Alþýðublaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. nóvember 1990 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN (gr VANTAR FISKINN FYRIR NORÐAN: „Við þurfum að leita allt til ársins 1970 til að finna samanburð. Já, þetta er svart og dauðinn algjör“, segir Hákon Guðmundsson, fyrsti stýrimaður á aflaskipinu Akureyrinni, í viðtali við Dag á þriðjudaginn. Hákon segir að skip Útgerðarfélagsins hafi verið að koma inn með þetta 60 tonn eftir.ll—12 daga sem telst afar lélegt. Hákon lýsir ástandinu svo að það sé dauði um allan sjó, flotinn siglandi fram og aftur og eyð- andi olíunni. Öll skilyrði séu þó góð í sjónum, bæði hitinn og ætið. ÍSLENDINGAR AÐ VERÐA EIN MENNTAÐASTA ÞJOÐ I HEIMI: Það kom fram á þingi Bandalags há- skólamanna um síðustu helgi að íslendingar eru að verða ein menntaðasta þjóð veraldar og sækja menn menntun sína óvenju víða., ,Mynda þarf starfsskilyrði til nýsköpunar til þess að hægt sé að nýta þá auðlind sem menntunin er,“ segir í fréttatilkynningu frá Bandalagi háskólamanna. Þar kemur og fram að sjávarútvegurinn hefur lægsta hlutfall menntamanna af öllum greinum. Grétar Ólafsson læknir lét nú af störfum sem formaður bandalagsins, en við tók Heimir Pálsson, cand. mag. Varaformaður var kjörin Ragnheiður Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur, en aðr- ir í stjórn eru Gunnar Sæmundsson tæknifræðingur, Gunnlaugur Ástgeirsson framhaldsskólakennari, Kristján Þorsteinsson viðskiptaf ræðingur, Stefán Bald- ursson, framkvæmdastjóri rannsóknasviðs Háskóla fs- lands, og Svanhvít Bjðrgvinadóttir sálfræðingur. r~~ - —- *>£Kwm JEPPINN FIMMTÍU ÁRA: Merkilegt samgöngutæki á 50 ára afmæli um þessar mundir — ameríski jeppinn, sem var á sínum tíma bylting í samgöngum hér í landi torfær- anna. Hjálparsveitartíðindin segja frá þessu og kemur þar fram að Bandaríkjamenn fluttu hingað nokkur hundruð jeppa, sem flestir urðu hér eftir, þegar stríðinu lauk. Það var Karl K. Probst, 57 ára verkfræðingur, sem hannaði þennan fjórhjóladrifna dugnaðarfork, sem hann kallaði General Purpose Vehicle, sem mætti þýða sem „fjölnota farartæki." Af þessu nafni mun Jeep-nafnið komið, og það- an jeppanafnið okkar. Á stríðsárunum voru framleiddir 658.375 jeppar — og eftir stríð hélt framleiðslan vitaskuld áfram. LEIKSMIÐJAN FRUMSÝNIR í BORGARLEIK- HUSI: Leikverkið Afbrigði verður frumsýnt kl. 20 á þriðjudagskvöldið í Borgarleikhúsinu. Verkið er sett upp af Leiksmiðjunni, hópi ungra leikara, þeim Eddu Guð- mundsdóttur, Guðnýju Helgadóttur, Helgu Brögu Jónsdóttur, Ólafi Guðmundssyni, Kolbrúnu Péturs- dóttur, Rósu G. Þórsdóttur og Stefáni Jónssyni undir stjórn Ásu Hlínar Svavarsdóttur. Leiksmiðjan er fram- tak leikara hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem eru að kanna möguleika og leiðir í leiklist, sjálfum sér til gagns og gam- ans. „Þétta er skrítið og skemmtilegt spunaverk, tilbrigði við hefðbundið leikhús," segja þau í leikhópnum. Myndin er úr Afbrigði. TALIÐ NIÐUR TIL J0LA: Sá tími nálgast þeg- ar börnin fara að telja dag- ana til jóla. Sjónvarpið leggur sitt af mörkum til að stytta biðina og dreifir nú jóladagatali í verslanir. Val- in hefur verið sú leið að hafa ekki sælgæti í daga- talinu, en undir gluggunum sem opnaðir eru, einn á dag, eru myndir tengdar nýrri þáttaröð, Á baðkari til Betlehem eftir þá Sveinbjörn I. Baldvins- son og Sigurð Valgeirs- son. Agóða af sölu daga- talsins