakkað upp í alþingis- sæti. Davíð veit sem er að ekki veitir af öflugum stuðningi úr hópi þingmanna Reykjavíkur því erfitt getur reynst að hafa hemil á land- byggðarþingmönnum flokksins. BaráHta unglinganna og kvennanna_______________ Það eru þrír ungir menn sem banka á dyr þingflokks Sjálfstæð- isflokksins. Það eru Hreinn Lofts- son sem nýtur stuðnings Árna Sig- fússonar og þess arms sem við hann hefur verið kenndur innan Heimdallar. Hinn armur Heim- dallar, sem er meinilla við Árna Sigfússon, styður Guðmund Magnússon. Virðist sem klofning- ur milli þessara tveggja geti leitt til þess að þríðji ungi kandídatinn, Ólafur ísleifsson, skjótist upp á milli þeirra en hann virðist sigla lygnan sjó. Talið er að einhver þeirra kunni að lenda í 8. til 10. sæti. Ragnhildur Helgadóttir gefur ekki lengur kost á sér til þings. Hún hefur verið fulltrúi kvenna á D-listanum og alþingi. Það þykir ekki við hæfi að hafa kvenmanns- lausan lista nú á dögum og því veita menn fyrir sér gegni kvenna í prófkjörinu. Helst er veðjað á að Sólveig Pétursdóttir nái, til þess að gera, öruggu þingsæti. Hins vegar virðast ýmsir eiga von á að Þuríð- ur Pálsdóttir kunni að skjóta henni ref fyrir rass. Minni líkur eru taldar á að Lára Margrét Ragnarsdóttir nái væntanlegu þingsæti. Þingmenn i þriöja *il ffimmffg___________________ Flestir virðast þeirrar skoðunar að núverandi þingmenn komi til Geir H. Haarde virðist sigla lygnan sjó og spá honum flestir 4. til 5. sæti. Eyjólfur Konráð Jóns- son er meira óráðin gáta. Sumir spá því að hann kunni að detta niður í óöruggt sæti en aðrir telja að honum hafi tekist að skapa sér nafn og sérstöðu og lendi því í 4. til 5. sæti. Margir ætla að Birgir ísleif- ur sé öruggur í þriðja sætið og aðr- ir telja að hann sé svo öruggur að hann hreinlega gleymist. Hann gæti því fallið niður eftir öllum lista. Guömundaskipti lilcleg Flestir viðmælendur blaðsins telja að Guðmundur H. Garðars- son detti úr þingliði Sjálfstæðis- flokksins en í hans stað komi Guð- mundur Hallvarðsson. Virðist vera nokkuð breið samstaða um að tryggja Guðmundi Hallvarðs- syni öruggt sæti á listanum. Hann er talinn mun álitlegri fulltrúi verkalýðsins en Guðmundur H. Garðarsson. í prófkjörum sem þessum getur flest skeð. T.d. getur frambjóðandi sem vantar nokkur atkvæði upp á að ná t.d. 3. sæti dottið niður í 10. sæti og verði þess vegna annar maður í öll sætin þar á milli. Ljóst er að margir verða móðir að af- loknu prófkjöri og einhverjir ákaf- lega sárir. Miklu hefur verið til kostað hjá mörgum prófkjörs- kandídatanna svo ýmsum finnst nóg um. Heilsíðuauglýsingar frambjóðenda hafa skrýtt hægri- pressuna og útgáfa litprentaðra bæklinga kostar sitt. „Moö sjálffstwðisffólki og ffyrir þaö"_______________ Ýmissa grasa kennir í baekling- um frambjóðenda. Birgir ísleifur enga ástæðu til að kynna skrif sín á bernskuárunum og það er fyrst frá og með árinu 1980 telur hann ástæðu til að vitna í glefsur úr skrifum sínum. Þá hefur 1. þingmaður Reykvík- inga gefið út bæklinga og sett aug- lýsingar í blöð til að minna á 1. þingmann Reykvíkinga. „Operusögnkona í fremstu röð“ er slíkum afbragðs eiginleikum gædd að slíkt hefur ekki þekkst hér á landi allt frá dögum Islend- ingasaganna. Björn Bjarnason gefur út fallleg- an litprentaðan bækling til að minna á uppruna sinn og svona mætti lengi telja. Bæklingur Hreins Loftssonar heitir „Hreinar línur“ og hefði sjálfsagt einhverjum þótt betur hæfa að hann kynnti sig undir slaðorðinu „Hreint loft." Án ffyrirvara__________________ Stærstu spurningarmerkin í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru Björn Bjarnason, hvort hans öfluga bakvarðarsveit hafi árangur sem erfiði, og hvort Inga Birni tekst að banda sér í hóp efstu manna. Eins hvernig Birgi ís- leifi reiðir af og hvort konurnar og ungu mennirnir kunni að hrökkva upp fyrir. Spámenn Alþýðublaðsins, ólíkt DV sem spáir með fyrirvara um talningu, spá því að í tíu efstu sæt- unum lendi eftirtaldir og það án nokkurra fyrirvara: 1. Davíð Oddsson 2. Friðrik Sophusson 3. Ingi Björn Alberts- son 4. Geir H. Haarde 5. Eyjólfur Konráð Jónsson 6. Sólveig Guðrún Pétursdóttir 7. Guðmundur Hall- varðsson 8. Birgir ísleifur Gunn- arsson 9. Þuríður Pálsdóttir og 10. Björn Bjarnason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.