Alþýðublaðið - 28.11.1990, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 28.11.1990, Qupperneq 3
Miðvikudagur 28. nóvember 1990 INNLENDAR FRETTIR 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN FASTEIGNIR SUÐURNESJAMANNA HÆKKA I VERÐI \ Samkvæmt samanburði sem Fasteignamat ríkis- ins hefur gert á verði fasteigna á þremur markaðssvæðum seinni hluta ársins 1989, eru eignir Suðurnesjamanna á uppleið(22,8%). Á sama tíma hefur verðlag á fasteigum á Akureyri ekki haldið í við verðbólgu(14,2%). í Reykjavík hefur átt sér stað umtalsverð verðhækkun á sama tíma, eða 30,4%. SAFNAÐARHEIMILIÁ 50 ÁRA AFMÆLIKIRKJ- UNNAR: Á laugardaginn var voru 50 ár liðin frá vígslu Akureyrarkirkju. í tilefni af afmælinu var nýtt og glæsilegt safnaðarheimili vígt við hátíðlega athöfn, en daginn eftir var hátíðarmessa í Akureyrarkirkju. Þar predikaði Pétur Sigurgeirsson biskup en Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup og sóknarprestur Akureyrarkirkju, þjónaði fyrir altari. SH OPNAR JAPANS-ÚTIBÚ AÐ NÝJU: Fyrsta ís- lenska fyrirtækið til að opna skrifstofu í Japan er Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna. SH stofnaði dótturfyrirtæki i Japan og mun það annast markaðsöflun í Austurlöndum fjær. SH var í raun brautryðjandi í viðskiptum við Japan, þegar sala þangað hófst 1974 og var skrifstofa samtakanna þá opin í 2 ár. Nú er opnað að nýju og áreiðanlega mun út- haldið verða lengra, svo vel ganga viðskiptin. I fyrra fóru t.d. 17% af útflutningi SH, í verðmætum talið 2,3 milljarðar króna, til Asíulanda. í þeim heimshluta á eftir að verða mikil sala á fiski segja SH-menn. Framkvæmdastjóri í Tok- íó er Helgi Þórhallsson, viðskiptafræðingur, með mast- erspróf frá Osaka-háskóla. LANDSBANKINN OG FJÁRMÁL ELDRA FÓLKS: „1 ljós hefur komið að þessi þjóðfélagshópur býr um margt við sérstakar aðstæður, þarf einatt að taka þýðingarmiklar ákvarðanir um fjármál og meðferð eigna en fólkið fær oft ekki nægar upplýsingar eða fyrirgreiðslu um mál er varða fjárhag þess, ýmis réttindi, eins og lífeyris- og bótaréttindi, skattamál og leiðir til varðveislu og ávöxtunar fjármuna," segja bankastjórar Landsbankans. Bankinn býður nú nýja þjónustu, heildarráðgjöf fyrir eldri borgara. Nýja þjónust- an hefur sitt sérstak heiti, Varðan. Sérstakur hópur starfs- manna hefur farið á námskeið til að vera vel undir það bú- inn til að ráðleggja eldra fólkinu. LYGIÞAGNARINNAR: Úrvalsbækur hafa sent frá sér nóvemberbók sína, Lygi þagnarinnar, eftir Brian Mo- ore. Bókin fjallar um hótelstjóra nokkurn á írlandi, sem kemst í kast við hryðjuverkamenn IRA. Bókin er mjög spennandi og vel skrifuð, auk þess sem þýðingin er hin ágætasta. Þannig teljum við að góður reyfari eigi einmitt að vera... Höfundurinn, Brian Moore, er prófessor við Kaliforníuháskóla og hefur skrifað fjölmargar bækur, til að byrja með undir dulnefni. Góð þátttaka í prófkjöri Alþýðuflokksins í Nl. eystra: Sigbjörn hlaut fyrsta sætid Sigbjörn Gunnarsson hlaut mjög afgerandi kosningu í fyrsta sæti í prófkjöri Alþýðuflokks- ins í Norðurlandskjör- dæmi eystra um helgina. Sigbjörn sagði við Al- þýðublaðið að það hefði komið sér þægilega á óvart hversu afgerandi kosingu hann hafi hlotið í fyrsta sætið. Sigbjörn hlaut 724 at- kvæði í fyrsta sætið. Næst- ur honum kom Hreinn Páls- son sem hlaut 417 atkvæði í fyrsta sætið en 836 sam- tals í fyrsta og annað sætið. Þeir hlutu bindandi kosn- ingu í tvö efstu sætin. Sigbjörn segir að sér lítist mjög vel á komandi alþing- iskosningar og telur mögu- leika Alþýðuflokksins í kjördæminu góða. Sér lítist vel á að hafa Hrein Pálsson í öðru sætinu enda hafi þeir unnið lengi saman innan flokksins. Hann telur að Al- þýðuflokkurinn eigi að berjast fyrir að fá tvo þing- menn kjörna í komandi al- þingiskosningum. Sigurður