verður varið til styrktar dagskrárgerð Sjónvarpsins fyrir yngsta fólkið. Listateiknarinn Brian Pilkington teiknaði jóladagatalið. Nœst samkomulag í GATT-viðrœdunum: Togstreitcm er þrikantur segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra Það skýrist á næstu dög- um hvort samkomulag næst í GATT-viðræðunum í Genf um viðskipti með landbúnaðarvörur. Aðal- framkvæmdastjóri GATT, Arthur Dunkel, hefur gef- ið aðildarþjóðunum frest til næsta föstudags, 23, nóvember til að ganga frá samkomulagi. Það á síðan að leggja fyrir lokafund sem halda á í Brussel dag- ana 3. til 7. desember næst komandi. Það mun því skýrast innan skamms hvort við getum átt von á unnum erlendum land- búnaðarvörum í verslanir hér á næstunni eða hvort á því verður enn frekari bið. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra sagði í samtali við Alþýðublaðið, að samningaþref væri engin ný bóla innan GATT. Ef viðræð- urnar sigldu í strand núna þá yrði það slíkt áfall fyrir al- þjóðaviðskiptakerfið að menn mættu ekki til þess hugsa. „Einn þáttur þessa máls skiptir miklu máli, en það er samningsstaða okkar við Evrópubandalagið. Þar erum við að nálgast lokastigið í samningum þar sem við krefjumst tollfrjáls aðgangs fyrir okkar matvælaútflutn- ing sem er fiskur og erum þar bæði að tala um ferskan og unnin fisk. Evrópubandalag- ið boðar að það muni á móti koma með óskir um rýmkað- ar innflutningsheimildir að því er varðar landbúnaðar- vörur. Ef við hefðum staðið klossfastir með eitt stórt nei í þeim viðræðum hefði samn- ingsstaðan verið heldur óbjörguleg. Með tilboði okk- ar í GATT-viðræðunum um rýmkun á heimildum til inn- flutnings landbúnaðarafurða höfum við stigið skref sem styrkir okkur mjög í samn- ingum við Evrópubandalag- ið,“ sagði utanríkisráðherra. Ráðherrann sagði enn ríkja óvissu um samningsniður- stöðu í GATT-viðræðunum. Allar þjóðir sem tækju þátt í viðræðunum hefðu lagt fram greinargerðir um innan- landsstuðning við landbúnað sem væri grundvöllur samn- ingaviðræðnanna. í annan stað hefðu þjóðirnar gert til- boð, mismundandi rausnar- leg, um afnám útflutnings- bóta, um að draga úr stuðn- ingi innanlands og um að heimila og greiða fyrir við- skiptum milli landa með unn- ar landbúnaðarvörur og hrá- efni. „Togstreitan er þríkantur. Þeir sem ganga lengst í átt til viðskiptafrelsis með landbún- aðarafurðir eru Bandaríkin. Þeir sem mest draga lappirn- ar eru Evrópubandalagið. En þeir sem sækja á með Banda- ríkjunum, en eru að sumu leyti með sérstöðu, eru út- flutningslönd landbúnaðaraf- urða og hráefnis sem einkum er að finna í þriðja heimin- um,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra. Endurskoðun á adalskipulagi Reykjavíkur: Borgarbúar allt að 125 þús. úrið 2010 Gert er ráð fyrir að íbúar Reykjavíkur verði á bilinu 115 tíl 125 þúsund árið 2010 sem þýðir að borgar- búum muni fjölga um 15 til 25 þúsund manns á næstu tuttugu árum. Næstu íbúðahverfi Reykjavíkur verða Borgarholtshverfin, norðan Grafarvogshverfa, og Geldinganes. Þessar uppiýsingar eru frá Borgarskipulagi Reykjavíkur í tilefni þess að hafin er end- urskoðun á aðalskipuiagi borgarinnar 1984—2004. Uppbygging borgarinnar var nokkru hraðari seinustu fjög- ur árin en aðalskipulagið gerði ráð fyrir. Borgarbúum hefur fjölgað hraðar en áætl- að var, einkum vegna fólks- flutninga af landbyggðinni. Uppbygging atvinnuhúsnæð- is, sérstaklega verslunar- og