Alþýðublaðið - 27.10.1990, Page 9

Alþýðublaðið - 27.10.1990, Page 9
Laugardagur 27. október 1990 9 Hvergi í Evrópu er bílaeign eins lítil og í Rúmeniu, eliefu bílar á hverja þús- und íbúa, og þeir bílar oft á tíðum mestu druslur. Hestvagnar eru mjög algeng farartæki á vegum landsins. Adda Steina Björnsdóttir skrifar frá Rúmeníu, þar sem byltingin í desember hefur nánast engu breytt — matar- og klœðaskortur, svartamarkaður og almennt vonleysi sem fyrr Myndir og texti: Adda Steina Björnsdóttir Bömin í Rúmeníu — falleg en fátækleg. Vonandi verður framtíð þeirra betri en nú horfir. Menn eygja von — utan landamæranna Það fœst bara bjór i litla kofanum við veginn sem liggur um Bihar-héraðið i norður Transilvaniu og upp i Karpatafjöll. Þangað er ekkert fyrir kaffi- þyrsta íslendinga að sækja, þrátt fyrir gamalt, flagnað skilti með loforðum um kaffi og meðlœti. Meira að segja börnin verða að gera sér bjór að góðu og litil stúlka situr fyrir framan skúrinn og hristir glasið sitt til að bjórinn myndi froðu. Gamiar konur? Ekkert endilega, þessi búningur á rúmenskum konum úti á landsbyggðinni fylgir þeim tiltölulega fljótt á æviskeiðinu. Við kofann eru tveir bílar, ryk- ugir og ryðgaðir, en fyrir framan kofann eru nokkur borð og við þau situr tylft Rúmena, sem taka gestum að vestan vel. Gamall, tannlaus maður lokkar til sín ís- lendingana með nokkrum þýsk- um orðum og vill endilega bjóða bjór. Glösin eru skítug, bjórflösk- urnar eru skítugar, og það er hlandlykt við skúrinn sem er erfitt að venjast. Litla stúlkan með bjór- inn fær gos úr nestiskassa Islend- inganna sem afþakka sjálfir bjór og segjast þurfa að flýta sér til Cluj- Napoca, höfuðborgar Transilvan- íu. „Það er ógurlega langt þang- að,“ segir gamli maðurinn sem kann svolitla þýsku og hristir höf- uðið. „Margir dagar, mjög langt.“ „Hann meinar á hestvagni," hvísl- ar einn fslendinganna sem var ný- búinn að uppgötva að hestvagn er algengt farartæki í Rúmeníu á því herrans ári 1990. Hestvagn er ef til vill ekki slæm- ur ferðamáti með tilliti til þess að biðraðirnar við bensínstöðvarnar eru mörg hundruð metra langar og eiga eftir að lengjast í vetur ef orkukreppa í kjölfar Kúvætdeil- unnar eykst. Bílaeign í Rúmeníu er ein sú minnsta sem þekkist í Austur-Evrópu, ellefu bílar á hverja þúsund íbúa. Po dollara _______________ Undir norðurhlíðum Karpata- fjalla, transilvanísku Alpanna, hafa sígaunar safnast saman til að spila og danía. Forvitnir héraðs- búar koma á hestvögnum til að líta á hátíðahöldin og forvitnir ís- lendingar nema staðar til að sjá hvað sé um að vera. Þeir eru hins vegar fljótir að forða sér þegar all- ir viðstaddir ráðast að þeim og bjóða í fötin, gleraugun, mynda- vélarnar. „Do dollara" segir lítill strákur og grípur í eitt belti. Bux- unum hans er haldið uppi með snærisspotta. Stúlka, á að giska tíu ára, hangir í baðmullarbol og vill kaupa hann með einhverjum ráð- um. Hún býður að lokum vöru- skipti: Kjólinn hennar fyrir baðm- ullarkjólinn. Kjóllinn hefur líklega upphaflega verið bleikur, þó að það sjáist vart lengur. Leifar af gylltum leggingum