Alþýðublaðið - 28.11.1990, Page 4

Alþýðublaðið - 28.11.1990, Page 4
4 Miðvikudagur 28. nóvember 1990 MMÐUBIMÐ Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Flákon Flákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskrifarsími er 681866 Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 75 kr. eintakið HÁTEKJII- SKATTURINN ER EKKITÍMABÆR Hugmyndir Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráð- herra um hátekjuskatt hafa verið talsvert til umræðu í þjóðfélaginu. Hugmyndir fjármálaráðherra byggjast á því ad setja annað skattþrep í skattheimtu tekjuskatts sem tekur mið af þeim er hafa 300 þúsund krónur eða meira í mánaðarlaun. í þessu felast í sjálfu sér réttlátar hugmyndir; að þeir sem hærri laun hljóta greiði meira til ríkisins en þeir sem minni tekjur hafa. En á þessum hugmyndum fjármálaráðherra eru einn- ig miklir annmarkar. í fyrsta lagi þarf fleira að koma til en annað skattþrep. Það þyrfti samtímis að hækka skatt- leysismörkin svo jöfnuðurinn kæmist til skila; því ekki getur skattajöfnuðurinn verið í eina átt, þ.e.a.s. gagnvart ríkinu en ekki gagnvart skattgreiðendum. í öðru lagi eru fyrirsjáanlegar tekjur ríkisins af hátekjuskattinum svo- nefnda rýrar. Fjármálaráðherra hefur reiknað út að tekj- urnar gætu numið um fjögur hundruð milljónum á ári. Alþýðublaðið hefur gagnrýnt þessa útreikninga og bent á, að raunhæf innheimta af hátekjuskatti nemi aðeins um 100 milljónum á ári. í þriðja lagi myndi hátekjuskatt- ur leggjast mjög óréttlátlega á þá sem hafa óreglulegar tekjur, eins og t.a.m. sjómenn eða aðra þar sem tekjurn- ar eru bundnar af sveiflukenndri afkomu í atvinnu- rekstri. I fjórða lagi myndi annað skattþrep raska stað- greiðslukerfinu, valda flóknu framtalskerfi og innleiða á nýjan leik afturvirkar skattgreiðslur. Alþýðuflokkurinn lagði grundvöllinn að gagngerri umsköpun á skattakerfinu 1987. Þáverandi fjármálaráð- herra, Jón Baldvin Hannibalsson, hrinti í framkvæmd staðgreiöslu og einföldun tekjuskattsins. Þá varð kerfi tekjuskattsins, barnabóta og persónuafsláttar að miklu tekjujöfnunartæki. Alþýðuflokkurinn stóð ennfremur fyrir einföldun og lækkun aðflutningsgjalda af innflutt- um vörum. Þar með var Iagður grunnur að nýrri aðlög- un að fyrirhuguðum breytingum á Evrópumarkaði og ennfremur greitt fyrir komandi skuldbindingum varð- andi alþjóðlega fríverslun eins og GATT-viðræðurnar miða að. Alþýðuflokkurinn gerði meira: Hann beitti sér fyrir lögfestingu virðisaukaskattsins og undirbjó upptöku hans. Þar með var innheimta opinberra gjalda stórbætt og fyrsta skrefið á síðari árum tekið til að stemma stigu við skattsvikum. Með þessum breytingum var tekjuöfl- unarkerfi hins opinbera treyst til frambúðar til hagsbóta öllum þeim sem njóta opinberrar þjónustu, ekki síst þeim sem minna mega sín. Heildaráhrif breytinganna voru fyrst og fremst þau, að ríkisfjármálin jöfnuðu tekjur í landinu. Persónuaf- sláttur hækkaði, svo og skattfrelsismörk auk þess sem tekjuaukinn var nýttur til útborgunar fjölskyldubóta til fjölskyldna með þyngsta framfærslubyrði, þ.e. barnafjöl- skyldna og einstæðra foreldra. Þetta hafði lítil sem engin áhrif á verðlagsáhrif því verðhækkunum vegna sölu- skattsins var mætt annars vegar með lækkun tolla en hins vegar með auknum niðurgreiðslum á brýnustu lífs- nauðsynjar. Hátekjuskattur er réttlátur sem tekjujöfnunartæki en gildrurnar sem felast í honum eru margar eins og bent hefur verið á að ofan. Fyrst og fremst er hann ógnun við stöðugleika hins nýja skattkerfis og er því ekki tímabær. Hið nýja skattkerfi verður bæði að fá aðlögunartíma hjá skattgreiðendum jafnt sem ríki áður en því er umbylt með öðru skattþrepi. ÖNNUR SJÓNAMIO! DAGFINNUR Þingmenn friðarins Nokkur umræða hefur orðið að undanförnu um afstöðu háskóla- rektors til Evrópumála. í gær ritar Þorvaldur Gylfason hagfræði- prófessor pistil i Morgunblaðinu undir yfirskriftinni: „Verðið á sjálfstæði Islands." Nauðsynlegt sé að réttar upplýsingar komi fram, en Sigmundur Guðbjarna- son rektor Háskóla Islands hafði komist svo að orði:........margir virðast fúsir til að fórna fullveldi þjóðarinnar fyrir fríverslun með fisk ...