skrifstofuhúsnæðis, var meiri en markaður var fyrir. Upp- bygging stofnbrautakerfis Reykjavíkur hefur ekki fylgt eftir aukinni bifreiðaeign. Þrátt fyrir þetta hafa engar verulegar breytingar orðið á byggðaþróun frá áætlun aðal- skipulagsins. V iundahafnarsvæðið og land Háskóla íslands eru stærstu byggingasvæði innan núverandi byggðar. BÚR svæðið og Skúlagötusvæðið eru í örri uppbyggingu. Búast má við töluverðum umbótum og uppbyggingu í miðbænum svo og á „Stjórnarráðstorf- unni“ við Sölvhólsgötu. Borgarholtshverfin verða þrjú með 10—12 þúsund íbúa alls þegar þau verða full- byggð. I Geldinganesi er gert ráð fyrir hafnaraðstöðu og al- mennri atvinnustarfsemi við Eiðsvík og íbúðabyggð fyrir allt að fimm þúsund manns. Á núverandi sorphaugum er gert ráð fyrir golfvelli. í Hamrahlíð undir Ulfarsfelli er gert ráð fyrir íbúðahverfi fyr- ir um fimm þúsund íbúa. í Grafarholti og við Reynisvatn allt austur að Langavatni er gert ráð fyrir íbúða- og at- hafnahverfum og mætti koma þar fyrir sex til sjö þús- und manna byggð. Gert er ráð fyrir að Ósa- braut verði næsti áfangi í uppbyggingu stofnbrauta- kerfis Reykjavíkur. Ósabraut verður brúar- og vegatenging yfir Elliðarósa milli Sæbraut- ar (áður Elliðavogur) og Höfðabakka við Gullinbrú. Áætlað er að hún verði tekin í notkun 1992. Á svipuðum tíma verður Geirsgata, sem verður gerð á nýjum hafnar- bakka norðan Hafnarhúss, væntanlega opnuð fyrir um- ferð. Geirsgata mun leysa um- ferðarhnút Tryggvagötu. Áætlað er að breikka Kringlumýrarbraut á næsta ári, svo nokkuð sé nefnt. Endurskoðun aðalskipu- lags er í samræmi við þá stefnumörkun að það verði tekið til endurskoðunar í upp- hafi hvers kjörtímabils. Borg- arbúum er í fyrsta skipti gef- inn kostur á að koma á fram- færi skriflegum ábendingum varðandi endurskoðun aðal- skipulags. Yarla hægt að tala um atvinnuleysi — á sjö stöðum á landinu var enginn atvinnuleysisdagur skráður í síðasta mánuði Samkvæmt þeim fram- reikningum sem gerðir voru vegna endurskoðunar aðal- skipulags er áætlað að byggð- ar verði 10 til 15 þúsund nýjar íbúðir næstu 20 árin, þar af um tvö þúsund íbúðir innan núverandi byggðar. Ein til ein og hálf milljón fermetra af at- vinnuhúsnæði verða líklega byggðar fram til ársins 2010, þar af tæpur helmingur í at- hafnahverfum innan núver- andi byggðar. Á sjö stöðum á landinu var enginn atvinnuleysis- dagur skráður í síðasta mánuði. Þetta eru Grund- arfjörður, Patreksfjörður, Flateyri, Súðavík, Drangs- nes, Hrísey og Djúpivogur. Víða um land voru örfáir atvinnuleysisdagar skráð- ir og í raun má segja að at- vinnuleysi sé ekki fyrir að fara á íslandi i dag, gagn- stætt því sem er í mörgum nágrannalanda okkar. Alls segir Vinnumálaskrif- stofa Félagsmálaráðuneytis- ins að skráðir hafi verið 32112 atvinnuleysisdagar í október, þar af 12783 á höfuðborgar- svæðinu. Á Vestfjörðum eru þessir dagar aðeins 158 tals- ins. Heildarvinnuaflið í landinu er reiknað rétt rúmlega 129 þúsund manns og atvinnu- leysið á landsvísu tafið vera 1,1% samkvæmt útreikningi Vinnumálaskrifstofunnar. Á Norðurlandi eystra og á Vest- urlandi var atvinnuleysishlut- fallið hæst, 2,3%, lægst á Vestfjörðum, 0,2% og á höf- uðborgarsvæðinu, 0,8%. „Atvinnuhorfur eru nokk- uð óvissar á næstunni", segir Vinnumálaskrifstofan og bendir á boðað verkfall yfir- manna á fiskiskipum og dökkar horfur um síldarsölt- un.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.