sýna að hann má muna sinn fífil fegri. Innan undir kjólnum er hún í blúndu- blússu og pilsí, hvort tveggja er gamalt og saumað fyrir einhvern annan en þennan litla barnskropp. Galtómar búðir Sama saga endurtekur sig hvar sem stigið er út úr bíl í Transilvan- íu. Á fínasta hóteli héraðsins í Cluj bjóða þjónarnir í vindlapakka ferðamannsins; í afskekktu héraði í norðausturhluta Transilvaníu lít- ur gömul kona upp frá því að spinna ullarþráð og býðst til að kaupa giftingarhring og peysu af konunni sem reynir að mynda hana fyrir íslenskt dagblað. Allir vilja kaupa í þessu landi eymdar- innar þar sem ekkert fæst. Hálf- tíma biðröð eftir brauði í steikj- andi sólarhita er þolraun fyrir Frónbúann en hluti af lífinu fyrir Rúmenana sem gæta þess að kaupa að minnsta kosti fjögur brauð — það er aldrei að vita hve- nær brauðbíllinn kemur aftur. Vöruskorturinn hefur verið landlægur í Rúmeníu í mörg ár og það líður á löngu áður en Rúmen- ar hætta að reyna að hamstra hve- nær sem þeir geta, reyna að koma höndum yfir allt sem getur fætt þá eða klætt ellegar á einhvern hátt gagnast þeim í vöruskiptum á svartamarkaðnum. Búðir í Rúmeníu voru tómlegar í maí, en þær eru tómari eftir sum- arið. í afskekktum sveitum eins og ýmsum héruðum Transilvaníu skánaði ástandið fyrst eftir bylt- inguna í desember. Rafmagns- skömmtun var hætt og svo matar- skömmtun eins og mögulegt var. Bakarar máttu baka brauð meðan hveiti entist, kjöt kom með erlend- um flutningabílum og menn voru frjálsari en áður að ráðstafa upp- skerunni af garðskikum sínum. Flestir bændur unnu á samyrkju- búum daglangt en ræktuðu að auki garðskika við húsið sitt. Af honum fengu þeir þrjá uppskerur á ári, en af risajörðum samyrkju- búanna aðeins eina uppskeru. Rúmenar telja að einkauppskera bændanna hafi haldið lífi í þjóð- inni þegar Ceaucescu krafðist þess að nær allt sem ræktað var yrði flutt út. En svo fréttist til Búkarestar snemmsumars að í uppsveitum fengist ennþá matur og sitthvað fleira og fullfermi af svartamark- aðsbröskurum kom þangað til að kaupa upp síðustu vörurnar. Gífur- legir þurrkar í sumar skertu upp- skeruna verulega í ár og þar með bæði útflutningsgetu Rúmeníu og kaupgetu fólksins í orðsins fyllstu merkingu. Nú eru búðirnar tómar. Preymir um betra lif Rúmenar hafa lifað við tóman maga og gömul föt í áraraðir. Nú eygja þeir von um betra líf en fyrir flesta er það líf utan landamæra Rúmeníu. Þangað er ekki auðvelt að komast. Við landamæri Rúm- eníu og Ungverjalands er nokk- urra daga biðröð; hermenn gæta þess að Rúmenar komist ekki til Austurríkis án vegabréfsáritunar sem þeir fá ekki nema í undan- tekningartilvikum og tékkósló- vakísk stjórnvöld hafa að mestu lokað sínum landamærum fyrir Rúmenum. Þeir eru lægstir meðal jafningja í Austur-Evrópu og meira að segja Pólverjar, sem fjálfir flakka um Evrópu og braska í von um að verða ríkir, fyrirlíta Rúm- ena. En þegar menn hafa lifað af hörmungar einræðisstjórnar, mat- arskort, rafmagnsskort og kulda í mörg ár láta þeir það ekki hindra sig að aðrar þjóðir líta niður á þá og vilja hindra þá í að komast