Alþýðublaðið - 16.11.1990, Side 6
6
Föstudagur 16. nóvember 1990
Kvenréttindafélag Islands:
Gegn prófkjörum
„Fundurinn telur vafasamt að
þær aðferðir að velja frambjóð-
endur með prófkjöri séu rétta
leiðin til að styrkja stöðu kvenna
á framboðslistum“, segir meðal
annars í ályktun frá Kvenrétt-
indafélagi íslands.
KRFÍ hélt helgarmót í Munaðar-
nesi helgina 2.-4. nóvember þar
sem aðalumræðuefni var staða
kvenna á vinnumarkaðinum og þá
sérstaklega launamunur karla og
kvenna. Fram kom að félagskonur
eru uggandi um hag og gengi
kvenna í stjórnamálum í ljósi þess
hvernig þeim hefur reitt af í próf-
kjörum stjórnamálaflokkanna að
undanförnu. í fyrrgreindri ályktun
kemur eftirfarandi einnig fram:
„Fundurinn ítrekar nauðsyn þess að
í lýðræðisþjóðfélagi verði hlutur
karla og kvenna við ákvarðanatöku
jafnaður."
Það stendur því upp á lýðræðis-
þjóðfélagið að ákveða hvort réttur
til ákvarðanatöku fari eftir lýðræð-
islegum leiðum verði bundin í lög
eða ákveðin af bestu manna yfirsýn.
Bamabílstóll
- bílpúði - belti!
Notar barnið þitt
öryggisbúnað í bílnum?
MÉUMFERÐAR
Uráð
RAÐAUGLÝSINGAR
Lausar
stöður
Tvær stööur eftirlitsmanna með vínveitingahúsum
eru lausartil umsóknar, um vaktavinnu erað ræða.
Skilyrði er að umsækjendur séu orðnir 30 ára, reglu-
samir og hafi góða kunnáttu í íslensku.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna.
Umsóknir ásamt sakavottorði skilist til starfs-
mannastjóra fyrir 15. des. nk.
Lögreglustjórinn í Reykjavík.
Hálf staða deildarbókavarðar (bókasafnsfræðings)
við bókasafn Veðurstofu íslands er laus til umsókn-
ar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, fyrri
störfog meðmælum, ef fyrirhendieru, sendist um-
hverfisráðuneytinu eigi síðar en 24. nóvember
1990.
Nánari upplýsingar eru veittar í skrifstofu Veður-
stofunnar.
Veðurstofa íslands.
Frá Borgarskipulagi
Reykjavíkur
Auglýsing
Endurskoðun á Aðalskipulagi Reykjavíkur
1984—2004
Lýst eftir ábendingum og tillögum.
Á Borgarskipulagi Reykjavíkur er hafin endurskoð-
un á Aðalskipulagi Reykajvíkur 1984—2004, sem
samþykkt var af borgarstjórn 21. janúar 1988 og
staðfest af félagsmálaráðherra 27. júlí 1988. Aðal-
skipulag er stefnumörkun borgarstjórnar varðandi
landnotkun, umferðarkerfi og þróun byggðar
næstu tvo áratugina 1990—2010. Þessi endurskoð-
un er í samræmi við þá stefnumörkun aðalskipu-
lagsins frá 1988 að Aðalskipulag Reykjavíkur verði
tekið til endurskoðunar í upphafi hvers kjörtímabils
þ.e. á 4ra ára fresti. Skipulagsnefnd Reykjavíkur
stefnir að því að Ijúka endurkoðun Aðalskipulagsins
um mitt næsta ár.
Borgarbúum er í fyrsta skipti gefinn kostur á að
koma á framfæri skriflegum ábendingum varðandi
endurskoðun aðalskipulagsins. Þeir sem áhuga
hafa á að kynna sér þessa vinnu geta fengið afhent
gögn um þróun Reykjavíkur á Borgarskipulagi
Reykjavíkur, Borgartúni 3, 3. hæð. Ábendingarnar
skulu berast Borgarskipulagi fyrir 15. desember
1990.