“ Þorvaldur segir m.a. að rektor fullyrði að fjögur þúsund krónur á mánuði séu „verðið á sjálfstæði ís- lands í dag.” „Hér er hallað réttu máli. Látum það vera, að rektor skuli kalla hugsanlegan efna- hagsávinning „verðið á sjálf- stæði íslands.” Hitt er jafnvel enn alvarlegra, að rektor fer rangt með staðreyndir. Hann horfir fram hjá því, að hugsan- legur efnahagslegur ávinning- ur Islendinga í Evrópu er alls ekki bundinn við niðurfellingu tolla á íslenzkar sjávarafurðir. Hér er miklu meira í húfi.“ Síðan tekur hagfræðiprófessor- inn háskólarektorinn i smá- kennslustund í Evrópuhagmálum. Með sameiningu Evrópubanda- lagsríkja skapist forsendur fram- fara á efnahagssviði. Til þess sé leikurinn gerður. „Ef sams konar búhnykkur félli okkur íslend- ingum í skaut myndi hann skila okkur um 15 milljörðum í þjóð- arbúið á þessu ári og á hverju ári eftirleiðis. Þessi fjárhæð jafngildir um 240.000 krónum á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu í landinu á ári... Jafn- vel þótt rektor keypti sér þrjár áskriftir að Tímanum, ætti hann 200.000 krónur afgangs af sínum skerf á hverju ári.“ Það er ekki á hverjum degi sem almenningur getur stolist í kennsl- usstund í hagfræði á síðum dag- blaðs. Og það kennslustund með einum nemanda: Sjálfum rektor Háskóla íslands. Megum við eiga von á meiri upplýsingu? Til dæmis með forsætisráðherra í stjórnfræð- um? Hver vill taka að sér að kenna honum? Fjármálaráðherrann okkar er nú í Moskvu í nafni heimsfriðarins. Hann hefur meðal annars hitt Mikjál Gorbatsjov Sovétleiðtoga í nafni heimsfriðarins. Síðan mun Ólafur Ragnar fljúga til London og hitta forsætisráðherra Breta, hver sem það nú verður, og ræða við hann um málefni heimsfriðarins og afhenda skjal. Því næst mun fjármálaráðherr- ann okkar fljúga til Washington og hitta Bush, forseti Bandaríkjanna, í nafni heimsfriðarins og afhenda honum afrit af sama skjali. Nú spyrja menn kannski sem svo: Hvers vegna í ósköpunum er ís- lenski fjármálaráðherrann á ferð og flugi um allan heim að hitta helstu leiðtoga heims í nafni heimsfriðarins í stað þess að vera heima og fylgja eftir stórmálum á borð við hátekjuskattinum og ekknaskattinn? Svarið er einfalt: Ólafur Ragnar er oddviti nefndar þingmanna- samtaka PGA, sem eru alþjóðleg og berjast fyrir heimsfriðnum. Þá kann kannski einhver að spyrja: En er Ólafur Ragnar þing- maður? Svarið er auðvitað neit- andi. Ólafur Ragnar er ekki þing- maður heldur varaþingmaður. En varaþingmenn geta einnig barist fyrir heimsfriðnum. Hins vegar er ég þeirrar skoðun- ar að þótt heimsfriðurinn sé mikil- vægur, þá sé friðurinn á eigin heimili enn mikilvægari. Þess vegna er ég svoldið hissa á honum Ólafi Ragnari að fara að hitta Gorbatsjov, Bush og aðra ráðamenn þegar sem mest er rifist um skattamálin heima. Svo ekki sé nú talað um innri málefni Al- þýðubandalagsins. Heimsfriðurinn er hins vegar mikilvægur eins og fyrr segir. Eig- inlega finnst mér að fjármálaráð- herrann hefði átt að fara til Kúvæt og ræða málin við Saddam Hus- sein. Saddam er maður sem nýtur þess að taka á móti leiðtogum heimsins og yfirleitt fá þeir að hafa með sér nokkra gísla sem minja- grip um komuna. Leiðtogar heimsins auk stórst- irna stjórnvarpsfréttamanna hafa flykkst til Persaflóa í von um við- tal. Þetta hefði náttúrulega verið rétti maðurinn fyrir fjármálaráð- herrann íslenska. Það er engin spurning að ófrið- arsvæðið er við Persaflóa og þar er þingmanna heimsfriðarins mest þörf.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.