inn. Þeir þrautseigustu komast yfir til Ungverjalands og hafa meðferðis allt sem þeir geta selt — útsaum- aða dúka, útskorin töfl og risablý- anta. Fyrir peninginn kaupa þeir eitthvað sem kemur þeim að gagni heima fyrir: Mat, föt, rafvör- ur. Á kvöldin breiða þeir pappa- spjöld á gólfið á stærstu brautar- stöðinni í Búdapest og leggjast í hvíldar. Lítil börn sofa í pappa- kössum. Sumir hafa gist þarna lengi og bíða eftir að komast lengra í vesturátt en það verður æ erfiðara. Vonin dofnar__________________ „Jú, þetta var erfitt, en nú þegar Ilíescu verður forseti verður þetta allt betra, held ég,“ sagði tvítug stúlka á kosningafundi til stuðn- ings Þjóðfrelsisráðinu í Búkarest í vor. Rétt eins og tugir þúsunda kvenna á fundinum, hélt þessi stúlka á rós sem hana langaði að gefa Petre Roman eða Ilíescu. Það var vor í lofti og von í huga fólks- ins. Ungu stúlkuna langaði til að verða söngkona. Henni hafði gengið illa fram að þessu, en hún virtist halda að tækifærin kæmu, bara ef Ilíescu yrði forseti. Þessi stúlka var ekki ein um það í vor að trúa á betri tíð undir styrkri stjórn jafnmyndarlegra manna og þeir félagar Ilíescu og Roman eru. Námuverkamenn studdu þá heils hugar, enda höfðu laun þeirra hækkað um helming eftir byltingu. Sveitafólk studdi þá, því það vissi ekki betur en þessir menn hefðu fært þeim ótakmark- að rafmagn og matvörur. En vonin dofnar stöðugt. Að- gerðir stjórnarinnar til að rétta við efnahag landsins mæta litlum skilningi meðal fólksins sem finnst það hafa þjáðst nóg; Securitate, leynilögreglan alræmda, hefur verið endurvakin og gefið nýtt nafn og menn eru að gera sér grein fyrir því að þó harðstjórinn Ceaucescu sé dauður, þá er stjórn- in höll undir kommúnisma og stóra bróður í austri. Andstæðing- ar stjórnarinnar kalla þá nýkomm- únista og benda á augljós tengsl þeirra við fyrrverandi stjórnvöld. Erlend aðstoð við Rúmeníu minnkaði stórlega eftir að stjórn- völd börðu harkalega niður mót- mæli í miðbæ Búkarestar síðast- liðinn júlí. Það bitnar á lands- mönnum. „Polska kqpitalista" Meðfram þröngum fjallavegin- um hanga dúkar á snúru. Þegar bíllinn með íslenska númerinu nam staðar flýtti lítil, digur kona sér að dúkunum. „Mjög fallegt," sagði hún sannfærandi á bjagaðri þýsku. „Ekta handavinna." Hún handlék dúkana einn af öðrum og sýndi með öllum líkamanum að þá mætti þvo. Eldri kona með skuplu kom kjagandi að og lítill strákur vapp- aði forvitinn í kringum bílinn. Ferðalangarnir völdu dúk og voru að búa sig undir að þrátta um verð þegar bíll með pólsku númeri renndi út í vegarkant. „Því færri ferðamenn, því betra verð,“ er þumalfingurregla og menn hvesstu augun á Pólverjana. Skyndilega dró einn þeirra upp gallapils og veifaði fyrir framan sölukonuna. „Nul interesa," sagði hún og hristi höfuðið fyrir ítrekuð- um tilraunum Pólverjans til að selja pilsið. íslendingarnir kímdu. Sölukonan sá það, hallaði sér að þeim og hvíslaði: „Polska kapital- ista.“ Svo hristi hún höfuðið. Allir skelltu upp úr. Pólverjinn snautaði burt. Konan seldi tvo dúka.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.