Tannvernd
Aðstandendur barna eru hvattirtil að gefa börnum
sínum jóladagatöl án sælgætis, t.d. jóladagatöl
sjónvarpsins.
Tannverndarráð
Flokllsstarfið
Prófkjör Alþýðuflokksins í
Vesturlandskjördæmi
Prófkjör Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi
vegna tveggja efstu sæta á framboðslista flokksins
við komandi alþingiskosningar fer fram laugardag-
inn 24. nóvember nk., kl. 10.00—19.00 og verða kjör-
staðir auglýstir síðar.
Eftirtaldir frambjóðendur verða í kjöri:
Eiður Guðnason
Gísli S. Einarsson
Sveinn Þ. Elinbergsson
Sveinn G. Háifdánarson
Prófkjörið veröur opið öllum kjósendum í Vestur-
landskjördæmi við komandi alþingiskosningar,
enda séu þeir ekki félagar í öðrum stjórnmálaflokk-
um.
Fyrirkjördagskosning fyrir þá, sem ekki verða
heima á kjördegi hefst 10. nóvember og fer hún
fram hjá eftirtöldum trúnaðarmönnum og á skrif-
stofu Alþýðuflokksins í Reykjavík.
Trúnaðarmenn:
Akranes:
Böðvar Björgvinsson, Akurgerði 11,
Ingibjörg J. Ingólfsdóttir, Hjarðarholti 7,
Steinunn Jónsdóttir, Akurgerði 15.
Borgarnes:
Ingi Ingimundarson, Borgarbraut 46,
Valgeir Ingólfsson, Klettavík 3.
Hellissandur:
Ingibjörg Finnsdóttir, Háarifi 51.
Ólafsvík:
Trausti Magnússon, Hjallabrekku 1,
Kristín Guðmundsdóttir, Grundarbraut 24.
Grundarfjörður:
Magnús Álfsson, Hlíðarvegi 23.
Stykkishólmur:
Davíð Sveinsson, Silfurgötu 2,
Rögnvaldur Lárusson, Höfðagötu 9a.
Búðardalur:
Vigfús Baldvinsson, Miðbraut 7.
Prófkjörsstjóm Alþýðuflokksins
í Vesturlandskjördæmi.
Alþýðuflokkurinn Akranesi
Opið hús verður í Röst í kvöld kl. 20.30.
Frambjóðendurtilprófkjörs Alþýðuf lokksins á Vest-
urlandi verða á staðnum.
Stjórnin.
Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla
í prófkjöri Alþýðuflokksins í Norðurlandi eystra fer
fram á skrifstofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu
8—10 frá kl. 10—16 alla virka daga.
Laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. nóv. er opið
frá kl. 13—18.
Skrifstofa Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík.
Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla
í prófkjöri Alþýðuflokksins á Vesturlandi fer fram á
skrifstofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8—10 frá kl.
10—16 alla virka daga.
Laugardaginn 24. nóv. er opið frá kl. 13—18.
Skrifstofa Alýðuflokksfélaganna í Reykjavík.
Kópavogskratar!!
Mætum öll á almennan fund í Kratahúsinu að
Hamraborg 12a á mánudagskvöldið kl. 20.20.
Til fundar hjá okkur mæta:
Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráð-
herra.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra.
Hér gefst gott tækifæri til að spyrja tvo af ráðherr-
um okkar, sem eru einmitt mikið í sviðsljósinu. Nýir
félagsmenn eru alltaf velkomnir.
Flokksstjórnarfundur
og fundur sveitarstjórnarmanna verður haldinn í
Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi 109—111,
laugardaginn 24. nóv. nk.
Fundur sveitarstjórnarmanna með Jóhönnu Sig-
urðardóttur félagsmáðaráðherra, hefst kl. 12.00
(léttur málsverður).
Almennar umræður.
Flokksstjórnarfundur hefst kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Forysta til framtíðar — drög að kosningastefnu-
skrá. Umsjón málefnanefnd Alþýðuflokksins.
2. Önnur mál.
Skrifstofa Alþýðuflokksins.
Góð orð ^
duga skammt.
Gott fordæmi
skiptir mestu
máli
IUMFERDAR
RÁÐ