Arnórsson varð þriðji í prófkjörinu með 689 atkvæði en einungis var kosið um tvö efstu sætin. Fjórði varð Arnór Benónýs- son með 538 atkvæði, Pálmi Ólason fimmti með 286 atkvæði og Aðalsteinn Hallson sjötti með 249 at- Sigbjörn Gunnarsson, kaupmaður. kvæði. Mjög góð þátttaka var í prófkjörinu, eða 1.823 manns sem er um 10% aukning frá síðasta próf- kjöri. A Akureyri kusu um 1.240 manns sem þykir mjög gott og eru það um % af þátttakendum í prófkjör- inu. Af öðrum stöðum þar sem þátttaka var góð má nefna að á Þórshöfn tóku 150 manns þátt í prófkjör- inu og í Húsavík og ná- grenni 250 manns. í síðustu Alþingiskosningum hlaut Alþýðuflokkurinn 2.229 at- kvæði í Norðurlandskjör- dæmi eystra og einn þing- mann kjörinn. Einir stétta þurfa leigubílstjórar ekki að nota bílbelti: Beltin veita þeim ekki öryggi Leigubílstjórar þurfa einir ökumanna ekki að nota bílbelti og þykir mörgum það skrítið. Að sjálfsögðu lenda atvinnu- bílstjórar í umferðaró- höppum og slysum eins og aðrir ökumenn og ættu þar af leiðandi að vera sem allra öruggastir við stýrið. En svo er að sjá að beltin sem flestir telja nú að veiti öryggi við stýrið, — veiti leigubílstjórum ekki ann- að en öryggisleysi. ,,Ég hef viljað binda leigu- bílstjóra eins og aðra öku- menn", sagði Óli H. Þórðar- son, framkvæmdastjóri Um- ferðarráðs í gær. Hann sagði hins vegar að leigubílstjórar hér á landi sem og víðar um lönd væru undanþegnir notk- un beltanna þegar þeir eru í atvinnuakstri. Aðrar undan- 'þágur frá notkun beltanna eru til, t.d. lögreglumenn ef þeir eru í hættulegum flutn- ingi. Ingólfur Ingólfsson, for- maður Frama, félags leigubíl- stjóra, sagði í gær að hvergi í veröldinni væri leigubílstjór- um gert að skyidu að nota bíl- belti. Væri þetta gert með ör- yggi bílstjórans í huga, — vegna hugsanlegrar árásar af hendi farþega hans. Sagði Ingólfur leigubílstjóra hér á landi lítt hultari fyrir slíku en starfsbræður þeirra í öðrum löndum. Þá sagði Ingólfur að margir leigubílstjórar notuðu beltin í akstri, enda þótt þeim væri það ekki skylt. Þá notuðu leigubílstjórar að sjálfsögðu beltin í einkaakstri sínum. í Danmörku stæði nú til að skylda leigubílstjóra til að setja á sig beltin þegaf þeir æku einir í bílum sínum. Sagði Ingólfur að þar í landi væru menn ekki mjög ánægðir með þá skyldu. „Annars hefur mér sýnst að þingmennirnir okkar viti ekki mikið um starf okkar ieigubílstjóranna og ekki var leitað til okkar með frum- varpið um notkun belta í aft- ursætum. Í þeim lögum er gerð undanþága fyrir notkun farþega okkar í aftursætun- um. Við viljum auðvitað gjarnan að þeir noti beltin," sagði Ingólfur. Farþegar í framsætum leigubíla eiga hins vegar að nota beltin. Varðandi slys á bílstjórum sagði Ingólfur að Frami hefði allsherjar slysatryggingu á fé- lögum sínum og hefði svo verið nærfellt í tvö ár. Svo undarlegt sem það virðist, sagði Ingólfur að greinilegt væri að þeir sem hefðu feng- ið bætur hefðu yfirleitt ekki ient í umferðarslysum, — heldur ýmiskonar óhöppum í nánd við bílinn, t.d. runnið á vegna mögulegrar hættu af árásargjörnum farþegum. hálku og annað þvíumlíkt. A-mynd: E.ÓI. HEIMSBRÉF: Charles Pinney, (til hægri) framkvæmdastjóri Barclays de Zoete Wedd, verð- bréfafyrirtækis Barclaysbanka, hlær dátt með Tómasi Tómassyni og Jóhannesi Nordal Seðlabankastjórum á Þingholti í gær. Landsbréf hf. buðu Pinney til landsins í tilefni af samn- ingi sem Landsbréf hf. hafa gert við hið breska verðbréfafyrirtæki um sölu á erlendum verð- bréfum til Íslendinga, eða svonefndum heimsbréfum. Sala þeirra hefst á fimmtudag. Pinney hélt fyrirlestur í hádegisverðaboði Landsbréfa hf. í Þingholti fyrir troðfullum sal um mögu- leika íslendinga á erlendum mökkuðum. A-mynd E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.